Dagur - 08.10.1994, Side 9

Dagur - 08.10.1994, Side 9
Laugardagur 8. október 1994 - DAGUR - 9 Anna og Erla umvafðar treflinum góða, sem er farseðill þeirra á skátamót á erlendri grund. Mynd: Robyn ► Þær Anna Eyfjörð og Erla Osp eru skátastelpur sem búa á Akureyri og stunda nám í Gagnfræóaskól- anum. Þær tóku sig til og prjón- uðu átta metra langan og 25 sm breiðan rauðan trefil. Til hvers? Jú, þær voru að safna fyrir ferð á Alheimsmót skáta sem verður í Hollandi 1 .-11. ágúst á næsta ári. Anna og Erla sögðu aó 41 fyr- irtæki á Akureyri hefði styrkt þær meó áheitum og hæstu fjárhæðina hefðu þær fengið frá VÍS. Þær sögðu að fyrirtækin hefðu tekið þeim vel og eitt þeirra hefði meira að segja viljað kaupa trefilinn. Ef til vill ætla þær að selja hann en þær eru ekki enn búnar að ákveða veróið. Þær stöllur settust meö prjón- ana klukkan fimm föstudaginn 30. septcmber og prjónuðu báðar stanslaust í einn sólarhring. Til að eiga nóg garn í trefilinn fengu þær leyfi til að rekja upp eina peysu sem mamma Onnu var hætt að nota og nú er hún sem sagt orðin að trcfli. Þær sögóust ekkert hafa verið sérlega þreyttar enda margt á sig leggjandi til að komast á skátamótió. Anna og Erla sögðu að AI- heimsmót skáta væri ætlaó ung- Átta metra trefill -Alheimsmót skáta í veði lingum á ákveðnum aldri og þær fengju aðeins eitt tækifæri til að fara sem almcnnir þátttakendur og það væri næsta sumar. Þær töldu að um 40 skátar myndu fara á mótið frá Akureyri. Auk þess að fara til Hollands er heimsókn til Belgíu líka á ferðaáætluninni og sögöust þær Anna og Erla hlakka til að gista í heimahúsum hjá skát- um í þessum löndum. Þannig gæf- ist þeim kjörið tækifæri til að eignast nýja vini og kynnast lifn- aðarháttum fjölskyldna í öðrum löndurn. Þær voru á einu máli um að það væri rosalega skemmtilegt í skátunum og skoruóu á krakka að drífa sig á skátafund. Um næstu helgi ætlar skáta- sveitin þeirra, Alfar, að fara í úti- legu. Um er að ræða haustblót 1. deildar en í hcnni eru auk Alfa, Ernir sem er að sögn þcirra stall- systra strákasveit. Haustblótið verður haldið að Laugalandi í Eyjafjarðarsveit. KLJ Er þorskeldi í sjó raun- hæfur kostur eða draumsýn? - kostirnir felast m.a. í friðun smáfisks og aukningu vaxtarhraða Dr. Björn Björnsson, fiskifræð- ingur hjá Hafrannsóknarstofnun, ræddi á nýafstöðnum aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva um þorskeldi í sjó og hvort það sé raunhæfur kostur eóa draumsýn. Bjöm segist eiga þá draumsýn að á næstu öld verði farið að fóöra ís- lenska þorskinn á skipulegan hátt á mörgum stöðum hringinn í kringum landið. Hlutverk Haf- rannsóknarstofnunar yrði þá að fylgjast með ástandi fisksins á fóðrunarstöðvunum, þ.e. fylgjast meó fjölda fiska, stærðardreif- ingu, næringarástandi og reikna síðan út fæðuþörf á hverri fóðrun- arstöó og raöa síðan fóðrunar- stöðvunum í forgangsröð el'tir fóðurþörf. Stjórnstöð Hafrannsóknarstofn- unar sæi um að panta loónufarma og gefa fyrirmæli um á hvaða fórðunarstöð þeir eigi að fara. Með tilliti til ástands á fóðrunar- stöðvum og eftirspumar eftir fiski yrði hvert fóðrunarsvæði af öðru opnað fyrir veiðum á kerfisbund- inn hátt. Hér á undan er talað um fram- tíðarsýn, jafnvel óraunhæfa að einhverra mati, en hver er raun- veruleikinn? Fyrstu tilraunir með þorskeldi hófust á Stöðvarfirði fyrir tveimur árum. Þær fólust í því að veiða smáfisk og setja í flotkvíar. Haf- rannsóknarstofnun merkti 300 þorska og fylgdist með vaxtar- hraðanum í tæp tvö ár. Þorskurinn óx mjög vel og nýtti fóðrið vel (3 kg af síld og loðnu gáfu 1 kg í vöxt). Fóðrunarsvæði yrðu opnuð fyrir þorskveiðum á kerfisbundinn hátt. Þar sem töluverður kostnaður fylgir kvíaeldi og að safna fiskin- um í þær voru gerðar í sumar til- raunir meó fóðrun í Stöðvarfirði. Byrjað var aö kanna fjörðinn með fiskleitartæki til að finna einhverja góða lóðningu og kanna síðan hvernig hún mundi bregöast við fóðrun. I upphafi voru ilskar með litla lifur og lítið magainnihald en í lokin var helmingur fiskanna með beitu í maga og þeir fiskar voru meó stærri lifur og miklu meira magainnihald. Athyglisvert er að þorskamir voru mun stærri í lok fóðrunartímabils en í upphafi þess og augljós aö fiskurinn laðast að þegar fóðrað er. Rannsóknaráætlun En hver cru næstu skref að mati Bjöms Björnssonar, fiskifræðings: • Gera rannsóknaráætlun fyrir 1995 - 1996 • Loka einurn firði fyrir veiðum • Merkja 500 - 1000 þroska til að kanna vöxt og ferðir • Fóðra stigvaxandi og í langan tíma (hljóðmerki, neðansjávarvíd- eó) • Fylgjast með fjölda fiska og næringarástandi • Veiða þorsk í desember og janúar (bjóöa út, verktaki) • Leggja mat á arósemi Hugsanlegir kostir fóðrunar á villtum þorski eru: 1. Friðun á smáfiski 2. Veruleg aukning á vaxtarhraða 3. Jafnari og betri gæði (fersk- leiki/holdafar/hringormar) 4. Hægt aó veiða fisk þegar verð er hæst 5. Minni kostnaður við veióar 6. Verðmætasköpun (loðna — > þorskur) 7. Minna afrán þorsks á nytjateg- undir (t.d. á rækju) 8. Minna sjálfrán þorsks, þ.e. möguleg leið til að auka afrakstur Islandsmiða. GG Ósýnilega félagið stendur fyrir fyrirlestri á Hólum: Olahir fjalíar um nýju dýravemdunarlögin Næstkomandi fimmtudags- kvöld, 13. október, gengst Osýnilega félagið fyrir fyrir- lestri að Hólum í Hjaltadal. Fyr- Ólafur Jónsson. irlesturinn hefst kl. 21. Ólafur Jónsson, dýralæknir frá Akur- eyri, mun Qalla um nýju dýra- verndunarlögin. Fyrirlestrar fé- Iagsins eru ætlaðir öllum sem áhuga hafa. Osýnilega félagið var upphaf- lega stofnað um 1760 al' Hálfdáni Einarssyni, skólameistara, og Gísla Magnússyni, biskupi, á Hólastaó. A þessum tíma voru kjör mjög bágborin en stofnendur félagsins vildu ekki láta hinar illu aðstæður hneppa andlegt líf í fjötra. Félagsskapurinn fékk nafn- iö Osýnilega félagið þar sem ekki þótti við hæfi að ýta úr vör með neinu yfirlæti. Fyrir um tveimur árurn kviknaði áhugi á að stofna félag scm stæði fyrir fyrirlestrum og öðru slíku á Hólastað og var nafn Ósýnilega félagsins endur- vakið scm virðingarvottur vió framtak þeirra félaga. Kaffihlaðborð Við bjóðum upp á kaffihlaðborð á sunnudaginn. Verð kr. 600 pr. mann. Þægilegur og góður sunnudagsbíltúr. Verið velkomin. Gistiheimilið Engimýri Öxnadal, sími 26838 FUNDAR- BOÐ Aðalfundur Framsóknarfélags Mývatnssveitar verður haldinn í Skjólbrekku, fimmtudaginn 13. október nk. og hefst kl. 21.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing K.F.N.E. 3. Kosning fulltrúa á flokksþing Framsóknarflokksins. 4. Önnur mál. Alþingismennirnir Valgerdur Sverrisdóttir og Jóhannes Geir Sigurgeirsson koma á fundinn. Stjórnin. Björn Sigurðsson Húsavík AÆTLUN HÚSAVÍK - AKUREYRI - HÚSAVÍK Sun. Mán. Þri. Mið. Fim. Fös. Frá Húsavík 19:00 08:00 08:00 08:00 08:00 17:00 17:00 17:00 17:00 17:00 Frá Akureyri 07:30 07:30 07:30 07:30 07:30 15:30 15:30 15:30 15:30 18:30 HÚSAVÍK - MÝVATN - HÚSAVÍK Sun. Mán. Þri. Mið. Fim. Fös. FráHúsavík 09:15 09:15 09:15 09:15 09:15 Frá Mývatni 10:30 10:30 10:30 10:30 10:30 Samtenging við ferðir Norðurleiðar mánud.-, þriðjud-, fimmtud- og föstudaga. AFGREIÐSLUR: Húsavík: BSH hf., Héðinsbraut 6 (Shell), sími 41260. Akureyri: Umferðarmiðstöðin, Hafnarstræti 82, sími 24442. Mývatn: Hótel Reynihlíð, Mývatnssveit, sími 44!70. GÓÐA FERÐ!

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.