Dagur - 17.12.1994, Side 8

Dagur - 17.12.1994, Side 8
8 - DAGUR - Laugardagur 17. desember 1994 Sjávarútvegsdeildin á Dalvík - V.M.A. °4LVW- Réttindanámskeiö á smábáta í janúar 1995 verður haldið 30 tonna réttindanám- skeið ef næg þátttaka fæst. Kennt verður frá kl. 8.00-18.00 og hefst námskeiðið 5. janúar. Kenndar verða eftirtaldar greinar: Siglingafræði, siglingareglur, stöðugleiki, tæki, skyndi- hjálp, slysavarnir, eldvarnir, fjarskipti, veðurfræði og vélfræði. Nánari upplýsingar og skráning hjá Júlíusi í síma 96- 61218 og Birni í síma 96-61860. Skólastjóri. Vignir Sigurólason, dýralæknir, og Margrét María Sigurðardóttir, fulltrúi sýslumanns á Blönduósi, með soninn Egil. Mynd: SÁ. r- RÚLLUR - ARKIR - HÖNNUN - MYNDAMÓTAGERÐ - FÓL U- Vörumiðar hf * ÞAR SEM LÍMMIÐARNIR FÁST J REYNSLA - GÆÐI - ÞJÓNUSTA Sími 96-12909 - Fax 96-12908 Hamarsstígur 25, 600 Akureyri LAGERMIÐAR (TILBOÐ.ÓDÝRT O.S.FR) - VIGTARMIÐAR O o Z> > o -< z o > -O 71 m z H C z Björn Sigurðsson Húsavík Húsavík-Akureyri-Húsavík Jólaáætlun 1994-1995 FÓLKSFLUTNINGAR - VÖRUFLUTNINGAR Frá Húsavík Frá Akureyri Föstudagur 16/12 Afgreiðslur: 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Föstudagur 16/12 8.00 og 17.00 7.30 og 18.30 Laugardagur.... 17/12 Engin ferð Engin ferð Sunnudagur 18/12 19.00 Engin ferð Mánudagur 19/12 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Þriðjudagur 20/12 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Miðvikudagur... 21/12 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Fimmtudagur ... 22/12 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Föstudagur 23/12 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Föstudagur 23/12 17.00 18.30 Laugardagur .... 24/12 Engin ferð Engin ferð Sunnudagur 25/12 Engin ferð Engin ferð Mánudagur 26/12 19.00 Engin ferð Þriðjudagur 27/12 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Miðvikudagur ... 28/12 17.00 7.30 Fimmtudagur .... 29/12 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Föstudagur 30/12 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Föstudagur 30/12 17.00 18.30 Laugardagur 31/12 Engin ferð Engin ferð Sunnudagur 1/1 95 Engin ferð Engin ferð Mánudagur 2/1 95 8.00 og 17.00 15.30 Þriðjudagur 3/1 95 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Miðvikudagur.... 4/1 95 17.00 7.30 Fimmtudagur .... 5/1 95 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Föstudagur 6/1 95 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Föstudagur 6/1 95 17.00 18.30 HVAÐ ER SPARFAR? Sparfargjald greiðist a.m.k. tveim dögum fyrir brottför. Ath. takmark- að sætaframboð. Sparfargjald fyrir fullorðinn Húsavík-Akureyri-Húsavík kr. 1000,- Sparfargjald fyrir fullorðinn Húsavík-Reykjavík-Húsavík kr. 4.600.- Húsavík: B.S.H. HF Héðinsbraut 6, sími 96-42200. Akureyri: Umferðarmiðstöðin Hafnarstræti 82, sími 96-24442. Dýraspítali er sjálfsögð þjónusta - spjallað við Vigni Sigurólason, dýralækni á Blönduósi Síðastliðið sumar tók til starfa nýr dýralæknir í Austur-Húnavatns- sýslu, Vignir Sigurólason. Tíó- indamanni Dags þótti tilhlýðilegt að taka hús á honum og kynna manninn fyrir lesendum. Hér á eftir gefur að líta afrakstur þessa spjalls okkar. - Hvaðan er hinn nýi dýra- lœknir Húnvetninga og hverjir eru heimilishagir hans? „Eg er fæddur og uppalinn á Húsavík. Konan mín er Margrét María Sigurðardóttir, lögfræðing- ur, og er fulltrúi sýslumanns á Blönduósi. Vió eigum einn son, Egil 3ja ára.“ - Hvar lœrðir þú dýralœkning- ar og hvar starfaðir þú óður en þú komst til Blönduóss? „Eg útskrifaðist sem dýralækn- ir frá Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn í byrjun árs 1992. Þá lá leiðin heim til Húsa- víkur, þar sem ég leysti af fram- kvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra og héraðsdýra- lækninn í Þingeyjarumdæmi vestra. Frá því í byrjun september 1993 og fram í júní á þessu ári leysti ég svo af héraðsdýralækn- inn í Isafjarðarumdæmi.“ - Hvernig kom það til að þú fluttir til Blönduóss? „Astæðan er kannski fyrst og fremst sú aö hér er eitt af stærri landbúnaðarhéruðum landsins. Það ætti því að vera grundvöllur fyrir því að hér starfi fleiri en einn dýralæknir. Okkur fannst tími til að finna okkur einhvern góðan staó þar sem við gætum komið okkur fyrir til lengri tíma og byrj- að að byggja upp þá aðstöóu sem ég tel nauðsynlega til að hægt sé að veita þá þjónustu sem ég vil. Þaó gerði svo útslagið að konunni minni bauóst vinna sem fulltrúi sýslumannsins hér á Blönduósi.“ - Sérðu þó Blönduós fyrir þér sem framtíðarheimili? „Já, eins og staðan er í dag þá tel ég svo vera. Okkur hefur verið vel tekið héma og við vorum orð- in ansi þreytt á flakkinu." - Þú starfar þá sem sjálfstœður dýralœknir íhéraðinu? „Já, ég er sjálfstætt starfandi dýralæknir, en í samstarfi við hér- aðsdýralækninn, Sigurð H. Péturs- son, þannig aó hann vísar á mig þegar hann tekur sér frí.“ - Það hefur komiðfram í Degi að þú hafir hug á að koma upp dýraspítala? „Já, ég er búinn að kaupa 180 fermetra hús af hestamannafélag- inu Neista, hús sem í daglegu tali gengur undir nafninu Tamninga- stöðin. Eg er nú að breyta húsinu í vinnuaðstöðu fyrir mig og ætlunin er að gera þetta að dýraspítala þegar fram líða stundir. Ég reikna með aó geta tekið fyrsta áfanga í notkun í byrjun næsta árs. Þarna ætla ég að hafa aðstöðu til að gera skurðaðgerðir á dýrum, bæói gæludýrum og stórgripum. Ég veró þarna með röntgentæki og vonandi ómskoóunartæki, þarna verður möguleiki á að vista dýr til lengri eða skemmri tíma.“ - Dýraspítali á Blönduósi, er það ekki bjartsýni? „Mér finnst það alls ekki bjart- sýni, heldur nauðsynleg og sjálf- sögó þjónusta. Það má segja að fyrst og fremst sé ég að koma mér upp vinnuaðstöðu þar sem hægt er að framkvæma skurðaógerðir við góðar aóstæður. Að gera skurðað- gerðir á dýrum einhversstaöar á víðavangi á milli þúfna eða uppá eldhúsborói tel ég einfaldlega neyðarúrræói og varla boðlegt, hvorki dýralæknum né dýraeig- endum, að ekki sé talað um dýrin. Röntgenmyndataka eykur til muna nákvæmni sjúkdómsgreininga og gefur þar meó möguleika á ná- kvæmari meðhöndlun. Þaó hlýtur að vera af hinu góða að vera með vistunarstað fyrir veik dýr, það gefur möguleika á nákvæmari rannsókn og meiri og betri með- höndlun,“ sagði Vignir Siguróla- son að lokum. Sigurður Ágústsson. NVJAR BÆKUR Lífssaga Guðmundar Árna Útgáfufyrirtækiö Fróði hf. hefur sent frá sér bókina Hreinar línur - lífssaga Guómundar Áma eftir Kristján Þor- valdsson. Eins og nafn bókarinnar ber meó sér fjallar hún um Guðmund Áma Stefáns- son, alþingismann og fyrrv. bæjarstjóra í Hafnarfirði og ráðhcrra. í eftirmála Kristjáns Þorvaldssonar, höfundar bókarinnar, kemur fram að vinnsla hennar hófst 18. nóvember. í bókinni fjallar Guðmundur um líf sitt og störf og segir frá kynnum af mönnum og málefnum. Hann rifjar upp æsku sína og unglingsár í Hafnarfirói og þátttöku í íþróttum með skemmtileg- um félögum. Hann segir frá því hvemig hann fetaði sig inn í stjómmálin, frá harmleik í fjölskyldunni er hann missti tvo syni sína í eldsvoða. Hann segir frá bæjarstjómarpólitíkinni í Hafnarfirði sem oft var hatröm og höró, lýsir glímu viö forystumenn í eigin flokki sem stundum varð að hreinum átökum. Þá fjallar Guðmundur Ámi einnig um ráð- herradóm sinn og mál og málatilbúnað sem urðu til þess aö hann sagói af sér. Höfundur bókarinnar, Kristján Þor- valdsson, hefur starfað sem blaöamaður um árabil. Hreinar línur er 244 bls. og prýdd mörgum myndum. Bókin er prentunnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Verö kr. 3390. Þjóð á Þingvöllum - allur ágóði af sölu bókarinnar rennur til Þjóðarbókhlöðunnar Bókaútgáfan Vaka-Helgafell hcfur gefið út bókina Þjóó á Þingvöllum eftir Ingólf Margeirsson en hún fjallar um lýðveldishátíðina á Þingvöllum 17. júní 1994. I bókinni lýsir Ingólfur þeim hughrifum og þeirri samkennd sem þjóöin skynjaði er hún kom saman á Þingvöllum til að fagna hálfrar aldar afmæli Iýðveldisins. Ingólfur rekur einnig stuttlega í máli og myndum sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og segir frá lýóveldishátíðinni 1944 þegar ís- lensk þjóð varö frjáls. Bókina Þjóð á Þingvöllum prýða nær 200 ljósmyndir í litum, teknar af mörgum fremstu Ijós- myndurum þjóöarinnar 17. júní sl. sumar. I bókinni er efnisútdráttur á ensku til að koma til móts við þann áhuga sem var á lýóveldisafmælinu er- lendis. Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands og Davíð Oddsson forsætisráð- herra rita formála að bókinni. Bókin Þjóð á Þingvöllum er prent- uð í Prentsmiðjunni Odda hf. og kostar kr. 3480 til áramóta en hækkar þá í kr. 4990. Vaka Helgafell hefur ákveóið að gefa allan ágóða af sölu Þjóðar á Þing- völlum í söfnunarátak stúdenta fyrir Þjóðarbókhlöðuna.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.