Dagur - 20.12.1994, Síða 2

Dagur - 20.12.1994, Síða 2
2 B - DAGUR - Þriðjudagur 20. desember 1994 „Mitt mat á andlegum og ver- aldlegum gildum hefur breyst “ - segir séra Jón Helgi Þórarinsson á Dalvík, sem dvalcLi í eitt ár í Skotlandi við nám Það að taka sig upp með fjölskylduna og fara í nám erlendis er ef- laust draumur margra en efndirnar verða oft ekki í neinu sam- ræmi við það. Sumir fá leyfi frá störfum tfmabundið til að sækja endurmenntun og oft er sú endurmenntun þess eðlis að hennar verður ekki aflað nema erlendis. Meðal þeirra starfsstétta sem í vaxandi mæli hafa sótt endurmenntun eða í einhvers konar fram- haldsnám erlendis eru prestar sem hafa ákveðinn „kvóta“ og geta þeir sótt um námsleyfí samkvæmt ákveðnum reglum, bæði þriggja, sex og níu mánaða Ieyfi og halda á meðan grunnlaunun- um. Séra Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur á Dalvík, tók sig upp haustið 1993 og hélt til Skotlands með Qölskylduna og sótti þar nám í guðfræðideild Edinborgarháskóla. Eiginkonan, Margrét Einarsdóttir, sem er kennari að mennt, sótti nám í Glasgow, en synirnir, Hilmar 11 ára og Friðjón 7 ára, sóttu nám við ríkisrekinn barnaskóla. Fjölskyldan fór svo af landi brott fyrrihluta ágústmán- aðar. Sr. Jón Helgi var ynntur eftir því hvort svona námsferð til Skot- lands ætti sér ekki langan aódrag- anda. „Jú, við vorum búin að hugsa um þann möguleika í allmörg ár að ég færi út í framhaldsnám og fyrir þremur árum ákváðum við að skella okkur út. Við höfóum haft uppi áætlanir um að fara út haustið 1992 en þá hafði ná- grannapresturinn, sr. Svavar A. Jónsson í Olafsfirði, fengið náms- leyfi og var á leió til Þýskalands, svo þaó kom ekki annaó til greina en ég þjónaði fyrir hann á meðan. Á sl. ári þjónaói hann svo fyrir mig meóan ég dvaldi í Edinborg. Það eru bara stærstu prestaköll landsins sem fá aukamann til aó leysa prestinn af í námsleyfi. Ég var farinn út áður en sr. Svavar kom heim frá Þýskalandi þannig aö viö tókumst ekki einu sinni í hendur, hann á leið til landsins en ég út úr því. Ég hafði hug á því að læra um kirkjumúsík, hvernig kirkjutónlist snertir helgihaldið og eins að læra um helgihald. Ég hafði skrifað nokkrum háskólum þar sem ég sóttist eftir að flétta saman nám í guðfræðideild og viö tónlistar- deild háskóla. Bestu svörin komu frá Edinborgarháskóla. Þessi skóli hefur mjög alþjóðlegt yfirbragð og þeir leggja mikið kapp á að fá til sín nemendur frá löndum utan Evrópubandalagsins, t.d. frá Asíu- löndum, en þeir greiða þrisvar sinnum hærri skólagjöld en þeir sem koma frá Evrópubandalags- löndum. í skólanum er stór deild um trúarbragafræði þar sem farið er m.a. í miklar samræður við músl- íma og þeirra viðhorf, þannig að önnur trúarbrögó fá sanngjarna umfjöllun. Þarna koma nemendur frá Asíu- og Afríkulöndum þar sem íbúamir aðhyllast að stærst- um hluta önnur trúarbrögö en kristni. Ég lærði þarna helgisiðafræði og einnig um keltneska kristni frá árinu 500 til um 1200, og var sér- staklega að rannsaka áhrif þeirra á Island. Það er ljóst að Papar komu hingað til lands á undan Norð- mönnum og voru komnir hingað um árið 800. Það var mjög gaman að reyna að fínna út þeirra menn- ingu og t.d. er viðurkennt að ástæða þess aó íslendingar hófu að skrifa bækur er vegna áhrifa frá írum en ekki frá Skandinavíu, enda eiga Skandinavar engar bæk- ur frá þessum tíma. I tónlistarháskólanum beindi ég athyglinni að sögu kirkjutónlistar- innar og skrifaði að lokum mast- ersritgeró út frá því verkefni og skilaði henni áóur en ég kom heim aftur,“ segir sr. Jón Helgi Þórar- insson. Endurnýjun þekkingar á kirkju og kristnilífi - En hvað er íslenskur prestur að gera til Skotlands til að læra um írska kristni eða hvað Keltar voru hugsanlega að gera hér á landi fyrr á öldum? Er námsleyfi fyrst og fremst fyrir prestinn eða kemur nám hans söfnuóinum að einhverju leyti til góða? „Eg held hvoru tveggja og þetta er endurnýjun fyrir prestinn, einnig fjölskylduna að vissu marki. Eiginkonan stundaði einnig nám, fór til Glasgow þrisvar til fjórum sinnum í viku, og nam notkun á tölvum í skólastarfi, en aðallega kennsluaðferð, svokall- aóa söguaðferð og strákarnir fóru í skóla og lærðu tungumálið ásamt ýmsu öðru að sjálfsögðu. Við hugsuðum þetta sem tækifæri til að sjá eitthvaó nýtt, ég endurnýj- aði þekkingu mína gagnvart kirkju og kristnilífí og hvaö aðrar þjóðir eru að gera. Ég hafði áður starfað í sálma- bókanefnd og þarna náði ég mér í meiri menntun til að sinna því starfi mínu betur og því var tón- listarþátturinn mér mikilvægur í náminu.“ Breytt mat á veraldlegum gildum „Þaó var mér mjög mikilvægt að losna frá íslandi í eitt ár og geta horft til baka og metið rólega úr fjarlægð hvað er að gerast á ís- landi í allt öðru ljósi. Maður verð- ur líka fyrir öðrum áhrifum, m.a. það kviknuðu hjá manni margar spurningar í háskólanum, því ég sótti fyrirlestra um fjölbreytileg elni, um kristniboó, menningu, trú, stjórnmál og fleira. Mitt mat á andlegum og veraldlegum gildum breyttist í Skotlandsdvölinni. Fólk í Skotlandi hefur á margan hátt annað mat á verómætum og gild- um en hér eru og það var öllurn í fjölskyldunni lífsreynsla. Það ger- ir miklu minni kröfur til ytri þátta og margt hér er mikill hégómi og fer stundum út í öfgar. Það er mikið óþarfa prjál í kringum marga hluti hér, ekki síst þjónustu banka. I skoskum bönkum eru ekki vélar til að telja smámynt og þjónustan gengur oft mjög hægt fyrir sig en er oft ódýrari. Það ríkir gífurleg, raunar óþol- andi stéttaskipting í Skotlandi. Sá sem er kominn af verkamannafjöl- skyldu verður ekki menntaður, það er ekki ætlast til þess, og ræst- ingakonan talar t.d. ekki við pró- fessora háskólans. Islensk kona, doktor, sem kennir við háskólann bauð ræst- ingakonunni í kaffi, en hún varö Sendum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum okkar bestu jóla- og nýársóskir Þökkum viðskiptin á liðnu ári. »» Skandia Geislagötu 12 - Sími 12222. Óskum viðskiptavinum svo og landsmönnum öllum gleðilcgtA jóU og farsældar á nýju ári. Laufásgötu - Akureyri - Sími 96-26300. Sendum Akureyringum og öðrum Norðlendingum bestu jóU- og nýárstoeðjur með þakklæti fyrir stuðninginn á árinu. Iþróttafélagið Þór Hamri - Sími 12080. Óskum viðskiptavinum okkar ivs og friðar Þökkum fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Garðyrkjustöðin Grísará Sími 96-31129

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.