Dagur - 30.12.1994, Blaðsíða 22

Dagur - 30.12.1994, Blaðsíða 22
22 - DAGUR - Föstudagur 30. desember 1994 MINNINO Asdís Olöf Ingvadóttir Fædd 10. desember 1968 - Dáin 13. desember 1994 Mig langar að skrifa nokkrar línur til að minnast elskulegrar, hug- rakkrar systur minnar, hennar As- dísar Olafar. Það er svo margt sem bærist í brjósti mínu og svo mörg orð sem koma upp í hugann þegar ég minnist hennar Ásdísar minnar, en það er ótrúlega erfitt að koma þeim niður á blað. Mig langar að segja svo margt fallegt um hana og ég veit að það ætti ekki að vera erf- itt því hún var svo yndisleg sál. Ásdís var hugrakkasta mann- eskjan sem ég hef nokkum tímann kynnst. Aldrei gafst hún upp í þeirri erfiðu baráttu sem hún háði. Alltaf var stutt í brosið hennar bjarta og kímnigáfan var ekki langt undan. Það þurfti ekki að gera stóra hluti fyrir Ásdísi til að gera hana hamingjusama. Það að keyra um með hana og sýna henni hesta eða blóm nægði til að gleðja hana. Einnig gat hún setið tímunum sam- an með hundinn, hana Perlu litlu, í fanginu, klappandi henni og talandi við hana. Umhyggjan sem þær sýndu hvor annarri var einstök og tengslin þeirra á milli voru mikil. Ásdís sýndi okkur hinum í fjöl- skyldunni einnig alltaf mikla um- hyggju og þó svo að henni liði illa þá hafði hún alltaf mestar áhyggjur af okkur hinum. Fegurðarskynið sem hún hafði var mikið og þó svo sjónin hafi verið farin að bregðast henni þá tók hún alltaf eftir því sem fallegt var í náttúrunni og kringum hana. Þó svo að sársaukinn yfir að missa þig, elsku Ásdís mín, sé mjög mikill þá veit ég og vil trúa að þú sért núna heilbrigð og sterk. Eg veit að þér líður vel núna og vona að þú getir gert allt það sem þig langaði svo mikið til að gera hér á jörð en veiki litli líkami þinn leyfði ekki. Eg þakka þér kærlega fyrir þær stundir sem við áttum saman og munu þær lifa í huga mínum að eilífu. Fanney Sigrún Ingvadóttir. Létt lund, kímnigáfa og hlý fram- koma einkenndu Ásdísi Ingvadótt- ur. Unga stúlku, fulla af atorku og dugnaði, sem tók þátt í hringiðu lífsins með fjölskyldu sinni og vin- um. Næstyngst fjögurra systkina, stolt foreldra sinna, samviskusöm og dugleg. Foreldramir vöktu yfir velferð og þroska bamanna sinna. Rætumar vom góðar og traustar. Umhverfið ástríkt og uppbyggj- andi. Ákjósanlegar aðstæður fyrir ungviðið sem undirbúningur fyrir lífið og viðfangsefni þess. Þessi var jarðvegur Ásdísar og sem bam og unglingur átti hún góða og áhyggjulausa daga heima á Akur- eyri. Enginn skilur og enginn veit hvað ræður. Sjúkdómur gerði vart við sig, svo alvarlegur að hann dró smám saman úr þreki hennar og hæfni til að fylgja eftir í samtíman- um og taka þátt í atburðum dagsins með öðrum. Þessar óviðráðanlegu aðstæður urðu hennar hlutskipti í lífinu og hún stóð þær með reisn þar til yfir lauk. Af miklu æðmleysi og stillingu tók hún hverjum degi og hverri rannsókn og meðferð sem hún þurfti að ganga gegnum. Studd af fjölskyldunni sem alltaf stóð þétt við hlið hennar. Margir, bæöi fag- fólk heilbrigðiskerfisins og aðrir, reyndust fjölskyldunni einnig mjög vel og veittu stuðning og styrk. Umhyggja hennar sjálfrar fyrir sín- um nánustu og umhverfi sínu var mikil. Sambandið milli móður og dóttur var einstakt og náið, líkt og það hefði lækningamátt á erfiðum stundum. Nú er Ásdís horfin, eftir situr minningin um dökkhærða stúlku með stór, falleg augu, alvarleg og með festu í svipnum. Þrátt fyrir veikindin og skerðinguna bjó hún alltaf yfir heilindum sem vom gef- andi og sterk. Elsku Gerða, Ingvi, systkini og mágkona Ásdísar og aðrir ástvinir. Minningin um góða og heilsteypta stúlku er dýrmæt. Stúlku sem tókst á við það sem varð hennar hlut- skipti í lífinu og gekk í gegnum það af ótrúlegri stillingu og æðmleysi. Eg og fjölskylda mín sendum ykk- ur innilegar samúðarkveðjur. Guð gefi ykkur styrk og friðsæla jólahá- tíð. Gunnhildur Valdimarsdóttir. %m : ÞOKKUM DYGCAN STl^ÐNING A ARINU SEM ERÁD LÍDA . * i. 4; % CÆTIÐ FYLLSTA ÖRYCúÍS VIÐ MEÐFERÐ FLUdELDA STUDLUM AÐ SLYSALAUSUM ÁRAMÓTUM!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.