Dagur - 26.08.1994, Síða 7

Dagur - 26.08.1994, Síða 7
I DAGSLJOSINU Föstudagur 26. ágúst 1994 - DAGUR - 7 Norðurlandskjördæmi eystra: Kosningaimdírbúníngur að komast í gang Stjórnmálaflokkar og -samtök eru nú farin að huga að undirbúningi fyrir alþingiskosningar sem áætlað- ar eru 8. apríl nk. Þótt enn sé ekki loku fyrir það skotið að kosið verði fyrr verður að telja líkur á því litlar. Búast má við fjörugu þinghaldi í vetur og að sama skapi kæmi ekki á óvart þótt kosningabarátta yrði hörð og spennandi, ekki síst í Norður- landskjördæmi eystra, þar sem þing- mönnum kjördæmisins fækkar um einn vegna ákvæða í kosningalögum sem blaðið hefur þegar fjallað ítar- lega um. Atta listar buðu fram í Norður- landskjördæmi eystra í alþingiskosn- ingunum 1991 en kjördæmið fékk þá sjö þingmenn. Þeir eru: Sigbjöm Gunnarsson (A), Guómundur Bjama- son, Valgerður Sverrisdóttir og Jó- hannes Geir Sigurgeirsson (B), Hall- dór Blöndal og Tómas Ingi Olrich (D) og Steingrímur J. Sigfússon (G). Kjör- dæmið fær hins vegar aðeins sex þing- menn að þessu sinni. Sjöundi þing- maður þess er framsóknarmaðurinn Jóhannes Geir Sigurgeirsson en það er auðvitað ekkert sjálfgefiö að hann detti út nú. Dagur hafði samband við fulltrúa flokka og samtaka og ræddi við þá um kosningaundirbúninginn og horfur. Sigbjörn Gunnarsson. Alþýðuflokkur Ekkert er farið að ræða framboðsmál Alþýðuflokksins í kjördæminu. Sig- bjöm Gunnarsson, alþingismaður, skipaði efsta sæti listans í síðustu kosningum. Hann segir aó fyrir kosn- ingar síðustu ár hafi farið fram opin prófkjör og á von á aó sá háttur verði áfram hafóur á, enda sé kveóið á um það í lögum flokksins. „Annars hafa þessi mál ekki verið rædd ennþá. Ég mun hins vegar gefa kost á mér í efsta sætið,“ sagði Sigbjöm. Ekkert liggur fyrir um hverjir aðrir myndu gefa kost á sér í prófkjöri krata, færi það fram. Siguróur Amórs- son, Akureyri, skipaói annaó sæti á lista Alþýóuflokksins í síðustu kosn- ingum og Pálmi Ólason, Þórshöfn, þaö þriðja. Sigbjöm er eini fulltrúi Alþýóu- flokksins í kjördæminu á þingi og flokkurinn getur vart talist öruggur meó það sæti, ekki síst með tilliti til þess að þingsætum kjördæmisins fækkar um eitt. „Ég geri mér grein fyrir að það verður ekki auðvelt fyrir minn flokk aó halda þingsæti. Kosningar verða væntanlega ekki fyrr en eftir átta mán- uöi og það getur margt gerst í pólitík- inni á þeim tíma. Ég reikna meó að fólk muni meta þaó að vió höfum staðið við stjómvölinn á skútunni við erfiðar aðstæóur og aó mínu mati stað- ió okkur nokkuð vel.“ Sigbjörn segist enga ástæðu sjá til að búast við kosningum fyrr en í apríl. „Það getur allt gerst en ég sé enga ástæóu til að búast við þeim fyrr þar sem ekki var tekin ákvöróun um slíkt á dögunum. Það er alltaf erfitt að koma saman fjárlögum en það er ekkert erf- iðara núna en það hefur verið. Maður veit aldrei hvað gerist í pólitíkinni en ég sé engin sérstök ágreiningsefni fyrir mér og stjómin hefur komist í gegnum erfið mál hingað til. Það tókst t.d. að ljúka lagasetningu um stjóm fiskveiða meó bærilegri sátt og menn komust í gegnum landbúnaðarmálin. Mér þykir ólíklegt annað en að stjómin ljúki sínu kjörtímabili eins og hún á að gera,“ sagói Sigbjöm Gunnarsson. Valgerður Sverrisdóttir. Framsóknarflokkur Um helgina fundar landsstjóm Fram- sóknarflokksins á Blönduósi og þar verður tekin ákvöröun um val á fram- bjóóendum. I síðustu kosningum var kosió í sæti á svokölluóu útvíkkuðu kjördæmisþingi en slík þing cm fjöl- mennari en venjuleg kjördæmisþing. „Þetta verður mikil barátta en við stefnum á að halda þremur mönnum,“ sagði Valgeröur Sverrisdóttir sem hyggst gefa kost á sér áfram, eins og Guðmundur Bjamason og Jóhannes Geir. „Við teljum það ekki útilokað, enda er staða Framsóknarflokksins tví- mælalaust sterk í kjördæminu. Það sýna bæði kannanir og eins úrslitin í sveitarstjómarkosningunum í vor þannig aó ég er bara bjartsýn." Valgerður segir að það kæmi ekki á óvart þótt kosið yrói fyrr. „Það yrði óskaplega neyðarlegt fyrir þá að þurfa að láta kjósa fyrr. En fyrst Jón Baldvin varð ofan á í þessari atrennu hefur maður grun um að Davíð láti vaða ef hann fær höggstaó á Jóni Baldvin. Og manni dettur í hug að það gæti t.d. orðið í tengslum við GATT. Það mál er enn óútkljáð og ekki samstaða um það meóal stjómarflokkanna," sagði Valgerður Sverrisdóttir. Tómas Ingi Olrich. Sjálfstæðisflokkur Ákvöróun um framkvæmd uppstilling- ar á lista Sjálfstæðisflokksins veróur tekin á kjördæmisþingi sem haldið verður á Húsavík eða í Mývatnssveit 1. október. Að sögn Önnu Blöndal, formanns kjördæmisráðs, leggur kjör- nefnd þar fram tillögu um hvemig staðið verði að vali á listann, meó prófkjöri eóa á annan hátt, og þingió tekur ákvöróun um þaó. Fyrir síóustu alþingiskosningar lagói kjömefnd fram tillögu að uppstillingu en kjör- dæmisþingið gerði breytingar á þeirri tillögu áður en hún var samþykkt. „Það er mjög erfitt að spá í stöóu flokksins í kjördæminu," segir Tómas Ingi Olrich, en hann og Halldór Blön- dal gefa báðir kost sér. „Viö eigum nú tvö þingsæti og unnum annaó þeirra í síðustu kosningum. Það var l'immta sætið af sjö og nú er ljóst að þau verða aðeins sex. Flokkurinn stendur þokka- lega í skoðanakönnunum en það er gjörsamlega ómögulegt aó gera því skóna nú hvemig kosningamar muni fara. Ég býst við að sem rikisstjómar- flokkur muni Sjálfstæðisflokkurinn þurfa aó heyja harða kosningabaráttu og geri ráð fyrir því að við þurfum að starfa mikið fyrir kosningamar." Tómas Ingi segist telja mjög senni- legt aó ekki verði kosið fyrr en í apríl. Margir búast við að upphafsdagar eða -vikur þingsins geti reynst stjóminni erfiðar en aðspurður sagði Tómas Ingi: „Það kemur bara í ljós. Þessi fjár- lagagerð á haustin hefur alltaf verið erfió og var erfið áður en ríkisstjóm Davíðs Oddssonar hóf störf. Glíma stjómvalda vió fjárlögin hcfur verið viðvarandi og það er ekkert nýtt fyrir okkur Islendingum." Steingrímur J. Sigfússon. Alþýðubandalag Alþýðubandalagsmenn á Noróurlandi eystra halda þessa dagana fundi í Al- þýðubandalagsfélögunum í kjördæm- inu þar setn fulltrúar eru kjömir á kjör- dæmisþing Alþýðubandalagsins, sem haldið veróur á Raufarhöfn laugardag- inn 3. september nk. Alþýóubanda- lagsfólk á Akureyri heldur til dæmis sinn aóalfund nk. miðvikudag. „Við viljum huga snemma að undirbúningi Alþingiskosninganna og þess vegna boðum við strax til kjördæmisþings," sagói Steingrímur J. Sigfússon, alþing- ismaður Alþýðubandalagsins á Norð- urlandi eystra. „Þó að haustkosningar hafi verið blásnar af, er að mínu mati ekki hægt aó útiloka kosningar fyrir áramót og þess vegna þykir okkur rétt að vera tímanlega á ferðinni með und- irbúning framboðs," sagði Steingrím- ur. Steingrímur sagði að kjördæmis- þingið á Raufarhöfn kæmi til með að marka upphaf undirbúnings kosning- anna. Hann sagðist vænta þess að þar yrói tekin ákvörðun um hvcmig að framboðsmálunum yrði staðið og æskilegt væri að kjördæmisráðið kæmi síðan saman til fundar í lok október eóa byrjun nóvember til þess aó leggja endanlega blessun yfir skipan fram- boóslistans. Steingrímur sagði að strax frá og með næstu mánaðamótum yrói starfsmaður í fullu starfi að halda utan um undirbúning og kosningabaráttuna. Starfsmaðurinn komi til með að stýra útgáfu Norðurlands sem muni koma annað slagið út fram að kosningum. „Fyrsta sætið er aó mínu mati ör- uggt og ég tel vissulega raunhæfan möguleika á því aó flokkurinn fái tvo menn kjöma í næstu kosningum. Ég tel aó Éramsóknarflokkurinn ætti að vera öruggur með tvo kjördæmakjöma og Sjálfstæðisflokkurinn er öruggur með einn mann. Að mínu mati stendur því baráttan um þau tvö sæti, sem eftir eru, á milli fyrsta manns Alþýóu- llokksins, annars manns Sjálfstæðis- flokksins og annars manns Alþýóu- bandalagsins," sagði Stcingrímur. Víst má tclja að Stcingrímur J. Sig- fússon verói áfram í efsta sæti listans, en ekki liggur fyrir á þessari stundu hver sé líklegasti kandidatinn í annaó sætið. En eftir því sem næst verður komist er rætt um konu í það sæti. Elín Antonsdóttir. Samtök um kvennalista Samtök um kvennalista misstu þing- mann sinn í kjördæminu, Málmfríði Sigurðardóttur, í kosningunum 1991. Samtökin skiptast upp i svokallaða anga eftir kjördæmum og Elín Antons- dóttir situr í framkvæmdanefnd angans í Noróurlandskjördæmi eystra. Hún segir stefnt að framboói í öllum kjör- dæmum en of snemmt sé að segja til um hverjar muni skipa efstu sæti list- ans. „Við höfum verið á ferðalagi um kjördæmió og hitt ráóamenn og aórar kvennalistakonur á hinum ýmsu stöð- um. Málin hafa verið rædd en þetta er allt á byrjunarstigi," sagði Elín. Hún sagói hugsanlegt aó uppstillingamefnd myndi stilla upp lista, jafnvcl að und- angenginni einhvers konar skoóana- könnun. Kvennalistinn bauð hvergi fram í kjördæminu í sveitarstjómarkosning- unum í vor, ef undan er skilið sameig- inlegt framboð með Alþýðubandalag- inu og óháðum á Húsavík. Listinn tap- aói fylgi og eina þingsætinu í síðustu kosningum því er kannski ekki óeóli- legt að spyrja hvort grundvöllur sé fyr- ir framboði samtakanna í kjördæminu. „Já, við teljum tvímælalaust grund- völl fyrir framboöi. Við myndum ekki fara fram annars. Það var mjótt á mun- unum í síðustu kosningum og Málm- fríður var inni og úti á víxl á kosninga- nótt. Kvennalistinn hefur verið í upp- sveiflu, vió vitum það og höfum enga ástæðu til að ætla að sú uppsveifla nái ekki til Noróurlands eystra eins og annarra kjördæma. Við crum vígreifar, kvennalistakonur,“ sagði Elín Antons- dóttir. Þjóðarflokkur/Flokkur mannsins og Heimastjórnarsamtök Þjóðarflokkurinn og Flokkur manns- ins buðu fram sameiginlegan lista síö- ast og hlaut hann 1061 atkvæði, eóa Árni Steinar Jóhannsson. Bcncdikt Sigurðarson. 6,7%. Ámi Stcinar Jóhannsson, um- hverfisstjóri Akurcyrar, skipaói efsta sæti listans. „Þaó hcfur engin ákvöróun verió tekin. Það er náttúrlega alltaf verið aó ræða eitthvað en menn eru ekki komnir í startholur ennþá og fara sjálfsagt ekki að hugsa um þetta af neinni alvöru fyrr en sumarfríum er lokiósagói Ámi Steinar. Aðspurður hvort hann gæti hugsaó sér aó fara í framboð sagðist hann ekki hafa velt því fyrir sér. H-listi Heimastjómarsamtakanna bauð einnig fram síðast og hlaut þá 302 atkvæði, eóa 1,9%. Bencdikt Sig- uröarson, skólastjóri á Akureyri, skip- aói efsta sæti listans og Bjami Guó- leifsson, ráóunautur, Amameshreppi, annaó sætið. Stefán Valgeirsson, þá- verandi alþingismaður, skipaði tólfta sætió. „Þaó hafa verió cinhverjar um- ræóur í gangi um samtök sem eru ekki formlegri en svo aó þau hafa ekki flokkslega mynd, formlegt skipulag né fonnlega stjóm. Mér vitanlega er engin flokksleg starfsemi í gangi en það má segja að samtökin geti allt eins verió til núna eins og þau voru fyrir þremur og hálfu ári síóan,“ sagói Benedikt Siguróarson. Hann segir sér ekki kunnugt um aó þeir, sem stóðu fyrir framboóinu 1991, hafi tekið neina formlega ákvöróun um að bjóóa ekki fram nú, né heldur ákvöróun um að bjóða fram. En gæti hann hugsað sér að vera í framboói á nýjan leik? „Ég hef hreinlega ekki leitt hugann aó því. Ég hcf átt við pólitískt heimil- isleysi að búa síðan 1991,“ sagði Bcncdikt. I síðustu kosningum bauó fram F- listi Frjálslyndra og fékk hann 148 at- kvæói, eöa 0,9%. Nær öruggt er talið að sá listi bjóði ekki fram nú. Fjallaó verður síðar um framboós- mál í Noróurlandskjördæmi vestra. JHB/óþh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.