Dagur - 30.12.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 30.12.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 30. desember 1994 HORFT UM OXL viöstödd tvíburafæðingu. Bróöur- dóttir mín fæddi tvíbura þann 21. mars, á afmælisdegi eiginmanns míns, þaö var yndislegt að fylgjast með þessum bömum, stúlku og dreng, koma í heiminn.Kynjamis- réttið kemur snemma fram því aó í móðurkviði sat drengurinn á stúlkunni þannig að hún fékk ekki sama aðgang að næringu og hann og hún var því fjórum mörkum léttari. * Islenska skólakerfið A árinu hafa farið fram töluvert miklar umrceður um skólamál. Rótin af þeirri utnrœðu er líklega fyrst og fremst fyrirhugaður flutn- ingur grunnskólans yfir til sveitar- félaganna á nœsta ári Skólamálin voru nœst rœdd yfir kaffibollunum á Stássinu. Kristín: Af því aó Pétur sagð- ist vera svartsýnn á skólakerfið þá verð ég að setja að ég hef fylgst meó skólum á Norðurlandi eystra síðastliðin 28 ár og ég sé mikla og jákvæða þróun, sérstaklega síðast- liðin tíu ár. I fyrsta lagi sé ég jákvæða þró- un varðandi börn sem eiga í erfið- leikum, það hefur verið tekið mjög kröftuglega á þeirra málum. I öðru lagi hafa síðastliðin ár hátt á annan tug skólastjóra á þessu svæói farið í framhaldsnám í skólastjórnun og um tuttugu kennarar farið í nám í sérkennslu- fræðum. Ég sé þetta fólk þessa dagana vera aö bæta norólenska grunnskóla og það fyllir mig bjartsýni. Vissulega sé ég agaleysi í skólum en mér finnst foreldrar bera ábyrgö á aga barna sinna, fyrst og fremst. Þaó er ekki hægt að ætlast til þess aó kennari með 20-28 böm í bekk nái að halda aga á bömum sem foreldrar ráða ekki við. Svanhildur: Auóvitað eru það foreldramir fyrst og fremst sem bera ábyrgð á uppeldi barna sinna. Hins vegar hefur hlutverk leik- skóla aukist mjög á síðustu árum og þeir gegna sífellt stærra upp- eldishlutverki. Islenska skólakerfið hefur í alltof miklum mæli apað eftir hin- um Norðurlöndunum ýmsar að- ferðir, meóal annars ýmiskonar frjálsræði sem hefur boðið aga- leysinu heim. Það er vissulega margt í sambandi við skólakerfið sem þarfnast athugunar enda þarf menntakerfið okkar að vera í sí- felldri athugum og launamál kennara verður að laga. Hins vegar er ég er ekki ein af þeim sem óttast flutning grunn- skólanna til sveitarfélaganna. Ég er alveg sannfæró um að sveitar- stjómarfólk og heimamenn hafi nægan metnað og ábyrgö til að standa á bak vió skólann sinn. Ég er því bjartsýn á framtíó grunn- skólans. Pétur:Að mínu mati eru geysi- legar brotalamir í öllu skipulagi íslenskra skóla. Eftir því sem mér skilst hefur skólastjórinn aóeins yfir þremur klukkustundum af vinnutíma kennara yfir sumar- mánuðina að ráða og hann hefur ekkert um það aó segja hvaða námskeið kennarar sækja á sumr- in. Hvað haldið þið að atvinnufyr- irtæki mundu segja um það ef starfsmaður ætti samkvæmt kjara- samningum rétt á að fara á nám- skeið, til þess að bæta sig sem starfsmaður, en atvinnurekandinn hefði ekkert um þaó aó segja á hvað námskeið hann færi? Kristín: Þetta atriði sem Pétur nefndi stendur skólastarfi verulega fyrir þrifum og margir skólastjórar kvarta undan þessu. Ég sé þaó fyr- ir mér að kennarar, eins og aðrir, vinni sína dagvinnu á vinnustað frá 9 til 5 og hafi þá lokið störfum þann daginn. Ég vil tengja áform um flutning grunnskólans drögum aó frum- varpi til grunnskólalaga sem komu fram á þessu ári. Eg er sér- staklega ánægð með þessi frum- varpsdrög. Mér finnst hafa verið unnió mjög faglega að þeim og þar er margt mjög gott. Atvinnulífið - atvinnuleysi Arsins 1994 verður í sögunni minnst sem árs erfiðleika í at- vinnulífi um allt land, en þó má greina umtalsverðan bata á ýms- um sviðum atvinnumála frá fyrra ári. Afkoma fyrirtœkja hefur al- mennt batnað en hins vegar hefur atvinnuleysisdraugurinn verið í essinu sínu, ekki síst á Norður- landi, og fjöldi fólks verið á at- vinnuleysisbótum og einnig notið fjárframlaga frá sveitarfélögum. Atvinnumálin voru ncest á dag- skrá. Svanhildur: Ein skýringin á atvinnuleysinu á Akureyri hlýtur að vera sú að stór atvinnufyrirtæki hafa lagst af, við megum ekki gleyma hnignum Sambandsins. Pétur: Islendingum hefur því miður mistekist aó koma fótunum undir aðra atvinnuvegi en sjávar- útveg. Það er sláandi að vægi sjávarútvegs í vöruútflutningi er mjög svipað því sem það var fyrir tuttugu árum, það er um 80% af öllum útflutningi. Þannig er stað- an í dag þrátt fyrir allar þær um- ræður sem hafa átt sér stað um uppbyggingu stóriðju og um nauðsyn þess að teysta stoðir ann- ars iðnaóar í landinu. Michael: Ef við lítum á at- vinnumálin frá jákvæöu sjónar- horni þá vil ég benda á að þrátt fyrir að mörg gamalgróin fyrir- tæki hafi lagt upp laupana þá hafa sprottið upp í þeirra stað smáfyrir- tæki sem hafa vaxið og dafnað. Oft hefur þetta gerst í kjölfar gjaldþrots gamalgróins stórfyrir- tækis. Þannig myndast smærri ein- ingar og fólkið í fyrirtækjunum á meiri þátt í stjórnun og rekstri þeirra og yfirbyggingin verður minni. Agætt dæmi um þetta er Kjarnafæði. Jafnvel í tónlistarkennslumál- um má hugleiða hvort það sé endilega rétt að aðeins einn tón- listarskóli sé styrktur af sveitarfé- laginu á hverjum stað. Aður fyrr var hægt að stofna tónlistarskóla % J Pétur að ákveðnum skilyrðum uppfyllt- um og þá greiddi sveitarfélagið kennaralauninn í skólanum, sá réttur var einfaldlega til staðar fyr- ir alla. Spurningin er; væri ekki betra aó gefa fleiri aðilum tæki- færi til að koma slíkum sérskólum á fót, tónlistar-, dans-, myndlistar- eða leikskólum. Ég tel að það mundi opna aðra möguleika og þjónustan yrði fjölbreyttari. Svanhildur: Þama er einfald- lega um þaó að ræða að ef við eig- um sjálf hlutdeild í einhverju, þá leggjum við meiri og betri rækt viö það. Þetta er ríkjandi í þjóðfé- laginu hvar sem litið er. Michael: Þetta er bara mann- legt. Kristín: Þegar við veltum at- vinnuleysinu fyrir okkur þá vakn- ar hjá mér sú hugsun hve lítið við vitum um atvinnuleysi og afleið- ingar þess. Það hefur svo lítið ver- ið rannsakað hvaða áhrif það hef- ur þegar móðir eða faðir er at- vinnulaus, hvaóa áhrif hefur það á börn og unglinga þegar foreldrar þeirra hafa ekkert nema atvinnu- leysisbæturnar til að komast af? Sumir segja; fólk vill vera at- vinnulaust, en aðrir segja; fólki líður skelfilega illa þegar það er atvinnulaust. Aó mínu mati vitum við mjög lítió um þetta. í könnun sem gerð var á vegum samtakanna Barnaheilla hér á Norðurlandi eystra kom vanlíóan barna vegna atvinnuleysis foreldra sterkt fram. Ég held að hörmungamar í sam- bandi við atvinnuleysið séu faldar og nauðsynlegt sé aó skoða ástandið nánar. Svanhildur: Mín skoðun hefur alla tíð verið sú að sveitarfélögin eigi sem minnst aö standa fyrir at- vinnurekstri. Þau eiga hins vegar að reyna að búa þannig í haginn aó fyrirtæki geti blómstrað. Auk þess eru sveitarstjómir bundnar lögum sem kveóa á um þessa þætti. Við þekkjum það að sum sveitarfélög hafa neyðst til að fara út á þá braut, að setja verulegt fjármagn inn í atvinnureksturinn. Sum þessara sveitarfélaga hafa einfaldlega lent á gjörgæslu hjá félagsmálaráðuneytinu. Hins vegar eru sveitarfélögin meó atvinnumálanefndir. Þær starfa hver á sinn hátt og eru mis- jafnlega öflugar, þær vinna meðal annars að því aö leita að nýjum störfum. Auðvitaó er lang best að einstaklingamir hafi þannig um- hverfi að þeir geti komið einhverju í framkvæmd og byggt upp og eins og Michael benti á eru mörg lítil fyrirtæki að koma fram á sjónarsviðið. Þegar sverfur að þá herðir það oft í okkur og ég hef því mikla trú á að bjartari tími sé framundan í efnahags- og atvinnumálum. Pétur: Ég held aó sveitarfélög- in geti lagt ýmislegt gott til at- vinnumála og eigi í einhverjum tilvikum að taka þátt í þeim. Það sem hefur einkennt þátt- töku opinberra aðila í atvinnu- rekstri er því miður að þeir hafa hlaupiö undir bagga eftir að erfið- „Ég cr ekki í vafa um að upp- bygging Listagiisins á Akureyri heftir skilað veruiegum ár- angri,“ sagði Pétur. Hér heilsar Hulda litla Lýð Ólatssyni gítar- leikara sem lék í Listusafninu á Akureyri við opnun sýningar á verkiun meistarannu Jóhannes- ar Kjarval og Ásmundar Sveins- sonar þann 4. júlí. Sama dag voru opnaðar sýnlngar Kristín- ar Gcirsdóttur og Bryndísar Jónsdóttur í Deiglunni og Ólaf- ar Kristínar Sigurðardóttur á Café Karólínu. I Myndlistaskól- anuin var ciiuiig sýning að lok- inni tíu daga samveru lislafóiks og barna undir handlciðslu Ditte Rcijer og Maria Hagberg Jangscll frá Svíþjóð. I»ad má þvi með sanni segja að listin liafi blómstrað í Gilinu þcnnan júlí- dag scm og aðra daga ársins scm er að líða. leikar fyrirtækja hafa verið orðnir svo miklir að dæmið er í raun tap- að. Ég held að sveitarfélögin ættu að leggja áherslu á nýsköpun og þróun, hugsa lengra fram í tím- ann, en það er hins vegar meira í eðli okkar að grípa tækifæri þegar þau gefast frekar en að skapa okk- ur sjálf tækifærin. Við erum líka óþolinmóð og viljum að allir pen- ingar ávaxti sig strax. Ég held að þetta sé rangt viðhorf og standi ís- lendingum fyrir þrifum, við þurf- um að líta til lengri tíma. Dæmi um aðila sem hafa gert þetta eru þeir sem standa að Fisk- eldi Eyjafjarðar og ég er ekki í nokkrum vafa um að það sem þar er verió að gera á eftir að skapa verulega undirstöðu fyrir lífskjör og atvinnu. Þar hefur nú þegar far- ið fram sex ára þróunarstarf. Ég er líka sannfærður um það að starfsemi Listagilsins á Akur- eyri hefur orðið til þess að ferða- menn stoppa lengur í bænum og er þá um leið atvinnuskapandi. Ferðamannaþjónustan og menningin Islendingar horfa í auknum mceli til ferðaþjónustunnar sem framtíð- aratvinnugreinar og þar eru vissulega verulega miklir vaxtar- möguleikar. Ferðaþjónustan hefur verið töluvert í fréttum á árinu, hljóðið er auðvitað misjafnlega gott í ferðaþjónustuaðilum á Norðurlandi, en góða veðrið sl. sumar snéri dceminu við til betri vegar miðað við sumarið 1993. Þá má ekki gleyma því að á árinu var opnuð á Akureyri skrifstofa á vegum Ferðamálaráðs. Það var áncegjulegt skref í flutningi ríkis- stofnana út á landsbyggðina. Kristín: í sumar dvaldi ég í Skotlandi um þriggja vikna skeið og ég varð fyrir áfalli þegar ég átt- aói mig á því hve langt aó baki Skotum við stöndum í feróaþjón- ustu. Mér fannst þjónustulund fólksins sem tekur á móti ferða- mönnum athyglisverð, hún er slík að það er umhugsunarefni fyrir okkur. Þessi starfsemi þarna nyrst í Skotlandi er atvinnuskapandi og skipti sköpum á þessu svæði sem er mjög dreifbýlt. Michael: Mér finnst hafa oróið miklar framfarir hér á Akureyri undanfarið. Hugsið ykkur breyt- inguna á Strandgötunni fyrir ferðamennina sem koma hingaó með skemmtiferðaskipunum. Þetta svæði var til skammar og ströndin var ægileg, en nú hefur þetta verið lagfært og mér finnst að húsin í Strandgötu bíði einfald- lega eftir því að framtakssamir einstaklingar setji þar upp ýmis- konar sýningar og þjónustu fyrir feróamenn. Af hverju erum við ekki með gamalt skip sem safn? Eða sýningarsal þar sem feröa- menn geta skoóað og snert fisk af ýmsum tegundum? Það eru tví- mælalaust mörg tækifæri ónýtt í ferðaþjónustu hér á landi. Svanhildur: Mér hefur verið sagt af kunnugum og kynnst því af eigin raun að útlendingar sem koma til Dalvíkur sækjast eftir því að komast inn í frystihúsió til að sjá vinnsluna þar og að ég tali nú ekki um að fá tækifæri til að kom- ast um borð í fyrstitogara. Kristín: Mér hefur dottió í hug aö fá mér íslenskan þjóðbúning og standa fyrir framan húsið mitt í sumar og selja lummur, en ég bý nánast í ferðamannaiðunni. En þetta finnst engum sem ég spjalla við sniðugt, sennilega er þessi hugmynd of afbrigðileg. Michael: Hvaö er viðurkennd hegðun og hvað ekki? Islenska þjóðfélagið er svo þröngt að hér þurfa allir að falla í sama farið og þaó er eitt af því sem vinnur gegn nýsköpun og framtaki. Svanhildur: I framhaldi af þessari umræðu um ferðamál, þá verð ég að segja að það vakti at- hygli mína í skýrslu, sem nýlega var kynnt í fréttum, að gistirými á Islandi hefur fimmfaldast á tíu ár- um. Hvernig endar þetta? Þetta minnir mig á þaö þegar allir ætl- uðu að verða ríkir á rækjuverk- smiðjum cða loðdýrarækt. Pétur: Mér finnst tími til kom- inn að íslendingar átti sig á því Sveitarstjórnarkosningarnar voru einn af stærri atburðum ársins, í það minnsta á pólitíska sviðinu, hér er unnið við talningu atkvæða í Oddeyr- arskóla á Akureyri þann 28. maí i vor. Svanhildur Árnadóttir segir að úrsllt kosninganna á Dalvík hafi orðið sér persónulega mikil vonbrigði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.