Dagur - 08.12.1994, Blaðsíða 16

Dagur - 08.12.1994, Blaðsíða 16
Akureyri, fimmtudagur 8. desember 1994 ^rmrtwn nllnv j]avíMr ng stæardlr MmsaMsa • Tölvugataða • Frostþolna • Tölvuvogamiða • Strikamerki UMMIÐAR NORÐURLANDS HF. Strandgötu 31 • 600 Akureyri • Sími 96-24166 Aðalfundur Höfða hf. á Húsavík: Um 26 milljóna króna hagnaður á reikningstímabilinu - „Þetta er orðið nokkuð gott fyrirtæki,“ segir Kristján Ásgeirsson, fr.kv.stjóri Aðalfundur Höfða hf. var haldinn sl. þriðjudag. Heildarvelta félagsins nam 214,4 milljónum og hagnaður tímabilsins 25,7 milljónum. Eig- infjárstaða félagsins er neikvæð um 17,2 milljónir. Veltufjár- hlutfall var 1,03. Reikningsárið að þessu sinni var frá 1. janúar til 31. ágúst. Greiðslufjárstaða félagsins var nokkuð góð á tíma- bilinu, útgerðin gekk áfallalaust og aflabrögð voru góð. Höfði hf. rekur netaverkstæði og gerir út rækjutogarann Júlíus Havsteen og rækjubátana Aldey og Kristey. Að meðaltali störfuóu 35 starfsmenn hjá fyrirtækinu og heildarlaunagreióslur voru 77,3 milljónir. A aðalfundinum var samþykkt með meirihluta atkvæóa tillaga um að vinna aó sameiningu út- geróarfélaganna Ishafs og Höfða, en sameiningin tæki gildi 1. sept- ember 1995. Stjórnarformaður bar fram frávísunartillögu á tillögu Sigurjóns Benediktssonar um framkvæmdarstjóraskipti hjá fé- lögunum. Frávísunin var sam- þykkt með öllum greiddum at- kvæðum nema atkvæðum þeim er Sigurjón fór með. I aðalstjórn Höfða eru nú: Ein- ar Njálsson, Friðrik Sigurðsson, Örlygur Hnefdl Jónsson, Gunnar Magnússon og Þorgeir Hlöðvers- son. I varastjórn var fjölgað um tvo og í henni eru: Gunnar Bóas- son, Hreiðar Karlsson, Stefán Haraldsson, Jón Asberg Salóm- onsson og Hilmar Þorvaldsson. Samþykkt var á fundinum að starfsmenn fengju áheyrnarfull- trúa í stjórn. „Ég er ánægður meó að veltu- fjárhlutfall skuli vera komið yfir einn. Þetta er allt á réttri leið og er orðið nokkuð gott fyrirtæki. Það var mál til komið að færi að hress- ast yfir þessu,“ sagði Kristján As- geirsson, framkvæmdastjóri, í samtali við Dag. IM Snjór, og sköpunarþráin fœr útrás, Umhverfisráðuneyti úrskurðar að ráðning byggingafulltrúa Eyjafjarðarsvæðis skuli standa: Ákveðinn í að vísa málinu til umboðsmanns Alþingis - segir Jónas Vigfússon, byggingaverkfræðingur, sem kærði ráðningu bygginganefnda Eyjafjarðar sl. vor í starfið Umhverfisráðuneytið hefur úrskurðað að ráðning Jósa- vins Gunnarssonar í starf bygg- ingafulltrúa Eyjafjarðarsvæðis skuli standa. Akvörðun svæðis- bygginganefnda EyjaQarðar- svæðis frá í vor um ráðningu hans í starflð var umdeild og kærði Jónas Vigfússon, bygg- ingaverkfræðingur og einn um- sækjenda um starfið, ráðning- una til umhverfisráðuneytisins. Kæran var studd þeim rökum að Jósavin uppfylli ekki hæfis- skilyrði til að gegna stöðunni. Jónas Vigfússon segist ekki una þessari niðurstöðu umhverfis- ráðuneytisins og muni hann því kæra málið til umboðsmanns Alþingis. Deilan um ráðningu í starf byggingafulltrúa Eyjafjarðarsvæó- O VEÐRIÐ Veðurfræðingar spá all hössu eða hvössu af suð- austri í dag og rigningu með köflum á Norðurlandi eystra. Á Norðurlandi vestra verður austan og norðaust- an átt og skúrir. Hiti Norð- anlands verður á bilinu eitt til fimm stig. Um helgina er hins vegar spáó hægri breytilegri átt og tveggia til átta stiga frosti. isins hefur staðið lengi og hófst hún raunar með ágreiningi milli hcraösráós Eyjafjarðar og svæðis- bygginganefndanna um á hvers borði ráðning í starfið skyldi vera. Við fráfall fyrrverandi bygginga- fulltrúa árið 1991 tók Jósavin Gunnarsson við starfinu en hann hafói þá um 10 ára skeið verið aó- stoóarmaður byggingafulltrúa. Fram kemur í bréfi hans til um- hverfisráðuneytisins í síðasta mánuói að strax í ársbyrjun 1992 hafi hann óskað eftir úrskurði ráðuneytisins á hæfni sinni til að gegna starfinu. I svari ráðuneytis- ins þá hafi ekki verið talin ástæða til að gera athugasemd vió ráðn- ingu hans í starfið til ársloka 1993. í ljósi þess hafi hann sótt um stöðuna þegar hún var auglýst í ársbyrjun og fengió hana. I niðurstöðu ráðuneytisins er bent á aó Jósavin hafi margsinnis gegnt starfi byggingafulltrúa í for- föllum hans á tímabilinu 1982 til 1985 og að sumarið 1993 hafi bygginganefndarmenn svæðis- bygginganefndanna lýst einróma vilja til að hann gegni áfram starfi byggingafulltrúa. Þó hann sé ekki menntaður arkitekt eða verkfræð- ingur hafi hann öðlast rétt með starfsreynslu sinni og ekki sé því efni til að hnekkja ákvörðun um ráðingu Jósavins í starfið. Strax í kjölfar ráðningar svæó- isbygginganefndanna í maí í vor brugðust fagfélög arkitekta og verkfræðinga við og töldu að með ráðningunni hafi verið gengið framhjá umsækjendum sem greinilega uppfylli kröfur um menntun til starfsins. I framhald- inu kæröi Jónas Vigfússon ráön- inguna, eins og áður kemur fram. Fiskverkun Haraldar Árna- sonar á Skagaströnd er eina fiskverkunin á Skagaströnd sem vinnur og frystir bolfisk síðan frystihús Hólanes hf. hætti starfsemi. Milli 80 og 90% af hráefni Hólaness kom af ísflsk- togaranum Arnari en segja má að frystingin hafi flust út á sjó er nýr Arnar, frystitogari, kom til landsins. Fiskverkunin er mjög lítil í sniðum, aðeins þrír starfsmenn, en hún hóf starf- semi fyrir tveimur árum. „Ég hef fengið fisk af færabát- unum héma en ég hef keypt eftir hendinni og eins hef ég verið að kaupa aukfiski af rækjubátunum sem landa hér á Skagaströnd. Við frystum bæði á Ameríku- og Evr- ópumarkað og er selt gegnum Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Hann sagðist í samtali við blaðið í gær vera óánægður með úrskurö ráðuneytisins. Ekki séu að sínu mati færó nægjanleg rök fyrir niö- urstöðu ráðuneytisins og því muni hann vísa málinu áfram til um- boðsmanns Alþingis. JOH Verðið hefur verið ágæt. Nú er fremur lítió um fisk, litlu króka- leyfisbátarnir eru komnir í stopp út janúarmánuð og flestir að- komurækjubátarnir er hættir, komnir suöur. Ég kaupi ekki fisk af fiskmarkaðnum hér, heldur beint af bátunum en meirihlutan- um af öðrum fiski er ekið suóur og hann boðinn upp þar, þó gegn- um fiskmarkaðinn á Skaga- strönd,“ sagði Haraldur Árnason. Vinnslu verður hætt 17. desem- ber nk. en hefst aftur fljótlega eftir áramót. Ekki er fyrirhugað að auka umsvifin þrátt fyrir að hús- næðið sé nógu stórt, en starfsemin er í leiguhúsnæði, fyrrum salthúsi Hólaness hf. Frystitækin á fyrir- tækið sjálft en eftir vinnslu er fiskikössunum komið fyrir í frystigámi. GG Skagaströnd: Aðeins þrír starfsmenn í einu bolfiskvinnslunni Geysigóðar karfasölur í Þýskalandi - hjá Björgúlfi EA og Rauöanúpi ÞH Togararnir Hegranes SK-2 frá Sauðárkróki og Rauði- núpur ÞH-160 frá Raufarhöfn sem áttu löndunardaga í Brem- erhaven í Þýskalandi í gær og í dag og Björgúlfur EA-312 frá Dalvík sem átti löndunardag sl. mánudag lönduðu þeim karfa sem þeir öfluðu í gáma austur á Fáskrúðsfirði og í Vestmanna- eyjum, sem sendir voru síðan á markað erlendis. Mjög gott verð hefur fengist fyrir karfann, Rauðinúpur ÞH seldi 40 tonn og var meðalverð 156 kr/kg og Björgúlfur EA seldi 62 tonn, meóalverð 158 kr/kg. Afli Hegraness SK verður seldur í dag en skipið var í gær komið með 20 tonn af karfa, sem settur verður í gáma í Vestmannaeyjum nk. föstudag. Með annan afla verður siglt til Sauöárkróks til vinnslu. Múlaberg ÓF-32, scm er á karfaveiðum fyrir sunnan land, á söludag erlendis 14. desember nk. en vegna brælu og aflatregóu eru vaxandi líkur á aö ekki verði siglt með aflann, heldur landaó í gáma til útflutnings, líklega í Vest- mannaeyjum. Drangey SK-1 frá Sauöárkróki, sem á söludag 21. desember nk., er við karfaveiðar við Vestmannaeyjar og mun ekki selja á áðurnefndum söludegi, hcldur landa á Sauðárkróki til aö halda uppi vinnu í frystihúsinu. GG “ “ n Frábœrt I verð á i l l l l l l l plastrimla- gardínum Stœrðir: 40x150-180x150 40x210-180x210 Sníðum eftir máii KAUPLAND Kaupangi - Sfmi 23565 INNANHUSS' MÁLNING 10 lítrar frá kr. 3.990,- KAUPLAND Kaupangi ■ Sími 23565

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.