Dagur - 30.12.1994, Blaðsíða 23

Dagur - 30.12.1994, Blaðsíða 23
Föstudagur 30. desember 1994 - DAGUR - 23 íþróttamaður Norðurlands 1994 Þetta er rosalega góó viðurkenning - segir Sigurpáll Geir Sveinsson, kylfingur úr GA Kylfingurinn ungi frá Akureyri, Sigurpáll Geir Sveinsson, er fþróttamaður Norðurlands 1994. Hann varð efstur í kjöri sem Dagur stendur fyrir í sam- ráði við lesendur þar sem þeir einstaklingar af Norðurlandi sem hafa staðið sig best þetta ár- ið eru heiðraðir. Sigurpáll er vel að þessum titli kominn enda unnið íjöida afreka á golfvöllum landsins í sumar. „Þetta er rosalega góð viöur- kenning,“ sagði Sigurpáll Geir eft- ir að ljóst varð að hann varð fyrir valinu. „Þetta er mitt langbesta ár síðan ég byrjaði þar sem ég hafði aldrei unnið neitt af stóru mótun- um áður. Nú komu þau öll í einni bunu, Artic Open, Landsmót og stigamót og síðan var ég valinn Kylfmgur ársins og varð stiga- mcistari þannig aó það gekk ailt saman upp,“ sagði Sigurpáll en bætti því við að sætasti sigurinn hafi komið í landsmótinu. Sigur- páll kom mörgum á óvart með frammistöðu sinni í sumar en var hann sjálfur hissa á velgengninni? „Skorið hjá mér kom mér ekkert rosalega á óvart en það var frekar hvað ég hafði miklar taugar í þetta. Eg hafði verió í bamingi áð- ur, t.d. í landsmóti unglinga, en aldrei tekist að vinna. Þetta hefur verið stöðug þróun og ég hef ekki verið að æfa neitt mikið meira en áður en æfingarnar voru markvissari en undanfarin ár og ég réðst á veiku punktana. Að vísu spilaói ég ekki vel í vor og sunrarið leit ekki vel út. Síðan kom þetta bara einn daginn þcgar við David fundum hvað var að og þá var þetta ekki lengi aó koma,“ sagði Sigupáll og á þar viö þjálf- ara sinn undanfarin ár, David Barnwell. „Eg væri ekki staddur þar sem ég er í dag ef David hefði ekki komið við sögu. Hann er bú- inn að þjálfa mig síðan ég byrjaði og alltaf verið við höndina ef eitt- hvað var að.“ Nýkrýndur íþróttamaður Noró- urlands 1994 er bjartsýnn á fram- haldið og árið sem er í vændum. „Eg fer á fullt í æfingar í byrjun nýársins eftir að David opnar inni- aðstöðu sína og reyni að halda mér í formi. Eg stefni að því að vera með þeim bestu áfram og það er auðvitað hægt að gera betur þó það sé erfitt hér á Islandi," sagði Sigurpáll og lá þá beint við að spyrja hvort stefnan vaeri tekin á atvinnumennskuna. „Eg stefni eins langt og hægt er og það er nokkuð ljóst aö ég fer til Banda- ríkjanna næsta haust. Það kemur í ljós á næstunni hvort ég verð í há- skóla sem styrkir íþróttamenn eða verð úti og æfi eingöngu,“ sagði Sigurpáll að lokum. Kampakátur íþróttamaður Norðurlands 1994, Sigurpáll Geir Sveinsson, kylflngur úr Golfklúbbi Akureyrar. Mynd: Robyn. Vemharð Þorleifsson „Þetta er búið aö vera gott ár,“ sagði Vemharð Þorleifsson, júdómaður úr KA, sem varð annað árið í röð í öðru sæti í kjörinu um íþróttamann Norðurlands. „Norðurlandamótið ber hæst þar sem ég vann bæði opna flokkinn og minn flokk. Svo var gaman að fá tækifæri til aó vinna Bjarna, ég held að hann hafi ekki verið neitt lakari núna heldur en síðustu ár. Annað sem rnanni er minnisstætt er sigurinn á Islands- mótinu og Opna skandinavíska meistaramótinu. Þrátt fyrir aó það mót hafi ekki verið það sterkasta sem ég hef tekið þátt í þá var gaman að vinna það,“ sagði Vern- harð um afrakstur ársins. Hann varð einnig í öðru sæti í kjörinu í fyrra en hvaða breytingar hafa átt sér stað síðan þá. „Eg er reynsl- unni ríkari og líkamlega sterkari og stend því mun betur af vígi.“ Vemharð stefnir á að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996 og líkt og Sigurpáll hefur hann áhuga á að komast erlendis til að bæta sig í íþrótt sinni. „A- mótaröðin byrjar í janúar og stendur fram á sumar. Ég ætla að reyna að komast til Spánar til æf- inga en það hcfur vcrið í undir- búningi undanfarna mánuði og ég bíó eftir jákvæðu svari þaðan. Síð- an hef ég jafnvel áhuga á að færa mig yfir til Frakklands þar sem sennilega er hægt að komast í stcrkasta júdó í heiminum. Þar er næstum sama í hvaða félag maður færi og öruggt að maður væri í góöum málum. Aðalmálið er að öðlast meiri reynslu þar sem punktatalningin fyrir Olympíu- leikana byrjar ekki fyrr en næsta vor. Nú er bara aó klifra upp Evr- ópulistann þannig aó ég komist á Hærri styrk og geti komist f.'al- mennilega æfmgaaðstöðu erlend- is. Ef ég kemst undir 20. sæti Evr- ópulistans þá á ég rétt á að fá svo- kallaöan A-styrk hjá ISI en ég er í 23. sæti eftir þetta ár,“ sagói Vernharó að lokum. Jón Amar Magnússon Jón Arnar Magnússon, frjálsíþróttamað- ur sem keppir fyrir Ungmenna- samband Skaga- fjarðar, lenti í þriðja sæti í val- inu um íþrótta- mann Noróurlands 1994. Jón Arn- ar gat ekki verið viðstaddur verð- launaafhendinguna þar scm hann var í gærkvöld viðstaddur alhcnd- ingu verðlauna í kjöri íþrótta- fréttamanna á íþróttamanni ársins 1994 í Reykjavík. „Það er frekar langt stökk,“ sagði Jón Amar í samtali við Dag en hann getur sennilega stokkið lengst allra Islendinga í dag. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt ár þar sem allt gekk upp í þeim greinum sem ég hef lagt áherslu á. Hápunkturinn var íslandsmetið í tugþrautinni, sent kom í Götzis í Austurríki, í maí. Síðan er Islandsmetið í langstökk- inu minnisstætt, átta metrarnir. Einnig var garnan að Islandsmet- unum í 110 metra grindahlaupi og 300 metra hlaupi í vor en manni fannst það þó ekki eins stórt og hin. Maður var búinn að stefna á þessi tvö lengi,“ sagöi Jón Amar sem hefur tekið miklum framför- um á árinu. „Það er erfitt að bera þetta ár saman við undanfarin ár þar sem ég hef verió frekar latur við að æfa undanfarin ár. Það var ekki fyrr en núna, síðastliðið ár, sem maður hefur tekið alvarlega á. Það er mikill munur og árangur- inn verður allt annar,“ sagði Jón Amar sem sagðist stelna á að fara á tvö heimsmeistaramót á næsta ári, bæði innan- og utanhús. „Síð- an stefnir maður á Olympíuleik- ana og maður verður bara að horfa hátt með nefið upp í loft.“ Jón Amar segir að enn sé mik- ið verk eftir og hann sé enn ekki kominn á toppinn. „Þaó er eigin- lega allt í tugþrautinni sem maður getur bætt sig í. Þegar ég setti metið þá náði ég ekki aó bæta minn besta árangur nema í stang- arstökkinu. Ef maður næði þokka- legum árangri í öllum greinum á sama móti gæti maóur bætt metið enn frekar. Það er erfiðara í lang- stökkinu en ég get bætt mig þar líka,“ sagði Jón Amar sem er bú- settur á Sauðárkróki og líkar vel. „Ég hef sagt það við þá í Reykja- vík að þar sé besta aðstaða á land- inu. Maður verður að nota hug- myndaflugió við æfingamar en fjaran er mjög góð og þar er hægt að hlaupa hvenær sem er. Ég flyt suður í vor þar sern kærasta mín er að fara að vinna í Reykjavík en ég efast stórlega urn að ég fari aö skipta um félag. Ég nenni ekki að eltast vió svoleiðis smámuni þó ég færi mig um set.“ Einar Þór Gunnlaugsson „Þokkalegt, bölvað bras, allt- of margar keppnir,“ voru oröin sem Einari Þór Gunnlaugs- syni komu fyrst í hug þegar hann var spurður um sumarið. Einar varð í fjórða sæti í kjörinu um Iþróttamann Norðurlands 1994. „Ég hcf verið í 3.-4. sæti í Is- landsmótinu, bæði í fyrra og árið þar áður, þannig að maður hefur verið að gæla við cfstu sætin í , þessu. Það hefur þó sennilega ? aldrei vérið eirts haföur slagur og í sumar," sagði Einar scm er mikill keppnismaóur og sannur íþrótta- maður. Eflaust eru það margir sem telja torfærukeppnir snúast meira um bíla en ökuþóra en Ein- ar hefur rétta hugarlarið og það hefur skilað honum Islandsmeist- aratitli. En hvað varð til þess aó hann skaust fram fyrir keppinauta sína í sumar? „Það er betri búnað; ur og meiri reynsla en síðasta ár. í þessum haróa slag þarf maður eitt til tvö ár bara til að ná tökum á þessu. Þetta er í raun sami bíll þó það sé ekkert eftir af þeim sem ég keypti á sínum tíma. Þaó er búið að skipta um allt í honum og ég tók hann mjög vel í gegn og búinn að smíða hann upp á nýtt þó hann líti eins út.“ Síðasta sumar voru tíu torfæru- keppnir og mikið álag bæði á bíl og ökuþóra. Næsta ár verður keppnununt fækkað. Eftir aó Einar hafði tryggt sér sigur í íslandsmót- inu kom fram kæra frá helsta keppinaut hans sent sætti sig illa við annað sætið og því eðlilegt að þetta hafi ekki verió eins gleðilegt fyrir Einar. „Ég var ákvcðinn í því í haust að hætta en svo er þetta farið að kitla mann aftur. Maóur er farinn að leita að auglýsendum og ætlar að reyna að vera eitthvað með. Gallinn cr bara sá að þaö er engin stofnun sem tekur við svona sjúklingum. Þetta ræðst af því hvað maður nær í af auglýsingum en rnaður þarf að hafa góða styrkt- araðila á bak viö sig og ég hef ekkert unnið í því fyrir næsta sumar þannig að maður veit ekk- ert hvað vcrður,“ sagði Einar Þór og aóspurður sagði hann að leið- indin í haust hefðu spilað inn í hugleiðingar hans um að leggja Norddekk drekanum. „Maður fór að spá í hvort þetta væri þess virði. Nú er búið að breyta reglum þannig aö þetta á ekki aó vera neitt vafamál lengur.“ Kristinn Björnsson Kristinn Björns- son, skíðamaður frá Ólafsfirði, varð fimmti í kjörinu um Iþróttamann Noróurlands 1994. Hann hef- ur dvalist í vetur ásamt félögum sínum í karlalandsliðínu í alpa- greinum í Schladming í Austurríki en það er þekktur skíóabær og þar var heimsmeistaramótió haldið ár- ið 1982. „Arið er búió að vera ágætt. Það hefur verið erfitt núna seinni- partinn vegna snjóleysis þar sem við erum í Austurríki. Við erum búnir að vera uppi á jökli, sem er þar rétt hjá, en þar eru brekkumar mjög einhæfar. Það hefur háð okkur mikið að enginn snjór hefur verið í bænum. Annað sem stendur upp úr á ár- inu eru Ólymípuleikamir sem voru mjög skemmtilegir og mikil upplifun. Síðan var norska meist- aramótið mitt besta mót til þessa. Þar var ég í öðru sæti eftir fyrri ferð en endaði síðan sjötti eftir seinni ferð,“ sagði Kristinn en hann vakti athygli Norðmanna á því móti þegar hann skaut heirna- manninum Kjetil Andre Aamodt aftur fyrir sig og var kallaður „Eldfjallaguttinn frá Islandi“ í þarlendum fjölmiðlum. Keppnistímabilið er að byrja núna í brekkunum í Evrópu og Kristinn verður þar í eldlínunni. „Ég fer út í byrjun ársins, fyrst til Slóveníu að keppa, og síöan tekur vió mótaruna allan janúar. Síðan er stefnan sett á heimsmeistara- mótið á Spáni sem er í byrjun febrúar en það verður mjög strangt prógram fram að því.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.