Dagur


Dagur - 17.12.1994, Qupperneq 12

Dagur - 17.12.1994, Qupperneq 12
12 - DAGUR - Laugardagur 17. desember 1994 Húsavík: ITC Fluga kynnir jólabækurnar Félagar úr ITC Flugu lásu úr nýjum bókum á veitingastaðnum Bakkanum sl. laugardag. Það voru 13 af 14 félögum í Flugu sem önnuðust upplesturinn. „Við vorum ánægðar með móttökurnar og það kom slæðingur af fólki,“ sagði Kristín Arinbjarnardóttir, formaður félagsins. Upplesturinn stóð í nokkra tíma, en fólk kom og fór, fékk sér kaffibolla og slappaði af í jólannríkinu. „Við vorum líka að þessu til að læra af því. Við fengum ábendingar og vitum nú betur hvernig við stöndum að þessu næst. Við þökkum öllum sem komu á Bakkann,“ sagði Kristín. IM Óskar Jónsson á Dalvík hefur stundað vöruflutn- inga milli Dalvíkur og Reykjavíkur í hálfa öld - flutningsgeta bílanna hefur sjöfaldast á sama tíma „Það eru liðin 50 ár síðan ég hóf að keyra milli Dalvíkur og Reykjavíkur en fyrsti bílinn minn var Chevrolet, árgerð 1946, en hann tók þrjú tonn í ferð. Árið 1948 byrjaði ég svo að keyra til Reykjavíkur, aðallega fyrir Kaupfélagið og Netagerð- ina, en ég fékk strax flutning fram og til baka. Ferðin milli Dalvíkur og Reykjavíkur tók þá um tuttugu klukkutíma, en nú eru flutningabflarnir sjö til átta tíma þessa leið og þeir flytja allt að tuttugu tonn í ferð. Það magn sem hægt er að flytja með hverjum bfl hefur allt að sjöfald- ast á þessum árum,“ segir Óskar Jónsson á Dalvík. „Ef ekki fengust vörur til flutn- ings suður hér á Dalvík eöa á Ak- ureyri flutti ég lýsi suður héðan. Fyrsta árið sem ekið var suður fór ég tuttugu ferðir, eða um 1.200 tonn miðaó við fulla lestun í öll- um ferðum. Þetta var fyrst og fremst akstur yfir sumarmánuðina en árið 1952 var ég farinn aó aka suður alla mánuði ársins en þá var farið að reyna að halda veginum opnum. Eg var einn i þessum rekstri fram til ársins 1954, en þá komu félagar mínir, Guðjón og Jóhannes, inn í reksturinn með mér. Þaó var þó ekki fyrr en árið 1962 sem bílarnir urðu tveir," seg- ir Óskar Jónsson á Dalvík, sem staðið hefur í vöruflutningum um þjóðvegakerfi landsins í hartnær hálfa öld og hefur því öðrum mönnum fremur fylgst með þjóð- vegunum þróast frá niðurgröfnum moldarvegum til bundins slitlags. Og það er skemmileg tilviljun, að einmitt á sama tíma og Óskar Jónsson heldur upp á hálfrar aldar „akstursafmæli“ fagna landsmenn þeim merka áfanga í samgöngu- málum að komið er bundið slitlag milli Akureyrar og Reykjavíkur (eða Dalvíkur!) og raun gott betur, þ.e. frá Fosshóli í Bárðadal suður um til Reykjavíkur og allt austur í Hornafjörð. Þaö kannast margir landsmenn við fyrirtækið sem Óskar stofnaði og er við hann kennt, Óskar Jónsson & CO. Umtalsverð aukning í fiskflutningum Síöustu árin hefur flutningsmagn- ið alltaf verið aö aukast, ár frá ári. Þar ræður miklu umtalsverð aukn- ing í fiskflutningum, en fiskurinn er sóttur í alla landshluta til vinnslu á Dalvík. Einnig hafa flutningar fyrir Sæplast hf. verið töluverðir, bæói ker, rotþrær o.fl. sem fyrirtækið framleióir og hefur hcildarmagn flutninga Óskars Jónssonar & Co aó undanförnú verið um 4.500 tonn á ári. Flutn- ingsgeta fyrirtækisins hefur einnig aukist verulega gegnum árin, en ef allir fjórir flutningabílarnir sem fyrirtækið hefur yfir að ráða í dag væru lestaðir á sama degi væri flutningsgetan um 60 tonn. Óskar Óskarsson, sonur Óskars Jónssonar, hefur tekið við dagleg- um rekstri fyrirtækisins af föður sínum og segir hann aó flutning- arnir séu nokkuð jafnir að magni allt árið, þó sé einna minnst að flytja í Júlí- og ágústmánuðum ár hvert. I desembermánuði er um miklu fleiri sendingar að ræða, þ.e. þá koma ýmsir smápakkar sem tengjast jólum, en að sama skapi dragi úr flutningi á stærri vörusendingum. í nóvembermánuði 1993 var Óskar Jónsson og Co gert að hlutafélagi, en þá keyptu Árni Helgason í Ólafsfirði og Stefnir hf. á Akureyri hlut í fyrirtækinu. Undanfarin þrjú ár hefur verið samvinna milli Vöruflutninga Sveins Stefánssonar hf. í Ólafs- firði (sem er í eigu Páls Helgason- ar) og Óskars Jónssonar & Co og eigi fyrir alls löngu var svo tekið upp samstarf við Stefni hf. og meö því var nánast hægt að fullnýta flutningagetu bílanna, bæði til og frá Reykjavík. Fyrir nokkrum ár- um var þaó nokkuð algengt að bíl- arnir fóru nánast tómir suður en með samvinnu fyrirtækjanna má telja það liðna tíð. GG Óskar Jónsson, ásamt syninum Óskari og dóttursyninum, Óskari Jenssyni, við einn flutningabíla fyrirtækisins. Mynd: GG

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.