Dagur - 19.01.1995, Síða 12

Dagur - 19.01.1995, Síða 12
qIÍq Verður þessi gœðastimpill á nýju innréttingunum og hurðunum þínum? Trcsmiójcm fllfo • Óscyri lo • 603 nkurevrí Sími 96 12977 • Fox 96 12978 Þingeyjarsýslur: Rafmagns- truflanir í gær Rafmagnstruflanir urðu á orkuveitusvæði Laxárvirkj- unar í gærmorgun vegna ísingar og samsláttar. Allar línur voru komnar í lag aftur skömmu eftir hádegið. Þaó bilaöi lína í Aðaldal og vió það varð Kinnin einnig rafmagns- laus að hluta til. Fljótlega tókst að finna bilunina og gera við. Línan til Kópaskers bilaði einnig og var rafmagnslaust á svæðinu í um hálfan annan tíma. Línan til Akur- eyrar datt út um ti'ma, hún tengir svæðið við Byggðalínuna og hefði Laxárvirkjun ekki annað orkuþörf svæóisins hefði bilunin getað komið sér illa. A mánudag voru rennslistrufl- anir í Laxá en þær hafa lagast að megninu til og þó ekki sé full raf- magnsframleiðsla gat virkjunin annað orkuþörf á Noróausturlandi í gær, að sögn Bjarna Júlíussonar, stöðvarstjóra Laxárvirkjunar. IM Skagafjörður: Sameiningar- vilji kannaður með vorinu Bæjarráð Sauðárkróks hefur falið bæjarstjóra að kanna hvort vilji er hjá öðrum sveitar- félögum í Skagafirði til við- ræðna um sameiningarmál. Var þetta gert í framhaldi af bréfi sem lagt var fram á bæjarráðs- fundi, en það var svar félags- málaráðuneytisins til sveitar- stjóra Hofshrepps varðandi hugsanlega sameiningu sveitar- félaga í Skagafirði. Snorri Björn Sigurðsson, bæj- arstjóri á Sauðárkróki, bjóst við því að undir vorið ntuni hann og sveitarstjóri Hofshrepps kanna hvort menn yfir höfuð hafi áhuga á að ræða þessi mál. „Ef menn hafa þaó ekki, veróur bara að hafa það. Þetta er hlutur sem við ráðum ekki við. En ég á varla von á að þetta verði fyrr en með vorinu, við tökum þessu rólega í byrjun.“ - Hafa farið fram viðræður í þessa vcru? „Nei, satt best að segja hefur þetta legið alveg niðri síðan í fyrra, menn hafa ekki tekið þessa umræðu upp að nýju. Eg á samt fastlega von á aó það sé vilji ein- hversstaðar, spurningin er hvaö hann er víða. Það er kannski spurningin sem okkur langar að fá svar við. Vió þurfum að halda þessu vakandi því þetta er mál sem ég held að sé mjög þarft að koma áfram,“ sagði Snorri Björn. HA Q VEÐRIÐ Fárviðri gekk yfir vestanvert Norðurland í gær en veður- hæóin veróur minni í dag þó áfram verði stíf norðaustan- átt. Hvasst veróur fram eftir degi og snjókoma. Spáin fyrir Noróausturland er mun betri því reiknað er með hægari vindi og slyddu í dag. Hitastig verður svipað og í gær. Breytingum á faereyska togaranum Akrabergi er að Ijúka, en skipið er í eigu Framherja hf., scm Samhcrji hf. á hiut í. Byrjað er að setja saman nýjan dráttarbát fyrir Akureyrarhöfn og er gert ráð fyrir að verkinu Ijúki um mánaðamótin mars-apríl. Myndir: Robýn Verkefnastaöa Slippstöövarinnar-Odda hf. allgóð: Breytingar á Svalbak á lokastigi - skipið á rækjuveiðar í næstu viku Verkefnastaða Slippstöðvar- innar-Odda hf. er allgóð um þessar mundir. Verið er að ljúka framkvæmdum og breytingum við færeyska togarann Akraberg í eigu Framherja hf. sem Sam- herji hf. á hlut í en það verk hef- ur að mestu verið í umsjá Sam- herja hf. Slippstöðin-Oddi hf. seldi þeim nokkra menn um tíma í einstaka verkefni og skip- ið hefur verið málað að utan af starfsmönnum stöðvarinnar. Byrjað er að setja saman nýjan dráttarbát fyrir Akureyrarhöfn sem keyptur er í Hollandi og er gert ráð fyrir að því verki ljúki um mánaðamótin mars/apríl. Ymis önnur viógeröarverkni hafa verió unnin að undanförnu, þó engin verulega stór, og einnig hefur tals- vert af skipurn vcrið uppi í dráttar- brautinni. Mörg önnur verkefni eru til skoðunar og í samningum en of snemmt að fjölyrða um þau. Stærsta verkefni síðustu vikur hefur verió við togara Utgerðarfé- lags Akureyringa hf., Svalbak EA-2, og er það verkefni á loka- stigi. M.a. hefur verið sett niður í skipið vinnslulína fyrir rækju, breytingar á frystiklefa og sett hefur verið niður þriðja togspilið en fyrirhugaó er að fara á tveggja trolla veiöar með rækjutroll. Fyr- irhuguó er frekari tækjasmíói á vinnsludekki fyrir heilfrystilínu og verður sú vinnslulína sett niður seinna í vetur, skipió annað hvort stoppað eða til þess notaöar tvær eóa þrjár inniverur skipsins. GG Byggingaframkvæmdir í kaupstöðum á Norðurlandi eystra í fyrra: Byrjað á 12 íbúðum utan Akureyrar Asíðasta ári var hafin bygging á tólf íbúðum í kaupstöðum á Norðurlandi eystra, ef Akur- eyri er ekki talin með. Atvinnu- ástand í byggingariðnaði er upp og ofan, en vetrarmánuðirnir eru mönnum í þessari grein jafnan þyngstir í skauti. Að sögn Þorsteins Björnssonar, bæjartæknifræöings á Olafsfirði, var á síðasta ári úthlutað lóðum undir fjögur einbýlishús og var bygging hafin á einu þeirra. Einnig var úthlutaó lóð undir sex íbúða blokk og þar af verða þrjár íbúðir í félagslega kerfinu. Búist er vió að framkvæmdir hefjist í maí. Af öðrum verkefnum má nefna aö félagsheimili aldraðra cr komið vel á veg og þá horfa ión- aðarmenn til hugmynda um stækkun Olafsfjarðarkirkju, sem stefnt er að ráóast í síðar á árinu. Sveinbjöm Steingrímsson, byggingafulltrúi á Dalvík, sagði að þar hefði verið hafin bygging á fjórum einbýlishúsum á síðasta ári, en alls urðu átta íbúðir fokheldar á árinu. Stærsta verkefni ársins var sundlaugin, sem kláraðist á haust- dögum. Einnig var talsvert unnið við Dalbæ, dvalarheimili aldraðra, og sér nú senn fyrir endann á þeim áfanga. Atvinnuástand byggingar- manna á Dalvík er þokkalegt eins og er, en framhaldið ræðst mikið af því hvað verður í gangi af við- haldsverkefnum. A Húsavík voru talsverðar framkvæmdir á síðasta ári. Byrjað var á þremur einbýlishúsum og var eitt þeirra kláraó. Einnig var Ólafsfjörður: Glit hf. hefur fram- leiðslu í marsmánuði - Guðbjartur Ellert Jónsson ráðinn framkvæmdastjóri Guðbjartur Ellert Jónsson viðskiptafræðingur hefur verið ráðitin framkvæmdastjóri keramikfyrirtækisins Glits hf. í Ólafsfirði og tekur hann til starfa í dag. Fyrirtækið var keypt frá Garðabæ til Ólafs- fjarðar á sl. ári. Guðbjartur kemur frá Akureyri, en hann hefur að undanförnu starfað hjá Gúmmívinnslunni hf. Áður starfaði hann hjá Jötni hf. í Reykjavík, og síðan urn tíma hjá K. Jónssyni & Co hf. á Akureyri á síðustu starfsmánuðum þess fyrir- tækis. Guðbjartur útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskólan- um í Suður-Karólínu í Bandaríkj- unum árið 1990, en hann er fædd- ur árió 1963. Hann er giftur Önnu Láru Finnsdóttur og eiga þau tvö börn, tveggja og sjö ára. Glit hf. veróur til húsa í syóra frystihúsinu, þ.e. þar sem áður var Hraðfrystihús Ólafsfjarðar hf. fyr- ir sameininguna viö Hraðfrystihús Magnúsar Gamalíelssonar hf. Gert er ráð fyrir að húsnæðið undir starfsemina verði tilbúið um mán- aðamótin febrúar/mars og upp- setning á tækjum langt komin þannig að eitthvað verður farið að vinnu við steypu í marsmánuói en eiginleg vinnsla ekki fyrr en í scinni hluta marsmánaðar. Ekki er farið að huga að ráðningu starfs- fólks en það verður með fyrstu verkum nýs framkvæmdastjóra en gert ráð fyrir að þarna starfi 10 rnanns, og þar af verói 7 til 8 úr Ólafsfirði en sækja þarf þekkingu að framleiðslunni að í 2 til 3 störf. GG byrjað á fjögurra íbúða rahúsi. ís- lenskir sjávarréttir hófu byggingu 220 m2 húsnæðis fyrir sína starf- semi. Lokið var á árinu við sam- býli á vegum Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra og við sextán íbúóa einingu við Hvamm, dvalar- heimili aldraðra. Þá var byrjað á síðasta áfanga við grunnskólann, sem miðar að því að gera hann einsetinn. I ár er stefnt á að gera þennan áfanga fokheldan og klára að utan og eru þær framkvæmdir það sem helst er bitastætt fram- undan hjá byggingarmönnum á Húsavík, að sögn Ólafs Júlíusson- ar, byggingafulltrúa. Viðhaldsmál hjá bænum bjóst hann við aó yrðu í minni kantinum á þessu ári sam- kvæmt fjárhagsáætlun. HA r~-----------1 I fýjtuulif > C-634 XT I þvottavél • 18 þvottakerfi | 5 kg þvottur Hitabreytirofi 600 snúninga | Rústfrír pottur I Frábærl verð 39.900,- I stgr. KAUPLAND Kaupangi • Sími 2356^|

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.