Dagur - 04.01.1994, Síða 2

Dagur - 04.01.1994, Síða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 4. janúarr 1994 FRÉTTIR Deilur um staðsetningu áfengisútsölu á Blönduósi: Sýndarmennska hjá ÁTVR - segir Guðsteinn Einarsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Húnvetninga I dag er ráðgert að forsvars- menn Áfengis- og tóbaksversl- unar ríkisins eigi fund með for- ráðamönnum HúnQörðs hf. á Blönduósi um möguleikann á því að HúnQörð hf. leigi ÁTVR húsnæði Krútt-kökuhúss fyrir áfengisútsöiu. Áfengis- og tóbaksverslun rík- isins efndi til einskonar forvals þar sem óskað var eftir aó aðilar á Blönduósi myndu bjóða fram hús- næði fyrir áfengisútsöluna, en ekki var óskaó eftir formlegum til- boðum. Sex aðilar sendu bréf til ÁTVR. Mat ÁTVR-manna var að aðeins einn þessara sex aðila, Húnfjöró hf„ sem á og rekur Krútt-brauðgerð, uppfyllti skil- yrði. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, staófesti þetta í gær og sagði að ef samningar tækjust vió Húnfjörð hf. væri að því stefnt að opna áfengisútsölu í húsnæði Krútt-kökuhúss í mars nk. Auk Húnfjörðs hf. buðu eftir- taldir fimm aðilar húsnæði fyrir áfengisútsölu á Blönduósi: Kaúp- félag Húnvetninga, Verslunin Vís- ir, Hallbjörn L. Kristjánsson, sem rekur umboðs- og heildverslunina Reyni sf„ Jónas Skaftason, sem rekur gistiheimilið Blönduból, og Þorbjörg Kristín Jónsdóttir, sem rekur verslunina fataverslunina Spec. Guðsteinn: Pólitísk lykt Guðsteinn Einarsson, kaupfélags- stjóri Kaupfélags Húnvetninga, er afar ósáttur við þessa nióurstöðu ÁTVR og hann telur að pólitísk lykt sé af málinu. Guðsteinn segir að Kaupfélag Húnvetninga hafi boóið hluta af húsnæði bygginga- vörudeildar fyrir áfengisútsöluna og ekki sé innangengt úr því hús- næði yfir í húsnæði matvörudeild- ar kaupfélagsins. „I forvalsgögn- um var ekki minnst á þaó einu orði aó ekki mætti reka matvöru- verslun í sama húsi og áfengis- verslun," sagói Guðsteinn. „Við viljum að efnt verði til út- boðs þar sem farió verði eftir sett- urn reglum. Við sendum bréf þess efnis tii ÁTVR og afrit til fjár- málaráðherra milli jóla og nýárs. Við fengum svar frá ÁTVR um hæi þar sem erindi okkar var ekki hafnað, en því var heldur ekki svaraó,“ sagði Guðsteinn. Guðsteinn sagðist hafa talaö ítrekað vió Vilhjálm Egilsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins á Norðuriandi vestra, um þetta mál og ljóst væri að hann væri „pottur- inn og pannan“ í því að Húnfjörð hf. fái áfengisútsöluna. Vilhjálmur væri meö þessu að leggja sitt lóð á vogarskálina til þess að bjarga samflokksmönnum sínum í Hún- fjörð hf. út úr rekstrarerfiðleikum fyrirtækisins. vVið eigum ekki von á því að ÁTVR breyti sinni niðurstöðu, en það er ljóst aó vinnubrögðin í þessu máli eru hrein sýndarmennska," sagði Guðsteinn. Vilhjálmur: Ekki pólitík Vilhjáimur Egilsson vísar því á bug að þetta mál sé í pólitískum farvegi. „Eg hef hins vegar haft ákveðnar skoðanir á þessu máli. Ég tel óeðlilegt að setja niður áfengisútsölu á Blönduósi sem raskar samkeppnisstöðu aðila inn- an bæjarins, ekki síst matvöru- verslana. Hins vegar tel ég æski- legast aó Áfengis- og tóbaksversl- unin sé ekki til og Kaupfélag Húnvetninga eins og aðrir geti boðið upp á áfengi. Ég vona að ég og kaupfélagsstjórinn getum barist fyrir því saman að ÁTVR verði lögó niður og kaupfélagið fái sama rétt og aórir til þess að versla með áfengi. En á meðan þetta einokunarfyr- irkomuiag er á áfengissölunni, þá verða menn að gæta þess mjög vel aó samkeppnismynstrið innan bæjarfélagsins ruglist ekki. Ég nefni sem dæmi að það þætti ekki gott ef sett yrói niður áfengisút- sala við Hagkaup á Akureyri, en ekki viö hliðina á Kaupfélagi Ey- fírðinga.“ Vilhjálmur sagöist aóspurður telja að staðsetning áfengisútsölu í húsnæói Húnfjörðs hf. raskaði ekki þessari samkeppnisstöóu. „Oskar Húnfjörð er þarna með laust húsnæði og það hentar fyrir þessa starfsemi. Ef Kaupféiag Húnvetninga hefði verió meó ann- aó húsnæði en ofan í matvörunni, þá hefði það trúlega komió til greina. Oskar Húnfjörð var ekki eini sjálfstæðismaðurinn sem sótti um og ég lít svo á að margir sjálf- stæðismenn séu félagsmenn í Kaupfélagi Húnvetninga. Ég tel að mér sé jafn skyit að gæta hags- muna Kaupfélags Húnvetninga og annarra fyrirtækja og ég geri það á jafnréttisgrundvelli,1* sagði Vil- hjáimur. óþh Fisherman hét áður Hjörleifur. Togarinn er á Icið til veiða í Barcntshafi. Slippstöðin-Oddi hf.: Saltfiskbúnaður í togara sem veiðir í Barentshafl Að undanfórnu hefur Slippstöð- in-Oddi hf. á Akureyri unnið að því að koma fyrir búnaði til saltfiskvinnslu í togarann Fis- herman, sem skráður er í Lima- sol á Kýpur. Togarinn hét áður Hjörleifur og var í eigu útgerð- arfyrirtækisins Skagstrendings hf. á Skagaströnd en var skráð- ur erlendis þegar fyrirtækið endurnýjaði togaraflotann. Hann var síðan seldur fyrirtæk- inu Unimar hf. í Kópavogi, sem er í eigu Rúnars Björgvinssonar og Halldórs Guðmundssonar, án fisk- veiðiheimilda, cn fyrirtækió hyggst gera hann út í samstarfi við rússneska útgeróaraðila. „Ég reikna með að togarinn haldi á saltfiskveiðar í Barcntshafi um miðjan þennan mánuö en salt- fiskinum verður hins vegar landaó hér og honum pakkaó í vióeigandi umbúðir. Franileiðslan verður seld sem íslensk og cltir íslenskum stöólum cn uppruni vörunnar vcrður auðvitað rússneskur. Skip- ið hefur verið skráó á Kýpur en væntanlega verður skráningin fiutt til Rússlands og það fær nýtt nafn,“ segir Rúnar Björgvinsson. GG SR-mjöl hf. selt á 725 milljónir króna: Fjögur norðlensk útgerðarfyrirtæki og staifsmenn verksmiðjanna meðal kaupenda Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, undirritaði 29. desem- ber sl. samning um sölu á öllum hlutabréfum í SR-mjöIi hf. til tuttugu og eins útgerðarfyrir- tækis og fjögurra fjármálafyrir- tækja. Utgerðarfyrirtækin munu ráða yfir 53% af heildar- loðnukvótanum, eða 520 þúsund tonnum. Kaupendur njóta auk Dalvík: Sæplast kaupir vél Sæplast hf. á Dalvík hefur fest kaup á vél til framleiðslu á plaströrum. Með kaupunum er verið að auka Qölbreytni í fram- leiðslu fyrirtækisins og styrkja þannig Sæplast sem plastfram- leiðslufyrirtæki. Vélin var í eigu Hulu hf. á Flúðum og framleiðir kaldavatns- rör, snjóbræðslurör og hitaþolin vatnsrör. Sæplast mun í fyrstu framleiða þau rör sem til þessa hafa verið framleidd hjá Hulu en síóar er stefnt að áframhaldandi þróun í röraúrvali. Hitaþolnu plaströrin sem fram- leidd verða, hafa haft algera sér- stöóu hvað varðar styrk og hita- þol, eins og segir í fréttatilkynn- ingu frá Sæplasti og hafa þau m.a. verið notuð til lagningar á hita- veitum víóa um land. Stefnt er að flutningi vélasam- stæóunnar tii Dalvíkur nú í janúar, þannig að hægt verði aó hefja lramleiðslu þar snemma á þessu ári. Reiknað er með að með til- komu nýju framleiðslunnar aukist velta Sæplasts hf. um 15-20% á ári en velta félagsins á árinu 1992 var tæpar 300 milljónir króna. KK Sigliiíjörður: Guðgeir sýslumaður Guðgeir Eyjólfsson hefur verið vík, Ingi Tryggvason, fulltrúi hjá Guðgeir Eyjoltsson netur veriö skipaður sýslumaður á Siglu- firði frá og með 1. janúar 1994. Guðgeir var einn sjö umsækj- enda um stöðuna. Aðrir umsækj- endur voru Björn Rögnvaldsson, fulltrúi sýslumannsins á Akureyri, Guðmundur Björnsson, fulltrúi sýslumannsins í Hafnarfirði, Hilmar Baldursson, hdl. í Reykja- sýslumanninum í Borgarnesi, Kjartan Þorkelsson, sýslumaöur í Ólafsfirði og Stefán Þ. Ólafsson, fulltrúi sýslumannsins á Blöndu- ósi. Eins og fram hcfur komið sagói Erlingur Óskarsson starfi sýslu- manns á Siglufirði lausu í kjöllár- iö á grun urn aðild að meintu smygli til landsins. óþh þess stuðnings allra þeirra fimm sveitarfélaga þar sem verk- smiðjur fyrirtækisins eru stað- settar en það er á Siglufirði, Raufarhöfn, Seyðisfirði, Reyð- arfirði og Reykjavík auk beina- verksmiðju á Skagaströnd. Nafnverð hlutabréfa er 650 milljónir króna en kaupverð 725 milljónir króna, eða gengi 1,12. Kaupendur taka við rekstri fyrirtækisins 1. febrúar nk. Tilboð barst cinnig frá Sigurði G. Guðjónssyni hrl. f.h. Haraldar Haraldssonar í Andra vegna fieiri fjárfesta aó upphæö 801 milljón króna en ekki þótti sýnt aö full- nægt væri skilyrðum seljenda urn fjárhagslegan styrk til að tryggja kaupin og áframhaldandi rekstur fyrirtækisins. Ákvöróun um sölu fyrirtækisins hefur verió áfrýjað til umboðsmanns Alþings af Har- aldi HaralJssyni. Boðað vcrður til fundar meó hluthöfum á næstunni og þá rnunu línur skýrast mcö stjórn lýrirtæk- isins og heiti þcss. SR-mjöl hf. er eitt af fimm stærstu útgerðarfyrir- tækjum landsins. Starfsmenn verksmiðjanna munu vcra meóal væntanlcgra hluthafa en norólenskir hluthafar rnunu auk þess vcra Garðar Guó- mundsson. útgeröarmaður Guð- mundar Ólafs ÓF-91 í Ólafsfiröi, Svcrrir Leósson útgcrðamaóur Súlunnar EA-300 á Akureyri, Hrciðar Valtýsson útgcróarmaður Þórðar Jónassonar EA-350 á Ak- ureyri og Bjarni Aðalgeirsson út- geróarmaóur Bjargar Jónsdóttur ÞH-321 á Húsavík. Loðnukvóti áðurncfndra fimm báta er 74 þús- und tonn. GG Húsavík: Tvö börn fædd á árinu Tvö börn eru fædd eftir áramót- in á Sjúkrahúsinu á Ilúsavík. Fyrsta barn ársins fæddist 2. janúar kl. 21.30. Það var dreng- ur úr Norður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans eru Hrund Ás- geirsdóttir og Kristinn Rúnar Tryggvason frá Hóli í Keldu- hverfi. Aðfaranótt mánudagsins 3. janúar fæddist fyrsti Húsvíkingur ársins. Þaó var stúlka, dóttir Þóru Kristínar Jónasdóttur og Sigurjóns Sigurbjörnssonar. IM Akureyri: Gífurlegt fjöl- menni við útfór Gífurlegt fjölmenni var við út- för Vilhelms Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Utgerðarfélags Akureyringa hf., sem var gerð frá Akureyrar- kirkju sl. fimmtudag. Sr. Birgir Snæbjörnsson segir að áætlaö sé að um 700 manns hafi vcrið við útförina og telur hann að þetta hafi verið ein allra fjölmennasía útför, cf ekki sú tjöl- mennasta, sem hcfur verið gerö frá Akureyrarkirkju. óþh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.