Dagur - 17.12.1994, Síða 3

Dagur - 17.12.1994, Síða 3
FRETTIR Laugardagur 17. desember 1994 - DAGUR - 3 Breytingatillögur bæjarráðs Akureyrar við frumvarp að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs 1995: Stefnt að 15 milljóna kr. rekstrarhagræðingu Fjárhagsáætlun Akureyrarbæj- ar fyrir 1995 verður afgreidd á fundi bæjarstjórnar nk. þriðju- dag. Eins og fram kom í Degi í gær liggur fyrir að framkvæmd- um við Sundlaug Akureyrar verður slegið á frest á næsta ári en töluverðum fjármunum var- ið til þess að unnt verði að ein- setja grunnskóla norðan Glerár. Gjaldfærð fjárfesting Til gjaldfærðrar fjárfestingar verð- ur varið samkvæmt tillögu bæjar- ráðs um 143 milljónum króna. Stærstu liðimir eru Götur og hol- ræsi, þar af 55 milljónir til gatna- gerðarframkvæmda og 35 milljón- ir til holræsaframkvæmda, til fé- lagsmála verður varið 20 milljón- um, þar af eru 10 milljónir óskipt- ar og 10 milljónir eru óskiptar vegna flutnings skrifstofa. Þá verður 13,5 milljónum króna varið til íþrótta- og tómstundamála, þar af 10 milljónir óskiptar og 3,5 milljónum króna verður varið til Skíðastaða. Til endurbóta og stofnbúnaðar á FSA verður varið 8,45 milljónum og 12 milljónir króna, óskiptar, renna til umhverf- ismála. Eignfærð fjárfesting Til byggingar leikskóla við Kiða- gil veróur varið 50 milljónum króna, en hann verður tekinn í notkun á næsta ári. Fræðslumálin fá 83 milljónir, þar af 55 til grunn- skóla og 28 milljónir til fram- haldsskóla. Til kaupa á Kaup- vangsstræti 12, Ketilhúsinu svo- LIU felldi kjarasamning sjómanna: Formaður LÍÚ kennir sjómanna- félögunum um hvernig fór - segir Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, segir að ef um sameiginlega at- kvæðagreiðslu hefði verið að ræða hefði sjómannasamningur- inn verið samþykktur. Af aðild- arfélögum Sjómannasambands íslands, samþykktu 18 kjara- samninginn, þ. á m. Sjómannafé- lag Eyjafjarðar, 9 félög afgreiddu hann ekki og 9 félög felldu hann. Eins og kom fram í Degi í gær, telur Sambandsstjórn Sjómanna- sambandsins rétt að þau samtök sjómanna sem voru hvaó óánægð- ust með samninginn, sýn.i nú í verki getu sína til aó ljúka samn- ingagerðinni án þátttöku Sjó- mannasambandsins. Hins vegar er stefnt að því að boða til fundar með formönnum aðildarfélaganna í janúarmánuði nk. Flest aöildarfélög Sjómanna- sambandsins halda aðalfund milli jóla og nýárs og þar munu félögin væntanlega afla sér verkfallsheim- ildar en boða þarf verkfall með 21 dags fyrirvara. Ekki kemur því til verkfalls hjá sjómönnum fyrr en í Alþýðubandalagið á Norðurlandi eystra: Niöurstöður lagðar fyrir uppstillingarnefnd fyrsta lagi um mánaðarmótin janú- ar/febrúar. „Mér heyrist að Kristján Ragn- arsson, formaður LIÚ, vilji stöðva flotann en hann hefur verið að tala um verkbann. Kristján er hins veg- ar í slæmum málum og mikil óein- ing er ríkjandi innan LIU. Stjóm þess felldi kjarasamninginn og síð- an er sjómannafélögunum kennt um hvemig komið er. Ástæðuna segir formaður LÍÚ vera þá að óeðlilega hafi verið staðið að at- kvæðagreiðslu sumra félaganna og ekki eðlilegt að tiltölulega fáir fé- lagsmenn greiói atkvæöi um samn- inginn og hafí þannig áhrif á hvort hann er samþykktur eða felldur,“ segir Konráð Álfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar. GG kallaða, verður varið 15 milljón- um. Sundlaug Akureyrar fær 7,5 milljónir, stofnframlag til Sorp- samlags Eyjafjarðar er 4,6 millj- ónir, um 7 milljónum verður varið til nýbyggingar FSA og 2 milljón- um til Heilsugæslustöðvarinnar. Þá renna 4,3 milljónir til tjald- svæðahúss. Hagræðing í rekstri Eins og fram kom í Degi í gær samþykkti bæjarráð að stefna að því að ná fram 15 milljóna króna rekstrarhagræðingu á næsta ári. í því sambandi bendir bæjarráð á eftirfarandi: - Ekki er gert ráð fyrir að nýr starfsmaður verði ráðinn til þess aó sinna verkefni reynslusveitarfé- lagsins Akureyri, heldur verði um aó ræða færslu starfsmanns frá öðru verkefni. Með þessu væri unnt að ná fram spamaði í launa- kostnaói. - Leikskólanefnd er falið að taka til umfjöllunar og úrvinnslu skýrslu um „úttekt á rekstri leik- skóla“, sem unnin var á síðasta kjörtímabili á vegum „stýrihóps“. - Endurskoðaður verði rekstur skóladagheimila í tengslum við einsetningu grunnskóla. - Iþrótta- og tómstundaráði er falið að taka til umfjöllunar og úr- vinnslu skýrslu ráðgjafarfyrirtæk- isins Nýsis og leggja tillögur sínar fyrir bæjarráð. - Endurskoðaður verði rekst- urskostnaður íþróttaskemmunnar með tilliti til minnkandi nota við tilkomu leikfimihúss við Oddeyr- arskólann. - Sviðsstjórum ásamt hagsýslu- stjóra og starfsmannastjóra er fal- ið að skoða launakostnað hjá ein- stökum deildum og stofnunum bæjarsjóðs og móta tillögur, sem lækkað gætu hann. - Innkaup á rekstrarvörum, þjónustu og efni til framkvæmda verði skoðuð sérstaklega m.t.t. út- boða. - Nefndakerfi bæjarins verði endurskoðað. óþh Foreldrar og starfsmannafélög Kemur jólasveinninn til bam- anna ykkar á aðfangadag? Hjálparsveit skáta kemur jólapökkunum til jólasveinanna. XJpplýsingar í síma 21093. - framboðslistinn UppstiIIingarnefnd Alþýðu- bandalagsins á Norðurlandi eystra mun leggja fram tilllögu um skipan framboðslista flokks- ins við Alþingiskosningar 8. apríl 1995 innan tíðar, en end- anleg skipan Iistans verður ákveðin á kjördæmisþingi, sem væntanlega verður haldið fyrri hluta janúarmánaðar nk. Leiðbeinandi skoðanakönnun fór fram meðal flokksbundinna Alþýðubandalagsmanna fyrr í haust, en niðurstöður hennar eru ekki bindandi fyrir uppstillingar- nefndina. ákveðinn í janúar Niðurstöður þessar leiðbein- andi skoðunarkönnunar urðu þær að Steingrímur Sigfússon, alþing- ismaður, fékk afgerandi stuðning í 1. sætið, Sigríður Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, fékk yfir- burðastuðning í 2. sætið. I þriðja sæti lenti Örlygur Hnefill Jónsson, lögmaður á Húsavík og í 4. sæti Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur. Uppstillingamefnd mun kanna hug félagsmanna áður en hún gengur frá sinni tillögu um skipan framboðslistans. GG Alþýðuflokkurinn á Norðurlandi vestra: Uppsti 11 i ngar nefnd skilar tillögu um framboðslista - fyrir 15. janúar nk. Stjórn kjördæmisráðs Alþýðu- flokksins á Norðurlandi vestra ákvað sl. fimmtudag að stilla upp á framboðslista flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar 8. apríl 1995. Kjördæmisþing sem fram fór fyrir nokkrum vikum fól kjördæmisráði að ákveða hvort stillt yrði upp á lista eða efnt yrði til prófkjörs. „Kjördæmisráð á að skila sín- um tillögum fyrir 15. janúar nk. og þá verður boðað til aukakjör- dæmisþings til að taka endanlega ákvörðun um skipan listans, alls 10 nöfn. Það var einhugur um að fara þessa leið, en þótt prófkjör hafi sína kosti teljum við að þetta fyrirkomulag henti okkur betur núna,“ sagði Steindór Haraldsson á Skagaströnd, formaður kjör- dæmisráðs. Auk hans eiga þeir Jón Karlsson á Sauðárkóki og Guðmundur Árnason á Siglufirði sæti í stjóminni. Tveir menn hafa sérstaklega verið orðaðir við fyrsta sæti framboðslista Alþýðu- flokksins, þeir Kristján Möller á Siglufirði og Jón Hjartarson á Sauóárkróki. GG Tryggðu þér skattaafslátt með kaupum á hlutabréfum fyrir áramót Einstaklingur sem kaupir hlutabréf fyrír 127 þúsund krónur getur lækkað skattana um 43 þúsund krónur. Upphæðin er 254 þúsund fyrir hjón og skattaafslátturinn 86 þúsund krónur. Getum útvegað flest þau hlutabréf sem skráð eru á Verð- bréfaþingi íslands þar á meðal: Eimskip, Flugleiðir, Kaupfélag Eyfirðinga1’, Hlutabréfasjóð Norðurlands11, Síldarvinnsluna, Sæplast, Útgerðarfélag Akureyringa og Þormóð ramma. KAUPÞING NORÐURLANDS HF Kaupvangsstræti 4 • Sími 24700 • Akureyri 1) Bjóðast með greiðslukjörum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.