Dagur - 24.12.1993, Síða 4

Dagur - 24.12.1993, Síða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 24. desember 1993 Ríkarður Ríkarðsson, lög- reglumaður, er formaður Ljósmyndaklúbbs Húsavík- ur. Ríkarður er þekktur áhugaljósmyndari og höf- undur perla er glatt hafa augu margra. Hann er þekktastur fyrir fuglamyndir sínar, og hver man ekki eftir kríumyndinni, sem vann verðlaunasamkeppni Dags og Pedromynda 1990? Jóla- dagarnir eru líklega þeir dagar ársins sem flestar ljós- myndir eru teknar á Islandi, þó allir séu ekki jafn ánægðir með útkomuna. Því er tilval- ið að spjalla við náunga sem oft smellir af með frábærum árangri. Ljósmyndaklúbbur Húsavíkur var stofnaður kl. 17, þann 4. apríl sl. Aóalhvatamenn að stofnun klúbbsins voru Rikki og Hafþór Hreiðarsson, sem einnig er snillingur með myndavélina. Þegar hafa verið haldnar tvær sýningar á vegum klúbbsins. Hin fyrri var 17. júní samhliða mikilli grillveislu félagsins. Þessi sýning tókst mjög vel. Önnur sýningin var 18.-21. nóv. sl. í Safnahúsinu. í gestabók- ina skráðu sig 288 gestir. Þrettán félagar klúbbsins sýndu 64 myndir á sýningunni. „Mér fannst myndirnar allar góðar. Smekkur rnanna er misjafn, sunrir vilja litmyndir, aðrir svarthvítar myndir. Tvær myndir seldust á sýningunni. En einnig seljast myndir oft eftir sýningar og t.d. fékk ég verkefni til að glíma við. Eg var beðinn að mynda börn og það tókst bara sæmilega, þó ég taki ekki mikið af myndum af fólki. Einnig var ég beóinn aó taka tískuljósmyndir.“ Að smella af út í bláinn -1 hverju er starfsemi klúbbsins fólgin? „Vió höldum fundi hálfsmánaöarlega, á sunnudögum kl. 20 í Keldunni. Þá eru skoð- aóar myndir og metið hvað betur hefði mátt fara. Við reynum aó læra hvert af öðru. Hug- myndin er aö koma á byrjendanámskeiói í að taka betri myndir, uppbyggingu mynda, en síðan kæmu framköllunarnámskeið og fleira í framhaldi. Viö vekjum þátttakendur til um- hugsunar um hverju þeir eru aó taka myndir af, svo þeir séu ekki bara að smella út í blá- inn.“ - Hvernig fólk er í félaginu, ungir, gamlir, karlar, konur? „Bara að nefna það. Fólk á öllum stigum og öllum aldri. Þaó hefur komið mér á óvart hvað margir hér í bænum eru að mynda, sem ég hafði ekki hugmynd um. Og margir hugsa mjög mikið um hvaó þeir eru að mynda. Svo eru einnig menn í klúbbnum sem hafa gaman af að skoöa myndir, en eiga jafnvel ekki myndavélar sjálfir." Kvenfélagasamband Suður-Þingeyinga gaf út mjög falleg jólakort í ár með ljós- myndum eftir Rikka, Hafþór Hreiðarsson og Sigurlaugu Egilsdóttur. Kortin hafa fengið góðar viðtökur að vonum, og Rikki segist mjög ánægður með útkomuna. Til stendur að ífamhald verði á samstarfi kvenfélaganna og ljósmyndaranna. „Það má segja sem svo að sýningarnar hafi komið okkur á kortið, því nú veit fólk að vió erum til. Myndir hafa birst eftir okkur í Víkurblaðinu og við eigum mynd á forsíð- unni á jólablaðinu og á forsíóu jólablaðs Völsungs. A fundi í klúbbnum mæta yfirleitt 7-14 félagar. Mætingin er ágæt, þó hún mætti vera meiri. Félagarnir eru frá Húsavík og nærsveitum. Fólk tapar ekki á því aó ganga í klúbbinn, það fær afsláttarkort fyrir filmur og framköllunarpappír á Ljósmyndastofu Péturs. Argjaldið í klúbbnum er eitt þúsund krónur, og þær eru fljótar að skila sér í afslættinum.“ Ljósmyndaklúbburinn gefur út fréttabréf ^Krían, verðlaunamyndin hans Rikka frá samkippni Dags og Pedromynda 1990. sem Rikki ritstýrir og fjögur tölublöð hafa þegar séó dagsins ljós. Næstu fundir klúbbs- ins eru fyrirhugaðir 9. og 23. jan. auk þess sem þeir sem áhuga hafa á að ganga í klúbb- inn geta snúið sér beint til formannsins. Að hafa þolinmæðina - Hvenær byrjaðir þú að taka myndir? „Eg eignaðist mína fyrstu myndavél þegar ég var fermdur. Það var vasamyndavél, en ég fékk ekki verulegan áhuga fyrr en 1981. Þá fór ég til Finnlands, og í Fríhöfninni keypti ég mér eina myndavél. Síðan tók ég mína fyrstu fuglamynd og ánetjaðist því áhuga- máli. Eg hef ekki stoppað síðan og þetta fer versnandi. Þetta er ótrúlega gaman, en það fer stöðugt meiri peningur í þetta. Eg á tvær vélar og dýrasta linsan mín kostaði um 30 þúsund. Það er 300 mm standardlinsa sem ég nota mjög mikið. Það er um að gera að vera nógu rólegur og hafa þolinmæðina, þegar verið er að eltast vió fuglana.“ - Hverju ertu að safna þegar þú tekur fuglamyndir, skotum, tegundum? „Draumurinn er sá að ná að taka rnyndir af íslensku ílórunni, öllum fuglum sent hér hafa sést og í öllum hugsanlegum og ekki hugsan- legum stellingum, allt frá því að þeir eru egg í hreiðri, ungar, síðan fljúgandi og étandi. Eg reyndi einu sinni að taka saman hvaó ég heföi myndað margar tegundir og komst upp fyrir 100. Þar eru bæði ómögulegar myndir og góðar myndir. Sumar eru gjörsamlega út í hött og ég læt þær ekki sjást nokkursstaðar. Þar get ég kannski bent á punkt og sagt að þar sé ákveðinn fugl, sem enginn annar þekk- ir á myndinni. Eg fer að eiga flesta fugla sem teljast til íslensku flórunnar, þó geta verið hátt í tíu tegundir sem ég er ekki með neitt af. Það eru fuglar sem erfítt er að nálgast, mig vantar t.d. svartfuglana í réttum heimkynnum. Eg tek Ríkarður Ríkarðsson, formaður Ljós- ► myndaklúbbs Húsavíkur á annarri sýn- ingu klúbbsins í nóv. sl. Rikki er við myndir af fuglum, en segja má að fugla- myndatökur séu hans sérgrein. Mynd: IM mikið af fuglamyndum niðri við höfn, og einnig mikió í Mývatnssveit." Sleppi frekar að taka myndina - Hvenær hefur þú þurft að sýna mesta þolin- mæði viö myndatöku? „Eg fór einu sinni austur í Kelduhverfi, var aó fylgja enskum manni sem hafði leyfi til að mynda fálka. Þá stóð ég í sama trénu í fjóra og hálfan klukkutíma. Þarna held ég að ég hafi sýnt mesta þolinmæði við myndatöku, því þetta var ansi mikil staða. Biðin var eftir að móðirin færði ungunum fæðu. Eg tók myndir á tvær eða þrjár filmur, en aó vísu ekki nema 3-4 myndir þegar móóirin kom með bráðina." - Hefurðu lent í einhverju neyðarlegu eóa, verið hætt kominn? „Nei, nei. Þó aðstæður gefi tilefni til að liggja hálfur út af klettabrún, set ég mig ekki

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.