Dagur - 08.10.1994, Síða 5
IÞROTTIR
SÆV AR HREIÐARSSON
Körfuknattleikur - Úrvalsdeild:
Stólarnir slappir
- bragödauft í Grindavík
Á fimmtudagskvöld heimsótti
Tindastóll Grindavík og tapaði
þar stórt fyrir heimamönnum í
úrvalsdeildinni í körfuknattleik.
Lokastaðan var 105:87 fyrir
Grindavík en liðið hafði yfir-
burði allan tímann og hafði yfir í
hálfleik 59:48.
Leikurinn var frekar bragð-
daufur og mörg mistök einkenndu
leikinn í upphafi. Þó voru það
Grindvíkingar sem hrukku fyrr í
gang og náðu lljótlega góðu for-
skoti sem þeir héldu áhyggjulaust
út leikinn. Þeir höfðu bókstaflega
allt fram yfir Stólana og gátu leyft
sér að nota varamenn sína óspart í
leiknum og stigin dreifðust nokk-
uð jafnt á leikmenn. Þessu var öf-
ugt farið með Stólana, þcir áttu í
miklum vandræðum með breidd-
ina og bekkurinn er ekki nógu
sterkur og stigaskorið er ekki eins
jafnt.
Hjá Grindavík var Guðmundur
Bragason áberandi bestur, bæði í
skorun og fráköstum, enda spilaði
hann allan leikinn. Helgi Jónas
Guðfinnsson átti góða kafla en
gerði sín mistök. Þá átti Pétur
Guðmundsson sérstaklega góða
spretti í síóari hálfleik.
Hjá Stólunum var Hinrik
Gunnarsson mjög áberandi og
þeirra langbesti maður. Sérstak-
lega meö tilliti til þess að hann lék
gegn Guðmundi Bragasyni og
kom vel frá því erfiða verki. Hann
var þó seinn í gang og gerði mörg
mistök í upphafi en náói sér á strik
í síðari hluta fyrri hálfleiks. Omar
Sigmarsson var líklega kjarkmesti
leikmaður vallarins. Hann skýtur
óspart og tók meðal annars níu
þriggja stiga skot í fyrri hálfieik,
þó aðeins tvö fyrstu skotin hittu
körfuna. Hann cr mjög lipur varn-
armaður og gerði stórskyttum
Grindvíkinga oft lífið lcitt með
mikilli yfirferð.
Gangur leiksins í tölum: 4:0,
14:2, 29:18, 38:22, 47:35 - 59:48,
68:50, 77:68, 88:72, 96:82, 105:87.
Stig Grindavíkur: Guðmundur
Bragason 22, Helgi Jónas Guðfinns-
son 22. Pélur Guðmundsson 19, Greg-
ory Bell 15, Marel Guðlaugsson 13,
Guðjón Skúlason 13, Bergur Eðvards-
son I.
Stig Tindastóls: Hinrik Gunnars-
son 26, Omar Sigmarsson 22, John
Torrey 19, Páll Kolbeinsson 10, Amar
Kárason 10.
Laugardagur 8. október 1994 - DAGUR - 5
..............-.............it.
Húseigendur,
húsfélög, verkkaupar
• Skiptið við fagmann. Samkvæmt iðnlöggjöfinni
skulu verktakar í löggiltum iðngreinum hafa meist-
araréttindi.
• Forðist ólöglega þjónustu. Nótulaus viðskipti eru
ólögleg og gera kaupanda verks eða þjónustu rétt-
lausan gagnvart verktaka.
• Gerið ráð fyrir endurgreiöslu virðisaukaskatts. Virð-
isaukaskattur af vinnu við nýbyggingar, endurbæt-
ur og viðgerðir á íbúðarhúsnæði fæst end-
urgreiddur hjá skattstjórum. Eyðublöð þess efnis
fást hjá skattstjóra og á Skrifstofu atvinnulífsins
sem jafnframt veita aðstoð við útfyllingu.
• Girðið fyrir hugsanlegan ágreining við uppgjör.
Mikilvægt er að fá verklýsingu meó tilboði og gera
verksamning, að öðrum kosti hefur kaupandi ekk-
ert í höndunum yfir það sem hann er að kaupa.
Stöðluð verksamningsform fást á Skrifstofu at-
vinnulífsins. Við ráðleggjum fólki að leita upplýs-
inga um meistara og verktaka áóur en samningur
er gerður. Hjá Skrifstofu atvinnulífsins og meistara-
félögum fást upplýsingar um hvaða meistarar og
verktakar eru félagsbundnir.
Skrifstofa atvinnulífsins
Noröurlandi cllb <2»
■■■
Strandgötu 29, 600 Akureyri, sími 96-11222.
Ómar Sigmarsson var óhræddur við að skjóta.
Knattspyrna:
Mikill áhugi hjá Stoke
- fylgjast með Lárusi Orra í Tyrklandi
SKIPTIÐ AÐEINS VIÐ
LÖGGILTA MEISTARA
MEISTARAFELAG
BYGGINGAMANNA
NORÐURLANDI
Upplýsíngar hjá Skrífstofu atvínnulífsíns
á Norðurlandí, Strandgötu 29, símí 11222.
Eins og fram hefur komið í Degi
er Lárus Orri Sigurðsson, knatt-
spyrnumaður, á leið til Stoke í
Englandi til æfinga. Forráöamenn
Stoke hafa mikinn áhuga á að
kaupa nýja leikmenn og hafa
ákveðió að senda menn til Tyrk-
lands í næstu viku til að fylgjast
með honum í leik U-21 árs lands-
liða Islands og heimamanna.
Eins og margir muna þá var
erfitt fyrir Þorvald Orlygsson að
fá atvinnuleyfi í Englandi á sínurn
tíma en nú eru breyttar reglur og
Islendingar þurfa ekki atvinnu-
leyfi í Englandi.
RAUTT LjOS^-RAUTT LJOS!
ilas™
Leikmannaskóli kirkj-
unnar í Glerárkirkju
Leikmannaskóli kirkjunnar er
samstarfsverkefni Fræðsludeild-
ar kirkjunnar og Guðfræðideild-
ar H.I. f Leikmannaskólanum
gefst kostur á að kynnast ýms-
um sviðum guðfræðinnar og um
leið nokkrum þáttum kristin-
dómsins. Leikmannaskólinn
mun starfa í Glerárkirkju á Ak-
ureyri nú í vetur þar sem kennt
verður átta laugardaga, fjóra
fyrir jól og fjóra eftir áramót.
Um er að ræða átta sjálfstæð
námskeið og stendur hvert
þeirra einn laugardag. Kennsla
hefst ki. 10.30 og lýkur kl. 18.00
alla dagana.
Þeir dagar sem kennsla fer
fram eru 15. október, 12. nóvem-
ber, 26. nóvember og 3. dcsember.
Eftir áramót verður kennt 14.
janúar, 28. janúar, 11. febrúar og
25. febrúar. I boði eru eftirfarandi
námskeið: Trúfræói, kennari dr.
Einar Sigurbjörnsson; siðfræði,
kennari dr. Björn Björnsson;
helgisiðir og táknmál kirkjunnar,
kennari sr. Karl Sigurbjörnsson;
þjónusta leikmannsins í kirkjunni,
kennari Halla Jónsdóttir; inn-
gangsfræði Gamla testamentisins,
kennari Gunnar J. Gunnarsson;
kirkjusaga, kennari dr. Hjalti
Hugason; sálgæsla, kennari sr.
Sigfinnur Þorleifsson og inn-
gangsfræöi Nýja testamentisins,
kennari Gunnar J. Gunnarsson.
Námskeiðagjald er 4000 kr.
fyrir heilan vetur og felur það í sér
fræðslu, efniskostnað, hádegis-
verð og kaffihressingu í Glerár-
kirkju. Einnig er hægt að taka að-
eins hluta námskeióanna, t.d. einn
laugardag eða fieiri og þá kostar
hvert skipti 1000 kr. Ollum er
heimil þátttaka.
Upplýsingar og innritun hjá
Fræðsludeild kirkjunnar á Bisk-
upsstofu í síma 91-12445 cða í
Glerárkirkju í síma 96-12391.
(Fréttatilkynning).
w
Askrifendur Stöðvar 2 á Norðurlandi
fá nú enn betri þjónustu
Stöð 2 hefur gengið til samstarfs við 8 þjónustufulltrúa á Norðurlandi. Þeir veita
áskrifendum alla almenna þjónustu auk þess sem þeir taka við nýjum áskrifendum.
Þjónustufulltrúarnir hafa yfirumsjón með afhendingu nýrra myndlykla á sínu þjónustusvæði
og að sjálfsögðu geta nýir og núverandi áskrifendur sótt nýjan myndlykil til þeirra.
Þjónustufulltrúar Stöðvar 2 á Norðurlandi:
Staður Þjónustufulltrúi Heimilisfang
Akureyri Hljómver hf. Glerárgötu 32
Blönduós Vélsmiðja Húnvetninga v/Norðurlandsveg
Húsavik Öryggi sf. Garðarsbraut 18a
Hvammstangi Rafv. Odds Sigurðarsonar Norðurbraut 12
Sauðárkrókur Tengill sf Aðalgötu 24
Siglufjöröur Rafbær Aðalgötu 32
Vopnafjörður Þór Halldórsson Hámundarstöðum 1
Þórshöfn Olfs-skálinn Fjarðarvegi 43
(fsrm