Dagur - 30.12.1994, Blaðsíða 11

Dagur - 30.12.1994, Blaðsíða 11
Föstudagur 30. desember 1994 - DAGUR - 11 að konur gegni þar veigamiklu hlutverki. Af innlendum vióburóum sem tengjast Sauðárkróki eru minnis- stæðust þau átök sem voru á milli skinnaverksmiöjanna tveggja, Loóskinns og Skinnaiðnaöar á Akureyri, en margar fréttirnar hef ég unnið vegna þeirra mála. Hins vegar held ég að sú frétt sem stendur upp úr sé þegar skagfirsk- ir togarar lentu í átökum við vini mína Norðmenn á Svalbaróa- svæðinu í sumar og sú áræóni sem íslenskir sjómcnn sýndu nieð því að leita nýrra tækifæra utan lög- sögunnar. Af erlendum viðburðum hefur stríðið í lýðveldum fyrrum Júgó- slavíu verið verstu fréttirnar. Ekki síst vegna þess að við eigum góða vini þaðan frá sem eiga mjög erfitt. Að kynnast þessu fáránlega stríði í gegnum þá, færir manni sönnur á tilgangsleysið og þá mannvonsku sem þarna ræður ríkjum. Hins vegnar sönnuöu Norðmcnn sjálf- stæði sitt í mínum huga þegar þeir höfnuðu aðild að Evrópusam- bandinu. En ég kynntist því vel þegar ég bjó í Noregi hvað þeir hafa sjálfstæða hugsun, það finnst mér nauðsynlegt hverjum einstak- lingi.“ óþh Sunna Borg leikkona Akureyri Velgengni BarPars og darraðardans stjómmálanna „Það sem sló mig mest var þetta hræðilega sjóslys þcgar Es- tónía fórst á Eystrasalti," sagði Sunna Borg lcikkona á Akureyri. „En það sem að mér snýr er í fyrsta lagi velgengni leikritsins BarPars á Akureyri og í Reykja- vík, sem var mjög ánægjuleg fyrir okkur Þráinn Karlsson. I öðru lagi þá hætti ég að rcykja á árinu en ég hafði stefnt að því lcngi og reynt allar hugsanlegar aðferóir til að hætta. í dag er ég í orðsins fyllstu merkingu dáleidd og reýklaus. Hér innanlands er það darrað- ardansinn í kringum Guómund Arna, sem kemur upp í hugann og svo er ekki hægt annað en að dást að hugrekki Jóhönnu Sigurðar- dóttur að kljúfa sig úr sínum fiokki meö þeim afieiðingum aó allir hinir skjálfa. Því miður hefur atvinnu- og efnahagsástandið verið með þeini hætti aó margir eiga lítið sem ekk- ert að bíta og brenna og eiga því virkilega erfitt. Mín ósk er sú að hagur þeirra sem minnst mega sín batni á komandi ári,“ sagöi Sunna Borg. Vaka Jónsdóttir: Auðhumla ’94 stendur „Af einstökum atburðum af cr- lendum vett- vangi sem konia upp í hugann þá nefni ég ferju- slysið á Eystra- salti þó þar gæti viss tvískynungs þar sem við fáum oft fréttir af at- buróum sem krefjast jafnvel fleiri mannslífa en eru fjær okkur og snerta okkur þar af leiðandi ekki eins mikið,“ segir Vaka Jónsdóttir á Punkti í Eyjafjarðarsveit, fram- kvæmdastjóri landbúnaðarsýning- arinnar Auðhumlu ’94 sem haldin var í sumar. „Hvað varðar almennt hér inn- anlands þá er enginn einn atburður sem stendur uppúr. Ég kem þó til með aó minnast ársins vegna lýð- veldisafmælisins og þjóðhátíðar- innar á Þingvöllum. Atvinnumálin hafa verið mér ofarlega í huga á árinu og síðan vil ég nefna atriði eins og gott veður hér hjá okkur í sumar. Af persónulegum högum mín- um þá verður áriö eftirminnilegt vegna þess að ég tókst á við undir- búning og uppsetningu á landbún- aðarsýningunni Auðhumlu ’94 sem gekk mjög vel og var gaman að starfa að. Eg var nýsloppin út úr skóla og það jók á ánægjuna að fá verkefni til að takast á við. Víst var þetta sviti og streð en oft eru hlutimir því ánægjulegri sem þeir eru strembnari. Heilt yfir vil ég meta þetta sem gott ár.“ JOH Guðmundur Ármann Sigurjónsson: Viðburdarríkt ár „Hvað snertir heimsmálin þá eru auðvitað gíf- urlegar breyting- ar sem hafa orð- ió. I sambandi við það finnst mér eftirminni- legast hvernig maður uppgötvaði sjálfur þá ein- földuðu mynd sem við höfðum af heiminum. Síðan er hún allt önnur þegar öll kurl eru komin til grafar. Menn töluðu um Sovétríkin sem eina þjóð og sömuleióis Jógóslav- íu. Nú kemur í ljós að þetta eru margar og ólíkar þjóðir. Þetta var aldrei inn í heimsmyndinni. Þá vil ég líka nefna að Norðmcnn felldu aðild að ESB og þá spurningu sem vaknar um framhald norrænnar samvinnu," sagói Guðmundur Ar- mann Sigurjónsson, listmálari á Akureyri. „Hér heima stendur afmæli lýóveldisins uppúr, sem vekur ýmsar spurningar um hvcrnig við stöndum cftir þessi 50 ár. Hér á Akureyri standa lista- og menn- ingarmálin mér næst. Mér finnst ýmislegt hafa breyst og það er ekki laust viö að bærinn sé að fá meiri borgarbrag. Ég held að þaó sé þetta aukna framboð sem cr af menningarefni og þessar stofnanir í kringum menningarmálin virðast vera að sanna tilveru sína. Hjá mér persónulega hefur þetta verið afar viðburðaríkt ár. Ég varó fimmtugur á árinu, varð afi og var valinn bæjarlistamaður. Síóan tók ég þátt í mikilli sýningu í Noregi. Eg hætti líka sem for- maður Gilfélagsins, sem var orðið töluvert mikið starf. Mér finnst ég vera búinn aó fylla minn félags- kvóta á listageiranum og get nú einbeitt mér aö öðru.“ HA Hjálmar Jónsson: Prófkjöríð og bamabarnið „FimmtíU ára lýóveldisafmæl- ið ber hátt. Að mörgu leyti var tækifærið nýtt til þess að efla sam- heldni með þjóð- inni, þótt hnökr- ar á umferð 17. júní til Þingvalla hafi fengið alltof mikla athygli og umfjöllun," sagði sr. Hjálmar Jónsson, prófastur á Sauðárkróki. „Lýðveldishátíðin, sern var haldin um land allt, var hin glæsi- legasta og þjóðinni til sóma. Gótt tilefni gafst til aó rifja upp 50 ára sögu og velta fyrir sér hvað næstu 50 ár færðu með sér. Af erlendum vettvangi hefur verið fróðlegt aö fylgjast með ESB-umræóunni í nágrannalönd- unum og nýjum viðhorfum í heimsviðskiptum og samstarfi ríkja yfirleitt. Hörmungamar í sumum löndum Austur-Evrópu eru þyngri en tárum taki. I eigin lífi hefur margt eftir- minnilegt borið við. Ég varð afi í ársbyrjun - sonur minn og tengda- dóttir eignuðust dóttur, Bryndísi Hrönn, sem er auðvitað bjartur sólargeisli. Lika er bjart yfir hin- um mörgu sólskinsdögum sumars- ins. Niðjamót afkomenda Bólu- Hjálmars var haldið í ágústmánuði aó Bólu í Blönduhlíð og á Blönduósi. Tvö dauðaslys þar sem ungir efnismenn á Sauðárkróki létu lífið síðsumars eru vissulega ofarlega í huga. En hærra ber þó hvernig fjölskyldumar. og samfélagið hafa tekió á málunum og unnið úr þeim. I haust ákvað ég svo að stefna á stjórnmálin. Það var ákvörðun sem krafðist rækilegrar umhugs- unar. Það er ekki auðvelt að hverfa frá hlutverki, sem manni fellur vel, en ekki hefði ég tekið þessa ákvörðun ef ég teldi ekki að ég ætti á þeim vettvangi hlutverki aó gegna. Svo er að sjá hvað úr verður. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins hér á Norðvesturlandi var ánægju- legt og úrslit þess mikil hvatning og styrkur til starfsins sem bíður. Ég kynntist mörgu nýju fólki og rifjaði upp gömul kynni. Ég hlakka til þessa starfs og þeirrar samvinnu, sem stjómmálin fela í sér. A þeim vettvangi vonast ég einnig eftir góðum samskiptum og samstarfi við stjómmálamenn annarra flokka. Lýöveldisárið á að minna okkur á mikilvægi þess aó vinna saman aó hagsæld og far- sæld og takast á um málefni og sjónarmið með opnuni huga og samstarfsvilja. Ég bið svo lesendum öllum Guðs blessunar með þökk fyrir liðið og með góðum framtíðarósk- um." óþh Vera Sigurðardóttir Hrísey: Nomaframboðiðog mál Guðmundar Arna „Það eru svéitar- stjómakostning- arnar sem koma fyrst upp í hug- ann. Þær voru spennandi enda sat ég í þriöja sæti Nornalist- ans í Hrísey og þaó var bæði skemmtilegt og lær- dómsríkt að vinna að framboð- inu,“ sagði Vera Sigurðardóttir, sem starfar í Sparisjóði Hríseyjar. „Svo fannst mér mál Guð- mundar Árna með eindæmum. Vissulega var komið aó því aó eitthvaó varð að gera og umræðan um siðferði er mjög nauðsynleg. En siðleysið í embættismanna- kerfinu og vina- og vandamanna- pólitíkinni er að mínu áliti slíkt að þaó er eins og hver önnur tilviljun aö Guðmundur Ámi var persónu- lega dreginn út. Mér fannst líka gaman að fylgjast með Jóhönnu og það verður spennandi að vita hvernig henni 'vegnar. Á erlendum vettvangi er það þessi eilífi ófriður sem er niður- drepandi, enginn veit hvernig átökin í gömlu austantjaldslönd- unum munu enda, það fer hrollur um mig við tilhugsunina. En frændur ökkar írar ákváðu að hætta að skjóta hver annan og það eru gleðifréttir. Framfarir í læknavísindum eru áhugaveróar og spennandi en um leið ógnvekjandi. Nú virðist vera hægt að framleiða nánast hvað sem er í tilraunaglösum og líf- færaflutningar verða sífellt auð- veldari. í einkalífinu er markverðast, fyrir utan Nomaframboðið, sá áfangi sem náðist á árinu og stefnt hefur verið að í 15 ár að leggja parket á gólfió heima hjá mér í Selaklöpp. Gömlu, grænu teppin ætla ég að endurnýta, ég ætla aó þökuleggja blómabeðin með þeim í vor,‘‘ sagði Vera. KLJ Skúli Þórðarson, bæjarstjóri á Blönduósi: Nýttstarfog kosningamar um ESB „Ef við lítum út fyrir landstein- ana þá er mér efst í huga þró- unin sem hefur átt sér staö í Evr- ópumálunum og þá ekki síst kosningarnar á Norðurlöndunum. Ég bjó um tveggja ára skeið í Noregi og fylgdist því sérstaklega með kosn- ingunum þar og úrslitin komu mér ekki á óvart,“ sagði Skúli Þórðar- son, bæjarstjóri á Blönduósi. „Innanlands finnst mér athygl- isverðast að fylgjast með þeim óróa sem hefur gripið um sig í ís- lenskri flokkapólitík á árinu. Það er mikil gerjun í öllum flokkum og margar en ólíkar uppákomur og ég tcl að það sé ekki enn séð fyrir endann á þeim. Árið sem er að líða var mjög gott ár veðurfars- lega en ég minnist sumarsins sem mjög lélegs laxveióisumars og vonast til að næsta ár verði betra á þeim vettvangi. Árið hefur verið mjög vió- burðaríkt fyrir mig og mína ljöl- skyldu. Ég lét af mínu fyrra starfi scm framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Noröurlandi vestra og tók við starfi bæjarstjóra á Blönduósi þann 1. ágúst. Við fluttum hingað á Blönduós í haust og hér líkar okkur vel enda bæði í nýjum og spennandi störfum hjá góðu fólki en eiginkona mín er kennari í bamaskólanum. Auk þcss fór ég í mjög skemmtileg feróalög á árinu bæði hérlendis og erlendis með vinum og kunningj- um og þau eru vissulega eftir- minnileg," sagði Skúli. KLJ Kristján Þ. Halldórsson: Hítaveitufram- kvæmdirnar miidð framfrra- og gæftimál „Mér er það mjög minnis- stætt úr fréttum ársins 1994 að Norðmenn skyldu hafna að- ild að Evrópu- sambandinu en það kom mér ekki á óvart eftir umræður síðustu daga fyrir kosningarnar. Þessi úr- slit eru Islendingum hagstæð að því leyti að þá erum við ekki einir utan við og getum haft samflot við Norómenn í sjávarútvegsmálum, en samvinna við þá mun örugg- lega aukast,“ segir Kristján Þ. Halldórsson, framkvæmdastjóri rækjuverksmiðjunnar Geflu hf. á Kópaskeri. „Stríðshörmungamar í Bosníu eru einnig mjög ofarlega í huga, enda hafa þær verið í fréttum allt árið. Ég hcld að þcssi hryllingur sé miklu verri en við getum ímyndaó okkur af þeim frétta- myndum sem okkur berast heim í stofu. Hér heima í héraði eru hita- veituframkvæmdir hugstæðastar, en það er mikið framfara- og gæfumál fyrir íbúa hér. Barnauppeldið er langfyrirferó- armest þegar litið er í eigin barm, en við hjónin eignuðumst tvíbura í nóvember í fyrra en fyrir áttum við fjögurra ára strák.“ GG Rósa Kristín Baldursdóttir: Söngur og staða fjöl- skyldna í landinu „Á erlendum vettvangi hefur hryllingurinn í Bosníu og Rú- anda snert mig mest og enn eitt árið virðist eng- inn endir í sjón- niáli á hörmung- unum í fyrrum lýðveldum Júgó- slavíu," sagói Rósa Kristín Bald- ursdóttir í Laugahlíð í Svarfaóar- dal. „Ef vió lítum okkur nær þá er Listasumar á Akureyri mér í fersku minni, það heppnaðist ein- staklega vcl og aðsókn var góð. Persónulega var stærsta gleðin á árinu sem er að líóa aó fá að sjá strákana sína fjóra vaxa og dafna en ég fór líka í langþráð og skemmtilegt frí með eiginmanni mínum til Evrópu. Svo sungum vió í Tjarnarkvartettinum inn á geisladisk og höfum fengið góðar viðtökur. Oll vinnan í sambandi við það var krefjandi en mjög skemmtileg. I heildina má segja að árið hafi verið gjöfult og ánægjulegt fyrir mig persónulega og nú í lok árs finnst mér ég mjög rík. Hins vegar veldur sú launastefna sem hér ríkir og kem- ur rneðal annars fram í því að næstum ógerlegt er að lifa mann- sæmandi lífi á dagvinnulaununum einum rnér þungum áhyggjum. Það þarf að huga aó stöðu fjölskyld- unnar á Islandi í dag og ekki hvað síst vegna barna og unglinga. Það er löngu tímabært að taka á þess- um málum og ég er ósátt við for- gangsröðina sem tíðkast hjá þcim sem sitja við stjómvölinn.“ KU Jóhann A. Jónsson: Aukin veiði utan landhelginnar „Vaxandi veiði og tekjuöflun ut- an landhelginnar á árinu er mjög áhugaverð og ber hæst að mínu mati, en einnig er góð loðnuver- tíð minnisstæð þótt hún hafi orðið minni í lok árs- ins en vonir stóðu til. Þaó vekur einnig athygli að afstaða stjórn- valda til verkefna í greininni er að breytast, en fyrirtækin þurfa að sækja viðbótartekjur því þau lifa ekki lengur á hcfðbundnum kvóta vegna sífellds niðurskurðar á afla- heimildum. Það eru auðvitaó tak- mörk fyrir því hvað úthafsveið- amar vaxa mikiö og aukningin felst ekki öll í Smugunni, heldur víða annars staóar um heiminn, en það eru einnig að opnast mögu- leikar t,d. á samstarfi við Rússa um veiðar, vinnslu og sölumál á afuróum. Floti þeirra er mjög lé- legur og þarfnast endurnýjunar og hérlendur skipaiðnaóur þarf að fylgjast þar vel með. Það er því að verða viss hugarfarsbreyting í ís- lenskum sjávarútvegi,“ segir Jó- hann A. Jónsson, framkvæmda- stjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafn- ar hf. „Ég fór í sumarfríinu í sumar í siglingu frá Stokkhólmi til Finn- lands með skipi svipuðu og Eston- ia sem fórst í haust. I ferðinni varð mér oft hugsað til þess hversu mikið skip þetta væri og hversu fjölbreytt þjónustan um boró væri. Manni fannst það eiginlega ekki mögulegt aó slíkt skip gæti farist vegna allrar tækninnar.“ GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.