Dagur - 08.12.1994, Blaðsíða 9

Dagur - 08.12.1994, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 8. desember 1994 - DAGUR - 9 Matreitt fyrir marga - nýr bæklingur frá Manneldisrádi Manneldisráö hefur gefíð út bæk- linginn „Matreitt fyrir marga“. Bæklingnum er dreift til stjórn- enda og starfsmanna mötuneyta á vinnustöðum, dvalarheimilum, sjúkrastofnunum og í skólum. Eins og segir í inngangi bæklings- ins, þá eru mötuneyti vinnustaða og dvalarheimila að því leyti ólík venjulegum vinnstöóum að sama fólkió boróar þar gjaman árum saman, eina eöa fleiri af aðalmál- tíðum dagsins. Holdafar gestanna og hollusta daglegs fæóis þeirra stjórnast því aó miklu leyti af framboði og matreiðsluaðferðum í mötuneytinu. Sá matur sem þar er í boði hefur ekki aðeins áhrif á líðan og lund fjölda manna, heilsa þeirra og starfsorka eru beinlínis undir því komin að þar sé hollur og góöur matur á borðum. Erfitt er aö áætla fjölda þeirra sem borða í mötuneytum að stað- aldri, en ætla má að þeir skipti tugum þúsunda. Það er því full ástæða til að vanda matreiðsluna, ekki síst í ljósi þess að samkvæmt könnum Manneldisráðs á mata- ræði Islcndinga frá árinu 1990 fá þeir sem borða heita máltíð í mötuneytum að jafnaði mun feit- ari mat en hinir sem borða heita matinn heima. Það er von Manneldisráós að þessi bæklingur geti orðið starfs- fólki mötuneyta til gagns í því mikilvæga starfi að tilrciða Ijúf- fengan og heilnæman nrat á vinnustöðum, dvalarheimilum, sjúkrastofnunum og í skólum. Nánari upplýsingar urn efni bæklingsins veitir Laufey Stein- grímsdóttir forstöðumaður Mann- eldisráös á skrifstofu þess, sínra 688848. (Fréltalilkynning) Rauðakrosshúsið í Reykjavík: Aflar fjár með jólakortasölu Út er komið jólakort Rauöakross- hússins 1994 og er að þessu sinni á því mynd af steindum glugga í Fáskrúðsbakkakirkju á Snæfells- nesi cftir Bcnedikt Gunnarsson listmálara. Rauðakrosshúsið er neyóarat- hvarf fyrir börn pg unglinga, rekiö af Rauóa krossi Islands. Húsið tók til starfa í desembcr 1985 og veitir þrcnns konar þjónustu sem öll cr ókcypis. I fyrsta lagi er þar rekið neyðarathvarf sem opió er allan sólarhringinn allan ársins hring, í öðru lagi er þar símaþjónusta (grænt númer 996622) en þangað er hægt aó hringja hvenær sem er sólarhringsins og ræóa viðkvæm mál án þess að segja til nafns og í Jólakort Amnesty International íslandsdeild Amnesty Internation- al hefur hafió sölu á jólakortum ársins 1994 til stuðnings baráttu- málum sínum. Nokkur undanfarin ár hcfur ís- landsdeild Amnesty International gefió útlistaverkakort og hefur sala þeirra verið ein helsta fjáröfl- unarleið deildarinnar. Kortið í ár prýðir ntynd af málverkinu „Mót- un“ eftir Tolla. Mannréttindasamtökin Am- nesty Intemational voru stofnuð árið 1961 og starfa nú iandsdeildir í um 60 þjóðlöndum auk félaga í fjölmörgum öðrum löndum. Sam- tökin hlutu Friðarvcrðlaun Nóbels árið 1977 fyrir störf sín gegn mannréttindabrotum unt heirn all- an. Akveðið hlutfall af sölu jóla- korta Islandsdeildar Amnesty Int- emational rennur í „hjálparsjóó“ en það fé sem safnast í þann sjóö cr nýtt til endurhæfingar fórnar- lamba pyndinga og veitt í aðstoð við aðstandendur „horfinna" og aðra sem sæta grófum mannrétt- indabrotum. Jólakort samtakanna eru seld á skrifstofu þeirra að Hafnarstræti 15 í Reykjavík og er þar einnig tekið á móti pöntununr. Á Akur- eyri eru kortin seld hjá Sigríði Halldórsdóttur, Háskólanum á Akureyri, Þingvallastræti 23, og hjá Halli Gunnarssyni, Litluhlíð 2 f. (Úr frétlatilkynningu.) þriðja lagi veita starfsmenn húss- ins ráðgjöf sem foreldrar, börn og unglingar leita eftir í auknum nræli. Jólakortasalan er eina fjáröllun Rauðakrosshússins. Kortin í ár er hægt að fá í þremur útgáfum og kostar kortið það sama og í fyrra eða 100 kr. stykkið. Tekiö er á nróti pöntunum hjá Rauðakross- húsinu í Reykjavík. BÆKUR Skjaldborg: Blautir kossar Skjaldborg hefur gefið út bók Smára Freys og Tómasar Gunnars Blautir kossar. Höfundamir eru aðeins 18 ára gamlir og er efnið sem þeir skrifa um komið úr umhverfi þeirra, daglegu lífi íslenskra unglinga. Skólinn, fyrsta ást- in, samskipti við foreldra. Allt er þetta lífsreynsla sem allir þekkja. Bókin cr frumraun þeirra félaga og kemur hún mjög á óvart. Hún er full af húmor en þó er sterkur undirtónn í sögunni. Bókin er 150 bls. og kostar hún 1.980 kr. Hörpuútgáfan: Lífsgleði sex Islendinga Hörpuútgáfan á Akranesi hcfur sent frá sér nýja bók í flokknum „Lífs- gleði". I þessari bók em frásagnir sex Islendinga scm líta um öxl og rifja upp liðnar stundir. Þar skiptast á skin og skúrir, ýmist er slegið á alvarlega strengi eóa leikió á léttum nótum. Hvcmig var bcmska höfunda í Bol- ungarvík, Reykjavík og á Austfjörð- um. Hvemig var uppeldi, menntun og tómstundir í landinu fram að síðari heimsstyrjöld? Einn þessara viómælenda, Helgi Sæmundsson, kveður þó við nokkuð annan tón. Hvers vegna hætti hann af- skiptum af stjómmálum? Hér birtast frásögur nútímafólks sem leggur sitt af mörkum til samfé- lagsins. Þeir sem segja frá eru: Aslaug María Friðriksdóttir, Ásta Erlingsdóttir, Guómuna Elíasdóttir, Helgi Seljan, Helgi Sæmundsson og Þórir Kr. Þórðarson. Bókin Lífsgleði er skráð af Þóri S. Guðbergssyni og er 192 bls að stærð. Prentvinnsla er í höndum Odda hf. Vertu með okkur allan sólarhringinn: Tónlist - leikir - góð tónlist - viðtöl frábær tónlist - íþróttir - langbesta tónlistin. f y r i r a 1 1 a sími í stúdiói 27333, - auglýsingar og fax 27636 H/F HYRNA BYGGINGARVERKTAKI / TRÉSMIÐJA Dalsbraut 1 ■ Akureyri • Sími 96-12603 ■ Fax 96-12604 Smíðum fataskápa, baðinnréttingar, eldhúsinnréttingar og innihurðir Teiknum og gerum föst verðtilboð, þér að kostnaðarlausu Greiðsluskilmálar við allra hæfi Auglýsendur! Skilafnestur auglýsinga í helgarblaöiö okkar er til kl. 14.00 á fimmtudögum, - já 14.00 á fimmtudögum. Dagur auglýsingadeild, sími 24222. Opiö frá kl. 8.00-17.00. Aukakjördæmisþing framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið á Hótel Húsavík laugardaginn 10. desember kl. 13.00. Dagskrá: Kjör sjö efstu manna á framboðslista flokksins í kjör- dæminu til næstu Alþingiskosninga. Stjórn K.F.N.E. Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, BALDURS EIRÍKSSONAR, frá Dvergsstöðum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á Seli fyrir góða um- önnun. Fyrir hönd aðstandenda, Laufey Stefánsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.