Dagur - 10.12.1994, Blaðsíða 11

Dagur - 10.12.1994, Blaðsíða 11
Laugardagur 10. desember 1994 - DAGUR - 11 Að breyta viði í nytjamuni og listaverk - Jóhann Sigurjónsson sóttur heim í Gallerí 16 á Akureyri um. Sumarið 1992 hófst ég svo handa og nú vinn ég úr allt að sjö- tíu tegundum af tré. Aðallega inn- fluttum viði cn einnig íslenskum. Viðurinn er víðsvegar aó úr heim- inum og allar tegundimar hafa sína sérstöðu. Hér er til dæmis viður sem verður grænn með tím- anum og annar sem verður fjólu- blár.“ / Islenskt, já takk „Ég er búinn að koma fyrir í þurrki unr það bil einu og hálfu tonni af íslenskum viði og reka- viði. En það tekur tré eitt ár að þorna á tommuna og því tekur það einhver ár fyrir viðinn minn aó þorna þannig að unnt sé að renna úr honum. Þangaó til fæ ég þurrk- aðan íslenskan vió hjá skógrækt- arstöðvunum en frarn undir þetta hefur lítið verið gert af því að þurrka við hér á landi. Hinsvegar er líka mögulegt að renna viðinn blautan og síóastliðið sumar fór ég á námskció í slíkri blautrenni- smíði hjá Michael O Donnel, sem er skoskur rennismiður. Sú aðferð gæti hentað mjög vel hér á landi þar sem takmarkaó magn af viði hefur verið þurrkað hér til þessa.“ Auðlind í fjörum landsins „Annars finnst mér íslendingar fara illa meö viö, tré sem eru fjar- lægð úr göróum fara til dæmis á haugana eða er brennt. Hér eru allar fjörur frá Langanesi og vest- ur á Hornbjarg fullar af rekaviði sem er sáralítið nýttur. Þama, í fjörum landsins, liggur óhernju auðlind, mjög sérstakt hráefni sem við nýturn ekki. Af trésmíðaverk- stæóum er líka hent á haugana efni, sent cnginn vandi væri að vinna úr nytjahluti og jafnvel listaverk af handverksfólki.“ Minjagripir „Ég tel að okkur vanti tiltölulega ódýra og einfalda minjagripi úr tré. Gripirnir mega ekki kosta meira en 2-3 þúsund krónur ef þeir eiga að vera gjaldgengir á hinum almenna minjagripa- og jólagjafamarkaði. Meira úrval af munum úr tré yrði viðbót við það handverk sem er fyrir hendi og það mundi auka fjölbreytnina í minjagripum og gjafavöru, sem er að mínu mati ntjög nauðsynlegt," sagði Jóhann. KLJ Handverk eða list? „Ég tel að skilin á milli handverks og listar séu allt of skörp hér á landi. Ef listamaður hefur lært í einhverjum listaskóla er tcppi eða leirskál eftir við- komandi manneskju talið listaverk og verðlagt sam- kvæmt því. Hins vegar eru mörg verk handverks- manna hrein listaverk, engu ómerkilegri en þeirra sem telja sig listamenn. Þessi viðhorf þarf að endur- skoða. Ég get nefnt sem dænti skálar sem ég vinn úr viöi, sem ég tel að séu hrein Iistaverk. Þær eru unn- ar úr tré sem er að hluta formaó af náttúrunni. Það er ekki hægt aö finna annað eins form. Skálar í þessum dúr eru seldar í galleríum bæði austan hafs og vestan á verði frá 40-200 þúsund krónur. Er um handverk eða listaverk að ræða?“ spyr Jóhann. Myndir: KLJ „Það verður aldrei búin til önnur skái eins og þessi. ^ Hún er rcnnd úr álmhnyðju og náttúran hefur séð ^ til þess að engin önnur verður eins.“ Árið 1990 hélt Jóhann Sigur- jónsson ásamt konu sinni Val- gerði Franklín meinatækni og sonum þeirra hjóna Andra Geir og Jónasi Loga til ársdvalar til London. Jóhann, sem er kennari við Menntaskólann á Akureyri, hafði þá gegnt stjórnunarstörf- um við skólann um sjö ára skeið, fyrst stöðu aðstoðarskóla- meistara og síðan skólameistara. Hann tók þá ákvörðun að taka sér ársleyfi til endurmenntunar áður en hann hæfi kennslu í Menntaskólanum að nýju og því var haldið til London. En það er ekki kennarastarfið eða náms- ferill Jóhanns í London, sem hann ætlar að kynna fyrir okkur að þessu sinni, og þó? Auk náms við háskóla í Lond- on lærði Jóhann rennismíði í Middlesex Woodturning Centre í London. Þegar heim kom var rennibekk og nokkrum verkfærum komið fyrir í skoti undir tröppun- um í Eyrarlandsveginum, þar scm heimili fjölskyldunnar er, og hluti neðstu hæðarinnar breyttist smátt og smátt í gallerí, Gallcrí 16, en þar er til sýnis og sölu ótrúlcgt úr- val listmuna og nytjahluta. I dag opnar Jóhann sýningu á vcrkum sínum í Gamla Lundi á Akureyri. Sýningin verður opin daglangt um helgina, en hvernig stóð á því að menntaskólakennar- inn fór aó fást við rennismíði? Jólahjöllur og kúlur sem Jóhann vinnur úr allt að tuttugu viðarkubbum og mörgum viðartcgundum. Hver hlutur er cinstæður, engir tveir eru eins. Fremst á myndinni eru annars konar bjöllur, þær eru úr islensku birki. í Gallerí 16 eru ótal munir úr tré á verði við allra hæfi. Allt frá smæstu lyklakippum og barmnælum upp í stórar veggmyndir, skálar og vasa. I dag og á morgun vcrða allir þcssir munir og meira til á sýningu Jóhanns í Gamla Lundi á Akurcyri. „Þannig var að þegar við bjuggum í London bauð nágranni okkar þar okkur heint og þá barst áhugamál hans í tal en hann smíó- aði dúkkuhús. Hann taldi að það væri hverjum manni nauðsynlegt að eiga eitthvert tómstundagaman Sjötíu viðartegundir „Fyrsta veturinn eftir að ég koma heint nýtti ég til að lesa- allt sem ég komst yfir um rennismíði og til að viða að mér efni og verkfær- Jóhann með jólabjöllur úr íslensku birki, annars vegar bjöllustreng og hins vegar stóra staka bjöllu. og í framhaldi af því fór ég að velta ýmiskonar tómstundaiðju fyrir mér. Nokkru síðar var aug- lýst námskeió í rennismíði og ég fór á það og var síðan eins og grár köttur hjá rennismiðnum allt þar til ég fór aftur heim til íslands.“ Auglýsing um starfslaun listamanna árið 1995 Starfslaun handa listamönnum Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa listamönnum árið 1995, í samræmi við ákvæði laga nr. 35/1991. Starfslaun eru veitt úr fjórum sjóðum, þ.e.: 1. Launasjóði rithöfunda, 2. Launasjóði myndlistarmanna, 3. Tónskáldasjóði, 4. Listasjóði. Umsóknir skulu hafa borist Stjórn listamannalauna, menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykja- vík, á þar til gerðum eyðublöðum fyrir kl. 16 mánudag- inn 16. janúar 1995. Umsóknir skulu auðkenndar „Starfslaun listamanna" og tilgreina þann sjóð sem sótt er um laun til. Umsóknareyðublöð fást hjá mennta- málaráðuneytinu. Ath. Hafi umsækjandi áður hlotið starfslaun verður um- sókn hans því aðeins tekin til umfjöllunar að hann hafi skilað stjórn listamannalauna skýrslu um störf sín í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 35/1991. Reykjavík, 7. nóvember 1994. Stjórn listamannalauna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.