Dagur - 17.12.1994, Síða 4

Dagur - 17.12.1994, Síða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 17. desember 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SlMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1400 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON.(lþróttir), LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Virðíng við auðlindina Á borði Þorsteins Pálssonar, sjávarútvegsráð- herra, eru nú tillögur samstarfsnefndar um bætta umgengni um auðlindir sjávar, þar sem fjallað er um hvernig bregðast skuli við útkasti fisks og löndun framhjá vigt. í stöðugum skerðingum veiðiheimilda síðustu árin hefur umræða farið vaxandi um hve miklum fis.ki sé hent fyrir borð úti á sjó og í hve miklum mæli sé farið með veidd- an fisk framhjá kerfinu. Þessu til viðbótar hafa æ ofan í æ sést þau dæmi að sjávarafli fari langt fram úr þeim heimildum sem veittar eru. Fyrsta tillaga samstarfsnefndarinnar kemur einmitt að þessu atriði þar sem nefndin leggur til að afla- heimildir byggi á vísindalegri ráðgjöf og að afli fari ekki fram úr heimildum. Með útfærslu tillagna starfshópsins yrði auð- veldara en áður að taka á þeim aðilum sem ekki virða þær reglur sem eru um veiðar og meðferð afla. Eins og á öðrum sviðum þjóðfélagsins er nauðsynlegt að hægt sé að bregðast við brotum og beita ströngum viðurlögum. Það mun aldrei verða sátt um að menn komist upp með að henda nýtanlegum fiski í sjóinn á sama tíma og hver svartskýrslan á fætur annarri kemur um ástand helstu fiskistofna. íslendingar geta heldur aldrei talið sig til forystuhóps fiskveiðiþjóða með- an slíkt er gert. Kerfi sem býður upp á slíkt og lætur það óátalið verður að endurskoða og það fyrr en seinna. Ástæða er til að taka undir þá skoðun starfshópsins að eitt það alvarlegasta við aðstæður sem knýi menn til að henda fiski, eða umræður um útkast, sé að við það geti virðing fyrir reglum um meðferð afla og stjórnun fisk- veiða minnkað. Þá væri illa farið. Einmitt á þessu sviði verða menn að halda vöku sinni og virð- ingu. I UPPAHALPI „Óskalistinn er audur“ - segir Einar Svansson, framkvæmdastjóri Einar Svansson, fram- kvcemdastjóri Fiskíðj- unnar á Sauðárkróki, hefur í nógu að snúast þessa dagana. Unnið er að endur- skipulagningu í Fiskiðjunni og uppsetningu nýrrar pökk- unarlínu en í því skyni hefur fyrirtœkið keypt húsnœði sem áður hýsti fóðurstöðina Gránumóa hf sem framleið- ir loðdýra fóður. Kona Einars er Sigríður Sigurðardóttir, fiskiðnaðar- maður, sem nú stundar sjúkraliðanám. Þau hjónin eiga tvö börn. Að þessu sinni œtlar Einar að sýna lesendum Dags nýja hlið. Hvað er í uppáhaldi hjá framkvæmdastjóra Fiskiðj- unnar? Hvaða heimilisstörffmnstþér skemmtilegustlleiðinlegust? „Ætli það sé ekki skemnitileg- ast að ryksuga en það er leiðin- legast að þvo upp.“ Stundarþú einhverja líkamsrœkt? „Já, ég stunda körfubolta reglulega en auk þess hleyp ég og skokka.“ Hvaða blöð og tímarit kaupir þú? „Feyki og Morgunblaðiö en auk þcss kaupi ég ýmis sjávarút- vegstímarit og ckki má gleyma Briddsblaðinu." Eínar Svansson. Hvaða bók erá náttborðinu hjá þér? „Það er gömul bók unt af- stæóiskcnningu Einstcins. Ég er að rifja afstæöiskenninguna upp svona rétt til gamans.“ Hvaða hljómsveit/tónUstarmaður er í mestu uppáhaldi lijá þér? „Ég cr mjög hrifinn af Sting af þcssum erlendu en ætli Bubbi sé ekki efstur á blaði af þeim ís- lensku.“ Uppáltaldsíþróttamaður? „Það er Larry Johnson, körfu- knattleiksmaóur í Charlott Hom- ets í Bandaríkjunum." Hvað horfirþú mestáí sjónvarpi? „Eg horfi nánast eingöngu á fréttir." / .4 hvaða stjórnmálamanni hefurðu mest álit? „Halldóri Ásgrímssyni." Hvará landinu vildirðu helst búa ef þú þyrftir að flytja búferlum nú? „Á Akureyri." Hver er að þínu mati fegursti staður á íslandi? „Álftafjöröur í Noróur-ísa- fjarðarsýslu. Ég var í sveit í Hlíð í Álftafirði í átta sumur og þar er einstök náttúrufeguró." Hvaða hlut eða fasteign langar þig mest tilað eignast um þessar rnund- ir? „Engan, óskalistinn er auður.“ Hvernig vilt þú helst verja frístund■ um þínum? „Við lestur góóra bóka og ástundun ljóðlistar og svo hugs- anlega í körfubolta eöa bridds.“ Hvert er þitt uppálialdsverk íjóla• undirbúningnum? „Aó skrifa á jólakortin.“ Hvaða verður í matinn hjá þér á að- fangadagskvöld? „Hamborgarhryggur mcð góðu meólæti.“ Hver er þinn uppáhaldsdrykkur? „Það er mjólk.“ Hvaðœtlarðu að gera um helgina? „Ég reikna meó því að við njótum helgarinnar innan veggja heimilisins." KLJ AAEÐ MORúUNKAFFINU ÓLAFUR ÞÓRÐARSON Ég vildi ég ætti... Senn líður að jólum og áramótum og þá þykir mörgum við hæfi að líta yfir farinn veg. Sumir horfa reiðir um öxl, aðrir með nokkurri ánægju og geta jafnvel státað af einu eða tveimur per- sónulegum afreksverkum og er það vel. Nokkrir skoða ástandið í víðara samhengi og meta hag sinn með hliósjón af gangi mála í stéttarfélagi sínu eða sveitarfélagi eða jafnvel þjóðfélaginu öllu. Þannig velur hver sinn sjónarhól og gefur því gaum, sem honum er hugleiknast hverju sinni. Sjálfur hef ég ekkert afrekað á liðnu ári, sem umtalsvert er. Gat ekki einu sinni hætt að reykja og hvað stéttarfélagið varðar hef ég enga trú á þeirri linkind, sem viðgengst í kjaramálum um þessar mundir og er ósáttur við að miða lífsmöguleika mína við hagsæld þjóðar, sem lætur örfáa menn ræna sig einni dýrmæt- ustu auðlind sinni, fiskimiðunum, og því sem næst eyðileggja það sem kallað hefur verið velferðarkerfi landsmanna og tekið hefur mannsaldur að byggja upp. Að vísu er það kerfi auðvitað meingallað eins og svo mörg mannanna verk. Og sumir þættir þess, eins og fæðingarorlof karlmanna, standa beinlínis í vegi fyrir því að hægt sé að semja um lífvænleg laun fyrir unnin störf. Jafnvel þó svo sé tel ég samt að einmitt slík almanna- tryggingakerfi hvers konar séu í raun það eina sem áunnist hef- ur í öllu amstri mannkynsins allt frá dögum Súrnera á bökkum Tígrisfljóts að brambolti vestrænna leiðtoga dagsins í dag og hvað okkur varðar allt aó dyrum stjómarráðsins í Reykjavík. Um alla vesturálfu eða að minnsta kosti um alla Évrópu er nú skorin upp herör gegn hverskonar viðleitni ágimdarlausra manna til að tryggja lífsafkomu sína. Sú samþjöppun auðs og valda sem þar er nú áformuð er ekki nein nýlunda í mannkyns- sögunni og hefur aldrei endað nema á einn veg: ILLA. Á fótskör ríkisstjómar Davíðs Oddsonar er nú enn einu sinni verið að mylja undir hælum eignaréttarins, mannlega reisn á Is- landi. Fjárplógsmenn vaða uppi og launþegar þegja þunnu hljóði þegar félagar þeirra eru sendir heim upp á vatn og brauó, en þeim sem eftir verða, gert að vinna nótt og dag samkvæmt hentisemi svokallaðra eigenda eða taka pokann sinn ella. Eng- inn skortur virðist vera á fjármagni til kaupa á hverskonar tækj- um og búnaði. En í stað þess að öll sú dásamlega tækni sé notuð til að stytta vinnutíma fólks og hækka laun þess, falla hluthafar fram á ásjónu sína og fagna vaxandi arði, meðan lifandi fólk er sent heim í veðsett hús sín til að líða veraldlegan skort og and- lega niðurlægingu. Tölfræðilega er almennur skortur lífsnauðsynja á Islandi ekki mikill. Enn hefur enginn drepið sér til matar, böm ganga ekki kaupum og sölum og konur em enn ekki falar fyrir brauð- hleif. Að því kemur þó, fari sem horfir. Enn einu sinni lítur út fyrir að örfáum prósentum jarðarbúa takist í bamalegri skammsýni sinni að hrifsa til sín brauóið úr höndum fjöldans og halda að þeir geti óáreittir velt sér í alls- nægtum fyrir augum manna, sem horfa á sín eigin böm hníga bjargarlaus í valinn. Hafa þessir menn ekkert lært? Vita þeir ekki aó þeirra kyn er ævinlega skorið við trog með jöfnu milli- bili? Hefur mannkynið ekkert lært af hinni blóðugu sögu sinni, sögu ágimdar og ójafnaðar, valdagræðgi og ofbeldis og til- beiðslu eignaréttarins? Greinilega ekki. Enda ekki von þar sem mannkyn er í eðli sínu alls ekki jarðneskt fyrirbæri og saga þess óralöng bæði fyrir og eftir jarðneska tilveru. Þannig spannar jarðnesk tilvera okkar trúlega ckki meira en sem svarar einni bekkjardeild í grunnskóla. Fyrst eftir innritun fara menn sér hægt en fljótlega uppgötva þeir svo fegurð og auðævi jarðarinn- ar og selja sál sína fyrir auð og völd. Smátt og smátt sígur svo gullið í og völd yfir öðmm en sjálfum sér verða leióinda kvöð og menn fara aó láta sér nægja það, sem sæmilegt er og fara að horfa til lokaprófs og næsta áfanga. Til þess svo aó hafa frið við próflesturinn verða hinir eldri nemendur því mióur iðulega að taka í lurginn á busunum þegar þeir hafa hrifsað til sín alla lífs- björgina og vilja draga útskriftamemana frá prófborðinu í hmnadansinn kringum gullkálfinn með allkyns gylliboðum og bingólottóvinningum, sem ekki em í neinu samræmi við af- komumöguleika fjöldans. Og þá fjúka hausar og þá flýtur blóð og ráóvilltir prestar úthluta ölmususúpu til sveltandi lýðs meðan hughraustar hetjur æða um borgir bræðra sinna og mœður þeirra myrða og meyjar nýta sér og börn á spjótum spyrða svo sem vera ber. Og þannig viróist þetta eiga að vera hér á þessari blessuðu jörð. Þetta er það námsumhverfi sem nauðsynlegt er fyrir þá áfanga, sem hér á að kenna og því má að sjálfsögðu ekki breyta. Þess vegna vona ég að friðsamir menn í öllum löndum spymi nú fyrr við fótum en oftst áður og leiðbeini hinum villuráfandi mammonsþjónum áður en kemur til blóðs og tára. Sjálfur ætla ég að gera mig beran að hinni mestu ágimd sem hugsast getur því: Eg vild’ ég œtti orð sem sefa sorgir orð sem vekja bros í augum þér orð sem byggja œvintýraborgir orð sem bera þig að brjósti mér. Orð sem sœtta auðugan og snauðan orð sem sœtta lífið sjálft við dauðan. Orð sem allan efa eyðast láta orð sem vekja birtu líf og yl. Orð sem láta grjót og sanda gráta afgleði yfir því að vera til. Því þrátt fyrir allt er lífið ennþá sigurstranglegt hvað sem upp kann að snúa hér á jörð á hinum ýmsu tímum. Og þess vegna, lesandi góður. Gleðileg jól!

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.