Dagur - 08.10.1994, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Laugardagur 8. október 1994
„Er þetta Svarfdælingur?“ spurði bóndinn hesta-
manninn þegar hann lagði á jörpu merina. „Já, þessi
er með nýja plastvirkinu, finndu hvað hann er léttur,
hann er líka ótrúlega mjúkur, mér finnst það skipta
svo miklu, tala nú ekki um þegar verið er að brokkríða
tryppunum.£‘ „Nú eða í göngum,“ bætti bóndinn við.
Þeir voru að ræða um hnakka, hnakkana frá honum
Sigtryggi í Göngustaðakoti í Svarfaðardal. Sigtrygg-
ur hefur smíðað hnakka í meira en hálfa öld. Hann er
85 ára að aldri, bráðhress og hefur aldrei haft meira
að gera í hnakkasmíðinni en einmitt nú.
Myndir: Robyn
Sigtryggur og kona hans Rósa
Björnsdóttir hafa nú hætt búskap í
Göngustaðakoti og dóttir þeirra
Sóley er bóndinn á bænum.
Sigtryggur segist aldrci hafa
verið neinn sérstakur hestamaður
en einhverra hluta vegna alltaf haft
gaman af að sýsla með reiðtygi al-
veg frá því hann var barn að aldri.
- Ert þú héðan frá Göngustaða-
koti, Sigtryggur?
„Nei, ég er fæddur 25. október
árið 1909 aö Sandá í Svarfaðardal
og ólst þar upp. Sandá er hér fram-
arlega í dalnum og er nú komin í
eyði.
Þegar ég var 21 árs fór ég í
Bændaskólann á Hólum í svo kall-
aða bændadeild í einn vetur. Það
var haustið 1930. Á Hólum lærói
ég meðal annars á dráttarvél, olur-
lítiö í járnsmíði og skeifnasmíði og
að smíóa aktygi. Þar lærði ég líka
að sauma leður í höndunum í
saumaklemmu með tveimur nálum.
Þegar ég kom hingað heirn í
Svarfaðardalinn, eftir vistina á
Hólum, bað ég Elías Halldórsson á
Dalvík aó panta fyrir mig smióju
frá Svíþjóð, steója og skrúfstykki.
Eg byggði svo yfir smiðjuna heima
á Sandá. Hún kostaði 150 krónur
og mér tókst að borga hana á ein-
um vetri einkum með aktygja-
smíói. Eg smíðaöi svo skeifur og
aktygi í þessari smiðju.“
Fyrsta hnakkinn smíðaði
ég handa pabba
„Þegar ég var í Skagafirði kynntist
ég manni sem breytti söðlurn í
hnakka. Ég fékk hann til að breyta
söólinum hennar mömmu í hnakk
og í framhaldi af því var farið að
biöja mig að breyta söðlum. Þetta
var á árunum 1930-1940 en þá
voru konur almennt farnar að ríða í
hnökkum. Á næstu árum breytti ég
tlestum söólum í Svarfaðardal í
hnakka. I framhaldi af því fór ég
að taka að mér að gera viö hnakka.
Ég fór svona einu sinni, tvisvar
á ári til Akureyrar og fór þá alltaf
til Halldórs söðlasmiðs, sem var
með verkstæði í Strandgötu 15 og
fékk hjá honum leður og reyndi að
læra eitthvað nýtt af honum í
hverri ferð. Þessar heimsóknir
hjálpuðu mér mikið aö komast af
stað og fyrsta hnakkinn smíðaði ég
handa föður mínum.“
í Göngustaðakot
„Á þessum árum smíðaði ég tvo
hnakka á ári eða svo og það var
náttúrulega fulllítið til að ná cin-
hverri þjálfun en smátt og smátt
jókst þetta.
Svo kom aó því aó bróðir minn
tók við búi á Sandá og ég fluttist til
Dalvíkur. Þar bjó ég í nokkur ár og
á þeim tíma var ég í samtals eitt ár
hjá Halldóri söðlasmið en þá var
mikió að gera hjá honum.
Eftir það smíðaði ég hnakk sem
var metinn sem sveinsstykki og
fékk staðbundin réttindi sem söðla-
smiður en ég fór aldrei í iðnskóla.
Þegar þetta var þá var ég fluttur
hingað í Göngustaóakot og farinn
að búa hér, en héðan er konan mín,
Rósa Björnsdóttir. Við giftum okk-
urárið 1948.“
Upp undir þrjú þúsund
hnakkar
- Síðan þá hefur þú líklega smíðað
fjölda hnakka?
„Ég hef smíðað hnakka á hverju
ári síðan, en frá því um miðja öld-
ina og fram á áttunda áratuginn var
mikil lægð í hcstaeign og hesta-
mennsku á landinu öllu og nánast
ekkert að gera í hnakkasmíði. Eftir
1970 hel'ur eftirspurnin eftir
hnökkum hinsvegar sífellt aukist.
Ég hef smíðað svona 70 hnakka
á ári undanfarin ár og ég býst viö
aó ég sé kominn hátt á þriðja þús-
undið í það heila.
Nú eru hnakkarnir mínir, sem
eru kallaóir „Svarfdælingar“, seldir
í Hestamanninum í Reykjavík og
Hestasporti og KEA á Ákureyri en
annars leita flestir Norðlendingar
beint til mín ef þeir ætla að kaupa
sér „Svarfdæling“.“
Verkfœri söðlasmiðsins
Þegar Sigtryggur hóf söðla-
smíði á fyrri hluta aldar-
innar var fyrsti hjallinn
sem þurfti að yfirstiga, að
eignast verkfæri.
Stramtöng til að strckkja
hnakkana, gatatöng, leóurhníf og
saumaklemmu.
Sigtryggur fékk sykurtöng
móóur sinnar, sem hún notaði til
að klippa nióur toppasykurinn,
sem þá tíðkaðist, og breytti hcnni
í stramtöng, en slíka töng hafði
hann séð hjá söðlasmið á Akur-
eyri.
Svo smíðaði hann sér hníf úr
þjöl til að skera leórið með en
gatatangir átti hann engar. Efsti
strengurinn í símalínunni yfir
Heljadalsheiðina var stálvír og
hann fékk vírbút úr línunni, sló
vírinn úr og vafói upp í pípur,
tvær misstórar. Með þessu verk-
færi sló hann götin á ístaðsólam-
ar í fjölda ára. Svo smíðaói hann
sér saumaklemmu og fékk
saumavél systur sinnar aó láni,
hún var handsnúin. Seinna fékk
hann sér fótstigna saumavél.
Leóurhnífana, sem hann notar í
dag, smíðar hann úr járnsagar-
blöðum. KU
„ Við erum þakklát og glöð “
Um síðustu helgi komu
akureyrsku þríburastrák-
arnir sem fæddust á
Landspítalanum þann 15.
september heim. Þeir eru
synir hjónanna Huldu
Kristínar Hermannsdótt-
ur sjúkraliða og Svans
Kristinssonar rafVirkja,
sem búa í Vallargerði á
Akureyri. Litlu prinsarn-
ir voru teknir með keis-
araskurði sex vikum fyrir
tímann og er því í raun
enn mánuður í réttan fæð-
ingardag. Þeir hefðu átt
að fæðast í lok október.
Þeir hafa verið nefndir Hinrik,
Haukur og Hafsteinn. „Það var
ekki hægt að kalla þá A, B, og C
endalaust, en vió ætlum að skíra þá
bráðlega,“ sagði Hulda móðir
þeirra.
Lítill, minni, minnstur
Strákarnir voru rúmlega sjö merkur
og 44 cm, rúmlega átta merkur og
47 cm og átta og hálf mörk og 46,5
cm. Þeir cru þríeggja. Hinrik var
minnstur, síðan Haukur og Haf-
steinn var stærstur. Minnsti herr-
- sögðu þrí-
burafor-
eldranir
Hulda og
Svanur
ann, Hinrik, var sprækastur, fór
strax kvöldið sem hann fæddist í
vöggu en bræður hans voru í hita-
kassa fyrstu sólarhringana. Þeir
bræöurnir eru allir hraustir og
sprækir og dafna vel þar sern þeir
liggja í röð í vöggunum sínum.
Einstök stund
Svanur og Hulda sögðu að fæðing-
in hefði verið einstök stund, enda
gátu þau bæði fylgst meó cr strák-
arnir birtust hver á cftir öðrum.
„Þeir cru svo sannarlega óska-
börn en við áttum ekki von á því
aó þcir yrðu þrír, þeir cru ckki
glasabörn en mamma er tvíburi svo
þctta þekkist í ættinni,“ sagði
Hulda.
Hulda var komin á fjórða mán-
uð meðgöngu þegar þau hjónin
fengu þær fréttir að þau ættu von á
þremur börnum en þau vissu ekki
hvort unt stelpur eða stráka var að
ræða fyrr en herrarnir fæddust.
Þrjár litlar félagsverur
I móðurkviði röðuðu þeir Haukur,
Hinrik og Hafsteinn sér hvcr fyrir
ofan annan. Einn sat neðstur og
hinir tveir lágu í þvcrlegu ofan á
bróður sínum. Hulda og Svanur
sögðu að strákunum liði best þegar
þeir lægju hlið við hlið enda því
vanastir aö þurfa að búa þröngt.
„Þcir eru nú þegar heilmiklar
félagsverur,“ sagði Svanur.
- Hvernig var að ganga með
þrjú börn, Hulda?
„Ég hef engan samanburð en
mér fannst þetta ekki erfitt, þetta
gekk allt svo rosalega vel. Ég var
svo heppin að ég var frísk alla
meðgönguna og fékk enga fylgi-
kvilla sem oft vilja láta á sér kræla.
Ég þurfti hinsvegar að leggjast inn
á Landspítalann 18. júlí öryggisins
vegna og lá þar þangað til urn síó-
ustu helgi,“ sagði Hulda.
Hulda og Svanur með litlu hcrrana í stofunni heima. Myndir: Robyn