Dagur - 07.01.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 07.01.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 7. janúar 1995 - DAGUR - 5 Hún heitir Edda Hermanns- dóttir og er fœdd og uppalin á Akureyri, dóttir hjónanna Her- manns Sigtryggssonar, sem hef- ur starfað sem œskulýðs- og íþróttafulltrúi Akureyrarbœjar síðastliðna áratugi, og Rebekku Guðmann, skólaritara Glerár- skóla. Edda á eina systur, Önnu R. Hermannsdóttur, og þcer eru báðar íþróttakennarar aldar upp á heimili þar sem íþróttir og félagsmál skipa stóran sess. Edda átti ásamt samstarfsaðil- um sínum þrjú fyrirtœki á Akur- eyri og starfaði að íþróttamál- um á vegum ISI bœði hérlendis og erlendis. Nú hefur hún skap- að sér nýtt líf í ókunnu um- hverfi í Cardiff, höfuðborg Wa- les, ásamt eiginmanni sínum Andrew Kerr. Edda útskrifaóist úr Iþrótta- kennaraskólanum á Laugarvatni árið 1980, kom heim til Akureyrar og næstu árin kenndi hún nemend- um grunnskóla á Akureyri Ieik- fimi. Jafnframt kenndi hún fim- leika ásamt Onnu systur sinni en á þeim árum stunduðu um 300 ung- menni fimleika hjá þeim systrum, kepptu og sýndu. Fann sig í almennings- íþróttunum „Mér fannst strax þá mjög skemmtilegt að kenna þeim sem mæta í tíma af fúsum og frjálsum vilja vegna eigin áhuga. Svo fór ég að kenna fyrsta kvennahópnum mínum árið 1981 og það var eitt- hvað sem ég hafði virkilega ánægju af og árið 1986 varð ég að gera upp á milli skólakennslunnar og frjálsa starfsins með almenningi. Það varð úr að ég hætti að kenna leikfimi í skólum og snéri mér að því að kenna almenningi. Eftir eitt og hálft ár stunduðu á þriðja hundrað manns leikfimi hjá mér og þá varð ég að fá mér húsnæði." Fimi - Stíll - Ynja „Árið 1987 stofnaði ég fyrirtækið Fimi. Starfið í Fimi hlóð utan á sig ýmsu, útitímum, vatnsleikfimi, fyrirlestrum, sýningum og ýmis- konar félagsstarfi. I hópnum mín- um í Fimi voru yfirleitt um 300 konur, sumar voru í hópnum í 8-9 ár og voru bestu vinkonur mínar. Þær störfuðu með mér af lífi og sál og þaö var gefandi og skemmtilegt. Konumar mínar voru ákaflega þakklátar fyrir þá þjónustu sem ég bauð þeim og ég lagði mig fram um að þekkja þær persónulega og þeirra vanda. Sem betur fcr hefur orðið bylt- ing í sambandi við líkamsrækt fyrir almenning. Það er ekki svo langt síðan markviss þjálfun fyrir fólk á öllum aldri, sem ekki stefnir á keppni, náði fótfestu. Áður miðaði öll skipulögð starfsemi af þessu tagi að þörfum unglinga eða keppn- ismanna. Það var í raun ekki fyrr en eftir 1985 sem þessi líkamsrækt- aralda reis, margir héldu að þetta væri bóla en það er það ekki, þessi áhugi er kominn til að vera. Eg og fyrri maðurinn minn, Gunnar Jónasson, keyptum árið 1984 helminginn í auglýsingastof- unni Stíl á Akureyri og eignuð- umst fyrirtækið síðar alveg. Ég starfaði í Stíl við bókhald og sá um öll fjármál. Fyrirtækið stækk- aði mjög ört enda unnum við Gunnar, og þó sérstaklega hann, ötullega aó uppbyggingu þess. Þegar ég svo stofnaði Fimi þá studdi hann við bakið á mér. Næsta fyrirtæki var Ynja, sem við Sigríður Waage stofnuðum. Ynja er snyrtivöru- og nærfataversl- un og hugmyndafræðin á bak við stofnun hennar er að þjónusta konur á öllum aldri og af öllum stærðum. Við markaðssettum verslunina meö því að halda undirfatasýningar fyrir Edda og Andrew. Ég ætlaði að búa til æviloka á Akureyri en nú er fram tíðarheimili mitt í Cardiff Þessi mynd var tekin fyrir rösku ári þcgar Edda var aö kveöja konurnar sínar á Akureyri. í vikunni tók hún nokkur spor meö þeim á ný en nú kcnnir hún kvennahópi í Wales af sama krafti. Framtíð á ókunnum slóðum - En hvað dró Eddu til Wales? „Það var skotinn Andrew Kerr, núverandi eiginmaður minn. Hann er íþróttarekstrarfræðingur og er svæðisframkvæmdastjóri Iþrótta- sambands Wales og starfar í höf- uðborginni Cardiff. Hann á tvö lít- il börn í Cardiff og það var frá upphafi ljóst að það yrði að vera ég sem flytti mig um set. Það var vissulega erfitt aö fara á nýjan stað með því hugarfari að þar, í þessari ókunnu borg, væri framtíðarheimilið mitt, ekki bara í nokkur ár heldur til frambúðar. En ég var heppin því ég kann mjög vel við mig í Cardiff. Þar býr opið og indælt fólk, þar er öflugt menning- ar- og listalíf og borgin er mjög græn. Það er nokkurra mínútna ganga frá heimili mínu út í óspillta náttúru. Það snjóar aldrei, hitinn er 22-30°C á sumrin en 0-15°C á vet- urna en loftslagið er mjög rakt og það er nístingskalt á nóttinni." Starfsferill Eddu í Wales Edda sat ekki lengi auóum hönd- um í Wels. Þegar nokkrum vikum eftir að hún settist að á nýja heim- ilinu sínu hóf hún störf í íþrótta- miðstöð í Cardiff. „Ég kenni almenningi þolfimi, vatnsleikfimi og útitíma sem ég kom sjálf á og er nýjung þar. Fyrir tæpu ári fór ég líka af staö með kvennaleikfimi í dreifbýlinu fyrir utan borgina og á þar 30 kvenna hóp, sem ég kenni á eigin vegum á svipaðan hátt og ég kenndi kon- unum mínum hér heima, þær eru þegar orðnar góðar vinkonur mín- ar.“ viðskiptavini verslunarinnar sem reyndist mjög vinsælt.“ Kveðjustundir Sumarið 1993 hélt Edda til Wales með sitt hafurtask og kom sér fyr- ir í nýja heimilinu sínu í Cardiff. Um haustið kom Edda aftur, kenndi í Fimi til jóla og vann jafn- framt að sölu fyrirtækisins. Hún hélt kveðjutíma í Fimi fyrir jól og hélt svo til Cardiff alflutt. „Ég seldi Höllu og Sigurði sem eiga og reka Vaxtarræktina á Ak- ureyri Fimi og veit að þau hafa lagt sig fram um að sinna mínum gömlu viðskiptavinum og vinkon- unt. í vikunni fékk ég tækifæri til að hitta þessar konur þegar ég kenndi í Fimi og það var vissulega ljúf-sárt. Það er yndislegt aó hitta konur sem sýna mér þakklæti vegna starfsins í Fimi og vita að mér hefur tekist að hafa jákvæö áhrif á þcirra lífsstíl.“ Jól á Akureyri og í Bretlandi Eins og svo margt annað í lífi Eddu voru jólin í ár önnur en áður. „Ég fann ekki jólastemmninguna í byrjun desember í 15 stiga hita þegar ég var að slá lóöina í kringum húsið mitt. Enda virðast mér jólin í Bretlandi fyrst og fremst vera jóla- dagur. Ég var ekki sátt við þaó og ákvað í samvinnu vió fjöl- skylduna að halda íslensk jól. Það var því íslenskur aðfanga- dagur hjá okkur í ár en breskur jóladagur. Við Andrew kom- um svo heim milli jóla og nýárs og Andrew dáðist að þjóð- emiskennd okkar þegar við fórum á brennu á gamlárskvöld og hlýddum á íslensk áramótalög. Honum finnst Akureyri eins og ævintýraborg þessa dagana því í Bretlandi er aóeins miðbær borganna skreyttur annars eru hús ekki skreytt að ut- an en hér er allt uppljómað með marglitum ljósum. Yfír hindranirnar Af því aö ísland er ekki í EB varð Edda að taka bílpróf að nýju. Hún gat ekki fengið bílinn sinn tryggð- an nema taka bílpróf í Bretlandi. Það var ekki eina prófið sem hún þurfti að taka vegna þessa, hún þurfti að taka réttindapróf í sínu fagi. „Mér fannst erfitt að sætta mig við það að þurfa að taka próf í því sem ég taldi mig kunna full vel og hafði fengist við í 14 ár. En í haust lét ég til skarar skríða, fór á til- hcyrandi námskeið og í prófið. Námskeiðið reyndist mjög vel skipulagt og gagnlegt er erfitt, sér- staklega þar sem ég þurfti eðlilega að skila öllum mínum verkefnum á ensku fagmáli. Ég lagði metnað minn í að sýna að ég,_ margreynd- ur íþróttakennari frá Islandi, gæti virkilega staðið mig. Næst fór ég á námskeið í rckstri smáfyrirtækja og fékk í kjölfarið styrk og aðstoð og stofn- aði fyrirtækið Edda Personal tra- ining. Starfsentin verður þríþætt, í fyrsta lagi kennsla hópa, í öðru lagi fyrirlestrar og kynningar í hcimahúsum og fyrirtækjum og síóast en ekki síóst þá ætla ég að bjóða upp á einkaþjálfun. Nú þeg- ar hafa nokkrir einstaklingar ráðið mig sem einkaþjálfarann sinn og þá fylgi ég þeim alla leið að því markmiði sem sett er í upphafi samkvæmt persónulegum þörfum og óskum hvers og eins.“ Kona hér - kona þar „Vissulega er margt sem ég þarf að sætta mig við á nýjum slóðum. Ég átti til dæmis mjög erfitt með að taka því hver staða konunnar er. Nágrannakonur mínar eru heimavinnandi húsmæður en þær konur sem starfa hjá Andrew eru allar langskólamenntaðar og hafa valið franta í starfi frekar en fjöl- skyldu. I Bretlandi er konum gert ákaflega erfitt fyrir að sinna báð- um þessum hlutverkum og gamlar hefðir eru mjög við lýði. Mér finnst að það þurfi að fara 20-30 ár aftur í tímann hér á íslandi til að finna sambærilegt hugarfar.“ Edda í efri millistétt „Mér finnst líka stéttaskiptingin í Bretlandi nokkuð sem verður erf- itt að sætta sig við. Þar er mjög skýr skipting milli verkalýðs-, mið- og yfirstéttar. Ég gekk inn í efri miðstétt vegna menntunar, starfs og búsetu Andrew. Það kom mér sérkennilega fyrir sjónir þeg- ar nágrannar mínir bentu mér á aó vera ekkert að spjalla við mennina sem voru að vinna við byggingu hússins okkar Andrews, þar sem þeir væru í annarri stétt!“ Breyttar heimilisaðstæður „Það var líka stór breyting í lífi mínu að fá böm inn á heimili mitt og það var ennþá meira gefandi en ég bjóst við. Bömin hans Andrew, Cameron, níu ára, og Caroline, sex ára, búa hjá okkur allar helgar. Með þeim hef ég upplifað ný æv- intýri, teiknað, málað, farið í ým- iskonar vettvangsferðir, bakað og brallað margt. Þau eru stór þáttur í nýja lífinu mínu.“ - Oskarðu þér þess aldrei að þú hefðir hvergi farið og engu breytt? „Nei, en þetta tekur á. Síðustu árin hafa verið mjög erfið en um leið þroskandi. Nú þekki ég vel styrk minn og veikleika og ég trúi því að þetta hafi allt átt að verða eins og það varð. I raun vom þjóðfélögin ólíkari en ég bjóst við en þau hafa bæði sína kosti og galla. Auðvitað væri best að hafa bæði Akureyri og Andrew en það var einfaldlega ekki hægt. Ég er staðráðin í því að læra welska siói og venjur og samlagast þessu nýja heimalandi mínu en um leið ætla ég auðvitað að halda áfam að vera Islendingurinn Edda Herntanns.“ KLJ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.