Dagur - 05.01.1995, Side 11

Dagur - 05.01.1995, Side 11
í ÞRÓTTI R Fimmtudagur 5. janúar 1995 - DAGUR - 11 SÆVAR HREIÐARSSON Körfuknattleikur: Hvernig fór jólasteikin í leikmenn liðanna? - ÍA til Akureyrar og Stólarnir suður Úrvalsdeildin í körfuknattleik hefst að nýju í kvöld eftir jólafrí 9g Þórsarar eiga heimaleik gegn ÍA á meðan Tindastóll fer suður og heimsækir spútniklið ÍR- inga. Þrettán umferðir eru eftir af deildarkeppninni og þá tekur við úrslitakeppni fyrir átta sterkustu liðin. „Þetta er í raun bara spurning um hvort lióið kemur betur undan menn Leicester er á botni ensku deildarinnar og breytinga er þörf ef liðið ætlar að bjarga sér frá falli. „Ég vonast til að kaupa tvo til þrjá nýja menn fyrir næsta leik okkar í úrvals- deildinni og það verða menn sem koma til meó að breyta hlutunum,“ segir Mark McGhee, nýráðinn stjóri Leic- ester, en næsti leikur þeirra er ekki fyrr en 14. janúar gegn Crystal Palace. McGhee þarf sennilega að selja leikmenn til að fjármagna kaup á sterkum nýjum leikmönnum. Viöræður Brian Little, framkvæmdastjóri Aston Villa, á í viðræðum við fyrrum húsbændur sína hjá Leicester um kaup á framherj- anurn knáa Julian Joachim. Talið er aö samningar náist inn- an skamms en Villa vantar ein- hvem til að lífga upp á sóknar- leik liósins. Þá vill Little cinnig fá Mark Draper cn má búast við samkeppni frá Man. Utd., Tottenham og Newcastle. í langt bann Tim Sherwood, tengiliðurinn sterki hjá Blackburn, á senni- lega yfir höfði sér nokkurra leikja bann í ensku úrvalsdeild- inni vegna fjölda gulra spjalda. Hann hefur komist í bók dóm- ara í fjórum leikjum í röð og er kominn yfir 31 refsistig. Hann missti af leikjum fyrr í vetur þegar hann fór yfir 21 refsistig. Til reynslu Tveir finnskir landsliðsmenn æfa með Newcastle þessa dag- ana í von um að fá samning. Þeir heita Sami Hypia og Junis Kolkka og eru leiicmenn MyPa en vöktu athygli forráðamanna Newcastle í æfingaleik liðanna í sumar. Veikur Stan Collymorc, framherji Nottingham Forest, lék ekki með liðinu gegn Crystal Palace á mánudaginn. Sögusagnir voru á kreiki um að veriö væri að ganga frá sölu hans til Man- chester United en Frank Clarke, stjóri Forest, segir það af og frá. Collymore veiktist skömmu fyrir leik og hvíldi að læknisráði. Um helgina greindu ensku blöðin frá áhuga Juvent- us á aó næla í kappann til að fylla skarðið fyrir Robcrto Baggio. jólasteikunum. Við höfum leikið tvo leiki gegn Akurnesingum á útivelli í vetur og bæði unnið og tapað,“ sagði Hrannar Hólm, þjálfari Þórs, í samtali við Dag. Hann segir sína menn ekki hafa þurft að púla rnikið yfir jólahátíð- ina. „Þeir sem hafa leikið mest hafa fengið að taka þessu rólega þar sem þeir þurfa einhvern tíma aö fá hvíld en við höfum reynt að halda mönnum frá því að detta of mikió niður,“ sagði Hrannar og taldi hann erfitt að segja til um ástand sinna manna. „Það kernur í raun ekki í ljós fyrr en í leiknum. Menn voru á háu spcnnustigi þeg- ar þeir spiluðu leik eftir leik eins og þetta var fyrir áramót. Síðan dettur þetta niður í tvær vikur og þá fá menn tækifæri til áð hvíla sig bæði líkamlega og andlega og slaka á spennunni en nú þurfum við að rífa okkur upp aftur,“ sagði Hrannar. Þórsarar settu sér það markmið í upphafi tímabils aö ná upp stöð- ugleika og halda sér í deildinni. Þetta hefur tekist og gott betur. „Markmiðin hafa örlítið breyst. Við erum á góðri leið meö að ná þeim markmiðum sem við settum okkur í haust og þetta lítur ágæt- lega út eins og er. Raunhæft er að segja að við viljum tryggja okkur sæti í úrslitakeppninni. Þetta er þó sagt með fyrirvara þar sem það þarf ekki meira en að tveir lykil- menn meióist til aó þetta breytist mjög fijótt. Við erum í góðunt málum í dag en það eru þrcttán leikir eftir,“ sagði Hrannar, sem greinilega vildi spara stóru loforð- in. Tindastóll á erfiðan leik fyrir höndum í Reykjavík, þar sem þeir þurfa að kljást við Herbert Arnar- son og félaga í 1R. Þessi liö mætt- ust í upphafi desember á Sauðar- króki og þar höfðu gestirnir betur. Stólarnir enduðu 1994 með glæsi- legum sigri á Kefivíkingum og liðið er til alls líklegt það sem eftir er vetrar. Knattspyrna: Þorvaldur skyggði á gamla manninn Þorvaldur Örlygsson átti stórleik með Stoke gegn Middlesbrough á gamlársdag og var valinn maður leiksins í flestum fjöl- miðlum í Englandi. Middlesbro- ugh er í efsta sæti 1. deildar en leikmönnum liðsins gekk illa á miðjunni gegn Þorvaldi. Leikurinn endaði rneð 1:1 jafn- tefii en minnstu ntunaði að Þor- valdur næði að tryggja Stokc sig- urinn með glæsilegu marki. Hann skaut af unt 20 metra færi og bolt- inn stcfndi efst í hornið þegar All- an Miller, ntarkvörður Middles- brough, náði að korna fingurgóm- ununt í boltann og slá yfir. Þor- valdur er sagður hal'a skyggt á Bryan Robson, spilandi stjóra Middlesbrough og fyrrum fyrir- liða enska landsliðsins. og réði ríkjum á miðjunni. Lárus Orri Sigurðsson lék sinn l'yrsta heila leik með Stoke gegn Bristol City á milli jóla og nýárs en hann hafði misst af leikjunum Kraftlyftinga- félag Akureyrar Ný stjórn tók við Kraftlyftingarfé- lagi Akureyrar seint í október og er hún þannig skipuð: Rúnar Frið- riksson formaður, Þorvaldur Vest- mann ritari, Baldvin Ringsted blaðafulltrúi og Halldór B. Hall- dórsson og Haddur Áslaugsson gjaldkerar. Meóstjórnendur eru Kjartan Helgason og Helgi Berg- þórsson. Aóaltakmark nýrrar stjórnar er að byggja upp sterkan kjarna ungra keppnismanna og rétta vió bágborna fjárhagsstöðu félagsins. Þá er lögð áhersla á kaup á nýjum tækjum og almennt viðhald á æfingaaðstöðu félagsins auk þess sem tryggja á að Kraft- lyftingafélag Akureyrar verði öfl- ugt í félagsstarfsemi bæjarins. (Fréttatilkynning) þar á undan vegna veikinda. Lárus Orri stóð sig vel í leiknum og fékk lofsamleg ummæli í fjölmiðlum en var tekinn út úr liðinu aftur fyr- ir leikinn gegn Middlesbrough. Knattspyrna: Sigur gegn Möltubúum íslenska drengjalandsliðið hefur dvalist í ísrael frá öðrum degi jóla þar sem liðið hefur leikið fimm leiki. Þrír fyrstu leikirnir töpuðust en sigur vannst í síðustu tveimur. Fyrsti leikurinn var gegn Svíum og tapaðist hann 1:2. I kjölfarið komu 0:2 töp gegn bæði Frökkum og Tyrkjum en eftir áramót fór að ganga betur og gestgjafamir lrá Israel voru lagðir, 2:1, og í gær voru Möltubúar gjörsigraðir, 6:1. Ásmundur Gíslason frá Völsungi stóð í markinu gegn Frökkum og ísrael og varði vítaspymu í leiknum gegn Frökkum. Dagur Dagbjartsson úr Völsungi var einnig í hópnum en spilaði ekkert vegna meiðsla. Þórsarar voru í mjólkursýrumælingu þegar Robyn, Ijósmyndari Dags, mætti í íþróttahöllina. Hér er Nói Björnsson, þjálfari, að taka blóðsýni úr putta Páls Gíslasonar. Knattspyrna - þrekmælingar: „Aftarlega á merinni" - segir Janus Guðlaugsson í fyrradag fóru knattspyrnu- menn og konur á Akureyri í þrekmælingar í íþróttahöllinni á Akureyri undir stjórn Janusar Guðlaugssonar, íþróttakennara. Þar fór fram mæling á mjólkur- sýru leikmanna og geta þeir miðað æfingar stnar næstu mán- uði við útkomuna. „Akureyringar eru heldur aftar- lega á merinni,“ sagði Janus þegar hann var spurður um niðurstöðu mælinganna en Þórsarar komu þó öllu betur út heldur en KA-menn. Mælingarnar fóru þannig fram að leikmenn skokkuðu nokkra hringi í höllinni með púlsklukku og að því loknu var tekið blóösýni þar sem mjólkursýran var mæld. Þessi aðl'erö til að ntæla þol ntanna hef- ur náð miklum vinsældum á und- anförnum árunt og geta þjálfarar notast við slíkar mælingar til að byggja lið sín upp fyrir átökin sem framundan eru. Þórir Áskelsson, Páll Gíslason, Sveinn Pálsson og Steingrímur Pétursson, skokka í þrckmælingunni. Handknattleikur: KA-Þórí dag - æfingaleikur í KA-heimilinu í dag kl. 17.30 mætast hand- knattleikslið KA og Þórs í æf- ingaleik í KA-heimilinu. Bæði lið undirbúa sig nú af kappi fyr- ir átökin sem framundan eru í 1. og 2. deild en Þórsarar byrja aft- ur þriðjudaginn 10. janúar og KA-menn sunnudaginn 15. janúar. Aðgangur er ókeypis fyrir þá sem hafa áhuga á að sjá leikinn en ljóst er að KA-menn verða ekki með alla sína bestu menn. Patrek- ur Jóhannesson er staddur í Sví- þjóð með landsliðinu og Valdimar Grímsson og Alfreð Gíslason eru enn að jafna sig af meiðslum. Margir mikilvægir leikir eru á dagskrá hjá báðum liðunt í þess- urn mánuði og undanúrslitin í bik- arnum framundan hjá KA-mönn- urn. Þar á bæ stendur til aó efna til hópferðar til Reykjavíkur á leik Gróttu og KA 18. janúar og verð- ur nánar fjallað um það síóar. Ný námskeið eru að hefjast Hringdu strax. Líkamsræktin Hamri Sími 12080

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.