Dagur - 10.12.1994, Blaðsíða 4

Dagur - 10.12.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 10. desember 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SlMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1400 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON,(ÍÞróttir), LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Hinir tapsáru Að undanförnu hefur verið fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum stjórnmálamanna sem hafa beðið lægri hlut við val frambjóðenda á framboðslista fyrir al- þingiskosningarnar í vor. í langflestum tilfellum hafa þeir sem hafa tapað farið í fýlu, sem síðan hef- ur leitt til sérframboðs, ákvörðunar um að taka ekki sæti á viðkomandi framboðslista eða hoppa um borð í Þjóðvakaskútu Jóhönnu Sigurðardóttur. Viðbrögð margra tapsárra stjórnmálamanna bera þess merki að þeir bera ekkert skynbragð á sitt bakland, ef svo má segja, þeir hafa fjarlægst sína umbjóðendur og telja sig eiga ákveðin sæti á fram- boðslistum. Þetta er furðulegt viðhorf og lýsir dóm- greindarskorti. Auðvitað eru þingmenn ekki áskrif- endur að þingmennsku. Þeir sitja þar í umboði fólksins og hafi það eitthvað við þeirra störf að at- huga kemur það álit í ljós við val frambjóðenda á framboðslista. Það er einmitt þetta sem hefur verið að gerast að undanförnu og er fýla Eggerts Hauk- dals, þingmanns Sjálfstæðisflokks á Suðurlandi, lík- lega gleggsta dæmið. Eggert lenti í fjórða sæti í prófkjöri og tilkynnti í kjölfarið að hann myndi ekki taka það sæti. Allt bendir til þess að Eggert fari í sérframboð og þarf margt að gerast til þess að það fleyti honum inn á þing. í mesta lagi gæti sérfram- boð orðið til þess að Drífa Hjartardóttir, sem lenti í þriðja sæti prófkjörsins, nái ekki kjöri og þar með yrði Eggert ánægður. Trúlega er ekki nokkur leið að finna þá aðferð við val á frambjóðendum á framboðslista sem útilokar fýlu þingmanna. Prófkjör koma ekki í veg fyrir sár- indi og uppstilling gerir það ekki heldur, hún hefur alltaf í för með sér ákveðna flokkadrætti. En við þetta verða frambjóðendur að horfast í augu, þeir verða að hafa þann þroska til að bera að taka niður- stöðum þess fólks sem velur á framboðslistana. Þingmannafýla sú sem hefur verið allt of áberandi á liðnum vikum og mánuðum er í hæsta máta hallær- isleg. Það er fullkomlega eðlilegt að menn takist á um sæti á framboðslistum í hita leiksins, en ávirð- ingar í garð keppinauta að honum loknum eru þeim tapsáru til minnkunar. í UPPAHALPI Sídastliðið vor var Guðrún Lára Pálmadóttir ráðin hér- aðsfulltrúi Landgrœðslu rík- isins og Skógrœktar ríkisins mcð skrifstofú á Húsavík. Guðrún Lára býr hins vegar í Heiðargarði, sem er í landi Ysta-Hvamms i Aðaldal, en maki hennar Böðvar Baldursson er bándi þar. Guðrún Lára er fœdd og uppalin í Kópavogi. Hún er búfrœðikandidat frá Búvísindadeildinni á Hvanneyri en lagði auk þess stund á landnýt- ingarfrœði (Utah State University í Bandaríkjunum. Aðspurð sagði Guðrún Lára að henni litist mjög vel á þetta nýja starf það vari ákaflega margþœtt og því vceri hún í raun enn að setja sig inn í það. „Það er mjög skemmtilegt að vinna einmitt hér í Suður-Þingeyjarsýslu því að hér er mikil vakning í sam- bandi við landgrœðslu og land- vernd um þessar mundir bœði með- al íbtia Húsavíkur og ekki siður meðal bœnda á Norðurlandi eystra, “ sagði Guðrún Lára. KIJ Hvaða matur er í mesíu uppáhaldi hjá þér? „Mér finnst flestur matur góð- ur cn humar cr að mínu mati sér- stak lostæti úr sjávarríkinu og lanibakjötið svíkur aldrei.“ Uppáhaldsdrykkur? „Ég cr ný komin frá Dubiin og eftir þaó er Guinness bjórinn í uppáhaldi.“ Stundar þú einhvetja líkamsrœkt? „Ég hef gaman af því aó spila blak og hef æft meó Völsungi þegar tími gefst, auk þess stunda ég hestamennsku.“ Hvaða blöð og tímarit kaupir þú? „Hestablöó, Eiðfaxa og Hest- inn okkar.“ Guðrún Lára Pálmadóttir. Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „Islendingasögumar eiga þar fastan sess en svo les ég auómelt- ari bókmenntir þess á milli.“ Hvaða heimilisstörffinnstþér skemmtUegustileiðinlegust? „Það er skenimtilegast að elda mat en leiðinlegast að strauja og lítið skárra aö ryksuga.“ Hvaða hljómsveit/tónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Ég er alæta á músík, aó þungarokki og jassi slcpptu, en ég hef sérstakt uppáhald á ís- lenskri tónlist." Uppáhaldsíþróttamaður? „Sigurbjörn Bárðarson, hesta- íþróttamaður, sem nú er íþrótta- maóur ársins.“ Hvað horfir þú mest á í sjónvarpi? „Fréttir og Dagsljós en annars horfi ég lítið á sjónvarp.“ Á hvaða stjómmálamimni hefurðu mest álit? „Ingibjörg Sólrún hefúr vinn- inginn.“ Hvar vildirðu helst búa ef þú þyrftir að flytja búferlum nú? „Mér finnst mjög gott að búa hér en í sjálfu sér er mér sama hvar ég bý. Það er allsstaðar gott fólk, þetta er einfaldlega spum- ingin um að laga sig að aðstæð- unum.“ Hver er að þínu mati fegursti staður á Islandi? „Það er allsstaöar fallcgt á ís- landi en ef ég á að nefna sérstaka staði em Þórsmörk og Kverkfjöll í miklu uppáhaldi og sem Skaft- fellingur í aðra ættina get ég ekki sleppt Skaftafellssýslum, þar linnst mér mjög fallcgt.“ Hvaða hlut eðafasteign langar þig mest til að eignast um þessar mund- ir? „Nýjan Subaru.“ Hvernig villtþú helst verja frístund- um þínum? „Á hestbaki eða í hópi góðra vina. best er aó sameina þetta tvennt.“ Hvert er þitt uppáhalds verkefni í jólaundirbúningnum á heimilinu? „Að skreyta jólatréð." Hvaðœtlarðu að gera um helgina? „Ég ætla að verja einhverjum hluta af hclginni í vinnunni cn þar er þaö einkum skriffinnska í kringum heimalandauppgræðslu bænda sem kallar og áætlana- gerö um heimalandauppgræðslu fyrir næsta ár. Svo ætlum við Böðvar að snúast í kringum hest- ana okkar og taka einhverja þeirra inn.“ KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR Kvennaíól - Karlajól Eg er kona, mér er það fullkom- lega ljóst og þrátt fyrir allt ójafn- réttishjal er ég sátt við kynferði mitt. (Sem betur fer, ljóta standið ef ég þyrfti nú í skiptimeðferð.) Síðustu dagana hefur mér oröið ljósara en nokkru sinni fyrr hvað það þýðir að vera kona. Kona eins og María mey sem fæddi son sinn í þennan heim og bjó um hann í jötu. Kona sem elur af- kvæmi rétt eins og ærnar og er sí- fellt að kara þau og kumrar eftir þeim löngu eftir að þau eru orðin ónæm fyrir jarminu. Kona með meófædda hreiðurgeróaráráttu sem finpússar hvern glugga og hnitar í kringum hreiðrió og dreg- ur að, jólaskó, mcrkimiða og smjörlíkisstykki. Ég er hin sáttasta í hlutverkinu og stíg dansinn í kringum gullkálf jólanna af eðlisávísun um leið og ég tala fjálglega um það hve létt ég taki jólunum enda laus úr and- legum viójum stórhreingerninga og smákökutegunda. Ég nútímakonan sem hef svo fullkomna stjórn á öllu og veit að jólin eru hátíð frelsara vors Jesú Krists en ekki þvottaefna, bakar- ofna eða kaupmanna. Hvað með það þó ég og allar kláru konurnar í kringum mig séum að dunda okkur við eitt og eitt aukaverk í tilefni jólanna svona rétt til gam- ans! (Vissuð þið að lakkrískurl seldist upp á þremur dögum eftir að þaó kom í ljós aö það var í verðlaunauppskrift DV í ár?) Ein- mitt ég og þú, við kynsysturnar bjástrum viö jólaúndirbúninginn. En hvað með karlana eru þcir nú enn einu sinni útundan? Ég lít í næstu bása á vinnustaðnum. (Þetta er alveg eins og í fjósi hver ratar á sinn bás eftir eigin lykt.) Á básunum eru karlar í röðum bundnir við tölvurnar með sím- tólinu og af þeim er engin jóla- lykt. Þeir halda léttilega stóískri ró þó dagatalið sýni 10. des. TÍ- UNDA. Fjórtán dagar til jóla! (Auðvitað höldum við líka stó- ískri ró stelpur, ég veit allt um þaó.) Karlarnir redda einu og einu atriði af óskalista elskunnar sinn- ar en hafa þess utan ekki nokkrar áhyggjur af óbökuðum kökum, ókeyptum gjöfum eða skítugum hornum. Þeir eru öðruvísi, líttu í kringum þig, það sést aldrei eins greinilega og í desember! (Þetta cr alveg eins og í fjárhúsununr, hrútarnir skera sig auðveldlega úr eftir miðjan desembcr.) Karl- mennimir taka að vísu þátt í darr- aóardansinum en sá grunur læðist að mér að ef kvenkynið yrði fjar- lægt (færum allar að skoða strák- ana í Hono Lúlú) þá yrði jólahá- tíðin öll önnur. Kaupmenn ekki eins kátir og aukakílóin ekki eins mörg í janúar. Efnaverksmiðjan Sjöfn færi dán (á eftir hinum), engin sala á Þrifi eða Pólí gljástig 20. Hvernig yrðu karlajólin? Ja, nú skal ég ekki segja cn alltaf hefur mér nú fundist hrútaspilið heldur óaðlaðandi og lítið heimil- islegt og jafnvel piparsveinaíbúð- ir líka. (Eins og Kollur og Lagður eru glæsilegir þegar þeir eru að störfum í syðstu krónni innan um ærnar.) Nei, má ég þá heldur biðja um kvennajól. Jólin, þessi yndislega hátíó í skammdeginu, sýna og sanna að við konur erum ráöandi afl hvað sem tölum um kynferði í stjórn- unarstöðum líður. Jólin eru ómissandi gleðihátíð fyrir alla fjölskylduna, hátíð heimilisins þegar allt er í sínu finsta pússi og borðin svigna af óhófi. Stelpur höldum okkar striki, hækkum í jólalögunum og drífum okkur í næsta vers. I kvöld ætla ég aó baka úr deigunum sem ég lagði í gær. (Ég ætlaði nú bara að baka þrjár sortir en svo varð ég að prófa þessa með lakkrískurlinu og þá fannst mér ekkert muna um það að hnoða líka í kökurnar sem urðu í 4.-10. sæti í keppninni hjá DV.) Sumir halda að það verði afgangur, enginn vilji gæða sér á öllum sykrinum en ég er gull- trygg, ég á hund.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.