Dagur - 08.12.1994, Blaðsíða 11

Dagur - 08.12.1994, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 8. desember 1994 - DAGUR - 11 Suður-Þingeyjarsýsla: Bókþing, nýtt útgáfufyrirtæki - §órða barnabók Atla Vigfússonar komin út Myndskrcyting Hólmfríðar Bjartmarsdóttur úr hókinni. - Hóbnfríður Bjartmarsdóttir myndskreytir Núverandi formaður og fimm fyrrverandi formenn Völsungs: fremri röð f.v.: Þormóður Jónsson, Sigurður Pétur Björnsson og Helgi Kristjánsson. Aftari röð f.v.: Sigurður Hailmarsson, Vilhjálmur I’álsson og Ingólfur Freysson. Myndir: IM Fjósamúsin á afmæli - gripið niður í upphaf bókarinnar Það er mikið að gera hjá Rauð risabola. Hann hamast við að bóna nýja bílinn sinn sem hann keypti í haust. Þetta er stór kúatrukkur með drif á öllum hjólum og sæti fyrir marga farþega. Rauður risaboli er himinlifandi yfir bílnunt sent þýtur yfir ófærur og öslar ár og vötn. Það er vegna þess að trukkurinn er á tröllahjól- um. Aldrei hefur Rauður verió svona ánægóur. Hann hefur nægan tíma til þess að hugsa um þetta fallega tæki og nú hlustar hann á kúalög í útvarp- inu sem fylgdi með í kaupunum. Hann hlustar á kúarokk og gömul kúadanslög. Bara eitthvað nógu fjörugt. Svo á hann líka sælgæti í bíln- um. Það er kúasælgæti eins og t.d. kúakögglar og graskögglar. Og nú er hann niðursokkinn við að þrífa trukkinn svo hann verði sem glæsilegastur, enda ætl- ar hann einhvern tíma að bjóöa fallegum kúnt í sveitinni í bíltúr. - Þetta er skemmtilegur dagur hjá Rauð. En allt í einu heyrist tíst. Rauður risaboli heyrir scint fyrir hávaðanum í tónlistinni enda er hann hálfvegis byrjaður að dansa kringunt kúatrukkinn. „Ekki stíga á mig,“ tístir fjósa- músin unt leið og hún krafsar í annan afturfótinn á Rauö. „Ertu að gera við bílinn, Rauður?“, segir Rauður risaboli mcð bóntuskuna á öðrum framfætinum og hættir að dansa. „Eg er fjósamúsin hér á Hóli“, segir hún um lcið og hún klifrar upp að framrúðunni á bílnunt til þess að geta talað við Rauð risa- bola jtannig að hún sjáist. „Eg ætla að bjóóa þér í veislu í kvöld. Eg ætla að bjóða mörgum dýrum í veislu. Ég ætla að halda risaveislu í fjóshlöðunni“. „Bjóöa mér í veislu“, segir Rauður og klórar sér í hausnum. „Ég hef aldrei verió í veislu“. „Já, og allir eiga að skemmta sér því það er afntælið mitt. Það verða mörg skemmtiatriói og síð- an verður dansað frant undir rnorgun". Fjósamúsin getur ekki leynt tilhlökkun sinni og stekkur niður og dansar hringinn í kring- um afturfæturna á Rauð. - Þetta er merkileg mús. Rauður er rnjög undrandi yfir þessu öllu, en fjósamúsin heldur áfram aó bjóða í afmælið sitt. Hún ætlar aö bjóða hestum, hænsnum, kindum og kúnt. Svo glöð er hún yfir afmælinu sínu. Allir fyllast tilhlökkun yfir þessu rausnarlega boði og það verður baulaó, gaggað, galaó, hneggjað, jarmað og tíst. Rauður risaboli verður að flýta sér að pússa bílinn því fjósamúsin vill fá hann til þess að sækja dýr á næstu bæi í veisluna. Rauður notar tækifærið og kannar hvort vélin gangi rétt því allir veróa að koma tímanlega. Síðan athugar hann hvort nokkuð vanti í verkfæratöskuna ef eitt- hvaó skyldi fara úrskeiðis. Hann vill heldur ekki að finar kýr úr sveitinni setjist í skítug sæt- in og þess vegna hreinsar hann allt hátt og lágt. - Þetta verður eitthvað sögu- legt. Fjósamúsin á ajinœli greinir, eins og nafnið bendir til, frá af- mælisveislu músar. 1 sögunni gegna kýr, hestar, hænsni og mýs ntiklu hlutverki. Fleiri dýr úr sveitinni koma vió sögu en í fyrri bókum Atla, og myndirnar hennar Hólmfríðar fullkomna svo ævin- týrið. Ef við viljum velja íslenskt og versla heima, þá cr hér komin saga sem skrifuð er og ntynd- skreytt í íslenskri sveit og bókaút- gáfan er nýjasta aukabúgrein bóndans. IM Scx stofnfélagar voru viðstaddir: Sigtryggur Albertsson, Sören Ginarsson, Hjálmar Thcodórsson, Martcinn Stcingrímsson, Valdimar Vigfússon og Hclgi Kristjánsson. Fjósamúsin á afmœli heitir nýj- asta bók Atla Vigfússonar á Laxamýri, sem nýtt útgáfufyrir- tæki hans, Bókþing, gefur út. Hólmfríður Bjartmarsdóttir hefur myndskreytt bókina ríku- lega. Þetta er fjórða barnabókin sem gefin er út í samvinnu þeirra Atla og Hólmfríóar. Bókin er gullfalleg og sagan skemmtileg sem hinar fyrri. Þetta er ein þeirra bóka sem ekki er hent eftirlitslaust í ungar hendur, því það er freistandi að lesa söguna með barninu, skoða myndirnar og ræða málin. Bókin er sjálfstætt framhald af tveim fyrstu bókum Atla, þær heita: Kaupstaðarferð dýranna og Hænsnin á Hóli. Þriöja bók hans heitir Ponni og fuglarnir. Völsungur Húsavík: Heiðrar stofnfélaga Jólasveinarnir eru komnir til byggða Eftir mikinn barning tókst jólasveinum Vöruhúss KEA að komast til byggða. Þeir lögðu mikið á sig til að geta hitt ykkur - og munu koma fram við Vöruhús KEA sunnudaginn 11. desember kl. 15.00. Mætið öll og raulið með okkur íþróttafélagið Völsungur hélt kaffisamsæti sl. laugardag til heiðurs stofnfélögum sínum, en þrír þeirra urðu áttræðir á þessu ári. Félagið er 67 ára og níu stofnfélaganna eru á lífi. Stofnendur Völsungs voru 23 piltar og sex þeirra voru viðstadd- ir kaffisamsætið. Þeir sem áttræóir urðu á árinu eru: Helgi Kristjáns- spn, Valdimar Vigfússon og Sör- en Einarsson. Einnig voru við- staddir þeir Hjálmar Theódórsson, Sigtryggur Albertsson og Mar- teinn Steingrímsson. Þráinn Krist- jánsson sá sér ekki fært að mæta. Ingólfur Freysson afhenti stofnfé- lögunum nýútkomna Kortabók yf- ir Húsavíkurland í tilefni dagsins. Tónlistarkennaramir Valmar Váljaots og Leifur Vilhelm Bald- ursson léku á fiðlu og gítar, við hrifningu viðstaddra. Fyrrvcrandi formönnum Völs- ungs var boðið til samsætisins og með Ingólfi voru samankomnir sex menn sem gegnt hafa for- mannsstarfi hjá félaginu. Fyrrver- andi formennirnir voru: Helgi Kristjánsson, Þormóóur Jónsson, Sigurður Pétur Björnsson, Vil- hjálmur Pálsson og Sigurður Hallmarsson. Ræóur og ávörp voru flutt und- ir borðurn og fóru Völsungar á kostum er þeir rifjuðu upp áratuga og aldagamlar sögur af íþróttaaf- rekum. Þeir sem tóku til máls voru Hafliói Jósteinsson, Sigurjón Jó- hannesson, Þormóður Jónsson og Hjálmar Theodórsson, sem talaði fyrir minni Völsungskvenna. IM í haust bættist eistlcnskur tónlist- arkcnnari, Valmar Váljaots, í raðir húsvískra listamanna. A myndinni eru Valmar og Leifur Vilhelm að leika fyrir Völsunga í kaffisamsæt- inu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.