Dagur - 11.06.1994, Síða 19

Dagur - 11.06.1994, Síða 19
Rauði dreg- illinn hf. herur starfsemi Rauöi dregillinn er þjónustumið- stöö fyrir kvikmyndageró. Fyrir- tækið skiptist í þrjár deildir; The Icelandic Film Commission, tæknideild og umboósskrifstofu. The Icelandic Film Commision sér um aó markaðssetja ísland er- lcndis í þeim tilgangi að fá er- lenda aðila til að gera myndir, auglýsingar eða tónlistarmynd- bönd á íslenskri grundu. Ásamt því aó þjónusta viðkomandi aðila í forvinnu. Tæknideildin sérhæfir sig í þjónustu við íslenska kvikmynda- gerðarmenn, þar sem boðið er upp á nýjustu tölvutækni í tengslum við myndbandavinnslu. Umboðsskrifstofan skráir fólk hvaðanæva af landinu, sem stat- ista í kvikmyndir, auglýsingar og tónlistarmyndbönd. Síðar verður farið í að skrá leikara, fagfólk í kvikmyndagerð og fyrirsætur. Tilgangurinn er aö búa til gagnabanka sem innlendir jafnt sem erlendir aðilar geta leitað í. Skráning á statistum hefst sunnu- daginn 12. júní og stendur til 16. júní. Hún fer fram aó Vatnsstíg 4 og í símum 91-20088 og 91- 21188. Leitað er að allskonar fólki, ungum jafnt sem göntlum. Reynsla er ekki skilyrði. Skrán- ingargjald er 850 krónur. Framkvæmdastjóri Rauða dregilsins er Róbert S. Róberts- son, kvikmyndagerðarmaður, en með honum standa fimm aðrir eigendur og fjórir samstarfsaðilar. (Ur fréttatilkynningu) Fjölskyldu- handbók um hollustu og heilbrigði Mál og menning hefur sent frá sér HEILSUBÓKINA, fjölskyldu- handbók um hollustu og heilbrigði eftir breska lækninn Stephen Car- roll. Þetta er einkar aðgengileg og ríkulega myndskreytt bók sem gagnast fólki við að fylgjast með eigin hcilsufari, bæta það og fyrir- byggja ýmsa sjúkdóma. í formála bókarinnar segir mcðal annars: „Læknar fást nú ekki cingöngu við að lækna þá sem sjúkir eru, heldur nýta vax- andi þckkingu til að vara fólk við hættum og hjálpa því til að breyta lifnaðarháttum sínunt. A þann hátt er ekki einasta hægt að lengja líf fólks, hcldur einnig aö gera því klcift að njóta þess betur. í þessari bók cr reynt nteð hjálp nýjustu upplýsinga að setja frant staðreyndir og hollráð, sem eiga að geta nýst öllum í fjölskyldunni til að tcmja sér heilbrigóari lifnað- arhætti, og um leið bæta útlit og líðan.“ Bókin er í fallegu handbókar- formi. Henni er skipt niður í átta mcginkafla þar sem fjallað er um ýmsar hliðar hollustu og hcil- brigðis frá barnæsku til elliára. Þar er t.d. spurningalisti til að kanna ástand heilsunnar, kafli um mataræði, unt stjórn á líkants- þyngd og streitu, auk ráðlegginga til þeirra sem eiga við vandamál að stríða sökum reykinga ellegar ofdrykkju. Bókin cr hönnuð af breska fyr- irtækinu Dorling Kindersley scnt er þekkt fyrir vönduð fræðslurit fyrir alntenning. Guórún Svavars- dóttir líffræðingur þýddi. Heilsubókin er 319 bls., prent- uð í Englandi og kostar 4950 kr. (Frétlatilkynning). Laugardagur 11. júní 1994 - DAGUR - 19 Er hálft ár í bílprófið - eða um það bil? Samkvæmt umferðarlögum má ökunám hefjast sex mánuðum áður en nemandi hefur aldur til að fá ökuskírteini til að aka bifreið eða bifhjóli. Dómsmálaráðherra hefur nú jafnframt nýtt heimild í lögunum og breytt reglugerð um ökunám á þá leið að nú geta foreldrar eða aðrir nákomnir tekið þátt í undirbúningi fyrir ökupróf. Um er að ræða akstursþjálfun sem á að koma til viðbótar hefðbundinni ökukennslu. Hvernig fer þetta fram? Nemandi og leiðbeinandi kynna sér þá möguleika sem fyrir hendi eru í ökunámi og velja ökukennara sem kennir undirstöðuatriði góðs aksturs. Þegar ökukennarinn telur tímabært getur þátttaka leiðbeinanda hafist. Umsóknareyðublað um leyfi til leiðbeinandaþjálfunar fæst hjá ökukennara (eða á lögreglustöð). Umsókn er skilað til lögreglustjóra ásamt vottorði ökukennara um færni nemanda og staðfestingu tryggingafélags. Lögreglustjóri kannar akstursferil þeirra sem vilja leiðbeina og gefur út leyfið ef allt er í lagi, að jafnaði til níu mánaða. Skilyrði leyfisveitingar: • að leiðbeinandi hafi náð 24 ára aldri og hafi gild ökuréttindi til að stjórna þeim flokki ökutækja sem æfa á akstur með og a.m.k. fimm ára reynslu af slíkum akstri, • að leiðbeinandi hafi ekki á undangengnum 12 mánuðum verið án ökuskírteinis vegna ökuleyfissviptingar eða verið refsað fyrir vítaverða aksturshætti. Þegar leyfið er fengið fær leiðbeinandinn bækling Umferðarráðs Leiðbeinandaþjálfun í ökunámi sem hann notar við æfingaaksturinn og merki hjá ökukennaranum til þess að setja á bílinn ÆFINGAAKSTUR Þegar æfingatímabilinu lýkur og ökupróf nálgast tekur ökukennarinn við að nýju og lýkur undirbúningi. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Umferðarráði í síma (91)-622000. MINNUMST ÞESS AÐ VARKÁR VEL ÞJÁLFAÐUR ÖKUMAÐUR BREGST BETUR VIÐ ÓVÆNTUM AÐSTÆÐUM í UMFERÐINNI. ÞAÐ ER KJARNI MÁLSINS. MEIRI ÞJÁLFUN - BETRI ÖKUMAÐUR. æfingaaksturs :manda í meðferöis pegar (leiðbeinandi Lögreglustjórinn Auglýsing se hagkvæmt L getur verið Auglýsing sem hagkvæmt L getur verið A m að Æ ’fkgeyma! Æy U UMFERÐAR RÁÐ \30 150 Reykjavik I

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.