Dagur - 08.10.1994, Síða 10

Dagur - 08.10.1994, Síða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 8. október 1994 Aðalfundur Skautafélags Akureyrar verður haldinn fimmtudaginn 13. október í húsi Garð- ræktarinnar kl. 21.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. Stjórnin. Sr Halló - Halló Erum búnar að opna aftur eftir sumarfrí. Opið alla mánudaga frá kl. 16-18. Komið og fáið ódýr föt og gefins. Tökum einnig á móti fötum ofl. Erum í Gránufélagsgötu 5, efri hæð. Lítið inn. Það er tekið vel á móti öllum. Maeðrastyrksnefnd. Þann 10. september sl. voru gefin saman í hjónaband í Minjasafnskirkjunni á Akureyri af séra Birgi Snæbjömssyni, brúðhjónin Agústa Karlsdóttir og Asgeir Tómasson. Heimili þeirra er að Þingvallastræti 20, Akureyri. Ljósmynd: List-Mynd í Grófurgiii - Sigríður Soffía. Fjallagrös teljast til fléttna (skófa) og eru í raun sambýli tveggja lífvera, svepps og þörungs. Þau vaxa á öllu norðurhveli jarðar og hér á landi eru þau mjög algeng, einkum upp til Qalla og heiða, þar sem þau mynda víðlenda fláka. Víst þykir að þau hafa verið notuð til manneldis allt frá land- námi og a.m.k. í sumum landshlutum er enn farið til grasa, þó því miður hafi verulega dregið úr slík- um ferðum. Nokkur orð um íjallagrös og notkun þeirra til manneldis - Björn Dúason tók saman Oftast var farið á grasafjall rétt fyrir slátt, en sums staóar að hausti, aðallega á Norðurlandi. Enda segja Þingeyingar að ein hausttínsla fjallagrasa sé á við tvær vortínslur. Grösunum er safnað í rekju eða rigningu og í þurrkatíð er best aö safna þeim á nóttunni og í þoku. Grösin er best aö tína í grisjupoka og geyma í þeim þar til þau eru þurr orðin. Næringarrík - fitulítil og holi fæða Efnainnihald fjallagrasa: Eggjahvíta 2%, fita 0,8%, kol- vetni 81%, H.C. 350%. Fjallagrös voru mikið notuð til búdrýginda fyrr á öldum. Taliö var að tvær tunnur grasa hefðu jafn mikið næringargildi og ein tunna mjöls og víða þótti sveita- heimili illa búið til vetrar væri ekki farið til grasa. I Jónsbók 1282 er lagt bann við því að lesa grös í annars manns landi og flytja heim og eru sömu vióurlög þar við og berjatínslu. Fjallagrös hafa löngum verið almennur matur og er bágt til þess að vita hvað notkun þeirra hefir dregist saman, svo jafnvel jaðrar við það að sú kynslóð sem er að vaxa til forráða nú hafi hugmynd um hvaða not má hafa af þessari jurt við matargerð til búbótar, bragðbætis og hollustu. Fyrr á ár- um var drukkið grasavatn, grasate og grasaseyði til heilsubótar og hafa ýmsir mikla trú á þeim til lækninga. Sem dæmi þar um skal hér vitnað í nokkra heimildarmcnn sem hafa kynnst notkun þeirra af eigin raun: „Seyói af þeim hið ágætasta meðal við kvefi og brjóstþyngslum. Grösin seydd, seyðið af þeim bætt meó hunangi eóa sykri, er þetta þá hin besta brjóstsaft.“ ...“voru notuð bæði viö kvefi og magakvillum. Til var að sjóða fjallagrös í mjólk, þar til allt var orðið að hálfþykkum graut... Var haft til lækninga við lífsýki (niðurgangi) og gafst vel.“ ...“þótti mjög gott við niðurgangi, jafnvel gefið ungbörnum." ...“við brjóstþyngslum þótti gott að nota fjallagrasahlaup þannig tilbúiö: Grösin soðin lengi, allt aó þrjá klukkutíma, síuð frá, en út í lög- inn var blandaö niðurmuldum kandíssykri, það miklu aö lögur- inn hefur varla getað leyst upp meira. Gefió spónblað í senn a.m.k. fjórum sinnum á dag. Þótti létta og losa frá brjósti." Ölgerðarefni Það er vitað að í Svíþjóð hafa grösin verið notuð til víngerðar og að minnsta kosti í einni sveit hér á landi eru fjallagrös notuð til öl- gerðar og fæst af þeim mjög aðgöngugóður drykkur og ekki síðri en úr innfluttum hráefnum. Gefa gulan lit Áður fyrr á árunum tíðkaöist að lita gult úr fjallagrösum, einkum ullardúka. Eggert Olafsson lýsir því þannig: „Grösunum er þá stráð yfir dúkinn og krækjast þau í allar ójöfnur hans, því að rendur þeirra eru alsettar hvössum smákrókum. Að því búnu er dúkurinn vafinn utanum prik og látinn í ketil eða járnpott. Þá er hreinu vatni helt í pottinn, uns það flýtur yfir og eld- ur kyntur undir honum. Eftir 6 stunda suöu er potturinn tekinn af eldinum og hefur dúkurinn þá fengið dökkgulan haldgóðan lit.“ Væru sokkaplögg lituð gul, sem var altítt, var grösunum troðið í sokkinn og síðan soðið. Meðhöndlun Þegar komið var heim úr grasa- ferð voru grösin breidd á lín úti og látin þorna þar í sólinni. Meðan þau voru aó þorna voru þau hreyfð og greidd í sundur. Við það hrundu úr þcim kvistir, sprek, strá og annað rusl sem tínst hafði með. Þetta var kallað að vinna grösin. Aðrar aðferðir við grasavinnsluna og fljótlegri má sjálfsagt nota. Að hreinsun lokinni eru grösin látin í grisjupoka og geymd þannig. Einnig þekktist það að þau voru söxuð í sérstökum grasastokki og með sérstöku grasajárni, sem ekki var ósvipaó svokölluóum tóbak- sjárnum. Ymsar aðferðir tíðkast við mat- reióslu fjallagrasa. Oftast eru þau látin liggja í bleyti í sólarhring fyrir notkun og jafnvel núorðið brúnuð á pönnu í sykri eins og 18. júní voru gefín saman í hjónaband í Grundar- kirkju í Eyjafirði af séra Birgi Snæbjömssyni brúð- hjónin Anna Klara Hilmarsdóttir og Björgvin Kol- beinsson. Heimili þeirra er Helgamagrastræti 48, Akureyri. Ljósm. Norðurmynd - Asgrímur. 18. jum voru gefin saman i hjonaband í Akureyr- arkirkju af séra Birgi Snæbjömssyni brúðhjónin Bryndís Amarsdóttir og Ámi Þór Freysteinsson. Heimili þeirra er Nökkvavogur 26, Reykjavík. Ljósm. Norðurmynd - Asgrímur. 25. júní voru gefin saman í hjónaband í Glerár- kirkju af séra Gunnlaugi Garöarssyni brúðhjónin Kolbrún Inga Jónsdóttir og Baldur Olafur Baldurs- son. Heimili þeirra er Melasíóa 1, Akureyri. Ljósm. Norðurmynd - Ásgrímur. 19. júní voru gefin saman í hjónaband í Akureyr- arkirkju af séra Birgi Snæbjömssyni brúóhjónin Ása Ottersted og Karl Eckner. Heimili þeirra er Hjalms- hultsgata 13, Helsingborg, Svíþjóð. Ljósm. Norðurmynd - Ásgrímur.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.