Dagur - 04.01.1994, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 4. janúar 1994
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓIF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDI'S FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Stærsta fjölskyldumálið
Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað fjölskyldunni það ár
sem nú er gengið í garð. Okkur ber því fremur en
nokkru sinni fyrr að beina kastljósinu að málefnum fjöl-
skyldunnar og leitast við að bæta hag hennar á sem
flestum sviðum. Það er vel til fundið því fjölskyldan er
hornsteinn samfélagsins þótt stefna - eða öllu heldur
stefnuleysi - stjórnvalda í málefnum hennar beri það
ekki með sér. Verkefnin sem bíða úrlausnar eru mörg
og stór, þótt þau verði ekki tíunduð hér að þessu sinni.
Eitt verkefni öðrum stærra og veigameira er þó sjálf-
sagt að nefna nú, en það er að tryggja öllum fulla at-
vinnu.
Fullyrða má að ekkert er mikilvægara fjölskyldunni
en að hafa bolmagn til að sjá sér og sínum farborða. ís-
lendingar hafa löngum talið að rétturinn til að njóta
fullrar vinnu falli undir almenn mannréttindaákvæði og
er sú skoðun góðra gjalda verð. Við megum ekki klúðra
málum svo gersamlega að það, að fá að starfa úti á
vinnumarkaðinum, verði senn talið til forréttinda sem
tíundi hver íslendingur fái aldrei notið. Svo slæmt er
ástandið þegar orðið í mörgum nágrannalöndum okkar
að atvinnuleysi á bilinu tíu til tuttugu af hundraði
mannafla á vinnumarkaði er landlægt.
Hver vill búa í samfélagi þar sem ungt fólk getur
gengið út frá því sem vísu að það fái ekkert að starfa
þegar skólagöngu lýkur? Hvaða framtíð bíður barnanna
við þær aðstæður? Hvaða framtíð bíður allra þeirra fjöl-
skyldna sem hafa enga fyrirvinnu? Þessar spurningar
gerast æ áleitnari eftir því sem atvinnuleysi hér á landi
eykst. Samkvæmt upplýsingum vinnumálaskrifstofu fé-
lagsmálaráðuneytisins voru að meðaltali rúmlega sex
þúsund manns án atvinnu í nóvember síðastliðnum og
ef að líkum lætur voru enn fleiri á atvinnuleysisskrá í
desember. Þrátt fyrir að hér sé um hryllilegar tölur að
ræða bendir því miður flest til þess að botninum sé ekki
náð. Því hefur til dæmis verið spáð að um eða yfir 1.500
manns verði á atvinnuleysisskrá á Eyjafjarðarsvæðinu
fyrstu vikurnar á þessu ári, eða mun fleiri en nokkru
sinni fyrr. Það er skelfileg spá sem að líkindum er þegar
orðin að veruleika.
Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, gerði at-
vinnuleysið að umtalsefni í nýársávarpi sínu til þjóðar-
innar. Þar sagði hún m.a.:
„Viðfangsefni handa öllum verkfúsum höndum hafa
verið gæfa þessarar þjóðar mestan hluta sjálfstæðistím-
ans og lýðveldisáranna. Oft hefur meira að segja skort
vinnuafl í landinu. En nú kreppir að. Atvinna er ekki
nóg og framtíðargöturnar reynast ekki eins sjálfgengn-
ar til auðsældar og áður sýndist. Okkur sem enn njót-
um fullrar atvinnu hlýtur öllum að vera ljóst að atvinnu-
leysi og sár fátækt, sem við vitum af, eru blettir á sam-
félagi okkar, blettir sem okkur ber siðferðileg skylda til
að beita öllum ráðum til að afmá. Enginn íslendingur
getur unað því að horfa á meðbræður og systur líða fyr-
ir atvinnuleysi. Til þess erum við of fá, fjölskyldubönd
okkar of sterk, ábyrgð okkar hvers á öðru of augljós."
Þessi orð forseta íslands vill Dagur gera að sínum.
Fjölskyldubönd okkar í þessu fámenna samfélagi eru of
sterk til þess að við getum liðið fjöldaatvinnuleysi á
borð við það sem hér er að festa rætur. Því skal það ít-
rekað að forgangsverkefnið á nýbyrjuðu ári fjölskyld-
unnar er að tryggja öllum fulla atvinnu. BB.
Héraðsgarður og
náttúrusvæði
- Um Þingey í Skj álfandaflj óti og nágrenni hennar
í Árbók Þingeyinga 1959 er stutt
grein eftir Þóri Baldvinsson, húsa-
meistara, sem nefnist Héraðsgarö-
ur í Þingey. Þar er rætt á hnitmið-
aðan hátt um landslag eyjarinnar,
legu hennar og útsýni þaðan.
Skógana beggja vegna og svo um
þingvöllinn austast á eyjunni, þar
sem Þingeyingar hófu vorþing á
söguöld. Þingstaðnum er lýst að
nokkru og gert grein fyrir áhuga
þeim sem þáverandi sýslumaóur
Þingeyjarsýslna, Jóhann Skapta-
son og greinarhöfundur höfðu á aó
koma á þjóðgarói eóa héraðsgarði
á Þingey.
Þegar mér barst þetta eintak af
Árbók Þingeyinga í hendur átti ég
heima vestur í Bandaríkjunum og
hefi reyndar dvalist þar síðan,
þangað til fyrir tveimur árum að
ég og kona mín komum til Islands
og settumst að í Þingcyjarsýslu.
Mér fannst þetta þegar í stað
ágæt hugmynd og var hæst
ánægður með að sýslumaóurinn
og Þórir Baldvinsson væru að
ræða og ráðgera þetta. Jóhann
Skaptason þekkti ég ekki af eigin
raun en vissi aó hann var vinsæll
og vel metinn maóur. Þóri Bald-
vinsson þekkti ég vel í gegn um
Indriða bróður minn sem er ætt-
fræðingur og rithöfundur. Ég taldi
Þóri ekki aðeins í hópi hinnu
bestu vina heldur líka sérlega gáf-
aðan og raunsæjan mann.
Þegar við Louise vorum sest að
á Húsavík fór ég að líta í kringum
mig til þess að átta mig á hvað
væri að gerast í náttúruverndar- og
umhverfismálum, því að ég og við
bæði höfðum verið mikið við þau
riðin í Vermontríki í Bandaríkjun-
um, þar sem við áttum lengi
heima. Meðal annars haföi ég og
félag, sem viö vorum í, átt mikinn
þátt í því að stofnaður var eins
konar héraósgarður meðfram
Winooski ánni í Vermont. Ég var
og framkvæmdastjóri þessa hér-
aðsgarðs í nokkur ár meðan hann
var að skapast.
Á Húsavík var ég svo heppinn
að kynnast nokkrum ágætum
mönnum, sem eru virkir í Hús-
gulli, sem er hópur sem fæst við
landgræðslu og skógrækt, ásamt
öörum góðum málum og að veróa
þátttakandi í störfum þessa hóps.
Líka komst ég í kynni vió frænda
minn Kára Þórarinsson í Laufási í
Kelduhverfi, sem er formaóur
Náttúrverndarnefndar Noróur-
Þingeyjarsýslu og Hlöðver Þ.
Hlöðversson á Björgum í Köldu-
kinn sem gegnir sama starfi í Suð-
ursýslunni.
Tali mínu við báöa þessa menn
bar brátt aó því sem ég kalla nátt-
úrusvæöi og er nú raunar bein
þýóing á ensku orðunuin „natural
area“, en ég þekki ekki betra ís-
lenskt orð um þctta og nota þaó
þess vegna.
í Norður-Ameríku merkir nátt-
úrusvæói beinlínis land eóa vötn,
sem næst ósnert af mannavöldum.
Ég hefi gert mér far um að kynn-
ast þess háttar svæðum vestan
hafs, ásamt með héraðs- og þjóö-
görðum. Viðræður okkar Kára
voru um almenn náttúruverndar-
mál, en vió Hlöðver mest um
Þingey og umhverfi hennar. Fann
ég brátt aö hann hafði sérstakan
og vakandi áhuga á Þingey. Þetta
fór vel saman við áhuga rninn, því
frá því ég var strákur í Aóaldal og
kom fyrst að lillarfossi að austan,
hafði ég undrast þessa stóru þöglu
eyju umkringda kvíslum Skjálf-
andafljóts, skrýdda fossum og um-
lukta hlíðum vöxnum stórskógum
Óttar Indriðason.
Fyrri hluti
í vestri og austri. Ekki aðeins
þctta, heldur var eyjan vettvangur
vorþings Þingeyinga á söguöld og
þcss vegna fæðingarstaður þing-
eysks samfélags, sem og nafngjafi
sýslnanna.
Sannarlega er Þingey líka nátt-
úrusvæði, þar sem einu mannvirk-
in á cyjunni eru fornar hleðslur,
veggir og garður á þingvellinum,
ásamt minjum bæjarhúsa sem reist
voru á sama stað á nítjándu öld.
Þessar rústir allar sofa þyrni-
rósarsvefni áranna undir grænni
torfunni á smá nesi austast á eyj-
unni, rétt norðar en á móts vió
eyðibýlió Glaumbæjarsel austan
Iljótsins.
Það kom l'ram fram í viðræðum
okkar Hlöðvers að Þingey og
ástand hennar hefði borist í tal við
samnefndarmann Hlöðvers í Nátt-
úruverndarnefnd S-Þing., Halldór
Kristinsson, núverandi sýslumann
Þingeyjarþings. Halldór hafði lát-
ið orð falla í þá átt að sýslan, sem
cr cigandi a.m.k. þriggja l'jóðru
hluta eyjunnar, ætti að sýna henni
athygli og sóma. Hlöóver stakk
upp á að ég kynnti mér Þingey og
umhverfi hennar. Þetta var einmitt
það scm ég hcl'ði sjálfur hugsaó
mér því það er áríóandi fyrir fólk
sem er hætt að vinna, bæði að
gera sér dægradvöl og helst aó
halda áfram að vinna beinlínis að
áhugamálum sínum. Þar sem mín
aðal áhugamál eru og hafa lengi
veriö náttúruvernd og útivistar-
svæði, hvers konar nöfnum sem
þau ncfnast, fór þetta ágætlega
saman. Hlöðver og litlu síðar
Halldór sýslumaður, sem ég talaði
við skömniu seinna, létu í Ijósi
áhuga á að fá í hendur tillögur
mínar ef cinhvcrjar væru, um
framkvæmd mála og einhverjar
hugsanlegar aðgerðir á Þingcy og
umhvell hennar.
Á fögrum og heiðskírum maí-
dcgi sl. sumar átti ég þess kost að
fljúga yfir Þingcy meö félag mín-
um úr Húsgulli, Sigurjóni Bene-
diktssyni, tannlækni á Húsavík og
vel þekktum áhuga- og athafna-
manni um landgræðslu og skóg-
rækt. Ætlunin var að fá ljósmyndir
af eyjunni og umhvcrfi hennar.
Meö tilhögun Sigurjóns, sem var
flugmaðurinn tókst að ná góðum
myndum.
Sömulciðis las ég þaó sem var
tiltækt um eyjuna og þá sérstak-
lega skjöl og bréf í handritasafni
Jóhanns Skaptasonar, sem varð-
veitt er í Safnahúsinu á Húsavík.
Líka ritgerðir skrifaðar um eða
fyrir síðustu aldamót eftir D. Bru-
un, K. Kalund og Brynjólf Jóns-
son, sem allir ferðuðust um Þing-
ey og lýstu rústum og öðrum um-
merkjum á þingvellinum og gerðu
uppdrætti þar af. Líka ferðaðist ég
ögn um umhverfi Þingeyjar,
stundum í ágætri fylgd Friðgeirs
Jónssonar og konu hans. En Frið-
geir er skógræktar- og umsjónar-
maður í bæói Fosssclsskógi og
Fellsskógi. Sömuleiöis talaði ég
við næstu nágranna Þingeyjar, s.s.
Véstein Garðarsson á Vaði og
Hclgu Halldórsdóttur, húsfrcyju á
Fljótsbakka. Bæði gáfu mér góóar
upplýsingar. Þá barst eyjan í tal
við ýnisa aðra t.d. l'ólk í feróa-
þjónustu bænda, brottílutta Þing-
cyinga og fólk með sérfræðilcga
vitncskju á hlutum scm eyjunni
tengjast. Flestum eða öllum bar
saman um að tími væri til kominn
aó sögu og náttúrufegurð Þingeyj-
ar væri sinnt á viðcigandi hátt.
Síðastlióinn 7. júní sendi ég
bréf til Halldórs Kristinssonar
sýslumanns og Héraðsnefndar S-
Þingcyjarsýslu um fáein atriði
sem mér fundust sérstaklega áríð-
andi og sýslumaður og héraðs-
ncfnd gætu brugðist lljótlega við.
Hið fyrra atriói var um þá land-
eyðingu sem er að gerast í eyj-
unni. Þetta cr sérstaklega auðsætt
þegar flogió cr yllr hana og kcmur
glöggt l'rani á myndum sem teknar
voru í ferð okkar Sigurjóns Bene-
diktssonar sem að ofan getur. Líka
sést landeyðingin vel frá bílastæð-
inu á móts viö Barnafoss. Þessi
sandgeiri eða uppblástur cr ekki
nýr, hann er t.d. sýndur á upp-
drætti sem l'ylgir grein Brynjólfs
Jónssonar, cn hann geröi athugan-
ir sínar í Þingey sumarið 1905.
Þetta sandsvæði byrjar suðvestan
til á eyjunni við Barnafoss-kvísl
fljótsins og rennur svo ef svo
mætti segja nokkuð jafnbreitt í
norðaustur og endar við Ullarfoss-
kvíslina á móts við suóurhluta
Bjúgcyjar, scm er smá cyja í þcss-
ari kvísl. Á nesi rétt norðan við
Bjúgcy cr þingvöllurinn, svo
greinilcga er uppblásturinn farinn
aó nálgast þingstaöinn. Efalaust
hefur fljótið runnið hér yfir og
gcrir kannski enn í llóðum, boriö
upp sand eóa rifið upp gróður og
jarðveg nema hvorttveggja hafi
verið.
Vésteini á Vaði og Helgu á
Fljótsbakka bcr saman um aö mik-
ið moldrok sé úr þcssu svæði,
einkum í suðvcstan átt á vordög-
um í þurrviðrum.
Bréfið frá 7. júní bcnti á að hér
þyrfti þegar að brcgðast við og at-
huga vel hvernig aöstæður eru,
hefta frekari uppblástur og græða
landið. Bréfið lagði líka áhcrslu á
aó haitta ætti bcit sauðl'jár í Þing-
ey þó hún sé ekki mikil og síðan
að hlutast verði til um aó Þingey
sé gerð að friðlandi samkvæmt 24.
grcin náttúruverndarlaga. Loks er
stungið upp á því í áðurncfndu
bréfi aö sýslumaður og héraós-
nefnd gcri sér, og þá almenningi,
grein fyrir cignarrétti sýslunnar og
þá annarra á landi Þingeyjar, en
um það hvernig honum er háttað
kunna að vera eitthvað skiptar
skoóanir.
Óttar Indriðason.
Höfundur er úhugumuóur um nútlúruvemdur-
múl og hefur sturfuö uó þcim erlendis og býr ú
Héóinshöfóu ú Tjörnesi.
Síóuri hluti greinurinnur vcróur birtur í bluóinu
ú morgun.