Dagur - 20.12.1994, Qupperneq 33
Þriðjudagur 20. desember 1994 - DAGUR - B 33
Hefur þú bitt
Gísla á Hofif
Hann fæddist árið 1920 í
Sauðanesi á Ásum og man tím-
ana tvenna en er ekki síður
barn nútímans en hámenntuð
ungmenni í blóma Iífsins.
Sennilega er hann í blóma lífs-
ins þótt 74 ára sé. Hann er eld-
hugi sem ávallt hefur verið á
undan sinni samtíð, einstak-
lingur sem hefur verið óhrædd-
ur að takast á við kreíjandi
verkefni og horfa fram á veg-
inn. Hann heitir Gísli Pálsson,
býr í kúluhúsi frammi í Vatns-
dal og þeysist um landið þvert
og endilangt á svörtum jeppa,
með farsímann á eyranu, milli
þess sem hann bregður sér til
útlanda. Um þessar mundir er
hann nýkominn frá Þýska-
landi, fór þangað með nokkrar
bækur.
Gísli ólst upp í Sauóanesi
í stórum systkinahópi.
Hann giftist Vigdísi
Ágústsdóttur árið 1949
og flutti á næsta ári í
Hof og þau hjónin bjuggu þar
fyrstu árin í félagi við föður Vig-
dísar, Ágúst Jónsson. Nú hefur
Jón sonur Gísla tekið við búinu á
Hofi. Hann ræktar reiðhesta og
eru auk þess með sauðfjárbú.
Vigdís og Gísli búa í kúluhúsi
sem þau byggóu heima á Hofi og
sinna sínum hugðarefnum. Hjá
Gísla snúast dagarnir um bókaút-
gáfu en Vigdís er mikil garðrækt-
arkona og hannyrðakona. Hún
gerir meðal annars gjarðir, upp á
gamla mátann, úr hrosshári og
þær eru eftirsóttar til gjafa.
- Gísli, hvernig er að búa í
kúluhúsi?
„Ég vildi svo sannarlega ekki
búa í kassahúsi aftur. Húsió á Hofi
er byggt fyrir okkur hjónin tvö og
því ekki stórt en þetta form gefur
mikla möguleika. Kúluhús eru
mjög hugguleg og auk þess er það
sparnaður í kyndingarkostnaði að
búa í svona húsi. Sólin skilar sínu
í átta mánuði á ári og kostnaður
vegna upphitunar yfir árið er því
mun minni en gerist í kassahús-
um. Ég ráðlegg fólkinu í sveitum
landsins, sérstaklega þar sem ekki
er aðgangur að hitaveitu, hiklaust
að byggja kúluhús. Svo færir
kúluhúsið íbúana líka nokkrum
gráðum sunnar, nær miðbaug, þaó
er ekki dónalegt að sitja þar í sól-
inni.“
- Nú er nýkomin út bókin
Hestar í norðri IV, sem Bókaút-
gáfan á Hofí gefur út. Hvað get-
ur þú sagt mér um þessa bóka-
útgáfu?
„Þannig var að áriö 1988 byrj-
aði ég fyrir hreina tilviljun að gefa
út bækur. Það var haldið ættarmót
í minni ætt og á ættarmótinu var
kosin nefnd til aó sjá um gerð og
útgáfu niðjatals. Ég var í þessari
nefnd en þetta var ætt afa og
ömrnu Þórðar Jónssonar og Guó-
rúnar Björnsdóttur frá Steindyrum
í Svarfaðardal. Endirinn varð sá
að ég sá um að gefa þetta niðjatal
út. Þannig byrjaði bókagerðaræv-
intýrið og í ár gaf ég út þrjár bæk-
ur.“
- Þú byrjaði á niðjatalinu.
Hvaða bók var næst í röðinni?
„Páll S. Pálsson, bróðir minn,
hafði skrifað handrit um Laxá á
Ásum. Ivar Pálsson sonur hans
baö mig að hjálpa sér að koma því
í bókarform og gefa það út. Ég
gerði það og sú bók kom út árið
1989.
Næst gaf ég út bók um Vatns-
dalsá í samvinnu við veiðifélag ár-
innar. Sú bók var gefín út bæði á
íslensku og ensku. Það að gefa ís-
lenskar bækur út á erlendum
tungumálum getur skipt verulegu
máli. Það er til dæmis ekki vafí á
því að þessi bók skilaði betri sölu
á veiðileyfum í ánni.“
- En Hestar í norðri. Er sú
útgáfa ekki viðamikil?
„Þeir eru ekki margir hér á
landi sem láta prenta bækur sam-
tímis á þremur tungumálum og
það er eðlilega nokkuð umfangs-
meira en þegar eitt tungumál er
undir. Þetta er keðja milli höfund-
ar, þýðenda, prófarkalesara og
prentsmiðju. Aó hverri bók koma
höfundar, þýðendur á tveimur eða
þremur tungumálum og prófark-
arlesarar á öllum tungumálunum.
Þessi bókaflokkur varð þannig
til að fyrst gaf ég út bók um
hrossaræktendur í Húnaþingi og
Skagafirði hún kom út árið 1992.
Það var svo vegna áskorana sem
ég fékk frá Eyfirðingum og Þjóð-
verjum sem ég hélt áfram og nú
hefur mér tekist að loka hringnum
og gefa út bækur um hrossarækt-
endur um allt land.“
- Bækurnar koma út á ís-
lensku, ensku, þýsku og jafnvel
norsku. Hvernig gengur mark-
aðssetningin erlendis?
„Ég hef gefið bækurnar út í
samvinnu við hrossaræktendur en
ábyrgðin er mín. Ég sé sjálfur um
alla dreifingu og held utan um
sölu. Ég keyri bókina sjálfur til
verslana allt frá Vík í Mýrdal að
Húsavík enda eru vegirnir svo
góðir nú til dags aö það eru ekki
vandræði að keyra um landið
þvert og endilangt, það er ekki
þaó stórt. Svo fer ég í sölutúra til
Evrópu og fer á hestaþing erlendis
og hérlendis svo sem Heimsmeist-
aramót íslenskra hesta á erlendri
grund og Landsmót hérlendis.
Þaó er ljóst að það er dýrt aó
markaðssetja bækurnar erlendis en
ég er réttu megin viö núllið og þá
get ég haldið áfram.“
- Hverjir eru stærstu kaup-
endurnir erlendis?
„Það eru Þjóðverjar og mín
reynsla er sú að ef Þjóðverjar hafa
áhuga á íslenska hestinum á annað
borð þá er hann þeirra hjartans
mál og þeir vilja vita allt um hann.
Ég veit beinlínis um nokkrar sölur
beint út á bækurnar og í öðru lagi
er mér kunnugt um að erlendir
ferðamenn og jafnvel íslenskir
hafa bækurnar sem nokkurskonar
vegahandbók á ferðum sínum um
landið. Þeir aka milli hrossarækt-
arbúa til að sjá heim á bæina, sem
ef til vill eru heimkynni gæðinga
sem þeir þekkja.“
- Þú hefur gefið þessar fjórar
bækur út á tveimur árum. Var
þetta skemmtilegt verkefni?
„Það skemmtilegasta var að
kynnast öllum þessu fólki og sjón-
armiðum þess. Ég hef hitt flesta
hrossaræktendur sem eru í bókun-
um, líklega eitthvað yfir 300
hrossaræktendur, sem búa víðs-
vegar um landið við mismunandi
aðstæöur og eru á öllum aldri. Það
var mjög skemmtilegt að kynnast
þessum hestamönnum, margir eru
skemmtilegir persónuleikar og
þaö var gott að vinna með þeim.“
- En þú hefur ekki eingöngu
gefið út bækur ætlaðar hesta-
mönnum?
„Nei, auk hestabókanna hef ég
gefió út ileiri niðjatöl en þetta
fyrsta sem var upphafið að bóka-
Gísli Pálsson.
íslenskt
já takk.
Atvinna til
frambúðar
Verkalýðsfélagið Eining
Eyjafirði
útgáfunni. Ég er búinn að gefa út
fimm niðjatöl og núna er ég að
vinna að niðjatali Guðmundar og
Guðrúnar, sem bjuggu eitt sinn á
Gafli í Víðidal.“
- Sú bók verður þá næsta
bók frá Bókaútgáfunni á Hofi?
„Sennilega, en ég er líka að
vinna að útgáfu bókar sem á að
rata í kjölfar bókanna Hesta í
Norðri út um allan heim. Sú bók á
að koma út snemma á næsta ári en
hún fjallar meðal annars um hesta-
nöfn, merkingu þeirra og sögu.“
- Þú hefur líka gefið út kort?
„Já, ég fór út í þaö að gefa út
kort með sérstökum hætti. Þetta
eru kort með mynd af þéttbýlis-
eða sögustöðum meó texta um
staðinn. Textinn er ýmist á ensku
eöa íslensku. Þetta dæmi gengur
ekkert sérstaklega vel en ég er þó
búinn að gefa út kort með mynd-
urn af langflestum þorpum á land-
inu.“
- Gísli, þú varst orðinn ellilíf-
eyrisþegi þegar þú, bóndinn í
Vatnsdalnum, fórst að gefa út
bækur. Var þetta ekkert mál?
„Nei, nei ekki þannig, ég hef
nú fengist við ýmislegt um dag-
ana. En mín skoðun er sú aö þeir
séu of margir sem setjast of
snemma í helgan stein. Það er
ekki spurning að fólk heldur heils-
unni og lífsþróttinum miklu leng-
ur ef það hefur nóg fyrir stafni.
Þess vegna er mjög mikilvægt
fyrir fólk að finna sér eitthvert
áhugamál áður en þaó verður of
fulloróið.
Að mínu mati er best aó söðla
um, velja sér eitthvert annað svið
en það sem haft hefur verið að
ævistarfi. Það er út af fyrir sig
mikill áfangi. Ég er hættur aó
framleiða kindakjöt enda var það
vanþakkað af þjóðinni og nú eru
það bækur sem lífið snýst um,“
sagði Gísli á Hofi. KLJ
Sendum öllum viðskiptavinum okkar
bestu óskir um
gleðikg jól
og gæfuríkt komandi ár.
Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
Hjólbarðaþjónustan
Undirhlíd 2 - Akureyri - Sími 22840.
Sendum öllum Polariseigendum bestu
jóla- og nýárskveðjur.
Pökkum viðskiptin.
Polarisumboðið á íslandi
HjólbarOaþjónustan
Undirhlíð 2 - Akureyri - Sími 22840.
Óskum Eyfirðingum svo og landsmönnum öllum
og farsældar á nýju ári
Eyjafjarðarsveit