Dagur - 30.12.1994, Blaðsíða 10

Dagur - 30.12.1994, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Föstudagur 30. desember 1994 skyr með ijóma ijómapönnukökur kaffí með ijóma ijómasósur ávextir með ijóma rjómatertur vöfflur með ijóma ijómaís kakó með ijóma ijómakökur bláber með ijóma ijóma...... uhmm! ijóminn gerir gæða- muninn - líka á jólunum Mjólkursamlag KEA Mfnnísverðustu atburðfr ársins Sigurjón Benediktsson: Framdi lögbrot með þingmönnum „Eftirminnileg- asta atvik ársins í mínum huga er þegar ég stóð með þingmönn- um kjördæmis- ins og framdi það dásamlega lögbrot að græða upp Hólasand,“ segir Sig- urjón Benediktsson, tannlæknir og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Húsavík. „Kosningasigur í sveitastjóm- arkosningunum í vor og annar hé- gómi kemst ekki nálægt því at- viki. Kosningasigurinn í vor var hins vegar sætur og stór og reynd- ar of sætur fyrir suma. Einnig er mér minnisstætt þegar ég fór í fjárleitir með Andrési á Kvíabekk. Við fórum sex menn saman ríð- andi í Kvíabekksdal og komum heim með fimm rollur. Einnig er eftirminnilegt aó hafa verið beóinn af Degi að segja hvað mér fmnst eftirminnilegast á árinu. Það er mikill heiður og er mér því ofarlega í huga. Af erlendum vettvangi er mér minnisstæðast að hafa verið vió- staddur þegar Hillary Clinton, for- setafrú, flutti ræðu um nýtt heil- brigóiskerfi í Bandaríkjunum og ég hreifst mjög af, enda tókst henni vel upp. Þá var ég staddur einhvers staðar í Charlotte í Bandaríkjunum." KK Anna Kristín Gunnarsdóttir: Sigurinn í bæjar- stjórnarkosningunum „Skemmtileg kosningabarátta og sigur Al- þýðubandalags- ins í bæjar- stjórnarkosning- unum á Sauðár- króki í vor er mér efst í huga,“ segir Anna Kristín Gunnarsdóttir, kennari og bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins á Sauðárkróki. „Þessi harða lífsbarátta sem fólk þarf að heyja og fer alltaf versnandi er mér ofarlega í huga. Einnig hversu áberandi það er að ráðist er að þeim sem eiga erfitt með að verja sig. Ekki er hægt annað en aó minnast á spillingar- mál Alþýóuflokksins og allan klíkuskapinn þar á bæ, sem virðist engan enda ætla að taka. Þá hefur verið furöulegt að horfa upp á þennan blekkingarleik sem ríkis- stjómin hefur uppi, um að bæta eigi kjör hinna lægst launuðu og forsætisráðherra hefur talað um í nokkra mánuði. Af erlendum vettvangi er mér hugstæð umræðan sem oröið hef- ur um Evrópusambandið í sumar og hver reynsla annarra þjóða cr af veru sinni í sambandinu, t.d. varðandi mál sem skipta okkur miklu máli. Ferjuslysið milli Sví- þjóðar og Eistlands er eitt af því sem ég man eftir og einnig áframhaldandi stríðsrekstur í Júgóslavíu.“ KK Jakob Björnsson: Breytingar á mínum högum „Sveitarstjórna- kosningamar í vor og ekki síst þaó sem geróist eftir þær, er mér efst í huga. Þá urðu verulegar breytingar á mínum högum, eftir að hafa starfað lengi hjá sama fyrirtækinu,“ segir Jakob Bjöms- son, bæjarstjóri á Akureyri. „Starf bæjarstjóra er mjög frá- brugðið bæði starfinu hjá Skinna- iðnaöi og reyndar öllu sem ég hef komið nálægt áður. Ferðin til Rússlands er mér einnig mjög eftirminnileg, þar sem við stofnuðum til vinabæja- sambands viö Murmansk. Það var mikil upplifun að koma þangað og sjá hvernig þar er umhorfs og við hvernig aöstæður fólkið þar býr. Þá er mér einnig ofarlega í huga hversu veðrið var gott á Akureyri í sumar. Það þykir kannski ekki við- burður lengur að einhvers staðar sé stríð en þessi þróun í fyrrver- andi Júgóslavíu er alveg sorgleg og ástandið þar kemur oft upp í hugann. Það er með ólíkindum hversu vanmáttug Vesturveldin eru og hversu erfitt þau eiga meó að grípa inn í stríósreksturinn þar og koma málum til betri vegar.“ KK Gunnar Jónsson: Vel tókst tíl í Sundlauginni „Þetta mikla at- vinnuleysi í landinu og ekki sér fyrir endann á, er mér efst í huga. Eg veró töluvert var við þetta ástand í mínu starfi, þar sem við erum meó ráðningarþjón- ustu. Fólk kemur mikið hingað og ræóir sín mál og þaó er ekki bjart- sýnt,“ segir Gunnar Jónsson, skrifstofustjóri hjá Endurskoóun Akureyri hf. „Þaó var mjög ánægjulegt að ráðist var í framkvæntdir við Sundlaug Akureyrar og lokiö við fyrsta áfangann eftir langa mæðu. Þar tókst mjög vel til að mínu mati og mér skilst að það séu flestir ánægðir nteð árangurinn. Af erlendum vettvangi er mér efst í huga þaó sem er að gerast í Rússlandi og austurhluta Evrópu. Þessi innrás Rússa nýlega inn í Grosní í Tsjetsjníju gæti haft al- varlegar afleiðingar. Þar gæti leynst tímasprengja og menn því átt von á frekari stríðsátökum, líkt og í fyrrum Júgóslavíu. - Og manni finnst þaö skrýtið að ekki skuli hægt að stoppa allar þær hörmungar sem eiga sér stað, í næsta nágrenni okkar, eins og t.d. í Júgóslavíu. Þarna heldur áfram stríðsrekstur mánuó eftir mánuð og menn standa hjálparvana og horfa á allar hörmungarnar.“ KK Þórarinn B. Jónsson: Prófkjöríð og kosningarnar „Það sem að mér sjálfum snýr er prófkjörið og kosningamar þaó eftirminni- legasta lrá ár- inu,“ sagöi Þór- arinn B. Jóns- son, bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins á Akur- eyri og umboðsmaður Sjóvá-Al- mennra. „Eg var ákveðinn í að fara í þennan slag, mér fannst full þörf á því aö nýir menn kæmu inn í raðir sjálfstæóismanna. Það sem af er hefur þessi fyrsta pólitíska reynsla verið afar lærdómsrík. Eg hef far- iö mér hægt til þessa, ég hef verið að læra. Hér innanlands hefur mér fund- ist áhugaverð þessi umræða um Evrópusambandió og hvernig menn hafa skipst í flokka gagnvart því. Þá eru Smuguveiðamar og öll umræðan um þær eftirminnileg. Og það sem að mér snýr er vert að geta óróans á tryggingamarkaðn- um vegna Skandia. Hvað minn flokk áhrærir, þá fmnst mér Davíð Oddsson hafa verið aó styrkja sína stöðu. Hins vegar er ég ekkert sér- staklega bjartsýnn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins á kosningam- ar í apríl nk. Eg hygg aó flokkur- inn sé í þeirri stöðu að halda sjó. Og sem laxveiðimaður er ég held- ur ekkert sérstaklega bjartsýnn á laxveiöina næsta sumar. Eg tel að seiðabúskapurinn í ánum sumarið 1993 gefi til kynna að ekki sé að vænta stórlaxa næsta sumar. Eg hugsa því aó maður haldi sig meira á golfvellinum næsta sumar en í laxveiðinni. Af erlendum vettvangi er merkilegt það sem er að gerast og hefur verió að gerast í Rússlandi og löndum Austur-Evrópu. Og það eru jákvæð teikn á lofti um að heimskreppan sé í rénum og það mun skila sér á jákvæðan hátt í okkar efnahagslífi.“ óþh Auður Hörn Freysdóttir: Flutti aftur til Akureyrar „Það sem stend- ur upp úr hjá mér persónulega á árinu er að ég ílutti aftur til Akureyrar eftir að hafa búið í Reykjavík í 6 ár og að ég hóf störf hjá nýstofnaðri Skrifstofu at- vinnulífsins á Norðurlandi um mitt árið,“ sagði Auður Hörn Freysdóttir, en hún veitir Skrif- stofu atvinnulífsins forstöðu. Af vettvangi þjóðmálanna sagði hún margs að minnast. „Mér eru Smuguveiðarnar minnisstæð- ar, bæði vegna þeirra tekna sem þær hafa skapað og einnig að þær hafa orsakað deilu við vinaþjóð okkar, Norómenn. Þá er mér einnig Lýðveldisaf- mælið minnistætt. Okkur er alltaf hollt að minnast þess hversu hörð og langvinn sjálfstæðisbarátta okkar var á sínum tíma,“ sagði Auður Hörn. HA María Björk Ingvadóttir: Gífurleg vinna og óvæntar breytingar „Þetta ár hefur einkennst af gíf- urlegri vinnu hjá mér og ýmsum óvæntum breyt- ingurn," sagði María Björk Ing- vadóttir, frétta- maður Ríkisút- varpsins á Sauóárkróki. „Þegar ég rifja upp atburði árs- ins kemur fyrst upp í hugann opn- un kaffihússins, Kaffi-Króks, sem við hjónin settum á laggirnar í byrjun sumars. Þá er einnig ofar- lega í huga mikill undirbúningur fyrir Sumarsælu Skagfirðinga í júní, en af einhverjum ástæðum dróst ég inn í þá viku sem varð í raun að mörgunt mánuðum, því ein Sæluvika er ekki hrist fram úr erminni si svona. Þess vegna var utanlandsferð fjölskyldunnar í haust kærkomin afslöppun þar sem orkustöðvarnar voru hlaðnar á ný. Þetta ár finnst mér hafa ein- kennst af miklu umróti og breyt- ingum bæói hér á landi og annars staóar. Ég held að það eigi sér staó miklar hreinsanir og við séurn að ganga inn í nýtt tímabil eftir allt of langa lognmollu. Ég held 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.