Dagur - 09.08.1994, Síða 16
AuKaSeTT aF MvNdUm
m
A
\
\u
GPedi67nync//r?
SKIPAGATA 16 • AKUREYRI • SÍMI 23520
Austur- Húnavatnssýsla:
Ófeigur Gestsson
ráðinn ferða-
málafulltrúi
Ofeigur Gestsson, fyrrverandi
bæjarstjóri á Blönduósi, hef-
ur verið ráðinn ferðamálafulltrúi
og framkvæmdastjóri héraðs-
nefndar A-Húnvetninga.
Héraðsnefnd og Ferðamálafé-
lag A-Húnvetninga ákvað fyrr í
sumar að sameina þessi störf í
eina stöðu og rann umsóknarfrest-
ur um starfið út 28. júlí sl. Að
sögn Erlendar Eysteinssonar, for-
manns Ferðamálafélags A-Hún-
vetninga, sóttu 16 einstaklingar
um stöðuna, þrír úr héraðinu en
hinir lengra að komnir. ÞÞ
Grenjaðarstaðarprestakall:
Sr. Kristján Valur
segir embættinu lausu
Sr. Kristján Valur Ingólfsson,
sem gegnt hefur Grenjaðar-
staðarprestakalli í Aðaldal und-
anfarin ár, sagði því lausu í byrj-
un ágústmánaðar, en hann hef-
ur verið í tveggja ára Ieyfi og
gegnt stöðu rektors í Skálholti
frá sama tíma.
Prestakallið veróur nú auglýst
laust til umsóknar en sr. Þórir Jök-
ull Þorsteinsson, sem gegnt hefur
brauðinu sl. tvö ár, er settur til
loka septembermánaöar nk.
Sr. Þórir Jökull er einn þeirra
þriggja umsækjenda um Selfoss-
prestakall sem ákveðið hafa að
taka þátt í prestskosningum þar á
haustdögum en upphatlega voru
umsækjendur sex. Auk sr. Þóris
Jökuls sækja sr. Gunnar Sigur-
jónsson á Skeggjastöðum í Bakka-
firði og sr. Haraldur M. Kristjáns-
son í Vík í Mýrdal um Sel-
fossprestakall.
Atkvæði voru talin sl. fimmtu-
dag vegna kosningar til Kirkju-
þings sem sett vcröur 25. októbcr
nk. en kosningin gildir til fjögurra
ára. Fyrir Húnavatns- og Skaga-
fjarðarprófastsdæmi hlutu kosn-
ingu sr. Dalla Þórðardóttir og
Margrét K. Jónsdóttir á Löngu-
mýri í Skagallrði af hálfu leik-
rnanna; en fyrir Eyjafjarðar- og
Þingeyjarprófastsdæmi hlutu
kosningu sr. Þórhallur Höskulds-
son og Halldóra Jónsdóttir í
Grímshúsum í Aðaldal af hálfu
leikmanna. GG
Isgjörningur á Ráðhústorgi
Isgjörningur á Ráðhústorgi sl.
föstudag vakti óskipta at-
hygli viðstaddra. Aðstæður
voru líka hinar sérkennileg-
ustu, veður var gott en þær
stöllur, Amí, Jonna, Helga og
Sigurdís, voru kappklæddar í
lopapeysum. Og það sem meira
var að þær sátu á ísstólum við
ísborð og drukku rauðvín.
„Meö þessari uppákomu vilj-
um vió einfaldlega lífga upp á
Torgið,“ sagði Sigurdís. „Við
stóðum einnig fyrir gjömingi í
fyrra og vonandi verður þetta ár-
legt.“
óþh/Mynd: JHB.
Akureyri:
Sólargeisli
kveikti í
Um klukkan tvö í gærdag
var slökkviliðið á Akur-
eyri kallað til hjálpar þar
sem kviknað hafði eldur í risi
við Brekkusíðu á Akureyri.
Orsök eldsins var með mjög
sérstæðum hætti en það var
sólargeisli sem skein í gegn-
um stækkunargler sem
kveikti í tauklæddri plötu
sem stækkunarglerið var á.
Að sögn slökkviliðsmanna
munaði litlu að illa færi og var
það snarræði ungs pilts að
þakka að ekki fór verr. Hann
var snöggur að átta sig á hætt-
unni og ná í hjálp. Skemmdir
voru óverulegar. KLJ
VEÐRIÐ
Að sögn veðurfræðings á
Veðurstofu íslands verður
veðrið í dag eins og í gær,
sem sagt óbreytt veður. Hit-
inn verður yfir 20 stig þar
sem hlýjast verður en þó
eitthvað örlítið minni við
norðurströndina. Spáð er
úrkomulausu veðri en ein-
hverri gjólu yfir daginn.
Bændur bjóða heim
- 22 norðlenskir bændur með opið hús nk. sunnudag
Isamvinnu við Upplýsinga-
þjónustu landbúnaðarins
munu bændur á 43 bæjum víðs
vegar um landið bjóða íslend-
ingum á öllum aldri í heimsókn
kl. 13-20 nk. sunnudag 14.
ágúst. Þetta er einstakt tækifæri
til að kynnast líftnu í sveitinni,
dýrunum, vinnunni, rekstarþátt-
um, framförum og nýjungum.
Engir tveir bæir eru eins, en t.d.
má fimma 10 tegundir dýra að
Hraunkoti í Aðaldal. Á flestum
bæjanna gefst kostur á að
klappa dýrum, kíkja í Qós,
borða nesti í fógru umhverfi,
teiga að sér töðuilminn og
sveitaloftið, njóta kyrrðar og
fegurðar. Bændur munu einnig
luma á ýmsu sem glatt gæti
gesti, bæði börn og fullorðna.
Þetta kemur fram í kynningu á
verkefninu, en það kallast:
„Bændur bjóða heim.“
Á Norðurlandi eru 22 bæjanna
43ja sem taka þátt í heimboðinu.
Bæirnir eru: Búrfell í V-Húna-
vatnssýslu, Stóra-Giljá í A- Húna-
vatnssýslu, Flugumýrarhvammur,
Litla-Brekka, Ásgeirsbrekka,
Keta, Egg, Stóru-Akrar I, Saur-
bær, Syðra-Skörðugil, Hátún og
Garöakot í Skagafirði, Þórisstaöir,
Víöigerði og Hríshóll í Eyjafirði,
Engin síldveiði
hjá Islendingum
í „Síldarsmugunni"
- erlend veiðiskip að fá síld í flottroll
Nokkrir íslenskir loðnubátar
héldu fyrir helgi á svæðið
milli íslands, Færeyja og Nor-
egs, svokallaða „Sfldarsmugu“
til að kanna möguleika á sfld-
veiði á svæðinu.
Bátarnir fundu ekkert og héldu
til baka norður og vestur fyrir land
í loðnuhugleiðingum. I gær flaug
flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-
SYN, yfir svæóið og voru þá 37
erlend fiskiskip á síldveióum
norður af Færeyjum. Skipin voru
frá Rússlandi, Ukraínu, Eistlandi,
Litháen, Lettlandi og Búlgaríu.
A.m.k. eitt þessara skipa var að
taka inn 15 til 20 tonna hol af síld
í flotvörpu er flogið var yfir það.
GG
Möðruvellir í Hörgárdal, Sakka í
Svarfaðardal, Pálmholt í Reykja-
dal, Hraunkot I í Aðaldal, Laxa-
mýri í Reykjahreppi, Hóll í
Kelduhverfi og Gunnarsstaöir í
Svalbarðshreppi.
Norðmenn hafa sl. 7 ár hclgað
sér cinn dag á ári og kalla hann
opinn sveitabæ. Reynsla þcirra er
sú aö þarna hafi þeir fundið bestu
leiðina til að byggja upp jákvæða
ímynd landbúnaðar í huga al-
mcnnings og þá ekki síst
barnanna, neytenda framtíðarinn-
ar. Einstaka bændur á Islandi hafa
aó eigin frumkvæði opnað bæi
sína, en aldrci hefur verið um
sameiginlcgt átak að ræða á þessu
sviði, segir í fréttatilkynningu frá
UÞL.
Meiningin er að feta í fótspor
Norðmanna og gera bændadag að
árvissum viðburði. Markmiðið er
að fá sem flesta til að kynnast
sveitum landsins og að fjöldi
þeirra sveitabæja sem opna dyr
sínar fyrir þcttbýlisbúum aukist ár
frá ári. Reiknað er með að flestir
konii í sveitina til að eiga notaleg-
an dag, rifja upp gamlar minning-
ar, sýna börnunum sínum um-
hverfið og dýrin.
I tilefni af bændadeginum mun
Búnaöarsamband Suður-Þingey-
inga efna til sérstaks bændadans-
leiks að Breiðumýri í Reykjadal.
Þar mun Harmoníkufélag Þingey-
inga leika fyrir dansi kl 22-03,
laugardaginn 13. ágúst. IM
I
1 18 þvottakerfi
| 5 kg þvottur
IHitabreytirofi
600 snúninga
| Rústtrír pottur
I Frábært verð 39.900,- stgr
! ffl KAUPLAND
Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565
Allt fyrir garðinn
í Perlunni við
B
KAUPLAND
Kaupangi v/Mýrarveg. simi 23565