Dagur - 10.12.1994, Blaðsíða 19

Dagur - 10.12.1994, Blaðsíða 19
MACNÚS CEIR CUOMUNDSSON Laugardagur 10. desember 1994 - DAGUR - 19 POPP 17 red „Sonic" Smíth gítar- 1 leikari með hinni frægu rokksveit á sjöunda áratug- inum, MC5, lést í byrjun síð- asta mánaðar 46 ára að aldri. Var banameinið hjartabilun og hafði Smith, sem var giftur hinni þekktu söngkonu Patti Smith, verió heilsuveill um nokkurt skeið. Eins og viö mátti búast fór Nir- vana með sína Unplugged plötu beint á toppinn í Bandaríkjunum þegar hún kom út fyrir um tveimur vikum. Mun hún hafa selst þessa fyrstu viku í tæpum 400.000 þúsund eintökum, sem telja veróur mjög gott. Hins veg- ar stóó platan aðeins við í fyrsta sætinu í eina viku, því nýja plat- an meó Eagles, sveitarokksris- unum sem nú hafa byrjað aftur, tók sætið af henni. Heitir þessi nýja afurð Eagles, Hell freezes over. Hún verður þó sennilega ekki heldur mikið lengur á toppnum, því þriója plata Pearl jam, Vitalogy, mun ef að líkum lætur fara beint þangað í þess- ari viku. Veróur raunar spenn- andi aö vita hversu vel hún selst í fyrstu vikunni meó þaó í huga aó Vs., önnur plata Pearl jam, setti sölumet í sinni fyrstu viku í fyrra. Seldist hún þá í um einni milljón eintaka, sem erfitt verður að endurtaka, en það er þó aldrei að vita. Síóan má ekki (iliISUPLATA SML ÞA» VEM Hið hringlaga og silfurlita fyrirbæri sem nefnist upp á engilsaxneska tungu Comp- act disc, CD og smám sam- an hefur verið að taka við hlutverki vinilplötunnar, hafa menn hérlendis ekki verið samstiga um hvað skuli nefna. Er ýmist talað um geislaplötu, geisladisk, eða bara disk eða piötu eftir at- vikum. íslenskir plötufram- leiðendur hafa hins vegar nú fyrir sitt leyti ákveðið að nafnið geislaplata skuli not- að eingöngu. Fagnar um- sjónarmaður Popps því, þar sem plata er öllu þjálara orð um fyrirbærið en diskur. Hefur hann sjálfur forðast það sem mest að nota oröið diskur í þessu sambandi. Raunar ætti að vera óþarfi aó vera með þessar vanga- veltur, því breytingin er ekki svo mikil formlega séð. Þetta er jú áfram hringlaga þunn plastplata, bara minni og I stað nálar er það geisli sem sér um að framkalla tónlistina. Eddie Vedder og félagar í Pearl jam munu áreiðanlega selja nýju plötuna Vitalogy vel. gleyma „nýju“ Bítlaplötunni tvö- landi og er líkleg til þess sama földu, Live at the BBC, hún fór í vestanhafs einnig. Hér á landi þessari viku á toppinn í Bret- hefur hún nú þegar selst vel. MIISMMiAlt 3 Þriðja platan í minningaflokknum, Minningar 3, hefur nú nýlega kom- ió á markað. Þar eru sem fyrr þekkt erlend lög sungin í nýjum búningum með íslenskum textum auk íslenskra laga. Söngvararnir eru líka sem fyrr ekki af lakara tag- inu, en þeir eru Egill Ólafsson, Björgvin Halldórsson, Guðrún Gunnarsdóttir, María Björk og Erna Gunnarsdóttir. Meðal lag- anna má nefna Bláu augun þín, Hljómasmellinn sígilda, Sem lindin tær, er með fallegri sönglögum sem þekkjast og karlakórinn Vísir á Siglufirði ásamt Guómundi Guó- jónssyni sungu ógleymanlega fyrir margt löngu. Sem oft áður, eru safn og endurútgáfur áberandi nú í „jólaplötuflóðinu". Kennir þar margra grasa, en ein athyglis- verðasta platan af því taginu er vegleg og vönduð safnplata meó Ellý Vilhjálmsdóttur. Hóf Ellý að syngja inn á plötur árið 1960 og var fyrsta lagið sem hún hljóðritaði Ég vil fara upp í sveit. Það auk laga á borð við í grænum mó, Vegir liggja til allra átta, Ég veit þú kemur, Brúðkaupið o.fl. er að finna á þessari nýju safnplötu, sem nefnist Lítill fugl. Söng Ellýar er svo einnig að finna á endurút- gefinni plötu á geislaformi með lögum Jenna Jóns. Þar syngur hún ásamt Einari Júlíussyni lög LLIDUÉITIMi I skrifum um minningartónleika Steinþórs Stefánssonar hér í Poppi fyrir hálfum mánuði, misrit- aðist nafn á sveit sem hann var í með Rögnvaldi Braga og Kristjáni Pétri. Hét hún Tarror. Hlutaðeig- andi eru beðnir velviróingar á þessari villu. M ð undanförnu hefur heyrst bara hin ágsetasta túlkun hjá iTLvandræðagemlingunum í Guns n’ roses á gamla Rolling stones slagaranum Sympaathy for the devil (á Begger’s banquet frá 1968), sem mun verða að finna í nýrri hryllings- mynd með Tom Cruise í aðalhlutverki, Interview with a vampire. Lagið hefur þó ekki, allavega í Bretlandi, verið formlega gefið út, en það á að gerast undir lok ársins, 29. desember. Er lagið það fyrsta sem nýi gítarleikarinn, Paul Huge, tekur upp með hljómsveitinni. S$N«FUei- IM EUÝ Dráttarbraut til leigu Húsavíkurhöfn auglýsir dráttarbraut til leigu. Dráttarbrautin er byggð fyrir 250 þungatonn með hlið- arfærslu fyrir 100-150 tonn. Brautin þarfnast einhverra viðgerða. Þeir sem áhuga hafa snúi sér til Einars Njálssonar hafnarstjóra á Húsavík í síma 96-41222 fyrir 31. des- ember 1994. Hafnarstjórinn á Húsavík. --------------------------------------------------------------\ AKUREYRARBÆR Frá grunnskólum Akureyrar Vegna forfalla vantar kennara á skólasafn Lundarskóla frá áramótum og til vors. Starfshlutfall 67%. Upplýsingar um starfið veita skólastjóri og aó- stoðarskólastjóri í síma 96-24888. Skólastjóri. HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laust lyfsöluleyfi sem forseti íslands veitir Laust er til umsóknar lyfsöluleyfi á Patreksfirði (Patreks Apótek). Fráfarandi lyfsali gerir kröfu til þess, í samræmi við 11. gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982 og bráðabirgða- lög nr. 112/1994 um breytingu á lyfjalögum nr. 93/1994, að viðtakandi lyfsöluleyfishafi kaupi vöru- birgðir, búnað og innréttingar lyfjabúðarinnar. Enn- fremur kaupi viðtakandi leyfishafi húseign þá er lyfja- búðin ásamt íbúð fráfarandi lyfsala er í. Væntanlegur lyfsali skal hefja rekstur frá og meó 1. mars 1995. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um lyfjafræði- menntun og lyfjafræðistörf, skal senda ráðuneytinu fyr- ir 1. janúar 1994. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. 6. desember 1994. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI Hjúkrunardeildarstjóri Aðstoðardeildarstjóri Hjúkrunarfræðingar Stöður hjúkrunardeildarstjóra, aðstoðardeildar- stjóra og 3ja hjúkrunarfræðinga á nýrri 25 öldrunar- og endurhæfingardeildar eru lausar til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. desember 1994. Öldrunarlækningadeildin verður tekin í notkun nú um áramótin. Deildin mun þjóna um 15-20 hjúkrunarsjúklingum og hafa um 5-10 rúm fyrir almennar öldrunarlaekningar og endurhæfingu aldraðra með útskrift í huga. Fyrir á sjúkrahúsinu er 26 rúma hand- og lyflækningadeild og fjögurra rúma fæðingardeild. Á FSI er vinnuaðstaða og allur aðbúnaður til fyrirmyndar. Starfsemi allra stoðdeilda og skurð- og slysadeildar hefur stöðugt aukist und- anfarin ár og hefur inniögnum fjölgað verulega. Starfsandi er mjög góður og samkennd er rík meðal starfsfólks. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 94-4500 á dagvinnutíma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.