Dagur - 08.12.1994, Blaðsíða 7

Dagur - 08.12.1994, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 8. desember 1994 - DAGUR - 7 Metnaðarleysi og vanþakklæti Sendið vinum $ og vandamönnum X erlendis Z gómsœta | Vió lásum það í Degi 7. þessa mánaðar, haft eftir bæjarstjóra, að nú ætti að fresta frekari ritun sögu Akureyrar og spara meó því svo sem 1.7 milljónir króna. Þetta er heldur kyndug ákvöró- un, ekki síst þegar þess er gætt að nú er annað bindi sögunnar ný- komið út með miklum glæsibrag og hefur fengið maklegt lof allra dómbærra manna. Okkur er kunnugt um að höf- undur sögunnar hefur lagt sig all- an fram og ekkert erfiði sparað, við naglskorin laun, og hefur okk- ur sannast sagna virst að áhugi bæjaryfirvalda á þessu lofsverða verki væri mjög takmarkaður, enda cr það nú staðfest. Ofan á þetta bætist svo aóferð- in. Höfundur Sögu Akurcyrar las jafnsnemma okkur í Degi um ákvörðun þá sem bæjarstjóri Iætur hafa eftir sér. Vió hann hafði bæj- arstjóri ekki talað, og enginn bæj- arfulltrúi. A sama tíma er hins vegar tilkynnt um milljónaframlög til ýmislegs þess í menningarmálum sem illa er skilgreint, cins og t.d. cinhverrar afstraksjónar sem heitir Listasumar 1995. Vonandi verður þá búið að kaupa flygilinn. Vinnubrögö af því tagi sem hér Sigurður Eggert Davíðsson. „Höfundur Sögu Akur- eyrar las jafnsnemma okkur í Degi um ákvörð' un þá sem bæjarstjóri lætur hafa eftir sér. Við hann hafði bæjarstjóri ekki talað, og enginn bæjarfulltrúi.“ Gísli Jónsson. hefur verið lýst, sæta mikilli furðu. En nú cr það svo, að tvær umræður fara fram um fjárhags- áætlun Akureyrarbæjar, og enn er því tími til að leiðrétta mistök og forðast slys. Ekki síst þar sem jafnframt er fyrirhugað að þyngja álögur á bæjarbúa um 30 milljónir króna. Við erum sannfæróir um að þeir sættu sig betur við eitthvað af þeim álögum, ef nauðsynlegustu -w- menningarverk eins og ritun Sögu Akureyrar væri ekki stöðvuð. Það vanþakklæti við frábært verk söguritara og Asprents sem lýsir sér í ákvörðun bæjaryfirvalda er svo efni í aðra grein, ef þurfa þykir. Gísli Jónsson. Sigurður Eggert Davíðsson. Húsavík: Bókakvnning á Bakkanum - félagar ITC Flugu lesa upp á laugardaginn „Okkur er það hjartans mál að fólk lesi bækur. Við viljum vekja athygli á bókinni, hvað hún er góð afþreying, æskileg fyrir alla og þroskandi fyrir unglinga,“ sagði Sara Hólm, forsvarskona fyrir ITC Flugu, sem standa mun fyrir menning- ardagskrá á laugardag. Félagar úr ITC Flugu munu lesa úr nýútkomnum bókum á veitingastaðnum Bakkanum á Húsavík kl. 13-18 á laugardaginn. Mest áhcrsla er lögð á að lesa úr bókum cltir innlenda höfunda, og það ýmiskonar bókum: ævisögum, skáldsögum, barna- og unglinga- bókum. M.a. verður lesið úr nýj- um bókum eftir Jóhönnu A. Stcin- grímsdóttur og Atla Vigfússon. IM IKEA hangikjotið Z 0 & * <s> Z um jólin % Sendingaþjónusta Byggðavegi sími 30377 (jfí Takíð eftir Bókaútgáfan Skjaldborg og Sögufélag Eyfirðínga hafa opna bókaafgreiðslu að Furu- völlum 13, áður Bygginga- vöruverslunin Skapti hf. > Par verða til afgreiðstu allar nýútgefnar bækur Skjaldborg- i ar ásamt eldri útgáfubókum forlagsins, sem enn eru til. > Far verður einnig afgreiðsla fyrir ritið „Súlur" ásamt eldri r útgáfubókum Sögufélags Eyfirðinga. í desember verður af- p greiðslan opnuð kl. 10 árdegis og opin að öðru leyti eíns r og aðrar verslanir á Akureyri fram að jólum. Bókaútgáfan Skjaldborg, j> Sögufélag Eyfírðinga. Upplýsíngar vel þegnar Fyrir skömmu barst Herði Geirssyni á Minjasafninu á Ak- ureyri í hendur bréf frá Philip Levick í Sheffield á Englandi þar sem hann greinir frá því að faðir hans, James Levick (Jim), sem Iést fyrir tíu árum síðan, hafi verið á Akureyri á stríðsár- unum. Philip segir í bréfinu að í gögnum föður hans hafi hann fundið þrjár Ijósmyndir sem hann tók á íslandi á stríðsárun- um. Hins vegar séu hvergi skráð nöfn þeirra sem á myndunum eru. Philip Levick segist í bréfinu niinnast þess að faðir hans hafi sagt honum frá dvölinni á Islandi. Meðal annars hafi hann getið um knattspymuleik milli hcrmanna og heimamanna, skíóaferð sem var heldur lítil frægðarför og cinnig hafi hann rninnst á dreng sem var oft með hermönnunum og þeir litu á sem einskonar lukkudreng. Meðfylgjandi mynd er ein mynd- anna sem Philip Lcvick sendi Herói Gcirssyni á Minjasafninu og Levick getur sér þess til að á henni sé áðurnefndur „lukku- drengur" í hópi breskra hermanna. Hörður kom að máli við rit- stjórn Dags og óskaöi eftir að fá meófylgjandi mynd birta í blaóinu ef ske kynni að einhver kannaðist við kappana á henni, ekki síst Jólatvímenningur Bridgefélags Sauðárkróks fer fram mánu- daginn 12. desember nk. og er þetta jafnframt síðasta spila- kvöld ársins. Pör verða dregin saman og fá tvö efstu pörin jólagjafir einnig verður eitt par dregió út í happ- drætti. „Iukkudrenginn“. Upplýsingum skal koma til Harðar Geirssonar á Minjasafninu á Akureyri. Annaó hvort er hægt að senda bréf í póst- hólf 341, 602 Akureyri eða hringja í síma 24162 eða 12562 (símsvari). óþh Mánudaginn 5. desember sl. var spilaður eins kvölds tvímenn- ingur með þátttöku 13 para. Ás- grímur Sigurbjörnsson og Jón Berndsen urðu efstir meó 166 stig, Einar Svansson og Eyjólfur Sig- urósson höfnuðu í 2. sæti með 147 stig og Þórdís Þormóðsdóttir og Elísabet Kcmp í 3. sæti með 124 stig. Bridgefélag Sauðárkróks: J ólatvímenningur ámánudag FÖSTUDAGUR, LAUGARDAGUR: SVEIFIU- OG STUÐKONUNGURINN GEIRMUNDUR VAETÝSSON GÓÐI DÁTINN FIMMTUDAGUR: TÍSKUSÝNING Á „CHARMEUSE" HÁGÆÐA KVENSIEKINÁTTFÖTUM 100% KÍNVERSKT SIIKI - ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA ÞÓRHITDUR ÖRVARSDÓTTIR OG KART OTGEIRSSON FÖSTUDAGUR, LAUGARDAGUR: ÞÓRHITDUR ÖRVARSDÓTTIR OG KART OTGEIRSSON KJAULARINN FIMMTUDAGUR, FÖSTUDAGUR, LAUGARDAGUR: HkJÓMSVEITIN DÍSEk MÆTIR OG GERIR AUT VITIAUST SJALLINN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.