Dagur - 30.12.1994, Blaðsíða 24

Dagur - 30.12.1994, Blaðsíða 24
Akureyri, föstudagur 30. desember 1994 Norðurland: Skíðasvæðin opnuð hvert aföðru Skíðaunnendur á Norðurlandi geta farið að taka gleði sína því þegar er byrjað að opna skíðasvæði á nokkrum stöðum og styttist í það hjá öðrum. Opn- að hefur verið á Siglufirði, Dal- vík og í Ólafsfirði. Skíðasvæði Dalvíkinga í BöggvisstaðaQalli var opnað í fyrradag og verður síðan opið alla daga eins og veð- ur og aðstæður leyfa. Nægur snjór er kominn í skíðabrekk- urnar á Dalvík og því geta jafnt ungir sem aldnir drifið sig á skíði. í dag verður skíðasvæðið í Ól- afsfirði opnað ef veður verður hagstætt. „Við erum búnir að vera með troðna göngubraut í um hálf- an mánuð og héldum mót á annan í jólum. Hins vegar hafa vindáttir ekki verið hagstæðar fyrir fjallið héma, en þetta er allt að koma,“ sagði Bjöm Þór Ólafsson í Ólafs- firði. A Siglufirði hefur skíðasvæðið á Skarðsdal verið opnað, var reyndar opnað fyrir jól. Þar er nægur snjór. Þess má geta að nú dvelur 15 manna hópur skíðafólks frá Siglufirði í æfingabúóum í Austurríki. Ivar Sigmundsson, umsjónar- maöur skíðasvæðisins í Hlíðar- fjalli ofan Akureyrar, sagði enn vanta snjó til að hægt sé að opna. „Það vantar kannski ekki nema eina góða snjókomu til að þetta hafist og við látum örugglega frá okkur heyra þegar verður opnað,“ sagði Ivar. Húsvíkingar eiga sennilega lengst í Iand með að geta drifið sig á skíði í Húsavíkurfjalli. Sveinn Hreinsson, tómstundafulltrúi á Húsavík, sagði vindáttir hafa verið óhagstæðar það sem af er og enn væri snjórinn bara í sköflum. HA íþróttamaður ársins vaiinn í 39. sinn: Magnús Scheving varð fyrir valinu Magnús Scheving, þolfimimaður úr Ármanni, var í gær út- nefndur íþróttamaður ársins 1994. Það eru Samtök íþróttafréttamanna sem að kjör- inu standa og var þetta í 39. sinn sem íþróttamaður ársins er heiðraður. Magnús hlaut 395 stig, Arnór Guðjohnsen, knatt- spyrnumaður með sænska liðinu Örebro, hafnaði í öðru sæti með 280 stig og Martha Ernstsdóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR, í því þriðja með 126 stig. Skapti Hallgrímsson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna, lýsti kjörinu í hófi á Hótel Loftleiðum í gærkvöld og um Magnús sagói hann m.a: „Magnús varð Islands- meistari í þolfimi af miklu öryggi snemma árs, þriðja árið í röð, síð- an Evrópumeistari með miklum yfirburðum og loks lenti hann í öðru sæti á heimsmeistaramótinu í Japan. Þar munaði aðeins hárs- breidd á honum og heimsmeistar- anum - 0,04 stigum en þeir voru í algjörum sérflokki. Síóla árs sigraði Magnús svo á sterku boðsmóti í Suóur Kóreu. Magnúsi hefir tekist að koma lítt þekktri íþróttagrein á kortið hér á landi, ef svo má segja; hefur gert það með eftirminnilegunr hætti enda glæsilegur og hæfileikaríkur íþróttamaður á feró.“ Arnór Guójohnsen hefur lengi verið í fremstu röð íslenskra knattspyrnunranna og hann var einmitt kjörinn íþróttamaður árs- ins 1987. Arnór leikur sem at- vinnumaður með sænska liðinu Örebro og leikmenn sænsku úr- valsdeildarinnar völdu hann leik- mann mótsins í árlegri kosningu í haust. Martha Ernstsdóttir hefur lík- lega aldrei staðið sig betur en á þessu ári. Hún setti Islandsmet í 10.000 m hlaupi í Dublin og í 5.000 m hlaupi í Hollandi. Einnig setti hún Islandsmet í hálfmara- þoni í Reykjavíkurmaraþoninu og Islandsmet í heilu maraþoni í Frankfurt. Martha hefur því þegar náð lágmarki í 5 og 10 km hlaupi fyrir heimsmeistaramótið á næsta ári. Pétur Guðmundsson, frjáls- íþróttamaður úr KR varö í 4. sæti, Sigurður Sveinsson, handbolta- maður í Víkingi í 5. sæti, Jón Am- ar Magnússon, frjálsíþróttamaóur úr UMSS í 6. sæti, Jóhannes R. Jóhannesson, snókerspilari í 7. sæti, Ásta B. Gunnlaugsdóttir knattspyrnumaður úr UBK í 8. sæti, Geir Sveinsson, handknatt- leiksmaður í Val í 9. sæti og Vanda Sigurgeirsdóttir, knatt- spymumaður úr UBK í 10. sæti. Alls hlutu um 40 íþróttamenn atkvæði í kjörinu að þessu sinni. Á meðal þeirra voru Vemharð Þorleifsson, júdómaóur úr KA, Þorvaldur Örlygsson, knattspymu- maður hjá Stoke, Patrekur Jóhann- esson, handknattleiksmaður úr KA, Eyjólfur Sverrisson, knatt- spymumaður hjá Besiktas og Sig- urpáll Geir Sveinsson, kylfiingur úr GA. KK INNANHÚSS- MÁLNING Eldur í jólaskreytingu olli miklu tjóni Slökkviliðið á Akureyri var í gær um klukkan 16.30 kallað út að Hraunholti 6 á Akureyri en þar var eldur laus. Mikið tjón varð á inn- veggjum, innréttingum, innanstokksmunum og fatnaði. Talið er að kerta- logi hafi kveikt í jólaskreytingu og frá henni breiddist eldurinn síðan út. GG/Mynd:Robyn Hlutabréfasalan hjá Kaupþingi Norðurlands: Aukning frá desember- mánuði í fyrra Sala hlutabréfa nær hámarki i dag hjá verðbréfasölum. Góð sala hefur verið síðustu dagana hjá Kaupþingi Norðurlands á Akureyri og stefnir í sölu hluta- bréfa fyrir 100 milljónir í desem- ber, sem er aukning frá í fyrra. Jón Hallur Pétursson, fram- kvæmdastjóri Kaupþings Noróur- lands, var ánægóur með viðskiptin við lokun í gær. Hann sagði söl- una hafa aukist nú síðustu dagana og eins og komið hefur fram horfa norðlensku fjárfestarnir mest til norðlenskra fyrirtækja. Athygli vekur söluaukning hlutabréfa frá desember í fyrra þrátt fyrir aö reglur hafi breyst og nú þurfi að kaupa fyrir hærri upp- hæð en áður. Aðspurður sagði Jón Hallur að skýringuna kunni að vera að finna í því að nú standi yf- ir útboð hjá Hlutabréfasjóði Norð- urlands og Kaupfélagi Eyfirðinga en einnig kunni skýringu að hluta til að finna í greiðslukjörum sem boðin eru við hlutabréfakaup. Þó er sá möguleiki ekki notaóur í verulegum mæli. Jón Hallur reiknaði meö lífleg- um viðskiptum í dag enda síðasti virki dagur fyrir áramót. JÓH Kaup KEA og Valbæjar á Viking Brugg: Viking hf. tekur til starfa á mánudag - Baldvin Valdemarsson ráðinn framkvæmdastjóri í Igær var stofnað hlutafélagið Viking hf. um rekstur sam- nefndrar drykkjarvöruverk- smiðju á Akureyri. Eigendur fé- lagsins eru Kaupfélag Eyfirð- inga og Valbær hf. en þessir aðil- ar keyptu bjórverksmiðjuna Vik- ing Brugg á dögunum. í fram- haldi af stofnun félagsins var Baldvin Valdemarsson ráðinn framkvæmdastjóri Viking hf. Baldvin Valdemarsson hefur verið framkvæmdastjóri Foldu hf. á Akureyri frá stofnun þess fyrir- tækisins. I samtali við blaðið síó- degis í gær sagði hann nýja félag- ið taka við bjórverksmiðjunni á mánudag, 2. janúar, en ekki sé endanlega frágengið hvenær hann ljúki störfum fyrir Foldu hf. Stofnhlutafé Viking hf. er 40 milljónir króna, sem skiptist jafnt milli KEA og Valbæjar. Hvor að- ili um sig skipaói tvo menn í stjórn og komu sér síðan saman um fimmta mann. Stjórnarformað- gær ur verður Magnús Gauti Gauta- son, kaupfélagsstjóri, og aðrir í stjórninni veróa Hólmgeir Valdemarsson, heildsali, Hóhn- geir Karlsson, verkfræðingur, Baldur Guðvinsson, viðskipta- fræðingur og Bjarni Jónasson, efnaverkfræðingur. JÓH Samantekt á banaslysum árið 1994: O ÁRAMÓTAVEÐRIÐ Veður fer heldur kólnandi í dag og verður allhvöss norðan átt og élja- gangur fram eftir degi um allt Norður- land en síðag veróur norðanáttin hægari og dregur úr úrkomu síðdeg- is, þó sýnu hvassast austast. Á laug- ardag og sunnudag, þ.e. gamlársdag og nýjársdag, verður fremur hæg breytileg átt en sums staðar dálítil éljagangur við ströndina, en léttskýj- að inn til landsins. Frost verður 1 til 5 stig. Á mánudag mun hæg suðlæg átt hafa tekið völdin og verður þá létt- skýjað og vægt frost á Norðurlandi. 42 einstaklingar farist á árinu Samkvæmt bráðabirgðaniður- stöðum á samantekt Slysa- varnafélags íslands á banaslys- um fyrir árið 1994, sem miðast við daginn í gær, 29. desember, hafa 42 einstaklingar farist á ár- inu; 33 karlar og 9 konur. Níu útlendingar fórust af slysförum hér á landi og einn íslendingur fórst í umferðarslysi erlendis. Flestir fórust í umferðarslysum, alls 18 einstaklingar eða tæp 43%, í sjóslysum eóa vegna drukknana fórust 10 eða tæp 24%, í ýmiss konar slysum fórust 10 eöa tæp 24% og í flugslysum 4 eða rúm 9%. Á árinu 1994 hafa orðið bana- slys í hverjum einasta mánuði, flest í september eða 8, í ágúst 7, í janúar 6 og í apríl 5. I mars og október varð 1 banaslys í hvorum mánuði fyrir sig. Á síðastliðnum 10 árum hafa banaslys ekki verið eins fá og í ár en þó er rétt að geta þess að enn eru tveir dagar eftir af árinu. Alls hafa orðið 550 banaslys á síöustu 10 árum og þar af hafa 53 útlend- ingar látist. Flest voru banaslysin á þessu 10 ára tímabili, árið 1986, eða 74 og 62 árið 1988. KK 10 lítrar frá kr. 3.990, 0 |J KAUPLAND HF. 1 ^ Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565 Vöfflujárn frá 4.880,- Kaffivél frá 2470,- 0 KAUPLAND HF. Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565 RAFTÆKI í MIKLU ÚRVALI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.