Dagur - 08.12.1994, Blaðsíða 15

Dagur - 08.12.1994, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 8. desember 1994 - DAGUR - 15 ÍÞRÓTTIR SÆVAR HREIÐARSSON I Frá ársþingi KSÍ ■ Tveir nýir menn voru kjömir í stjóm Knattspymusambands íslands á Akranesi um hclgina, Halldór B. Jónsson, fyrrum formaóur knattspyrnudeildar Fram til fjölda ára og Róbert Agnarsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar í Mývatnssveit og fyrrverandi bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Þeir tóku sæti Sveins Sveinssonar og Ágústar Inga Jónssonar, sem ekki gáfu kost á sér til endurkjörs. ■ Þá voru þeir Stefán Gunn- laugsson, fyrrum formaöur knattspymudeildar KA og Elí- as Hergeirsson, gjaldkcri KSÍ, endurkjömir í stjómina. Alls sóttust sex menn eftir fjórum sætum í stjóminni en þeir Páll Bragason úr Stjörnunni og Árni Þóröarson úr ÍR, náðu ekki kjöri. ■ í Arsskýrslu KSÍ fyrir árió 1994 kemur fram aó sam- kvæmt starfs- og kennslu- skýrslum ÍSÍ á síöasta ári eru 20.395 skráöir iðkcndur í knattspymu á landinu en 87.586 iðkendur cru skráðir í öllum greinum. Þaó þýðir að liðlega 23% íþróttafólks lands- ins stundar knattspymu. ■ ísland hefur aldrci leikið eins marga landsleiki í knatt- spymu og í ár. Þeir voru alls 57 og fjölgaði um 9 frá fyrra ári en auk þess lék karlalands- liðið æFingaleik við japanska félagsliðið Reysol í Japan. Mikill meirihluti leikjanna fór fram erlendis, eöa 40 leikir en 17 landslcikir vom háðir hér á landi. ■ Velta KSÍ á árinu nam 141 milljón króna og jókst um 50 milljónir frá fyrra ári. Aðeins einu sinni áöur hefur veltan farið yfir 100 milljónir, en árió 1991 var veltan 109 milljónir. Hagnaður KSÍ á árinu var rétt rúmar 2 milljónir króna. ■ Tiilaga um að fækka t 1. dcild kvenna náði ekki fram aö ganga á ársþinginu. Fulltrúar IBA lögðu fram breytingartil- lögu en sú tillaga sem var sam- þykkt, var lögð fram af leik- reglnanefnd. Þar kemur m.a. fram að 8 lið skulu lcika í 1. deild og aldrei færri en það og leikin tvöföld stigakeppní. Neósta liö 1. deildar l'ellur í 2. deild og efsta lið 2. deildar flyst I 1. deild en liðið sem hafnar í 7. sæti 1. deildar skal lcika aukalciki um sæti í I. deild á næsta ári, heima og hciman, við lióió sem hafnar í 2. sæti í 2. deild. ■ Ársþing KSÍ saniþykkti ályktun, þar sem skoraó er á ríkisstjórn og sveitastjórnir aó hefja nú þegar undirbúning að byggingu knattspyrnuhúsa í hverjum landshluta. Slík hús em forsenda frantfara í íslcnskri knattspymu og nauðsynleg til þess að ísland eigi fullt erindi í keppni á aiþjóða vettvangi. í þessu sambandi skal bent á frumkvæði Norðmanna í bygg- ingu slíkra húsa og árangur þeirra í alþjóðakcppni. ■ Tillögu um knattspymu- minjasafn, frá Knattspyrnufé- lagi ÍA, var vísað til stjómar KSÍ. í tillögunni cr gcrt ráð fyrir að minjasafniö verói varðvcitt í Byggðasafninu að Görðum á Akranesi. Munum, myndum og ritum skal safnað um allt land til varðveislu í Knattspyrnuminjasafninu. Handknattleikur - 2. deild karla: Þór tapaði með tveimur - Blikarnir heim meö bæöi stigin Sl. þriðjudagskvöld léku Þór og Breiðablik í 2. deildinni í hand- knattleik í íþróttahöllinni á Ak- ureyri. Leikurinn var hnífjafn allan tímann en í lokin voru það gestirnir sem stóðu uppi sem sig- urvegarar, 25:23, eftir að hafa haft yfír í hálfleik 13:12. Byrjun leiksins var frekar döp- ur og greinilegt að Þórsarar hafa lítið leikið undanfarinn mánuð. Þórsarar komust í 2:0 en eftir það fór sóknarleikurinn að ganga brösulega og vörnin opnaðist oft illa. Jafnt var á með lióunum framan af l’yrri hálfleik en llest mörk Þórsara komu úr vítaköst- um. Seinni hluta hálfleiks sigu gestirnir framúr og komust í þriggja marka forustu en tvö mörk frá Sævari Árnasyni minnkuðu muninn niður í eitt mark fyrir hlé, 12:13. Þórsarar jöfnuðu str'ax í upp- hafi síðari hálfleiks og komust fljótlega yfír, 18:16, en í kjölfarió fylgdi slæmur kafli þar sem sókn- arnýting heimamanna var slæm. Blikarnir náðu tveggja marka for- ustu, 22:20, en baráttuglaðir Þórs- arar náðu að jafna, 22:22. Þrátt fyrir að Hermann Karlsson næói að verja vel í tvígang skoruðu Blikarnir tvö mörk í röð og kom- ust aftur yfir. Þórsarar flýttu sér um of í sóknarleiknum og klúðr- uðu færum sínum. Þegar 30 sek- úndur voru eftir minnkaði Ingólf- ur Samúelsson muninn í eitt mark, 23:24, en tíminn var of naumur til að jafna og á síðustu sekúndunum bættu gestirnir vió einu marki. Atli Rúnarsson var besti maður Þórsara í leiknum og Sævar Árna- son lék einnig vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þaö er hins vegar áhyggjuefni fyrir liðið hversu lítið kom út úr horna- og línumönnum liðsins í leiknum. Mörk Þórs: Sævar Árnason 9/5, Atli Már Rúnarsson 7, Páll Gíslason 4/1, Samúel Árnason 2, Ingólfur Samúels- son 1. Mörk UBK: Sigurbjörn Narfason 7, Guöjón Hauksson 4/2, Eyjólfur Einars- son 4. Björgvin Björgvinsson 4, Dagur Jónasson 3, Gunnar Sigurðsson 3. innanhússknattspyrna: A-lið HSÞ b sigraöi á Laugamótinu Fyrir skömmu var haldið hið ár- lega Laugamót í innanhúss- knattspyrnu. Þetta var í tólfta skipti sem mótið er haldið og að þessu sinni voru fímm lið skráð til leiks í kvennaflokki en tólf í karlaflokki. Flest liðin voru úr Þingeyjarsýslu en einnig komu lið frá Siglufirði og úr Eyjafírði, þ.e. frá Dalvík, Árskógsströnd og Grenivík. Leikiö var í einum riðli í kvennakeppninni og þar sigraði lið KS b. I karlakeppninni var lið- unum skipt í þrjá fjögurra liða riðla og upp úr hverjum riðli kom- ust tvö lið sem léku í tvcimur milliriðlum. Liðin sem komust áfram voru a- og b-lið HSÞ b, KS, Völsungur a, Dalvík og Laugar a. I undanúrslitum léku annars vegar a-lið HSÞ b og Völsungs og lið KS og Dalvíkur hinsvegar. KS og HSÞ b sigruðu og komust í úr- slitaleik en Dalvíkingar unnu síó- an Völsunga í leik um þriðja sæt- ið. I úrslitaleiknum milli HSÞ b og KS var jafnt eftir venjulegan leik- tíma og einnig eftir framlengingu. Grípa þurfti til bráðabana og fór svo að Þingeyingar uröu fyrri til að skora en þettta cr í þriðja skipti á fjórum árum sem þeir vinna þetta mót. Mótið þótti takast vel og vonast mótshaldarar til að sjá sem flest lið að ári. íþróttamaður Norðurlands 1994 Nafn íþróttamanns: íþróttagrein: 1. 2. 3. 4. 5. Nafn: Sími: Heimilisfang: Sendist til: íþróttamaður Norðurlands 1994 B.t. Dagur, Strandgötu 31,600 Akureyri Skilafrestur er til 23. desember 1994 Atli Már Rúnarsson var bestur Þórsara gegn UBK. Aöalfundur K.R.A.: Áskorun til yfirvalda Aðalfundur Knattspyrnuráðs Akureyrar var haldinn 28. nóvember sl. í stjórn voru kosnir Jón Á. Aðalsteinsson formaður, Birgir Kristbjörns- son, Svcinn Æ. Stefánsson, Árni Jóhannsson, Óskar Hjaltalín, Hafþór Jónasson og Eyþór Gunnþórsson. Á fundinum var samin eftir- farandi áskorun: K.R.A. skorar á bæjaryílr- völd á Akureyri að leggja nú þegar Ijármuni í að bæta aö- stöðu knattspymumanna í bæn- um. Þaó má öllum Ijóst vera að æfinga- og keppnisaóstaða ak- urcyrskra knattspynumanna cr með öllu óviðunandi og að úr- bóta er þörf þegar í staó. K.R.A. hefur þegar sent íþrótta- og tómstundaráói Ak- urcyrar tvö bréf mcö ábcnding- um um úrbætur og með þessari áskorun er það ítrekað að mál- ið verði tekið af alvöru innan bæjarkerfisins. Körfuknattleikur: Suöurnesja- liðin erfiöust Það er óhætt að segja að þetta verði erfítt kvöld fyrir norðan- liðin í körfuboltanum. Leikið verður í átta liða úrslitum bikar- keppni KKÍ þar sem Tindastóll fær Keflavík í heimsókn og Þórsarar fara til Grindavíkur og leika þar við feiknarsterka heimamenn. Það cru sennilega flestir á því að það veröi þrjú lið frá Suður- nesjum í undanúrslitunum en auk áðurgreindra leikja eigast vió Njarðvíkingar og Skagamenn ann- ars vegar og Valur og Haukar hins vegar. Það er því undir leikmönn- um „smáliðanna" komið aó hrista duglcga upp í einokun Suður- nesjarisanna. Júdó: Dómara- skandall Um síðustu helgi var keppt í sveitakeppni karla og sveita- keppni karla yngri en 21 árs í júdó f LaugardalshöIIinni. KA- menn stóðu í ströngu og sigruðu í unglingakeppninni en þurftu að sætta sig við annað sætið í karlaflokknum. Yfírburóirnir KA voru miklir í unglingakeppninni. Sveitina skip- uðu Rúnar Snæland, Sævar Sigur- steinsson, Jónas Jónasson, Berg- þór Björnsson og Þorvaldur Blön- dal og hlutu þeir 90 tæknistig af 100 mögulcgum. Þeir voru allir, utan Bergþórs, einnig í fullorðinssveitinni en þar bættust við þeir Freyr Gauti Sig- mundsson, Vernharð Þorleifsson og Jón Jakobsson. Leiðin í úrslit var frekar létt og þar mættu þeir Ármanni. KA-lióið er ungt og breiddin ekki jafn mikil og hjá Ár- manni og allt varð að ganga upp til að sigur ynnist. Rúnar var óheppinn að tapa fyrstu viðureign- inni en Sævar vann næstu örugg- lega. Jónas tapaði fyrir sterkum andstæóingi og Freyr Gauti hafói yfirhöndina í sinni glímu en and- stæðingurinn komst hjá skori og refsistigum, sem hann hefði með réttu átt að fá. Jafntefli varð því niðurstaðan. Þorvaldur var meidd- ur og tapaði sinni glímu og var staðan því orðin 3-1 fyrir Ármann. Vernharó glímdi við Bjarna Frióriksson, þar sem Vernharð hafði alltaf frumkvæóió og tókst cinu sinni aó kasta Bjarna, en mjög slakur dómari dæmdi ekkert og Bjarni náði aö hanga á jafn- tefli. Það var því ljóst fyrir síðustu glímuna að Ármann hafði sigur en Jón sótti hart að sínum andstæð- ingi, kastaði honum duglega en dómarinn dæmdi ekkert og enn eitt jafnteflið leit dagsins ljós. Eft- ir glímuna viðurkcnndi dómarinn að Jón heíði skoraó. Þaó er þó hægt að skilja frammistöðu dóm- arans ef haft er í huga aó á hliðar- línunni stóó stjórn Júdósambands- ins og landsliðsþjálfari og hvöttu Ármenninga sem mest þcir máttu. Handknattleikur: KA-leiknum frestað Leik Vals og KA sem var á dag- skrá í gærkvöld í 1. deildinni í handknattleik var frestaó vegna veóurs. KA-strákar komust ekki suður með flugi vegna þess leið- indaveðurs sem var á Norðurlandi í gær. Næsti leikur KA verður á föstudag, ef veóur leyfir, en þá er fyrirhugaður leikur liósins við IBV í Vestmannaeyjum í bikar- keppninni. Munið ódýru morgun- tímana frá kl. 9-14 Aðeins kr. 270,- Sólstofan Hamri Sími 12080

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.