Dagur - 08.12.1994, Blaðsíða 1

Dagur - 08.12.1994, Blaðsíða 1
77. árg. Akureyri, firaratudagur 8. desember 1994 236. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Tiiraunavinnslu KEA á ígulkerum hætt: Öllum starfsmönnum sagt upp o llu starfsfólki ígulkera- vinnslu Kaupfélags Eyfirð- inga, alls um 18 manns, hefur verið sagt upp störfum og verð- ur fólkiö ekki endurráðið að óbreyttum forsendum, þ.e. ef verð á ígulkerum hækkar ekki. Starfsemin hefur verið til húsa í fiskhúsi KEA við smábátahöfn- ina í Sandgerðisbót á Akureyri. Ari Þorsteinsson, frystihúss- stjóri í Hrísey, og væntanlegur forstöðumaður sjávarútvegsdeild- ar KEA, segir að verð á ígulkera- hrognum hali verió í sögulegu Akureyri: Flæðir inn í kjallara - flug fellur niöur Síðdegis í gær var Slökkvilið Akureyrar kallað út til að aðstoða húseigendur á Eyrinni á Akureyri þar sem vatn hafði flætt inn í kjallara húsa. Slökviliðið fór á vettvang með tvær vatnsdæiur. Um nokkur hús var aó ræöa meóal annars Hús- gagnaverslunina Augsýn viö Strandgötu. Einnig ilæddi inn í kjallara við Hríseyjargötu. Að sögn Benjamíns í Augsýn flæddi vatn inn í kjallara þar sem lager verslunarinnar er og varó urn 5 cm vatnselgur á góliinu. Eitt- hvert tjón hlaust af vatnsílóðinu en Benjamín sagði ekki ljóst á þessu stigi hve mikió þaó væri. Slæmt veður var á Akureyri síðdegis í gær, rigning, hvasst og stórstreymt. Vegaeftirlit Vegagerðar ríkis- ins á Noróurlandi varaói vegfar- endur vió hálku á vegum og aflýsa varð flugi í gærdag. Að sögn starfsmanna á Akur- eyrarflugvelli kom ein vél til Ak- ureyrar í gærntorgun á vegum Gjafablað Dags Idag kemur út Gjafablað Dags í fyrsta skipti. Blaðið er 32 síður að stærð og prentað í 11 þúsund cintökum. Blaðið fer inn á öll heimili í Skagafirði, Eyjafjarðarsýslu, Suður-Þing- eyjarsýslu og Norður-Þingeyjar- sýslu. Auk þess fylgir það Degi til allra áskrifenda utan áður- nefnds svæðis. Umsjónarmaður Gjafablaðs Dags er Magnús Már Þorvalds- son. |j| urniii Flugleiða og athuga átti unt flug í gærkvöld til Akureyrar. Einnig átti aó fljúga í gærkvöld til Sauð- árkróks og Húsavíkur. Flugfélag Norðurlands aflýsti öllu flugi í gær. Veðurstofan spáir ntun skap- legra veðri í dag og er þessi hvell- ur því sennilega genginn yfir. KLJ lágmarki um tíma en í desember- mánuði hefur verðið yfirleitt verið stígandi, en það hefur ekki gengið eftir nú. Verðið hefur verið þaö lágt að ekki hefur hafst upp í launakostn- að og því var gripið til þess ráðs að segja öllum upp störfum. Um er aó ræða fólk sem var á atvinnu- leysisskrá en ákveðið var að fara í þessa tilraunavinnslu, m.a. til að skapa störf og þjónusta þá smá- báta sem eru í viðskiptum vió fiskhús KEA. „Framleiðslan hefur þótt mjög góð en á heimsmárkaðinn hafa verið að koma ígulkcr frá Amer- íku sem er hrcin viðbót og því hefur verðið farið niður, lækkað til muna, í staö þess að fara upp á þessum árstíma. Það er alveg glórulaust að halda þessari til- raunavinnslu áfram á þessum for- sendum. Við munum fylgjast með verðlaginu úti, en að óbreyttu gengur þessi tilraunavinnsla ekki upp. Við höfum hins vegar aflað okkur dýrmætrar verkþekkingar,“ sagði Ari Þorsteinsson. GG Þótt desember sé dimmur... Mynd: Robyn. Félagsmálaráð Akureyrarbæjar: Minna ráðgert í fjárhagsaðstoð - niðurstaða í „útivistarmálinu" væntanleg innan tíðar Ifjárhagsáætlun Akureyrar- bæjar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að fjárhagsaðstoð lækki um 2,2 milljónir miðað við endurskoðaða fjárhagsáætl- un þessa árs, en á þessu ári fara tæpar 28 milljónir í þennan lið. Við endurskoðun fjárhagsáætl- unar á þessu ári þurfti að hækka framlagið umtalsvert, enda vissu menn að sú upphæð sem gert var ráð fyrir var ekki raunhæf. Sigfríður Þorsteinsdóttir, for- maður félagsmálaráðs, sagði menn gera sér vonir um aó á næsta ári yrói hægt að nýta pen- ingana betur en á þessu ári, frekar en að menn væru að gera ráð fyrir að ástandið færi batnandi. „Þetta er miðað við endurskoðaða fjár- hagsáætlun og við teljum að við séurn með raunhæfa tölu núna.“ Fyrr í vikunni var greint frá deildum meiningum félagsmála- ráðs og íþrótta- og tómstundaráðs um útivistartíma unglinga um helgar, en íþrótta- og tómstunda- ráð sætti sig ekki við tillögu fé- lagsmálaráðs í þessu efni og lagði nýja tillögu fyrir bæjarráð. Það hins vegar vísaði henni til félags- málaráðs. Sigfríður sagði félags- málaráð ekki vera búið að af- greiða málið, en stefnt væri á aó gera það sem allra fyrst svo fyrri umræða geti farið fram á næsta bæjarstjórnarfundi. „Þaö cr fyrir- sjáanlegt að vió klárum þetta ekki fyrir áramót, en seinni umræóa getur vonandi farið fram á fyrri fundi bæjarstjórnar í janúar, þann- ig að við getum farið að framfylgja nýjum rcglum strax í febrúar.“ - Attu ekki von á að hægt verði að ná einhverri lendingu í þessu máli milli félagsmálaráðs og íþrótta- og tómstundaráós? „Jú, ég vona það. Við ætlum að fá fulltrúa frá þeim á fund með okkur til þess að ræða þetta og vonandi næst samstaða um málið þannig að við getum lokið því sem fyrst.“ HA Húsavík: Ruslatunnurok HV 8 [vassviðri var á Ilúsavík í gærdag og fékk lögreglan allmargar upphringingar vegna dóts sem var að fjúka um bæ- Kjaraviðræður á Akureyri í dag: Vinnumálasambandið ræðir við Iðju mn. Bárujárnsplötur voru að rífa sig lausar í hesthúsahverfinu, en lög- regla stöðvaói frekara fok. Jeppa- kerra lagði af stað og njörfa þurfti hana niður. Auk þess voru rusla- tunnur og rusl á ferðinni. Lögregl- unni var ekki kunnugt um alvar- legt tjón vegna veóursins. IM Forsvarsmenn Vinnumála- sambands samvinnufélag- anna eru væntanlegir norður til Akureyrar í dag til viðræðna við samninganefnd Iðju - félags verksmiðjufólks á Akureyri um kjaramálin. Kristín Hjálmars- dóttir, formaður Iðju á Akur- eyri, segir að ætlunin sé að ræða ýmis sérmál sem nauðsynlegt sé að afgreiða áður en í heildarvið- ræður verði farið. Kristín segir að kröfur Iðju liggi í stórum dráttum fyrir. „Þær hljóöa fyrst og fremst upp á það að tekið verði á lægstu launum. Við leggjum til að það verði gert áður en kemur til Iaunahækkana yfir alla línuna, en maður reiknar meó ákveðinni tölu eða prósentu sem gangi upp allan launastigann. Síðan höfum við mjög mikinn áhuga á kjarabótum í gegnum skattakerfið, sem miöa að því að létta skattbyrðinni af fólki.“ Kristín sagöi að efnahagur Iðjufólks hefði þrengst verulega á þessu ári. Hún segir aó lægstu laun sem greidd séu til launafólks innan Iöju séu sem næst 50 þús- und krónum. Þarna sé miðaó vió 8 tíma dagvinnu. Vinnumálasamband samvinnu- félaganna kemur aö kjarasamning- um við stóran hluta Iðjufólks á Akureyri. Þetta er starfsfólk í Skinnaiðnaði hf. og ýmsum fyrir- tækjum Kaupfélags Eyfirðinga, t.d. Mjólkursamlagi, Kjötiðnaðar- stöð og Sjöfn. „Við höfum gert sérsantninga við Vinnumálasambandið og við viljum fá að ræða sérstaklega breytingar á þeim,“ sagói Kristín. Kristín sagðist telja að fram- undan væri erfið kjarasamninga- lota. „Svo virðist sent ákveónir aðilar í þjóðfélaginu telji að ekki sé möguleiki á neinuni Iauna- hækkunum. Gott dæmi um þetta er kjaradeila sjúkraliða við ríkið. Maður átti von á því að menn væru tilbúnir að koma til móts við launafólk eftir alla þá biðlund sem þaó hefur sýnt. Því miður viröist það ekki vera,“ sagði Kristín Hjálmarsdóttir. óþh dagar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.