Dagur - 30.12.1994, Blaðsíða 4

Dagur - 30.12.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 30. desember 1994 UTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir). LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDIS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 LEIÐARI Enn eitt árið er brátt liðið í aldanna skaut. Ár sera um margt hefur verið merkilegt. Gott ár fyrir marga - erfitt fyrir aðra. Við ritun íslandssögunnar verður ársins 1994 trúlega fyrst og slðast minnst fyrir 50 ára lýðveldisafmæli sem fagnað var með eftirminnilegum hætti um allt land. Hátlð- in á Þingvöllum er sérstaklega minnisstæð en skugga bar á hvernig til tókst með umferðarmálin. Af því klúðri geta menn lært og nýtt sér fyrir skipulagningu næstu stórhá- tíðar. Ársins 1994 verður minnst sem siðvæðingarárs í ís- lenskum stjórnmálum og pólitískar hræringar, ekki sfst af- sögn Guðmundar Áma Stefánssonar, marka tiraamót. Þá verður ársins minnst, þegar stjórnmálasaga ársins verður skrifuð, fyrir sigur Reykjavíkurlistans á Sjálfstæðisflokkn- um I Reykjavlk. Þau úrslit voru líklega merkilegust pólit- ískra tíðinda á árinu. Árið 1994 var ár úthafsveiðanna, fiskiskipum var I auknum mæli siglt út fyrir landhelgina og norður í Bar- entshafi veiddu þau samtals um 35 þúsund tonn að and- virði um 3 milijarðar króna. Þessi búbót I þjóðarkassann ásamt drjúgri loðnuvertíð forðuðu efnahagsiífinu frá dýfu, sem annars var fyrirsjáanleg vegna dvinandi botnfiskafla á íslandsmiðum. Árið 1994 var ár Evrópuumræðunnar, hér á landi var fylgst nánar en áður með umræðunni um stækkun Evr- ópusambandsins. Einkum var sjónum beint að þjóðarat- kvæðagreiðsium á Norðurlöndum. Mörg spurningamerki eru á lofti um þessi áramót. Komandi ár er óvissuár. Margt bendir til efnahagsbata á næsta ári en þar er ekki á vísan að róa. Það er óskynsam- legt að gera ráð fyrir jafn miklum veiðum utan landhelg- innar og á þessu ári og stóra spurningin er hvað loðnan gerir. Kjarasamningar eru lausir um þessi áramót og teikn eru á lofti um harðan slag á vinnumarkaði. Um það vitna kröfur þeirra samtaka launafólks sem þegar eru komnar fram. Sjúkraliðaverkfallið, sem nú hefur staðið yfir I vel á annan mánuð, gefur ekki vonir um að friövænlegt verði á vinnumarkaði. Það liggur hins vegar alveg ljóst fyrir að I komandi kjarasamningura verður að bæta kjör launafólks í landinu og um það meginverkefni verða aðilar vinnu- markaðarins og stjórnvöld að sameinast. Evrópuumræðan mun halda áfram þrátt fyrir að Norð- menn hafi hafnað aðild að Evrópusambandinu. ísiending- ar geta ekki setið hjá í þessari umræðu, en áherslan verð- ur fyrst og fremst á styrkingu EES-samningsins fyrir at- vinnulífið. Lesendum Dags og landsmönnum öllum er óskað gleöilegs árs og friðar og þökkuð samfylgdin á árinu 1994. Sjávarútvegurinn 1994 Þegar horft er um öxl til helstu at- burða ársins í sjávarútveginum veróur ekki annað sagt en líðandi ár hafi verið um margt hagstætt. Þó er það nú sjaldnast svo að alll gangi eins og best verður á kosið hjá öllum og gengi aðila mjög misjafnt. Slæmt ástand þorskstofnsins og þar af leiðandi takmarkaðar veiði- heimildir á þorski hefur gert mönnum erfitt fyrir. Þetta á helst við um þá sem byggja afkomu sína að stærstum hluta á þorsk- veiðum. Bátaflotinn hefur af þess- um sökum átt í miklum erfiðleik- um, svo og þeir togarar sem stunda ísfiskveiðar á þorski. Afkoma frystitogara og annarra skipa, sem fryst geta aflann um boró hefur yfirleitt verið góð. Sóknargeta þessa flota er oftast meiri heldur en þeirra skipa, sem stunda ísfiskveiðar og verða að landa með styttra millibili. Það er athyglisvert hversu öflug frysti- skipaútgerð er á Noróurlandi og áhugi hefur verið mikill og vax- andi fyrir slíkri útgeró undanfarin ár. Um helmingur allra frystitog- ara í eigu Islendinga á heimahöfn á Norðuriandi og flestir eru þeir á Akureyri. Þessi þróun hefur reynst farsæl og leitt til þess aó útgerðin hefur verið helsti vaxtarsproti at- vinnulífsins. Rækjuveióar- og vinnsla hafa tekið kipp upp á við á árinu í kjöl- far aukinnar eftirspurnar. Þá hafa veiðar í Barentshafi skipt útgeró- ina miklu máli svo og vaxandi út- hafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg utan 200 mílna fiskveiðilögsög- unnar. Sérstaklega hafa þessar veiðar nýst vel frystiskipum, sem geta fryst aflann ferskan um borð og fengið þannig hærra verð fyrir afurðirnar. Framan af ári gekk loðnuveiði mjög vel. Þrátt fyrir lélegt gengi loðnuveiöa seinni hluta ársins er búið að veiða nálægt 800 þúsund tonnum af loðnu það sent af er ár- inu. Loönufrysting- og hrognataka gekk vel á fyrri hluta ársins og skilaði góðum afrakstri til þeirra sem stóðu að þeirri framleiðslu. Síldveiðar gengu vel og víða tókst gott samstarf milli útgerðar og fiskvinnslu um veiðar á síld til vinnslu þrátt fyrir frekar lágt verð á síld upp úr sjó. Þetta undirstrikar þann mikla áhuga sem er á því að auka magn síldar sem fer til frek- ari vinnslu til manneldis. A þessu ári tók til starfa Þróun- arsjóður sjávarútvegsins sem þrátt fyrir nafnið hefur það verkefni meó höndum að úrelda fiskiskip. Þaó er sorglegt aó nota þurfi fé úr sjávarútveginum og erlend lán til þess að borga mönnum fyrir að hætta í atvinnugreininni. Nær væri að nota slíkt fjármagn til raun- verulegrar þróunar í atvinnulífmu. Þeir sem helst hafa sótt um styrki í þennan sjóð eru eigendur minni báta, sem hafa ekki lengur nægar veiðiheimildir og töluvert er einnig um stærri nýlega báta, sem byggðir voru miðað viö væntingar um rýmri veióiheimildir á sóknar- marki og hátt verð fengist áfram fyrir aflann á ísfískmarkaði í Eng- landi eins og áður. Sóknarmarkið var aflagt og veró á ísfiskmarkaði i Englandi lækkaði. Fiskveiðasjóður ákvað nú í árs- lok að beita sér fyrir sérstakri lán- veitingu til bátaútgerða til þess að brúa tímabundið þá erfiðleika, sem þessi útgerð hefur orðið fyrir vegna minni þorskveiðiheimilda. Vafalaust eru margir nú sem skoða alvarlega hvort þeir eigi að bíða og sjá hverju fram vindur í sjávarútveginum eða hvort þeir eigi að hætta og selja Þróunarsjóði skip sín. Efnahagsumhverfi hér á landi hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár. Nú ræður fjárhags- leg staða hvers og eins úrslitum óbreyttu sniði mikið lengur, ef farsæl nióurstaða næst í vióræóum þjóóanna um þessi mál. Þessar veiðar hafa skipt útgerðina miklu máli. Þótt sú skoóun eigi vaxandi fylgi að það geti ekki talist eðli- legt að Islendingar einir Evrópu- þjóða hafi ekki veiðirétt á þessu hafssvæði er enginn ábyrgur aðili sem réttlætir óheftar veiðar á við- kvæmum fiskistofnum til lengdar. Framundan er rnikil óvissa á vinnumarkaðnum. Arið 1994 hófst eins og margir muna með erfiðu verkfalli sjómanna, sem leystist ekki fyrr en Alþingi hafði sett lög um deiluna. Samningar við sjómenn eru enn ófrágengnir og skiptir miklu máli að viðunandi lausn fáist fljótlega. Vonandi næst aftur samstaða milli launþega og atvinnurekanda á næsta ári um að staðið verði áfram vöró um þann stöðugleika, sem þjóðin hefur nú búið við í nokkur ár, en hann er grundvallarforsenda þess að hér verði byggð upp öflug atvinnu- starfsemi á komandi árum. Eg óska Norðlendingum far- sældar á komandi ári. Sveinn Hjörtur Hjartarson. Höfundur er hagfræöingur Landssambands íslenskra útvegsmanna. Kristnessöfnunin: Samnmgar við sjómenn eru enn ófrágengnir og skiptir miklu máli að viðunandi lausn fáist fljótlega. Von- andi næst aftur samstaða milli launþega og atvinnu- rekanda á næsta ári um að staðið verði áfram vörð um þann stöðugleika, sem þjóðin hefur nú búið við í nokkur ár, en hann er grundvallarforsenda þess að hér verði byggð upp öfl- ug atvinnustarfsemi á kom- andi árum. um það hvort viðkomandi geti haldið rekstri sínum gangandi þegar á móti blæs. Tími hinna stóru efnahagslegu aðgerða með tilheyrandi kollsteypum í efna- hagslífinu er vonandi liðinn. Nú veltur meira á því hvernig hverjum og einum tekst til innan þess ramma sem lög um stjómun fiskveiða heimila sókn í helstu fiskistofnana og sókn á fjarlægari mið. Meðan enn er ósamið um veið- ar í Smugunni munu margir freista Kvenfélagið Aldan-Voröld í Eyjaíjarðarsveit aflienti fyrir skömmu 100 þúsund krónur til söfnunarinnar fyrir sund- laug við endurhæfíngardeild FSA á Kristnesi í Eyjafjarðar- sveit. Fyrir miðri mynd eru Stefán Yngvason, yfirlæknir endurhæfingardeildar FSA, og Vilborg Þórðardóttir, for- maður Kvenfélagsins Öldunn- ar-Voraldar, en með þeim eru félagskonur í félaginu og Hall- dór Jónsson, framkvæmda- stjóri FSA. Mynd: Rohyn. Sveinn Hjörtur Hjartarson. þess að veiða þar áfram og úthaf- skarfaveiðar munu fleiri sækja. Til þessara veiða henta frystitog- arar vel og eru því sóknarmögu- leikar þessara skipa betri en margra annarra. Það er mikilvægt að fyrr en síðar fáist niðurstaða milli Islands og Noregs varðandi veiðar okkar í Barentshafi. Telja verður ólíklegt að þessar veiðar verói með

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.