Dagur - 20.12.1994, Síða 4
4 B - DAGUR - Þriðjudagur 20. desember 1994
. rÆoa/H//u'/a/tt/aÁ/rÁýa
Hvammstangakirkja
eftir teikningu I. Birnu Steingrímsdóttur
á nýju jólakorti kirkjunnar.
Sr. Kristján Björnsson,
sóknarprestur
á Hvammstanga.
g rita ykkur hugvekju þessa á messudegi heil-
ags Nikulásar. Það eitt vekur upp góðar hugs-
anir og leiðir reyndar hugann að því hvernig
við búum okkur undir jólin á viðeigandi hátt.
Nikulás var góður maður, sem snaraði á herð-
arnar rauðri skikkju ár hvert þann 6. desem-
ber. Gekk hann síðan um götur borgar sinnar,
gaf börnum gjafir og gerði öðrum gott með
viðmóti sínu og blessunaróskum til hœgri
handar og þeirrar vinstri. Ekki vann hann
þetta verk sjálfum sér til hagsbóta, heldur var hann að benda öðrum á Jesú.
Fingur hans hafa sjálfsagt verið gulli prýddir af því að hann var biskup, en
hann benti þó á það gull, sem glóði enn meir í annars köldum heimi.
Síðar varð hann helgaður sem verndari allra sjófarenda. Það land, sem gerði
hann að sínum helgasta votti, var Rússland og œttum við œvinlega að leiða hug-
ann að því þegar málefni rússneskra sjómanna ber á góma framvegis. Þeir
hljóta að hafa hann stöðugt fyrir augum og til aðstoðar á miði sínu. Og þar sem
þessi heilagi maður er verndari barna um víða veröld, hljótum við einnig að
leiða hugann að kjörum barna í fátœkum héruðum og borgum Rússlands eða
annars staðar í heimi. Eg lœt sjáljur hugann reika til þeirra barna sem við höf-
um kynnst í sjón á myndum hjálparstofnana og fréttastofa. Þá eru þessir tíð-
indamenn að benda okkur á tœrt ungbarnstárið, sem fallið hefur í rykuga götu
stríðshrjáðra þjóða eða ef til vill í skyndilegri vatnsþurrð undir sjóðheitri mið-
jarðarsól og samfelldri hungurtíð. Þrátt fyrir tárið er auglit barnsungans œtíð
fyllt von og trausti í garð okkar hinna. Og þá rifjast það upp í leyndu hugarskoti
að auðvitað erum við öll verndarar barnanna. Er það ekki okkar helgasta hlut-
verk í lífinu að hlýða því sem Frelsarinn sagði um börnin. Við eigum ekki að
banna þeim aðgang að sœluríkinu - hvorki hér á jörðu né á himni. Við eigum að
leyfa þeim að koma til hans. 1 því tilliti er enginn munur á hvítum manni eða
þeldökkum, háttsettum oddvita sinnar sveitar eða stéttlausum unglingi Indlands.
Og þá komum við aftur að heilögum Nikulási, sem í Ameríku er kallaður
Santa Claus afþví að heitið hafði afbakast áður en það barst með skipifrá Hol-
landi fyrr á öldum vestur um haf. I Niðurlöndunum er hann því enn kallaður
Sinta Claus, í stað Saint Nicholas frá Myra. En tákn þessa Myramanns er ennþá
þrír sekkir afgulli. I helgisögnum er frá því greint að hann hafi gefið þessa þrjá
sekki gulls til lausnargjalds fyrir þrjár unglingsstúlkur, sem taka átti af lífi í of-
sóknum á hendur kristnum mönnum á sínum tíma. Það er ekki einvörðungu
táknrænt fyrir gjafmildi góðs manns með hvítt skegg, sem arkaði um á svörtum
stígvélum sveipaður rauðri skikkju. Við sjáum hann eins og í goðsögn og það
vekur huga okkar á nýjan leik ár hvert. En fyrst og fremst eru gullsekkirnir þrír
og gjafmildin tákn fyrir baráttu hins góða gegn öllu böli og allri kúgun, sem
mennirnir eru skikkaðir til að þola enn um sinn. Og gullin þrjú eru líka táknfyr-
ir þann þríeina Guð, sem er með okkur á göngunni góðu til gleðilegra jóla í lífi
allra manna. Megi þessi Guð okkar milda hörð hjörtu og láta í huga okkar
renna upp mynd af konungi lífsins, er kemur hér til sala og kveður til fylgdar
börnin jarðardala. Það er ekki aðeins að við eigum að leyfa börnunum að koma
til Jesú, heldur eigum við sjálfað huga að þeim. I augliti þeirra sjáum við barn-
ið í okkur sjálfum. í vonaraugum þeirra og einföldu trausti sjáum við vegvísinn
í átt til gleðiríkari tíma í stöðugri trú á Jesú Krist. Og við köllum hann frelsara
heimsins af því að hann hefur þegar borið út sinn gullna kross og reitt þannig
fram lausnargjald fyrir alla menn. Þetta gefur hann okkur alla daga af óþrjót-
andi gnægð sinni og mildi, en ekki eingöngu skömmu fyrir jólahátíð kristinna
manna. Guð gefi þér og þínum gleðiríka hátíð Ijóss og friðar, sem endast má
alla ævidaga þína.
Sendum viðskiptavinum og starfsfóiki okkar
bestu
jóla- og nýávsóskir
Farsælt komandi ár.
Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
Skóverslun M.H. Lyngdal
Hafnarstræti 103 - Sími 23399.
Sendum viðskiptavinum og landsmönnum
öllum bestu óskir um
gleðiteg jól
og farsæld á komandi ári.
Þökkum árið sem er að líða.
Sandblástur og Málmhúðun sf.
Akureyri - Sími 22122.