Dagur - 30.12.1994, Blaðsíða 3

Dagur - 30.12.1994, Blaðsíða 3
Föstudagur 30. desember 1994 - DAGUR - 3 FRETTIR Áramótabrennur 1994/1995: Flugeldum skotið og kveikt á blysum í Hvanneyrarskál -tvær brennur á Akureyri og einnig í Mývatnssveit Tvær brennur verða á Akureyri um þessi áramót. Önnur verður á Bárufellsklöppum á vegum íbúa í nágrenninu og verður kveikt í henni klukkan 20.00. Hin verður í Réttarhvammi sunnan Gúmmívinnslunnar á vegum Ferðaklúbbsins 4X4 og Frostrásarinnar. Einnig verður kveikt í þeirri brennu klukkan 20.00 og skömmu síðar munu fé- lagar í Karlakór Akureyrar- Geysi leiða Qöldasöng. Flugelda- sýning á vegum Hjálparsveitar skáta verður klukkan 20.30. Skátasveitin Ævintýrið mun sjá um að mynda ártalið 1994 í Vaðlaheiðinni um miónætti á gamlárskvöld með logandi kyndl- um og síðan ártalið 1995 þegar nýja árið gengur í garð. I Eyjafjarðarsveit veröur ára- mótabrenna á vegum áhugamanna rétt austan Miðbrautarbrúarinnar yfir Eyjafjarðará og veróur kveikt í henni klukkan 20.30. Brennan hefur verið færó frá Hrafnagili og ætti því nú aó vera sýnileg fleirum íbúum sveitarinnar. Hjálparsveitin Dalbjörg mun sjá um flugcldasýn- ingu klukkan 21.00. A Svalbarðsströnd verður brenna við vitann á vegum Björg- unarsveitarinnar Týs sem mun einnig verða með flugeldasýn- ingu. Kveikt veróur klukkan 20.00. Óvíst er um brennu á Grenivík, en ef af henni verður mun hún veróa á hefðbundnum stað á Grenivíkurhólum og hefjast klukkan 20.00. I Mývatnssveit verða tvær brennur. Önnur þeirra verður á vegum Golfklúbbs Mývatnssveit- ar að Ytri-Höfða við Reykjahlíð og hefst klukkan 21.00, en hin verður austan Álftagerðis í suður- hluta sveitarinnar á vegum heima- manna og verður kveikt í henni á miðnætti. Á Húsavík munu útskriftar- nemendur Framhaldsskólans sjá um áramótabrennu sem verður staðsett við gömlu fjárréttina norðan byggðarinnar og hefst klukkan 20.00. Kiwanisklúbbur- inn Skjálfandi mun sjá um flug- eldasýningu á staðnum. Á Kópaskeri verður kveikt í brennu á Klifinu klukkan 21.00 og er brennustjóri Andrés Ivarsson. Óvíst er um brennu á Raufar- höfn vegna „hráefnisskorts“, en hún veróur á höfðanum norðvest- ur af vitanum ef af henni veröur og verður kveikt í henni klukkan 21.00. Björgunarsveitin Pólstjam- an mun sjá um flugeldasýningu og tívolíbombusýningu. Gamlársdagsmót í lyftingum Hið árlega Gamlársdagsmót Kraftlyftingafélags Akureyrar verður haldið í salarkynnum fé- lagsins í íþróttahöllinni kl. 13.00 á gamlársdag. Þar verður keppt í bekkpressu í ýmsum þyngdar- flokkum. Iþróttin er í mikilli uppsveiflu um þessar mundir og hafa kepp- endur aldrei verið fleiri, eða alls 23. Meira en helmingur keppenda hefur aldrei keppt áður en hér eru mikil efni á ferðinni. Nokkrir af sterkustu kraftlyftingamönnum Akureyrar eru meóal keppenda og má vænta töluverðra átaka. (Fréttatilkynning) Þórshafnarhreppur sér um brennu sem verður á Tófutanga sunnan þorpsins og hefst hún klukkan 20.30 en síðan verður flugeldasýning. Einnig verður brenna á Gunnarsstaðaás í Sval- barðshreppi, en sú brenna mun loga frá klukkan 17.00. Áramótabrenna verður uppi á Hrauni ofan byggðar á Bakkafirói sem Björgunarsveitin Öm hefur veg og vanda af. Kveikt verður í brennunni klukkan 20.00 og ef veóur leyfir veróur dansmenntin iðkuó og fólk fær sér snúning. Á Vopnafirði sér ungliðadeild Björgunarsveitarinnar Vopna um áramótabrennu sem verður uppi á Hraunum ofan við byggðina og hefst klukkan 20.30. A staðnum verður flugeldasýning. Skátafélagið Landvættir á Dal- vík sér um brennu sem er staðsett austur á Böggvisstaðasandi eins og undanfarin ár og verður kveikt í henni klukkan 17.00. Auk flug- eldasýningar á vegum Hjálpar- sveitar skáta, Slysavamafélagsins, Kiwanisklúbbsins Hrólfs og Ung- mennafélags Svarfdæla munu álf- ar og púkar dansa um svæðið. Brenna hefst í Hrísey klukkan 16.00 og er hún staðsett ofan við mitt þorpið. Það er Björgunar- sveitin sem hefur veg og vanda af henni og mun jafnframt halda flugeldasýningu. Brenna Olafsfiróinga veröur vestan vió ós Ólafsfjarðarár og hefst klukkan 20.00. Hún er á vegum Björgunarsveitarinnar Tinda sem verður með flugelda- sýningu. Á Siglufirði verður brenna við innri höfnina og hefst klukkan 20.30. Klukkan 21.00 munu skíðamenn og fleiri kveikja á upp blysum og flugeldum Hvanneyrarskál. Á Hofsósi sér Björgunarsveitin Grettir um áramótabrennu á Grænhóli, austan þorpsins, og hefst hún klukkan 20.00. Björgun- arsveitarmenn munu sjá um flug- eldasýningu. Björgunarsveitin Skagfirðinga- sveit sér um áramótabrennu á Sauðárkróki sem verður milli Vegagerðarinnar og áhaldahúss bæjarins og hefst klukkan 20.30. Um leið hefst svo flugeldasýning á vegum Björgunarsveitarinnar á Nöfum, ofan bæjarins. Blönduósingar hafa sína brennu á Miðholti, sunnan bæjar- ins, og hefst hún klukkan 20.30. Hjálparsveit skáta mun sjá um flugeldasýningu. Ungmennafélagið Fram sér um áramótabrennu á Skagaströnd sem verður á Fellsmelum austan þorpsins og hefst klukkan 21.00. Blysför verður úr bænum frá Kerl- ingarholti og hefst hún klukkan 20.45. Ungmennafélagar munu sjá um flugeldasýningu í nágrenni brennunnar. Ibúar Laugarbakka og Mið- fjarðar verða með brennu að Syðri-Ós og hefst hún klukkan 20.30. Björgunarsveitin Káraborg sér um brennu fyrir Hvammstanga- búa, og verður hún suður við Höfða og hefst klukkan 20.00. Þar verður boðið upp á flugeldasýn- ingu. Hólmvíkingar munu brenna út gamla árið á Skeljavíkurgrundum og verður bálið tendrað klukkan 18.00 en Ungmennafélagið Geisl- inn hefur veg og vanda af þessari áramótabrennu þeirra Stranda- manna. GG 01 LÍKAMSRÆKTIN HAMRI Ný námskeið hefjast mánudaginn 2. janúar, 4ja vikna námskeið. Við bjóðum uppá okkar vinsæla pallapuð, eróbikk & magi, rass og læri bæði fyrir konur sem eru að byrja og eins fyrir þær sem eru lengra komnar. Karlapúl, þrek- hringur, pallar og eróbikk. Unglingaeróbikk, pallar og eróbikk. Morgunleikfimi, morgunverður innifalinn. Kl. 7-7.35 11-12 12-13 13-14 Mán Morgunl. Þrið Miðv. Morgunl. Fimml. Föst Morgunl. Laug Byrj.2 pallahr Frh.2 Karlap Pallahr Opinn 80 mín 17-18 Ungl.erob. Ungl.ero 18-19 Byrj. Byrj. Byrj. Pallapuð Karlapúl vaxtm.erób Karlapúl pallahringur 19-20 Frh.1 Frh.2 Frh.1 Frh.2 Frh.1 Pallapuð pallapuð vaxtm.erob vaxtam.eróob pallahringur 20-21 Frh 3 Byrjendur 2 Frh. 3 Byrjendur 2 Frh.3 Pallapuð Pallapuð vaxtam.erob. Vaxtam.erób pallahringur 4 vikna námskeið 3x í viku kr. 3000 + 10 tíma mánað- arljósakort kr. 4500(tækjasalur innifalinn) Lokaðir kvennatímar! Vatnsgufubað, nuddpottur og frábærir Ijósabekkir. Mánaðarkort í tækjasalinn aðeins kr. 2400, ótakmörkuð mæting. Opið frá kl. 9-23 virka daga, til kl. 18 um helgar. Ath! Munið ódýru morguntímana í Ijósabekkina, aðeins kr. 270 frákl. 9-14. Nýtt! Morgunleikfimi, morgunverður innifalinn Frá kl. 7-7.35, morgunverður framreiddur til kl. 9.00. Vatnsgufubað og heitur pottur. Kynningarverð aðeins kr. 3900 Nýjung: Opinn 80 mín hörkupúl tími á laugardögum. Skráning og allar upplýsingar í Hamri, sími 12080. Greiðslukjör við allra hæfi. V/SA 'þ’ Auglýsing um sameiningu ► ■ kveðiö hefur verið að sameina Lífeyrissjóð bókagerðarmanna, Lífeyrissjóð Félags garðyrkju- manna og Lífeyrissjóð múrara Sameinaða lífeyrissjóðnum fró og með 1. janúar 1995. ; F'tó og með 1. janúar 1995 verður skrifstofu Lífeyrissjóðs bóka- gerðarmanna að Hverfisgötu 21, skrifstofu Lífeyrissjóðs Félags garðyrkjumanna að Oðinsgötu 7 og skrifstofu Lífeyrissjóðs múrara að Síðumúla 25 lokað. Lífeyrissjóös bókageróarmanna Lífeyrissjóös Félags garóyrkjumanna og Lífeyrissjóós múrara vió Sameinaóa lífeyrissjóóinn Reykjavik, 30. desember 1994 Stjórn LífeyrissjóSs bókagerðarmanna Stjórn Lífeyrissjóðs Félags garðyrkjumanna Stjórn Lifeyrissjóðs múrara Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins jjóðfélögum fyrrnefndra lífeyris- sjóða og öðrum viðskiptamönnum er bent ó að skrifstofa Sameinaða lífeyrissjóðsins er aó Suóurlandsbraut 30 'iosReýkiavík A^Lífeyrir sími 568 6555 ^^oameinaoi lífeyrissjóSurinn Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavik Simi 568 6555, Fax581 3208 Grænt númer 800 6865

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.