Dagur - 17.12.1994, Blaðsíða 13

Dagur - 17.12.1994, Blaðsíða 13
Laugardagur 17. desember 1994 - DAGUR - 13 Verslun með breska hágæðavöru Hotpoint ÞVOTTAVÉLAR ÞURRKARAR ÍSSKÁPAR ^ Kenwood HRÆRIVÉLAR MATVINNSLUVÉLAR Frábært verð Furuvöllum 13, Skaptahúsinu, sími 27090 iWWWWWWWWWiAWWWWWWWWW Nú styttist í að jólatré verði skreytt á heimilum landsins. Græn, ilmandi, íslensk grenitré munu færa mörgum stofum líf og lit en jólatré eru af ýmsum tegundum. Þau eru ýmist ný- höggvin úr skóginum eða verk- smiðjuframleidd úr plasti og öll eru þau falleg svo framarlega sem barrið af þeim prýðir ekki stofugólfið og greinarnar standa naktar. En hvemig er best að fara með jólatréð svo þaó verði sem falleg- ast yfir jólahátíðina? Sigurður Skúlason, skógar- vörður Skógræktar ríkisins á Vöglum í Fnjóskadal, varð fyrir svörum. - Hvað er búið að höggva mörg jólatré hjá Skógræktinni á Vöglum í ár, Sigurður? „Það er búið að höggva upp undir 1500 tré. Meirihlutinn, eða um 1000 tré, eru rauðgreni en það sem eftir er skiptist á milli furu, fjallaþins og blágrenis.“ - Hvar höggvið þið þessi tré? „Meirhlutinn af þeim er höggv- in í Fellsskógi í Köldukinn, en við höggvum auk þess í Sigríðarstaóa- skógi, Þórðarstaðaskógi og Vagla- skógi í Hálshreppi, í Ásbyrgi í Kelduhverfi og á Reykjarhóli í Skagafirði. En svæói Skógræktar- innar á Vöglum er allt Noróurland og tré frá okkur eru til sölu hjá smásölum allt frá Þórshöfn að Blönduósi. Það skal tekið fram að það er ekki einungis á vegum Skógræktar ríkisins sem jólatré Jólatréí ^miií 3 iejidur eru höggvin á Noróurlandi. Skóg- ræktarfélög og einstaklingar höggva annað eins af trjám fyrir jólin. Ég get ímyndað mér að það verði um 3000 tré úr norólenskum skógum á jólatrjáamarkaðnum að þessu sinni.“ - Nú er flutt inn töluvert af jólatrjám. Hve mikill hluti er það? „Islensku trén eru um það bil einn þriðji hlutinn af öllum trjám sem notuð eru sem jólatré en það er norðmannsþinur sem er fluttur inn. Hann vex ekki hér en við eig- um sambærilegt tré, fjallaþin, en enn sem komið er eigum við ekki nóg af honum til að fullnægja jólatrjáaeftirspurn i nn i.“ - Hvað eru eftirsóttustu jóla- trén há? „Þau eru í kringum 150 cm eða á bilinu frá 125-175 cm. En það er eins og fólk vilji stærri tré nú en fyrir nokkrum árum. Að vissu marki er það eðlilegt því að stærri trén eru veigameiri og standa bet- ur vegna þess að þau hafa meira forðabúr heldur en þau sem eru mjög grönn og veigalítil." - Hvað eru grenitré af þessari stærð gömul? „Þetta eru 20-30 ára gömul tré. Við höggvum í mörg ár tré úr sömu skógarreitunum og taka jólatrjánna er nokkurskonar grisj- un fyrir þessi svæói. Svo má ekki gleyma því að fyrir hvert selt tré fæst fjármagn til aö gróðursetja þrjátíu ný.“ - Eru rauðgrenitrén ódýrust? „Já, rauðgrenið er ódýrast, enda stendur þaö styst en með réttri meðferð á þaö að standa nokkuð vel yfír jólin.“ - Hvernig er best að með- höndla tréð svo allt fari vel? „Það er best að geyma það í skjóli á svölum stað þangað til aö skreytingu kemur, því líkar ekki vel að vera í næóingi. Jólatré má ekki taka beint inn í stofuhita úr miklu frosti. Ef það er mikið frost þegar það er tekið inn verður að reyna að láta það þiðna hægt og helst í raka. Til dæmis má leggja það í kalt vatn í baökeriö. stil LONGS Þú færð vinsælu bláu ullarnærlötin hjá okkur. Sendum í póstkröfu. Þ. Björgúlfsson hf., Hafnarstræti 19, 600 Akureyri. Sími 96-25411. Fax 96-12099. Þegar tréð hefur jafnað sig er komið að því að setja það í vatns- fót. Oft þarf að fjarlægja nokkrar greinar neóst af stofninum og svo á að saga um það bil 5 cm sneið neðan af honum. Margir sjóða síð- an stúfínn, tálga börkinn af honum og stinga honum niður í sjóðandi vatn í 10 mín. Með þessari aðferð opnast fyrir vatnsstreymi upp í tréð en þá er líka vissara að láta aldrei vanta vatn í fótinn. Ef vatnsfóturinn tæmist geta smá loftbólur komist í vökvaæðar stofnsins og valdió ótímabærum dauða trésins. Auk þess má benda á að greni- trjám líkar sérstaklega illa að standa upp við ofn. Best er að velja þeim stað fjarri slíkum hita- gjöfum,“ sagði Sigurður. KLJ 0 * Elstu spumir af jólatrjám koma frá Þýskalandi seint á 16. öld. Til Islands virðast fyrstu jólatrén hafa borist um miðja 19. öld en í blaðinu Þjóðólfi 28. desentber árið 1876 var útskýrt fyrir lesendum hvað átt væri við þcgar talað væri um jólatré. „Jólatré eru náttúrleg grenitré, ckki hærri cn svo að húsrúm leyfi; eru greinamar alscttar vaxkertum og allt tréið alsett stássi og sætindum eins og ódáins-epl- um og aldinum. Þegar bömin hafa dansað og sungið kringum trén og ljósin taka að fölna er gjöfunum skipt upp í milli þeirra. Jólatré má búa til úr spýtum og eini, ef villÁ seinustu áratugum 19. aldar vom víða búin til jólatré enda grcnitré nánast ófáanleg. Oftast var tréstaur festur á fót og á hann vom fcstar álmur, lengstar ncðst en styttri að ofan. Á þcim stóóu kertin cn trén vom oftast máluð græn og skreytt með lyngi eða eini. Einnig voru birkihríslur skreyttar og notaðar sem jólatré. Nú hefur áhugi fyrir þessum heintaunnu jóla- trjám vaknað og smíöuð jólatré, einir og birki, em á ný nýtt til að prýða íslcnskar stol'ur. KLJ Heimild: Saga dagannna, Ámi Bjömsson. Opnunartími matvöruverslana KEA Akureyri í desember utan heföbundins opnunartíma Hrísalundur Byggðavegur Sunnuhlíð Nettó Laugardagur 17. des. 10.00-22.00 10.00-22.00 10.00-22.00 10.00-22.00 Sunnudagur 18. des. 13.00-17.00 10.00-22.00 13.00-17.00 12.00-17.00 Fimmtudagur 22. des. 10.00-22.00 09.00-22.00 09.00-22.00 10.00-22.00 Föstudagur 23. des. 10.00-23.00 09.00-23.00 09.00-23.00 10.00-23.00 Aðfangadagur 09.00-12.00 09.00-12.00 09.00-12.00 09.00-12.00 Sunnudagur 25.des. Lokað Lokað Lokað Lokað Mánudagur 26. des. Lokaó 13.00-22.00 Lokað Lokað Þriðjudagur 27. des. Lokað 10.00-22.00 Lokað Lokað Gamlársdagur 09.00-12.00 09.00-12.00 09.00-12.00 09.00-12.00

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.