Dagur - 08.12.1994, Blaðsíða 3

Dagur - 08.12.1994, Blaðsíða 3
FRETTIR fimmtudagur 8. desember 1994 - DAGUR - 3 Kynningarátak á leiðinni fýrir Tröllaskaga Að frumkvæði ferðamálanefnd- ar Sauðárkróks er nú í undir- búningi kynningarherferð til að vekja athygli ferðamanna á leið- inni fyrir Tröllaskaga. Er þetta hugsað sem samstarfsverkefni þéttbýlisstaðanna á þessu svæði, þ.e. Sauðárkróks, Hofsóss, Siglufjarðar, Ólafsfjarðar, Dal- víkur og Hríseyjar. Þegar hefur verið haldinn einn fundur með fulltrúum í ferðamálum frá þessum stöðum og annar er fyr- irhugaður á næstunni. „A fundinum um daginn var farið vítt yfír þetta svió og menn voru aó velta fyrir sér möguleik- um á kynningu og hvatningu ferðafólks, kannski sérstaklega Is- lendinga, til aó fara þessa leió. Hún býöur upp á mjög fjölbreyti- legt landslag og mannlíf, það má t.d. nefna athyglisverð söfn o.fl. Við sjáum fram á að ef þessir þétt- býlisstaðir leggja saman krafta sína ættum við að geta náð fram töluveróum slagkrafti. Við höfum verið að reyna að gera okkur grein fyrir kostnaði við mismunandi leiöir til kynningar, sem lagðar verða fram á næsta fundi. í fram- haldinu þarf síðan að leggja tillög- ur fyrir sveitarstjórnarmenn," sagöi Vigfús Vigfússon, formaður ferðamálanefndar Sauðárkróks. Að hans sögn er tilvalið fyrir ferðamenn að bregða sér þennan hring í stað þess að fara alltaf hina hefðbundnu lció um Öxnadals- heiði. Reiknað er með að ráöist verði í einhverja kynningarstarf- semi á innanlandsmarkaði fyrir næsta sumar og síðan veróur að sjá hvert framhaldið verður. HA Þróttmikið söngiíf í Húnavatnssýslu: Samkórinn Björk með jólatónleika á Blöndu- ósi og Skagaströnd - sungið í verslunum og sjúkrahúsi Helstu verkefni Samkórsins Bjarkar í Húnavatnssýslu er um þessar mundir að halda jólatón- leika, sem haldnir verða í Blönduóskirkju sunnudaginn 18. desember nk. Þar syngur kórinn jólalög, sem sérstaklega eru æfð fyrir þetta aðventu- kvöld. Söngstjóri er Sólveig Ein- arsdóttir, húsfreyja að Varma- læk í Skagafirði, en undirleikar- inn ungverskrar ættar, búsettur á Skagaströnd. Þessir jólatónleikar eru jafn- framt tengdir starfi í Húnavatns- sýslu en kórinn býður öllum elli- lífeyrisþegum í sýslunni á þessa jólatónleika. Eftir tónieikana er boðió upp á kaffiveitingar í fé- lagsheimilinu á Blönduósi. Tón- leikarnir eru enduteknir 27. des- ember, þriðja í jólum, á Skaga- strönd. Kórinn hefur einnig sungið í aðalverslun Kaupfélagsins og á sjúkrahúsinu fyrir jól og hefur það verió gert árlega. Þegar til lengri tíma er litið veróur árshátíð kórsins í lok febrúarmánaðar og síðan mun kórinn sjá um dagskrá á Hótel Sögu í byrjun aprílmánaðar. Það er í þriðja skiptið sem kórinn syngur á Hótel Sögu og eru komin góð samskipti milli kórsins og hótelsins. Kringum sumarmál er hefðbundið að kórinn hafi vand- aða dagskrá í tengslum við Húna- vöku og í byrjun júnímánaðar er stefnt að söngferðalagi austur á firði. Innan Samkórsins Bjarkar er starfandi karlakvartett, Bjarkar- kvartettinn, en hann skipa Gestur Þórarinsson, Júlíus Óskarsson, Steingrímur Ingvarsson og Kristó- fer Kristjánsson. Undirleikari á harmoniku er Guömundur Hagalín Guðmundsson, stöðvarstjóri í Blönduvirkjun. GG í Hrísalundi §8 3 Hátíðasteikur í miklu úrvali Jólaávextir og grœnmeti Kynnum hátíða- matinn frá Kjötiðnaðar- stöð KEA föstudag frá kl. 14-19 laugardag frá kl. 11-14 Vfjr Ttíumjih I NTERNATIONAL m W i m undirfatakynning föstudag frá kl 10-18 i’V 10% kynningarafsláttur Tískusýmg kl 17 Jólakökur og brauð Linda Vestmann konditorimeistari r kynnir Odense bökunarvörur laugardaginn 10. desember frá kl. 15-18 M f r § f s m % I i g Mánud.-föstud. kl, 10-19.30 » Laugard. kl. 10-18 Sími 53466 &em/eMýcw/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.