Dagur - 08.12.1994, Blaðsíða 2

Dagur - 08.12.1994, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 8. desember 1994 FRÉTTIR Innfjarðarrækjukvóti á Óxarfirði aukinn um 62% milli ára: Skortur á raunsæi og litið samræmi i tillogum - segir Auðunn Benediktsson á Kópaskeri, skipstjóri á rækjubátnum Þingey ÞH-51 Rannsóknir Hafrannsóknastofn- unar í októbcrmánuði á rækju- stofninum í Öxarfirði bentu til þess að stofninn væri töluvert stærri en áður. Rannsóknin fór fram á verulega fleiri svæðum á firðinum en á fyrri árum, svo ekki er hægt að vita með vissu hvort það er í fyrsta skipti í ár sem ástandið er þannig en Ijóst er þó að þetta ástand hefur ekki verið í mörg ár. Unnur Skúladóttir, fiskifræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að rannsóknir hafi farið fram á miklu minna svæði á Skjálfanda en á undanförnum árum. Hluti Skjálfanda er lokaður fyrir rækju- veiðum sem fyrr, nema meó seiða- skilju, en sjómenn hafa verió mjög ósáttir með lokanir á fióanum og notkun á seiðaskilju. Vegna mikils smáfisks, aðallega eins árs fisks, í kringum rækjuna á Skjálfanda gengur hún saman. Um miðjan janúarmánuð verð- ur haldið til frekari rannsókna á Skjálfanda á vegum Hafrann- sóknastofnunar og fer sú rannsókn fram á heimabátum. Samkvæmt tilllögum Hafrann- sóknastofnunar er leyft að veiða 1.450 tonn af rækju á Öxarllrði á móti 900 tonnum í fyrra: aöeins 320 tonn á Skjálfandafióa á móti 800 tonnum í fyrra; 540 tonn á Skagafirði á móti 500 tonnum í fyrra og 1.700 tonn á Húnaflóa á móti 1.000 tonnum í fyrra. Sjávar- útvegsráðuneytið hefur samþykkt tillögur Hafrannsóknastofnunar og er því leyfilegt aö veiða 4.010 tonn af innfjarðarrækju á Noróur- landi nú á móti 3.200 tonnum 1993, eða 25% aukning. „Astandiö hér á Oxarfirði er verra en það hefur verið mörg undanfarin ár á sama tíma, en veiði hefur verið mjög treg sl. þrjár vikur ásarnt því aö veöur hefur trufiað vciði. Eg tel að það skorti töluvert á raunsæi í tillögum Hafrannsóknastofnunar urn há- marksveiói á Öxarfirði og lítið samræmi er í ákvörðunum. Því er aðeins hægt að lýsa með einu orði: „Rugl“. Ég er alls ekki sammála þeim á hvaða forsendum þessar niður- stöður eru fengnar. Hér fyrr á ár- um olli það hruni að taka miklu minna magn, þegar mest yar 900 til 1.000 tonn, svo þetta eykur hættuna á nýju hruni rækjustofns- ins í Öxarfirði. Fiskifræðingarnir virðast vera tilbúnir að taka áhættu þar sem þeir bera enga ábyrgð. Þeir eru að mínu mati ekki samkvæmir sjálfum sér því þeir eru að rannsaka milli ára á mismunandi stórum bátum, annars vegar á rannsóknarskipinu Dröfn RE og hins vegar á 50 tonna báti sem er á veiðum hér. Þetta er annar veturinn sem ég er með botnhitamæli í trollinu og sjórinn er um einni gráðu heitari en á sama tíma í fyrra. Það kann að vera ein af skýringum á því að rækjan virðist vera miklu dreifðari en áður,“ segir Auðunn Bene- diktsson, skipstjóri á rækjubátnum Þingey ÞH-51 frá Kópaskeri. GG Magna Oddsdóttir var í óða önn að steikja iaufabrauð þegar ljósmyndari Dags átti leið í Kristjánsbakarí í gær. Mynd: Robyn. Umsókn íslandsflugs um Sauðárkróksflug hafnaö: Sækir um hlutdeild í flutningum milli Reykjavíkur og Akureyrar einnig um flugleiðina Akureyri-Siglufjörður-Akureyri íslandsflug hefur að undanförnu leitað eftir lausnum til að tryggja áætlunarflug til Siglu- fjarðar og hafa forsvarsmenn fyrirtækisins bent á að skynsam- legasta Iausnin sé að veita leyfi til að millilenda á Sauðárkróki og bæta um leið flugsamgöngur þangað. Bæjarstjórnir Siglu- Qarðar og Sauðárkróks sem og ferðamálasamtök svæðisins hafa margoft farið fram á það við samgönguráðherra að sérleyfið til Sauðárkróks verði opnað og íslandsflug fái að lenda þar. 1 síðustu viku var þeirri málaleit- an hafnað. Arið 1997 verður innanlands- fiug gefið frjálst, a.m.k. á þeim áætlunarleiðum sem hafa fleiri en 30 þúsund farþega. Jafnan er talið skynsamlegt aó fyrirtæki fái tíma til að aðlaga sig að frjálsræði. Is- landsfiug hvetur samgönguráð- herra til að nýta þá möguleika sem hann hefur til að einhver aðlögun eigi sér stað og veita félaginu heimild til áætlunarflugs til Akur- eyrar og ísafjarðar. I bréfi sem samgönguráðherra var sent 28. nóvember sl. og und- irritað er af Ómari Benediktssyni, stjórnarformanni Islandsflugs, segir m.a. að næst besti kosturinn til að tryggja flug til Siglufjarðar sé að fiogið sé meó millilendingu á Akureyri. Ekkert sérleyfi er á flugleiðinni Reykjavík-Akureyri- Rcykjavík og frá 3. nóvember 1989 hefur verið heimilt aó veita öðrum aðila en Flugleiðum 20% hlutdeild í áætlaðri flutningaþörf á þeirri fiugleið. Um næstu áramót opnast möguleiki til að veita 15% hlut- deild í áætluðum flutningum milli Reykjavíkur og Akureyrar, Egils- staóa og ísafjarðar. íslandsflug sækir í nefndu bréfi um ofan- greind leyfi ásamt flugleiðinni Akureyri-Siglufjörður-Akureyri, sem ekki hefur verið þjónaó síðan vorió 1992. Meó hlutdeild í stærri áætlunarleiðum verður félaginu gert auðveldara um vik aó sinna óarðbærari stöðum. Islandsflug heldur í dag uppi áætlunarflugi til Vesturbyggðar og Bíldudals, Flateyrar, Egilsstaða, Hólmavíkur og Gjögurs, Nes- kaupstaðar og Vestmannaeyja auk Siglufjarðar. GG Akureyrarbær: Samþykkt að falla frá forkaups- rétti að hlutafé í Fiskeldi Eyjafjarðar Sigríöur Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi: Gagnrýndi vinnu- brögð meirihlutans Á fundi bæjarstjórnar Akureyr- ar sl. þriðjudag mótmælti Sigríð- ur Stefánsdóttir, Alþýðubanda- lagi, hvernig meirihluti bæjar- stjórnar hafi staðið að ráðningu Hallgríms Guðmundssonar, for- stöðumanns atvinnuskrifstofu bæjarins. Tilefni mótmæla Sigríðar var bókun í bæjarráði 17. nóvember sl. þar sem bæjarstjóri kynnti ráðningarsamning Hallgríms Guð- mundssonar. Sigríður sagði það afleit vinnu- brögð af hálfu meirihluta bæjar- stjórnar aó kynna ráóningarsamn- inginn í bæjarráði löngu eftir að Hallgrímur hafi komið til starfa, en hann hóf störf 1. október sl. Sigríður sagði þama á ferðinni hættulegt fordæmi og vafasamt væri aó vinnubrögðin varðandi ráðninguna væru í takt við starfs- mannastefnu Akureyrarbæjar. Sig- ríður tók fram að þessi gagnrýni beindist alls ekki að umræddum starfsmanni, Hallgrími Guð- mundssyni, honum væri óskað velfarnaðar í starfi. óþh Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti sl. þriðjudag að Akureyr- arbær falli frá forkaupsrétti á hlutafé í Fiskeldi Eyjafjarðar. Með bréfi Fiskeldis Éyjafjarðar dags. 21. nóvember sl. til bæjaryf- irvalda er hluthöfum boðinn for- kaupsréttur að hlutafé í fyrirtæk- inu í hlutfalli við hlutafjáreign. Bæjarráð fjallaði um erindió á fundi sínum 1. desember sl. og var bókað aö þaö vildi „mjög gjarnan stuðla aö því að aðrir hluthafar í Fiskeldi Eyjafjarðar hf. geti aukið hlut sinn eða nýir gerst hluthafar í félaginu" og því lagði bæjarráð til vió bæjarstjóm að Akureyrarbær myndi falla frá forkaupsrétti. Undir þetta sjónarmið var tekið í bæjarstjórn Akureyrar. Allir þeir sem til máls tóku um málið, Jakob Björnsson, bæjarstjóri, Sigurður J. Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki, og Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðu- bandalagi, lýstu þeirri skoðun sinni að kanna bæri áhuga annarra aðila á að koma með hlutafé inn í fyrirtækið. Hins vegar tóku þau skýrt fram aó þessi afstaða bæjar- yfirvalda fæli ekki í sér dvínandi áhuga Akureyrarbæjar á vexti og viðgangi Fiskeldis Eyjafjaróar. Þar færi fram afar merkileg starf- semi og afstaóa Akureyrarbæjar gagnvart fyrirtækinu hafi í engu breyst. óþh Sýningarsalur í Krónunni: Nokkuð mikið í ráðist - að mati Sigurðar J. Sigurðssonar Á fundi bæjarstjórnar Akureyr- ar sl. þriðjudag vakti Sigurður J. Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki, máls á viljayfirlýsingu sem Jak- ob Björnsson, bæjarstjóri, hefur undirritað um leigu á húsnæði fýrir sýningarsal Náttúrufræði- stofnunar í Krónunni við Hafn- arstræti. Sigurður sagði að samkvæmt viljayfirlýsingunni væri um aó ræða 400 fermetra húsnæði og sýndist honum aó rekstrarkostnað- ur vegna þess yrði 4-5 milljónir króna á ári. „Þarna finnst mér nokkuð mikið í ráðist,“ sagði Sig- urður. óþh HAGKAUP Mánud.-föstud. 9-21 Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.