Dagur - 20.12.1994, Side 16

Dagur - 20.12.1994, Side 16
16 B - DAGUR - Þriðjudagur 20. desember 1994 Árið 1979 var húsið „Caroline Rest“ í Grófargili á Akureyri rifíð. Saga þessa húss var afar merkileg, ekki síst á fyrstu árum þess. En hverskonar bygging var „Caroline Rest“ og hvaða hlutverki gegndi húsið? í eftirfarandi samantekt verður leitast við að svara þessari spurningu jafnframt því að varpa ljósi á athafnamanninn og mannvininn, George H. F. Schrader, sem lét reisa „Caroline Rest“. Heimsborgarinn Schrader Heiðurinn af byggingu „Caroline Rest“ átti þýskur maður, George H. F. Schrader að nafni. Hann mun hafa flust til Bandaríkjanna ungur að ár- um og fengist við kaupsýslu í New York. Sagan segir að Schrader hafi famast vel vestra og auðgast umtals- vert. Vitað er að Schrader lét mikiö fé af hendi rakna til líknarsamtaka, m.a. var hann einn af stofnendum eins konar fátækrahjálpar (Society for Improving the Condition of the Poor). Schrader mun hafa búið í Banda- ríkjunum í ein 35 ár en það var sum- arið 1912 sem hann kom til Akur- eyrar. Aldrei fékkst skýring á því af hverju Schrader áði á Ákureyri. Schrader settist að á Hótel Akur- eyri og bar sig ríkmannlega. Sam- kvæmt frásögn Huldu Á. Stefáns- dóttur í endurminningum hennar lét Schrader sér ekki duga eitt herbergi. Hún segir að hann hafi tekið á leigu tvö stór og björt herbergi í suðaust- urenda hótelsins meö gluggum í suður og austur. Schrader hafi verið borinn matur og drykkur þegar hon- um hentaði og hann gert þá kröfu til Vigfúsar Sigfússonar verts á Hótel Akureyri að ætíð væri tiltækt kampavín ef hann langaði að veita gestum sínum slíkar guðaveigar. Bæjarbúar litu upp til Schraders. Yfirbragð hans var slíkt að greini- legt var að hann var í góðum efnum en jafnframt alþýðlegur. Skjól fyrir hesta Schrader hafði ekki búið lengi á Ak- ureyri þegar hann gerói athugasemd- ir við aðbúnað hesta sveitamanna þegar þeir áttu erindi í kaupstaöinn. I þá daga var hestunum komið fyrir í rétt á meðan húsbændumir útréttuðu og aðbúnaðurinn, ekki síst í slæmum veðrum, var oft heldur bágborinn. Þetta fannst Schrader ekki nógu gott. Hann sendi bæjarstjóm Akur- eyrar bréf í júlí 1913 og fór þess á leit við hana að fá lóðina bak við Kaupfélag Eyfiróinga til þess að byggj'a þar hesthús með gistiaðstöðu fyrir bændur og ferðamenn. Þá lóð fékk Schrader ekki og var vísaó til þess aó þar ætti að rísa haf- skipabryggja. Honum var gerð grein fyrir því að hann gæti fengið lóðina í „brekkunni fyrir ofan sláturhúsið“. Schrader sættist ekki á þessi málalok og sendi annaó bréf í ágúst 1913 þar sem kemur fram að hann geti ckki fallist á þessa lóó. Niðurstaða samn- inga við bæjaryfirvöld var að Schra- der fékk lóóina gegnt sláturhúsi KEA í Grófargili. I samningi Schraders við Akur- eyrarbæ um rekstur hesthússins segir orðrétt: „Almenningi skal veittur kostur á að nota hesthúsið. Enga borgun má taka fyrir að skýla hest- um þar að deginum en borgun má taka fyrir að hafa hesta þar að nótt- unni og skal sú borgun ákveðin eftir samkomulagi beggja aóila þessa samnings." Tímamótahesthús í grein Sigurðar Sigfússonar í tíma- ritinu Súlum, fyrra hefti 1976, „Ge- orge H. F. Schrader og Caroline Rest“, kcrnur fram aö Schrader hafi fengið Sigtrygg Jónsson, bygginga- meistara, til þess að hafa umsjón með framkvæmdum. Fyrsta áfanga, sem fólst í því að reisa hesthús fyrir átján hesta á stalli og loft þar yfir sem nota átti sem svefnpláss, var lokið þann 16. desember 1913. I öðrum áfanga var hesthúsið stækkað þannig að það tæki 130 hesta á stalli, herbergi voru innréttuð á hæðinni ofan á fyrsta áfanga með rúmum fyr- ir tuttugu manns og einnig eldunar- AfScbrader og Caroline ▲ Schrader fannst ekki nógu gott að láta hcstana standa úti í öllum veðrum og þess vegna ákvað hann að byggja „Caroline Rest“. Mynd: Minjasafnió á Akureyri. þar sem ungum stúlkum var kennd matreiðsla og kvenlegar dyggðir. Einnig héldu þeir Steingrímur Matt- híasson, læknir, og Sigurður Einars- sonar, dýralæknir, fyrirlestra um heilsufræði manna og dýra. Schrader lét til sín taka í útgáfu- starfsemi. Hann kostaöi útgáfu á matreiðslubók eftir áðurnefnda Jón- innu Sigurðardóttur og sömuleiðis gaf hann út lítió kver í íslenskri þýð- ingu Steingríms Matthíassonar sem hlaut nafnið „Heilræði fyrir unga menn í verzlun og viðskiftum“. Ágóði af sölu þessa kvers rann til styrktarsjóðs fátækra sjúklinga við sjúkrahúsið á Akureyri. Þriðja bókin sem Schrader gaf út var „Hestar og reiðmenn á Islandi“ sem mun vera fyrsta bókin sem kemur út á íslandi og fjallar eingöngu um þarfasta þjóninn. Ágóðanum af sölu þessarar bókar, sem þótti um margt stórmerkileg, var skipt á milli „Caroline Rest“ og sjúkrahússins á Akureyri. Ýmislegt gert fyrir börnin Heimildum ber saman um að Schra- der hafí verið einstaklega góóhjart- aður maður en jafnframt sérstakur persónuleiki. Það segir meira en mörg oró að hann réð atvinnulausa menn í vinnu, sem höfðu fyrir stór- um bamafjölskyldum að sjá, og grciddi þeim laun fyrir að dytta aó ýmsu fyrir sjálfan sig og aóra. Og barngóður var hann. Hulda Á. Steíansdóttir segir frá því í endur- minningum sínum aö Schrader hafi oft fengið lánaða hesta og lofað krökkunum að skrcppa á bak. Þá Óhætt er að segja að þctta hcsthús hafi verið hrcin bylting og segir sag- an að þetta hafi verið flottasta hesthús á landinu þegar það var tekið í notkun. ^ Mynd: Minjasafnið á Akureyri. Rest hafi hann haldið jólatrésskemmtun í Samkomuhúsinu og boðið fjölda bama til jólafagnaðar. Schrader keypti stórt jólatré, alsett kertaljós- um og alls konar skrauti og pokum með sælgæti. Orðrétt segir Hulda í öðru bindi æviminninga sinna: „Fékk Schrader mig til að spila sálma og alls kyns bamasöngva fyrir bömin, meðan þau gengu kringum jólatréð. Voru þetta minnisstæðar skemmtanir fyrir bömin á Akureyri. Mörg þeirra höfóu aldrei séð, hvað þá átt jólatré, en vissu, að þau voru til í einstaka húsi hjá efnafólki. Mikil gleði ríkti meðal boðsgestanna á þessum sam- komum, en einna glaðastur var þó veitandinn, þessi einmana maður, sem öllum var ókunnur." Síðan segir Hulda: „Þá fann hann upp á því á vetrum, þegar snjór var yfir öllu og Pollurinn ísi lagóur, aó fá sér sleða með sætum sem kallað- ist „kani“, og fékk svo Jósep keyrara eða Jón Bæring til að aka sér um götur bæjarins eða eftir ísnum á Pollinum. Krakkamir í bænum vissu þá, hvers kyns var. Þau hópuðust á eftir sleðanum, en gamli maðurinn var birgur af karamellum og súkku- laðimolum, sem hann hafói vafið innan í bréf, og ef til vill fleira góð- gæti. Stráði hann þessu á snjóinn eða ísinn, og krakkarnir tíndu það eins og ber af lyngi og réðu sér ekki fyrir kæti. Svona var þessi útlend- ingur öðruvísi en allir aðrir.“ Höfðingleg gjöf Með gjafa- og afsalsbréfi þann 23. mars 1915 gaf Schrader Akureyrar- bæ „Caroline Rest“. Gjöfin var bundin ákveðnum skilyrðum. Fram kemur í bókun bæjarstjómar Akur- eyrar aó bæjarfulltrúar hafi sam- þykkt skilmála Schraders og lofað að halda þá, en þeir voru að „Caro- line Rest“ væri ekki rekin sem gróðafyrirtæki, heldur sem góð- aðstöðu. í þriðja og síðasta áfangan- um, sem var lokið 16. desember 1914, var bygging hlöðu og geymslu fyrir rciðtygi. Ekki er ofsögum sagt aó bygging þessa hesthúss hafi markað tímamót hér á landi. Það hafði sem dæmi ekki áóur þekkst að hestamir væru bundnir hver á sinn stall og það var líka sérstakt að hland hestanna rann niður í sérstaka áburðargryfju. Þá vom gluggar hesthússins fyrir ofan hestana og þannig gustaöi ekki inn á þá. Schrader gaf þessu nýtískulega hest- og gistihúsi nafnið „Caroline Hcsthús og gistihús „Caroline Rest“ í Grófargili eins og það leit út snemma á öldinni. Mynd: Minjasafnið á Akureyri. Rest“ í höfuðið á móður hans. Hús- inu var tekið fagnandi og notkun þess var gífurlega mikil strax fyrsta árið. Athafnamaðurinn Schrader Auk þess aö hýsa hesta og fólk var fjölbreytt starfsemi í „Caroline Rest“. Á fyrstu mánuðum hússins rak Schrader þar matreiðsluskóla undir stjóm Jóninnu Sigurðardóttur

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.