Dagur - 20.12.1994, Page 19
í Kolkuósi um aldamótin 1900
Efri röð (frá vinstri): Óli Blöndal, Hartmann Ásgrímsson, Ásgrímur Pétursson, Björn Guðmunds-
son. Ekki er vitað hverjir eru á endunum í neðri röðinni en fyrir miðju eru Erlendur Pálsson og Jón
Erlendsson.
ætíð flaggað á fánastöng áfastri
verslunarhúsinu með félagsfána
en á fánastöng upp af sláturhúsinu
með þjóðfánanum. Hartmann lét
smíða allstóra trébryggju, sem
uppskipunarbátar tveir, sem hann
lét smíða og báru 3 til 4 tonn, gátu
lagst við. Þá lét hann smíða þrjá
árabáta, einn fjóræring og tvo sex-
æringa. Annan þeirra átti hann
með Jóni Sigfússyni, bátasmið og
formanni. Þessa báta gerði Hart-
mann lengst af út. Tvo pramma
átti hann, annan fjórróinn, hinn
minni tvíróinn, sem aðallega var
notaður til að ferja ferðamenn yfir
árósinn, sem flestir komu verslun-
arerinda og var aldrei tekin
greiðsla fyrir.
Sláturhúsið var oft notaó til
samkomuhalds, sem hrepþsbúar
stóöu fyrir, dansskemmtana og
leiksýninga. Einnig var loftið búið
ýmsum leikfimisáhöldum, sem
nærsveita unglingar fengu aó
njóta.
Allt fram til ársins 1930, mun
Kolkuósshúsið hafa verið eitt af
stærri húsum sveitarinnar. Þar var
oft fundað og stærri samkvæmi
haldin.
Þessi litla uppritjun af Kolku-
ósi, beinir huga mínum til þess að
á þessum staö væri hægt að
byggja upp svipmynd af sveita-
verslun eins og hún var á síðari
hluta nítjándu aldar allt fram að
miðri þessari öld.
Ef til vill gætu sögufróðir menn
og sagnfræðingar, fundið heimild-
ir, sem gætu varpað sögulegu
samhengi vió sögu hins fornfræga
staðar Hóla í Hjaltadal.
Samantekt:
Ásgrímur Hartmannsson.
Heimildir: „Landnámsbók“, „Bæirnir byggj-
ast“ eftir Pál Líndal, bls. 59. „Skagfiróinga-
bók" 12. hefti, bls. 12, „Aldnir hafa oróið", Er-
lingur Davíósson skráói 1981, bls. 11-12,
„Skagfirskar æviskrár", 2. bindi, bls. 124, 125
og 126.
UR ÞJÓÐSÖCUM JÓNS ÁRNASONAR
Sögur afálfum á jólanótt:
Bóthildur drottning
A jólaaftan var það einu sinni að
Melum í Hrútafirði að barið var
að dyrum og er komið var út
stóð þar skrautbúin kona er
beiddist gistingar. Þá bjó sýslu-
maöur að Melum og sagði hann
það heimilt. Hún var spurð að
nafni og sagðist hún heita Bót-
hildur en ekki vildi hún segja
hvaðan hún kæmi eða hvaðan
hún væri upprunnin. Hún var þar
um nóttina og var ein heima er
annað fólk gekk til tíóa en um
morguninn er fólkið kom heim
hafði það aldrei séð bæjarhús
eins prýðileg, öll þvegin og sóp-
uó og allt undirbúið er til þurfti
að taka. Bauð sýslumaður henni
þá þar að vera lengur og gjörðist
hún ráóskona fyrir búi hans og
fór henni þaó vel úr hendi.
Næsta jólaaftan fór allt fólk til
tíða nerna Bóthildur en þegar
fólkið kom hcim um morguninn
sá það að hún var hrygg mjög og
grátin en ekki bar á því endra-
nær.
Þrióju jólanóttina var hún ein
eftir heima og langaði þá smala-
dreng sýslumanns er Guðmund-
ur hét að vita hvað hún hcfðist
að og gjörði sér upp veiki er
hann var kominn á stað og snéri
heim aftur. Hann átti hulins-
hjálmsstein og tekur hann nú í
hönd sér og gengur inn í bað-
stofu. Sér hann þá að hún býr sig
í skart mikið og þykist hann
aldrei hafa séð jafnfallegan bún-
ing. Síóan tekur hún grænt klæði
upp úr kistu sinni og gengur út.
Guðmundur fer á eftir henni
þangað til þau komu að vatni
einu, þá breiðir hún klæðið á
vatnið og stígur á. Guðmundur
kemur sér á horn klæðisins og
síga þau nú niður; þókti honum
sem þau væðu reyk niður eftir
jörðinni þangað til þau komu á
völlu fríða. Þar lcit hann standa
borg fríða og háreista og kirkju
með háum turni. Bóthildur geng-
ur til borgarinnar og ‘var henni
þar vel fagnað. Sá er Guðmundi
sýndist þar æðstur og allir aðrir
lutu tók hana í fatig sitt og kyssti
hana sem konu sína og þrjú börn
heilsuðu henni sem móóur sinni.
Allir urðu glaðir er þeir sáu Bót-
hildi og báðu hana vera vel-
komna. Þar næst var gengið í
kirkju og fór þar fram tíóagjörð
ein og hjá kristnum mönnum.
Börn Bóthildar gengu milli stóla
og léku sér að þremur gullhring-
um en hiö yngsta missti sinn
hring og fannst hann eigi en því
var svo farið að Guðmundur
hafói tekió hann upp og geymdi
hjá sér. Þegar gengið var frá tíð-
um var sest til borðs og settist
Bóthildur í hásæti hjá manni sín-
um. Var þar vel veitt og vel
drukkið en er lcið aö dægramót-
um stóð Bóthildur upp og kvað
tímann vera kominn til að skilja.
Urðu þá allir hryggir en þó eink-
um maður hennar. Kvaddi hún
þá alla en maðurinn gekk með
henni á leið og taldi sér margar
raunatölur að þeim væri samvist-
um synjað og aó nú mundu þau
sjást í seinasta sinnið. Síðan
kvöddust þau með miklum
harmi. Steig hún þá á klæðið og
Guðmundur með og fóru upp
sömu leið og áður. Gengur hún
síðan heim að Melum og klæðir
sig úr skrúðanum og tekur til
starfa og var hún búin að undir-
búa allt eftir vanda er kirkjufólk-
ið kom heim. Guðmundur kemur
líka heim og spyr sýslumaður
hann hvar hann hafi verið. Hann
kvaðst hafa verið að kanna neðri
byggðir. Sýslumaður spyr
hvernig á því stæði. Hann kvaðst
hafa verið að fylgja ráóskonunni
hans. Síðan segir hann upp alla
söguna og hlýddi Bóthildur á
meöan en að lyktum spyr hún
hann hvort hann geti sýnt þess
nokkur merki að þann segi hér
satt frá. Dregur hann þá upp
hringinn og sýnir henni. Veróur
þá Bóthildur glöó og segir: „Þú
hefur satt sagt og á ég þér mikið
gott að launa. Ég var áður
drottning í álfheimum þangað til
valva ein lagði það á mig að ég
skyldi hverfa og vera með
mennskum mönnum og ekki fá
að koma í álfheima nema á jóla-
nóttina og skyldi ég ekki úr
þeim álögurn leysast fyrr en ein-
hver mennskur maður yrði svo
djarfur að fara með mér ofan
þangað. Nú hefur þú leyst mig
úr álögum þessum og skal þér
ríkmannlega launað.“ Síðan
kvaddi hún sýslumann og allt
heimafólk og hvarf á braut.
Nóttina eftir kom hún í draumi
til Guðmundar og gaf honum
ógrynni fjár og margar gersemar
og lá það á koddanum hjá hon-
urn er hann vaknaði. Síðan
keypti hann sér jörö, kvongaðist
og varð hipn mesti gæfumaður.
Sendum öllum
viðskiptavinum okkar svo og
öllum landsmönnum bestu
jóU- og nýárs
kneójur
bökkum viðskiptin.
BennyJensen
Kjötvinnslan Lóni v/Akureyri - Sími 21541.
Óskum öllum viðskiptavinum okkar
og farsældar á komandi ári
Pökkum viðskiptin á árinu.
Furuvöllum 15 - Símar 22333 & 22688.
Sendum sjómönnum, Qölskyldum þeirra og
öðrum landsmönnum hugheilar
♦rl . r r
Akureyrarhöfn
Oddeyrarskála v/Strandgötu
Sími 26699.
Óskum viðskiptavinum okkar og starfsfólki
gleðilegrA jóU
og gæfu á komandi ári.
Sparisjóður Glæsibæjarhrepps
' Brekkugötu 9 - Sími 21590.
Óskum viðskiptavinum okkar
svo og öllum landsmönnum
og farsæls komandi árs.
Vélsmiðja Steindórs hf.
Frostagötu 6a - Sími 23650.