Dagur - 20.12.1994, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 20. desember 1994 - DAGUR - B 15
boðaliðastarf að ræða hvað það
varðaði í ár.“
Sverrir: „Hvað við erum búin
að merkja marga fugla? Það eru í
kringum 22.000 fuglar sem við
höfum merkt og þeir sem með
okkur eru en auk þess ferðumst
við töluvert um og merkjum fugla
meö öðrum. Til dæmis höfum við
farið á næri hverju ári og aðstoðað
við merkingar í eyjum á Breiða-
fírði. Þar er lljótlegt að merkja
mikinn fjölda. I góðu rituvarpi má
til dæmis merkja 600 fugla á hálf-
um degi það er ansi ólíkt því að
elta uppi mófugla svo dæmi sé
tekið.“
Nú er snjótittlingatíminn
- Hvaða fugla merkið þið?
Þórey: „Viö einskorðum okkur
ekki við neina eina fuglategund
heldur erum við að merkja allt ár-
ið um kring. Núna er til dæmis að
fara í hönd snjótittlingatíminn.
Sverrir: „Við byrjuðum árið
1980 að skrá niður þekkta álfta-
varpsstaói, fyrst í Fnjóskadal og
Ljósavatnsskarði og svo stækkaði
svæðið smátt og smátt. Árið 1982
fórum við að merkja álftirnar en
það var í mjög smáum stíl. Þá
hlupum við ungana upp í mýr-
lendi. Nú handsömum við fuglana
á gúmmíbát á vatni og getum þá
bæði náð til unganna og fullorðnu
fuglanna sem eru í tjaðrafelli.“
- Hvert farið þið til að merkja
álftir?
Þórey: „Stærsti álltahópurinn
sem við merkjum er við Skjálfta-
vatnið í Kelduhverfi. Það er okkar
skemmtun um verslunarntanna-
helgina að fanga álftirnar á
Skjálftavatninu. Við höfum gert
þetta ár eftir ár og höfum náð því
að handsama hvern einasta
ófleygan fugl. En takmarkið er að
merkja við öll álftahreiður í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu. Það eru til
dæmis mjög mörg vötn á heiðinni
ntilli Bárðardals og Mývatnssveit-
ar og þar er álftavarpið sérstaklega
þétt.“
Hér hefur Þórey handsamað brand-
^ ugluunga við Hirkihlíð í Ljósa-
^ vatnsskarði.
maka. Auóvitað merktum við
hann, hann gat ekki verió hring-
laus í þessari sambúð. Ungarnir
hafa svo trúlofast yfir túngarðinn
eins og siður er í sveitum og fugl
við Sigríðarstaði í Ljósavatns-
skarói, sem missti maka sinn, er
nú tekinn saman vió ungan l'ugl úr
Fnjóskadal.“
Ef þú finnur
dauban fugl
„Við hvetjum fólk til að at-
ltuga hvort dauóir fuglar scu
merktir. Ef lesið er á merki lif-
andi lugls, komió þá upplýs-
ingum um þaó á framfæri vió
Náttúrufræóistofnun. Ef þið
finnið merki á dauðum fugli
sendið það ásamt upplýsingum
um dánarstað, stund og orsök
ef vitað er, til Náttúrulræói-
stofnunar, þá fá bæói finnandi
og merkjandi fuglsins scndar
upplýsingar unt fuglinn.“
Veiðimenn og safnarar
- Hver er tilgangurinn með því að
merkja fugla?
Við útbúum gildru til að veiða þá
í og merkjum. Á vorin merkjum
við þresti og auðnutittlinga í
nokkrum skógarreitum."
Sverrir: „I öll þessi ár, síðan ár-
ið 1980, höfum vió skoðað skipu-
lega varpþéttleika hjá skógarþresti
og auðnutittlingi í skógarreitunum
við Víðifell í Fnjóskadal og fyrir
fimm árum bættum vió einu mjög
skemmtilegu svæði við, Végeirs-
stöðum í sömu sveit. Þar leitum
vió að skógarþrasta- og auónutitt-
lingshreiðrum og merkjum unga.“
- Getið þió svo lesið á merkið
á næsta ári?
Þórey: „Ekki á þessum litlu
fuglum, algengsta endurheimtan
er ef fuglarnir finnast dauðir.
Þannig er það með lang flesta
fugla sem eru merktir að það er
fyrst þegar þeir finnast dauðir sem
lesið er á merkið en sumar teg-
undir getur maður tekió á hreióri
ár eftir ár og lesið á merkið."
Lágmarkið er tvær
vorferðir í æðarkolluvarpið
- Hvaða tegundir eru það?
Sverrir: „Það eru til dæmis æð-
arkollur. Á hverju einasta vori för-
um við á varpsvæói æðarfuglsins
innan flugvallargirðingarinnar á
Akureyri. Þar eru hátt í 300 kollu-
hreiður. Auk þeirra er á þessu
svæði stærsta stormmáfsvarp á
landinu, ekki beint við fögnuð
flugvallarmanna enda skiljanlegt,
þetta eru stórir fuglar, sem geta
valdið skaða ef þeir lenda á flug-
vélum. Auk þess er þarna mikið
andavarp og margir vaðfuglar.
Hreiðrin á þessu svæði, aó ós-
hólmum Eyjafjarðarár meðtöld-
um, teljast í þúsundum.“
Þórey: „Æðarkollurnar eru æð-
islega skemmtilegar, þær eru svo
gæfar. Það er hægt aó ganga mjög
nálægt þeim og sumar þeirra gctur
maður tekið með höndunum. Lág-
markið er að komast tvær ferðir á
flugvöllinn á hverju vori, þaó er
alveg ómissandi.“
- Hvert liggur svo leiðin þegar
búið er að heimsækja æðarkoll-
urnar?
Þórey: „Seinni partinn í júní og
í júlí eru það mófuglarnir sem
eiga hug okkar allan. Þá keyrum
við eftir vegum sem liggja í gegn-
um mólendi og Bárðardalurinn
hefur verið okkar besta veiðilenda
í því efni.“
Snarruglað fólk á
hlaupum út í móum
Sverrir: „Þá keyrum við beint á
móts við lóu eóa spóa sem stendur
á varóbergi á þúfu, stoppum reyn-
um að koma auga á ungana og
hlaupum svo eins og fætur toga.“
Þórey: „Þetta er finasta líkams-
rækt og mjög spennandi. Maður
kemur auga á ungana og tekur
sprettinn en ef maður missir sjón-
ar á þeim þá er vonlaust að leita.
Þeir eru svo samlitir að þegar þeir
eru lagstir niður þá er eins og
jörðin hafi gleypt þá.“
Siglt á eftir álftum
- Eru álftamerkingarnar svo næst-
ar á dagskrá?
a Þórcy og systurdóttir hcnnar,
^ Fjóla María, gæta álftarunga
sem bíða mcrkingar cn þcir ólust
upp við Vcisusel í Fnjóskadal.
- Hittiö þið þá sama parið við
sama vatnið ár eftir ár?
Sverrir: „Já, já, lengsta sam-
fellda sagan sem við höfum fylgst
með er saga álfta sem verptu við
Fjósatungu í Fnjóskadal en fluttu
síðan að Kotungsstöðum sunnar í
dalnum. Þar féll annar aðilinn í
valinn fyrir nokkrum árum, fannst
dauður og sú álft sem eftir lifði
A1029 náði sér þegar í nýjan
Sverrir: „Upprunalegi tilgang-
urinn meö fuglamerkingum var að
vita hvert fuglarnir færu á vetuma.
Næsta þrep var að fylgjast með
því hvaó fuglamir yrðu gamlir og
hvort þeir hefðu átthagatryggó.
Nú er verið að rannsaka lifnaðar-
hætti fuglanna almennt og um leið
að nota fuglana sem nokkurs kon-
ar mælikvarða á ástand umhverf-
isins.“
- En hvað er það sem fær ykk-
ur til aó eyða ómældum tíma og
orku í fuglamerkingar?
Þórey: „Það er trúlega sam-
bland af veiðimennsku og söfnun-
aráráttu og við gerum þetta
eingöngu vegna þess að okkur
finnst það skemmtilegt. Fyrir
rúmu ári kom hinsvegar aó þeim
tímapunkti þegar við urðum að
velta því fyrir okkur hvort við ætt-
um að halda áfram að merkja álft-
ir á sama hátt eða setja okkur
markmið og vinna að upplýsinga-
söfnun um álftirnar á okkar svæði
á markvissari hátt.“
Fuglarnir okkar fara víða
„Álftir mcrktar af okkur hafa einkum fundist á Bretlandscyjum, S
Danntörku og Noregi, ungi frá Vcstmannsvatni lannst á Svalbaróa.
Aörir fuglar hafa fundist víöa, til dæmis á Nýfundnalandi, í Rúss-
landi, Portúgal, Frakklandi, Kanada, Belgíu og Þýskalandi.“
^ Þórey Ketilsdóttir
ftp Svprrir
Þriggja ára
rannsóknarverkefni
- Hvað varð til þess?
Sverrir: „Olafur Einarsson líf-
fræðingur, sem er í doktorsnámi
við Bristolháskóla í Bretlandi, er
að bera saman varpárangur álfta
annars vegar í Skagafirói og hins
vegar á Jökuldalsheiði. Svæðið
okkar, Suður-Þingeyjarsýsla, er
svo nokkurs konar vióbótarsvæði
til frekari samanburðar fyrir hann
og við njótum einnig góðs af
rannsóknum hans. Á síðustu árum
hafa Olafur og hans aðstoðar-
menn, sem yfirleitt eru breskir,
komið hingað og unnið með okkur
aö merkingum.
Svo fór að við settum á blað
áætlun um rannsóknarverkefni til
næstu þriggja ára og Ævar Peter-
sen, fuglafræðingur hjá Náttúru-
fræðistofnun, og Olafur Einarsson
sóttu um styrk úr Vísindasjóði til
að reyna að fjármagna verkefnió. í
vor fékkst svo styrkur, 48% af því
sem sótt var um.
Markmiðið með rannsóknunum
er margþætt. Við fylgjumst með
því hvaða álftaróóöl eru í byggð,
hvaða einstaklingar eru á hreið-
ursstöðunum, hver varpafkoman
er hjá fuglunum og hvað gerist ef
álft fellur frá. Það má segja aó
þetta sér vísir að ættbók og sögu
þingeyskra álfta.“
Hringar á lofti
- Hverju breytti þetta fyrir ykkur?
Þórey: „Núna förunt viö ekki
bara að merkja álftir þegar veðrið
er gott og okkur langar til þess,
heldur er unt mánaðar vinnu að
ræða hvernig sem viórar. Þessi
styrkur gerir okkur kleift að ráða
nokkra aðstoðarmenn en þó verð-
um vió að treysta nær eingöngu á
sjálfboðalióa. Hins vegar hefur
aldrei verió vandamál aó fá fólk
til að koma með okkur og merkja
álftir enda er það einstök upplifun
í góðu veðri.“
- Með hvernig merkjum eru
álftirnar merktar?
Sverrir: „Þær fá hringi á fætur,
bæði litmerki sem hægt er að lesa
á með góðum sjónauka og stál-
merki Náttúrufræðistofnunar. Við
erum búin aó nterkja um 1200
álftir."
Sennilega er leitun að hjónum
sem hafa sett upp eins marga
hringa og Þórey og Sverrir. Þeir
skipta tugum þúsunda þó ekki séu
þeir úr glóandi gulli. Nú eru það
snjótittlingarnir sem eiga hug
þeirra allan og fuglaforritið í
heimilistölvunni. En þegar
skammdegió kveður og fyrstu
fréttir berast af fljúgandi vorboð-
um styttist í stefnumót þeirra við
æðarkollur, spóa, þresti og álftir.
Skyldu þeir allir koma í Aóaldal-
inn í sumar, ungar frjósömu álftar-
innar við Vestmannsvatn? KLJ