Dagur - 30.12.1994, Blaðsíða 7

Dagur - 30.12.1994, Blaðsíða 7
Föstudagur 30. desember 1994 - DAGUR - 7 HORFT UM ÖXL hvers virói þróunarstarf og rann- sóknir eru og enn vil ég nefna Fiskeldi Eyjafjarðar sem dæmi. Þar er verið að reyna að framleiða lúðuseiöi. Seiðin þarf að ala á sér- stökum krabbadýrum. Fyrst þarf því að ala krabbadýrin svo þau verói nægilega næringarrík fyrir lúðuseiðin og þaó gekk ekki upp með hefðbundnu innfluttu fóðri fyrir þessi krabbadýr. Rannsókn- arhópur íslenskra aðila þróaði því nýtt fóður fyrir þessi krabbadýr og nú er þetta fóður að veröa fram- leiðsluvara hjá fyrirtækinu Lýsi hf. Þannig hefur framleiðsla á lúðuseiðum skapað nýja fram- leiðslumöguleika hjá fyrirtækinu Lýsi hf. á alþjóðlegum markaði. Ég tel að þetta dæmi ætti að Jóhanna Sigurðardóttir sagði bicss við gamlu fclaga sína í Al- þýðuflokknum og ríkisstjórn- inni, lagði upp í hringfcrð um landið og stofnaði nýjan flokk þcgar heim kom. Þjóðvaki, hinn nýi flokkur Jóhðnnu, hefur náð umlalsverðu fylgi i skoðana- könnunum og hyggst bjóða fram í öllum kjördæmum í al- þingiskosningunum á komandi vori. „Ég sé Jóhönnu sem næsta forsætisráðherra, hún mun ná tii sín fylgi úr öllum flokkum,“ er álil Michaeis Clarke. Guðmundur Árni Stcfánsson sagði af sór ráðhcrradómi í upp- hafi vclrar eftir mikla orrahríð. í kjölfar umræðunnar um slörf Guðmundar Árna komst sið- ferði í pólitík á fslandi á dag- skrá og siðvæðing komst á stefnuskrá stjórnmálamanna. Pétur Bjarnason tclur að afsögn Guðmunar Árna marki ákveðin tímamót i íslcnskum stjórnmál- um. hvetja til vöruþróunar og rann- sókna í auknum mæli. Svanhiidur: Ég tek undir þaó að það hefur verið unnið frábært starf hjá Fiskeldi Eyjafjarðar og það var og vonandi er einhugur hjá sveitarstjómarmönnum á Dal- vík um aö standa við bakið á þessu verkefni. Michael: Vió megum ekki gleyma því að ýmislegt sem ekki er framleiðsla á vörum er atvinnu- skapandi. Við, sem störfum aó menningarmálum, viljum benda á þá staðreynd. A þessu ári hefur skapast tölu- verð umræða um þessi mál hér á Akureyri bæði varðandi kaup á flygli, rekstur Tónlistarskólans og fleira. Þessi umræða hristi vissu- lega svolítið upp í fólki á mínum vinnustað. I þessu sambandi vil ég spyrja hvort fólk byggi fyrst kirkju eða kaupi kirkjuorgel? Þaó er til lítils að kaupa orgelið og setja það nið- ur úti á túni. Við þurfum miklu meira en flygil hér á Akureyri, við þurfum tónleikasal. Ég tel aö þeir sem starfa að menningarmálum þurfi að fá íþróttaskemmuna í hendur. Svo má nýta hana í ýms- um tilgangi fyrir listviðburði, ráó- stefnur og jafnvel íþróttir. Fjölskyldan í kröppum dansi á ári fjölskyldunnar Arið 1994 er ár fjölskyldunnar og umrœðan um málefni fjölskyld- unnar hefur vissulega verið meiri en áður. Hins vegar vilja margir halda því fram að fjölskyldan hafi sjaldan hafl það jafn erfitt fjár- hagslega og að hagur hennar hafi stöðugt verið að þrengjast. Hvað segir hringborðið um stöðu fjöl- skyldunnar? Kristín: Auðvitað er skelfilegt að fólk skuli hafa 60 þúsund eóa minna í laun á mánuði og að fjöldi fólks sé í þessari stöðu í dag. Margir hafa mun minna, eru ein- faldlega á lægri launatöxtum eða geta einhverra hluta vegna ekki unnið fulla vinnu. Pétur: Ég held að alltof margir hafi það skítt. Hins vegar hafa margir talsvert af aurum milli handanna og það verður auðvitað að reyna að breyta stöðu þeirra sem verst standa. Launahækkanir koma ekki lengur sem kaupmáttur til almenn- ings vegna þess hvernig kerfið er byggt upp. Nýlega las ég tvær greinar sem tengjast þessu sem hafa vakið athygli mína. Önnur var eftir Asgeir Jónsson hagfræó- ing cn í henni sýndi hann fram á aó launahækkanir koma ekki leng- ur fram sem aukin kaupmáttur til almennigs. Hin greinin var um skattamál eftir Finn Birgisson arkitekt og hún sýndi fram á aó ef fólk þyrfti, til dæmis vegna fæó- ingar barns, að auka tekjur sínar um ákveðna upphæð sér til lífs- viðurværis þyrfti þaö í raun að vinna fyrir helmingi hærri upphæð en sem nemur þeim kostnaðar- auka sem fjölgunin í fjölskyldunni mundi valda. Þessi dæmi sýna að kerfið er orðið slík vitleysa að ein- staklingurinn er orðinn algjörlega ósjálfbjarga í því. Svanhildur: Þetta er ágætis punktur. En mér finnst sá stöðug- leiki sem við höfum búið vió í efnahagslífinu síðustu 2 til 3 árin mikils virði og það er bæði nýr og gamall sannleikur að launahækk- anir birtast í aukinni verðbólgu og kaupmáttaraukinn verður enginn þegar upp er staðið. En vissulega er til fátækt á Is- landi, því miður, við heyrum það bæði frá Mæðrastyrksnefndum og félagsmálaráðum sveitarfélaga víðsvegar af landinu þessa dag- ana. Ég hef samt tilfinningu fyrir því aö ástandið sé ekki eins slæmt í raun og umræðan hefur gefið til- efni til að álíta. Kristín: Ég er ósammála því, ég held að ástandið sé enn verra en viö áttum okkur á. Michael: Ég get bara sagt aó fólk hefur ekki lengur peninga til að sækja menningarviðburði, það á þá einfaldlega ekki til. Svanhildur: Ef við förum inn á heimili hjá ungu fólki sem er ný- flutt í nýtt húsnæði koma í ljós Michael kröfumar sem gerðar eru í dag. Kröfur til húsnæðis og þess sem fólk vill veita sér og sínum í þeim efnum. Þegar ég var að byggja var það hreinlega ekki í umræðunni hvað mann Iangði í heldur var það spurningin að sníða sér stakk eftir vexti. Því finnst mér kröfurnar hafa aukist alveg gífurlega. Michael: Við lifum núna, við getum ekki farió aftur til fyrri tíma, það er ekki hægt. Ungt fólk gerir eðlilega kröfur í takt við tíð- arandann. En dæmin eru ýmiskonar. Ef ég óg konan mín værum í dag ný- útskrifaðir kennarar með námslán á bakinu, og hygðumst kaupa okk- ur húsnæði, þá fengjum við mat hjá Húsnæðisstofnun og í ljós kæmi að við værum ekki einu sinni metin nægilega hátt til að geta keypt tveggja herbergja íbúð í blokk. Ef við ætluðum að kaupa húsnæði þá væri það eingöngu fé- lagslega kerfið sem kæmi til greina. Ég veit dæmi um kennara meö mikla starfsreynslu, í hæsta mögulega launaflokki kennara, með sparifé upp á hundruð þús- unda í vasanum sem mátti kaupa aó hámarki sex milljóna króna íbúð. Þetta er staða kennarans í dag, þetta lýsir samhenginu á milli launanna og annars í þjóðfélaginu og svona er staða þeirra sem eru aó byrja að búa í dag. Kristín: Ég held að við vitum ekki hvernig tjárhagsaðstæður margra fjölskyldna eru í dag vegna þess hve lítið það hefur ver- ið athugað. Það er fjöldi fólks sem hefur ekki ráð á því að lifa mann- sæmandi lífi þó ég niiði ekki við þær miklu kröfur sern fjöldinn gerir. Þeir eru margir sem hafa ekki efni á að kaupa ávexti eóa grænmeti, þaö er aldrei keypt á fjölda heimila. Ég þckki dæmi um fólk sem hefur hreinlega ekki efni á því að borða neitt annað en brauð, fisk og mjólk. Böm sem Svanhildur veróa að sætta sig við eina fjólu- bláa skólapeysu alla daga, allan veturinn, veróa fyrir aðkasti vegna þess að þau fullnægja ekki efnis- legum kröfum nútímans. Pétur: Ég vil aðeins benda á það að ef við hefðum ekki stöðug- leika væri enn verr komið fyrir þessum fjölskyldum en er í dag. Vandamálið er einfaldlega það að við erum ekki með framleiðslu í landinu sem gefur nóg af sér. Vió erum með alltof margar fjár- festingar sem gefa ekkert af sér, nákvæmlega ekki neitt. Vió getum ekki bætt kaupmáttinn nema þetta breytist. Svanhildur: Ég vil taka þaó skýrt fram að það er til fátækt á Islandi og ég þekki mörg dæmi um heimili þar sem staðan er slæm, en ég hef ástæðu til að ætla að ástandið sé samt sem áður ekki jafn slæmt og af er látið. Hvað með allar verslunarferðimar til er- lendra borga? Kristín: Þarna komum við aft- ur að nauðsyn þess að kanna frek- ar ástandið, athuga hvemig málin í raun standa. En vissulega er það rétt að vió Islendingar förum ekki nógu vel með. Þegar ég bjó í Nor- egi sá ég aó það var sjálfsagt að nýta hluti vel og fara vel með, en það hefur hreinlega verið talió hallærislegt hér. Vissulega þarf að kenna fólki að fara með peninga en það á ekki viö um þá sem eiga þá ekki. Umhverfismálin Umhverfismálin hafa verið töluvert áberandi í umrœðunni á árinu, ekki síst hér norðan heiða. A Eyja- fjarðarsvœðinu á sér t.d. stað merkilegt starf á vegum Sorpsam- lags Eyjafjarðar, endurvinnsla úr pappír er meira en orðin tóm og fólk er almennt að verða meðvit- aðra en áður um að umhverfið tek- ur ekki endalaust við úrganginum. Pétur: Mér finnst ýmislegt já- kvætt vera að gerast í sambandi við umhverfismál en hins vegar er því miður oft mikil hræsni í sam- bandi vió endurvinnslu í heimin- um almennt. Þjóðverjar, sem eru komnir einna lengst á þessari braut, geta alls ekki endumýtt allt það sorp sem til fellur og flytja það því til Afríku og urða það þar. Þetta fer sem sagt sömu leið og áður en með öðrum formerkjum. Michael: En hvað með sorp- brennsluofna til orkuframleiðslu, eins og komió hefur verið upp í Vestamannaeyjum? Er þetta ekki hlutur sem sveitarstjómir þyrftu aó huga að? Kristín: Því miður finnst mér ekki hugur fylgja máli hvað um- hverfismál varðar hér á landi. Það er töluvert rætt um umhverfisvemd en þegar á reynir er lítið að gerast og við emm áreiðanlega langt á eftir nágrannalöndum okkar. Michael: Við kynnum ísland sem hreint land en ég hef til dæm- is lent í því oft og mörgum sinn- um að ferðamenn spyrja; hvar er skolpvinnslan hér? Hverju á að svara? A að ljúga eða segja að skolpið fari allt út í sjó þar sem skipin okkar eru að veiðum? Svanhildur: Umhverfis- og frárennslismál hafa verið mikið í umræðunni síðustu misseri hjá sveitarfélögum landsins og víðast hvar er mjög ábótvant í þessum efnum. Þaó er því ljóst að sveitar- félögin þurfa að kosta miklu fjár- magni til í framtíðinni vegna þessa málaflpkks. Kristín: Ég heyrði í fréttum að skógrækt hefói fimmfaldast á síð- ustu fjórum árum á Islandi og það eru jákvæóar fréttir sem sannar- lega vitna um gífurlegan áhuga og viðhorfsbreytingu. Það er líka skemmtilegt hversu mikill árangur hefur náðst í skógrækt hjá bænd- um og þeir eru virkilega kröftugir aö mínu mati, ekki síst hér í Eyja- firði. Michael: Það hafa orðiö miklar breytingar á tveimur síðustu ára- tugum hér á landi hvað varðar skógrækt. Kjamaskógur er sem dæmi yndislegur staður sem hefur verið unninn upp á fáum áratugum. Evrópumálin Umrœðan um Evrópu hefur verið áberandi á árinu, ekki síst vegna þjóðaratkvœðagreiðslna í Finn- landi, Svíþjóð og nú síðast Noregi um aðild að Evrópusambandinu. Menn spyrja sig þeirrar spurning- ar hér uppi á Fróni; hvaða áhrif hefur þaðfyrir Islendinga að tvœr Norðurlandaþjóðir hafa samþykkt að ganga inn í ESB og við stönd- um einir eftir með Norðmönnun- um? Við veltum nœst upp spurn- ingunni um Island í Evrópu. Michael: Við erum að vissu leyti komin inn í Evrópu nteð samningum um EES og EFTA og það er fyrst núna sem ýmsar regl- ur sem tilheyra þeim samningum eru að komast í gildi. Við erum aö sjá breytingar hér á landi til að taka á móti þessum nýju reglum, til dæmis hefur verð á matvöru lækkað. Einnig er vinnumarkaður- inn að opnast, til dæmis þarf Sin- fóníuhljómsveit Islands nú að reikna með því að tónlistarmenn erlendis frá sæki um stöður hjá sveitinni. Kristín: Ég velti hagsmunum og launum verkamanna fyrir mér þegar innganga í ESB er annars vegar. Verkafólk hér hefur nokk- urn rétt en verkamenn, til dæmis í Bretlandi, hafa engan rétt og ekk- ert aó segja, yrðu það örlög ís- lenska verkamannsins? Michael: En verður þetta bandalag þjóða ekki fyrst og fremst til að ná upp þessum nei- kvæðu þáttum? íslenskur verka- rnaður getur auðveldlega farió til annarra landa ef hann hefur það betra þar. Kristín: Ég held að niðurstaða Norðmanna hafi meiri áhrif hér á landi en við sjáum í augnablikinu „Lýðvcldið ísland á afmæli í dag.“ Þjóðin hólt upp á 50 ára afmæli ís- lcnska lýðvcldisins og hátíðarhöld þjóðhátíðardagsins voru viðamciri cn nokkru sinni fyrr. Margir vildu sækja Þingvclli heim á þcssum hátíðis- dcgi en færri komust á Iciðarcnda. Hér cr Vigdís Finnbogadóttir forseti í ræðustói á Þingvöllum þann 17. júní, hún cr maður ársins í huga Krist- ínar Aðalsteinsdóttur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.