Dagur - 31.01.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 31.01.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 31. janúar 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTlN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (Iþróttir). LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 LEIÐARI----------------- Þjóðvakahiksti Hin nýja stjórnmálahreyfing, Þjóðvaki, hélt sirrn fyrsta landsfund um helgina í Reykjavík. Fundur- inn markaöi ákveðin tímamót að því leyti að hreyfingunni var kjörinn kvenkyns formaður, en þetta mun vera í fyrsta skipti hér á landi sem kona leiðir stjómmálaflokk. Þjóðvaki er fyrst og fremst hreyfing sem hefur myndast í kringum persónu Jóhönnu Sigurðar- dóttur fyrrverandi félagsmálaráðherra og pólit- ískan flóttamann úr Alþýðuflokknum. Hreyfingin er þannig til orðin vegna óánægju Jóhönnu meö fyrrum félaga sína í Alþýðuflokknum, einkum þó karlinn í brúnni. Og um Jóhönnu hafa að því er virðist hópast margir óánægðir pólitiskir flótta- menn úr öðrum flokkum. Þjóðvaki er því ekki síst vettvangur óánægjuafla úr hinum flokkunum og það er heldur slæmt veganesti fyrir nýjan stjórn- málaflokk. Þegar horft er yfir sögu stjórnmálanna á íslandi kemur í ljós að mörg slík framboð hafa fengið góðar viðtökur í byrjun og síðan hefur smám sam- an fjarað undan þeim. Nægir þar að nefna Banda- lag jafnaðarmanna sem Vilmundur heitinn Gylfa- son stofnaði og Borgaraflokk Alberts heitins Guð- mundssonar. Bæði þessi stjórnmálasamtök fengu öflugan stuðning í byrjun en þegar frá leið dalaði fylgið. Innra skipulag þeirra gleymdist og því fór sem fór. Þjóðvaki gæti staðið frammi fyrir sama vandamáli - ef hann riær ekki til fólksins í landinu. Á fyrsta landsfundi Þjóðvaka ríkti ekki sá bar- áttuhugur sem hefði mátt ætla á fyrsta lands- fundi ferskrar stjórnmálahreyfingar. Þess í stað urðu átök um tvo stóra málaflokka, sjávarútvegs- málin og landbúnaðarmálin, breytingatillögum var vísað til stjórnar í stað þess að afgreiða málin á landsfundinum. Þetta er ekki góð byrjun hjá Þjóðvaka og sýnir ákveðin veikleikamerki. Hreyfingin mun lenda í erfiðleikum í kosningabaráttunni framundan ef henni tekst ekki að móta skýra stefnu í tveim af grunnatvinnugreinum þjóðarinnar. Þegar til lengri tíma er litið getur Þjóðvaki ekki stólað á óánægjufylgiö, stuðningur fólksins í landinu við hreyfinguna hlýtur að byggjast á þeirri stefnu sem hún hefur fram að færa. Öðruvísi verður hún ekki langlíf. Hagsmunir minnihlutans í ÚA Eins og fram hefur komió í frétt- um undanfarið viróist verulegur áhugi á hlutabréfum Akureyrar- bæjar í Utgerðarfélagi Akureyr- inga hf„ en bæjarfélagió á þar meirihluta hlutabréfanna. KEA lýsti áhuga sínum á aó kaupa hlutabréfm öll eöa aó mestu leyti og aö því myndi fylgja að höfuó- stöðvar Islenskra sjávarafuróa yrðu fluttar til Akureyrar sem þýddi tugi nýrra starfa í bæjarfé- laginu. Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna hefur svaraó þessu á þann hátt aö bjóóa að enn fleiri störf á þeirra veguni yrðu flutt til Akur- eyrar gegn því að sala á afurðum UA yrði áfram hjá SH um ein- hvem tiltekinn árafjölda. Sömu- leiðis hefur Eimskip látið í ljós vilja til að auka umsvif sín á Ak- ureyri ef salan yrði áfram hjá SH, auk fleiri atriða. Og nú nýlega hefur sú skoðun komið fram að bæjarstjómin gæti e.t.v. hugsað sér að lenda þessu máli þannig að eiga bréfin áfram en fá hin um- ræddu störf noróur. Líklega þá annað hvort þau sem SH býður gegnþví að SH haldi viðskiptum við UA eða þau sem IS býður gegn því að IS fái vióskiptin. Við þessa málsmeðferð er ým- islegt að athuga séð frá sjónarhóli hins almenna hluthafa í UA, þ.e. minnihlutans. Ljóst má vera aó þaó er ekki af hagkvæmnisástæðum einum sér sem IS eða SH kynnu að kjósa aó flytja þessi störf til Akureyrar, og Eimskip að auka sín umsvif þar sem þeir annars höfðu ekki hugs- að sér. Þar ráða viðskiptaleg sjón- armið. Það að hafa á hendi sölu og flutninga afurða fyrir UA felur eitt og sér í sér verðmæti í augum þessara fyrirtækja. Það óhagræði sem flutningum til og staðsetn- ingu fyrirtækjanna á Akureyri fylgir vegur að þeirra mati minna en hagurinn af sölunni fyrir UA, til lengri tíma litið. Þetta er Ijóst og vekur ekki undrun í sjálfu sér, og eru eðlileg viðbrögð þessara félaga séð frá sjónarhóli þeirra. Hversu mikið verðmæti er í því fólgið að sjá um sölumál ÚA er almennum hluthöfum ÚA ekki ljós en fullyrða má aó um veruleg- ar fjárhæðir er að tefla. Það sem vekur hins vegar áhyggjur er ýmislegt sem bæjar- stjóm Akureyrar hefur látið frá sér fara í málinu. Það verðmæti sem í sölu afurða fyrir ÚA felst, og SH og IS meta svo mikils, viróist bær- inn ætla að nýta sér til þess að efla atvinnuástand á svæðinu. En í reynd er þetta verðmæti eign allra „Ekki liggur fyrir hverjar lyktir þessa máls verða. Hætta virðist á að þær muni ekki ráðast af hags- munum ÚA og því ekki af hagsmunum allra hluthafa í því fé- lagi. Taki Akureyrar- bær þá ákvörðun að selja sinn hlut að öllu eða verulegu leyti til eins aðila hlýtur að verða gerð sú krafa til hans að hann sjái til þess að öðrum hlut- höfum verði boðið að selja sín hlutabréf á | sömu kjörurn." hlutahafa í Útgerðarfélagi Akur- eyringa hf. og skyldi því renna til félagsins, en ekki bæjarfélagsins eins. Nýlega bauð ÚA út olíuvið- skipti sín og samdi við þann sem best bauð af þremur olíufélögum. Þar voru forsvarsmenn félagsins aó nýta sér samningsstöðu þess og hagræðið rcnnur til allra hlutahafa íélagsins að nýta sér samnings- stöóu þess og hagræðió rennur til allra hlutahafa félagsins, Akureyr- arbæjar sem annarra. Er það vel. Sama á vió um sölumál félagsins. Að því tilskyldu að stjóm ÚA, en ekki bæjarfulltrúar á Akureyri, telji ÍS og SH geta veitt sambæri- lega þjónustu er þaó skylda þeirra að nýta, nú sem ávallt, þá samn- ingsstöðu sem fyrir hendi er til að Iáta það verómæti sem í sölumál- um félagsins felst koma fram og renna til allra hluthafa félagsins í gegnum arðsemi rekstrarins, en ekki bara til meirihlutans. Það gerist í formi endurskoðunar á sjónarmiðum félagsins sem byggð yrði á arósemissjónarmiðum, ein- mitt þeim sjónarmiðum sem látið hefur í veóri vaka að lægju til grundvallar í rekstri félagsins þeg- ar leitað hefur verið til nýrra hlut- hafa, einstaklinga og svokallaðra stofnanafjárfesta og þeir keypt hlutabréf í félaginu á undanföm- um árum fyrir umtalsverðar fjár- hæðir. Síðan yrði það sjálfstæó ákvörðun bæjarstjómar á Akureyri að verja sínum hluta af arði ÚA til atvinnuuppbyggingar í bænum, og óháð hagsmunum annarra hluthafa ÚA. Meirihlutaeign eins aðila í al- menningshlutafélagi vekur jafnan efasemdir. Ymsir hafa á undan- fömum árum haft nokkrar áhyggj- ur af meirihlutaeign Akureyrar- bæjar í félaginu, og látið í Ijós áhyggjur af því við forsvarsmenn félagsins að fjármagn þess kynni að verða nýtt í þágu bæjarins and- stætt ýtrustu hagsmunum allra hluthafa í félaginu. Jafnharðan hefur þessum áhyggjum verió vís- að á bug og hinir sömu fullvissaó- ir um hið gagnstæða. Nú virðast þær hins vegar hafa átt fullan rétt á sér. Svo viróist sem Akureyrar- bær ætli að nýta sér slagkraft ÚA og meirihlutaeign sína í félaginu sér til hagsbóta, án tillits til hags- muna annarra hlutahafa. Akvarð- anir um rekstrartilhögun ÚA virð- ast í þessu máli hafa verió færðar frá stjóm félagsins inn á borö bæj- arstjórnar. Ekki liggur fyrir hverjar lyktir þessa máls verða. Hætta viróist á að þær muni ekki ráðast af hags- munum ÚA og því ekki af hags- munum allra hluthafa í því félagi. Taki Akureyrarbær þá ákvörðun að selja sinn hlut að öllu eða veru- legu leyti til eins aðila hlýtur aó verða gerð sú krafa til hans að hann sjái til þess að öðrum hlut- höfum verði boðið aó selja sín hlutabréf á sömu kjörum. Sums staóar erlendis er þaö raunar bundið í lög að þegar einn aðili eignast tiltekið hlutfall í einu fé- lagi ber honum að gera öðrum hluthöfum tilboð í bréf þeirra. Taki bæjarstjóm þá ákvörðun að selja ekki bréfin en gera sam- komulag við annað hvort SH eða IS um sölumálin gegn flutningi starfa norður er ljóst að aðilar eins og Draupnissjóðurinn þurfa að endurskoða þátttöku sína í ÚA. Því hvaó verður næst? Mun bæjarstjómin nýta sér slagkraft ÚA og meirihluta sinn á fleiri sviðum til hagsbóta fyrir bæjarfé- Iagið eitt? Eða mun ÚA með bein- um hætti taka þátt í að leysa at- vinnuvandamál á Akureyri and- stætt hreinum arðsemissjónarmið- um? Hvert verður þá verðmæti hlutabréfa í eigu þeirra sem eiga minnihluta í félaginu? Málsmeðferó bæjaryfirvalda á Akureyri í þessu máli er með þeim hætti að spumingar sem þessar hljóta aó vakna meðal ann- arra hluthafa og þeirra sem hug hefðu á að kaupa hlutabréf í ÚA í framtíóinni. Staða ÚA sem alvöru almenningshlutafélags, og félags sem getur aflað sér fjár á almenn- um hlutafjármarkaði, er í hættu. Gunnlaugur Briem. Höfundur er framkvæmdastjóri Draupnissjóós- ins hf. sem er fjárfestingafélag sem fjárfestir í hlutabréfum skráðra og óskráóra hlutafélaga sem rekin eru á arósemisgrunni. Draupnissjóó- urinn hf. er áttundi stærsti hluthafinn í ÚA og á um 1% hlutafjár í félaginu. Vetrarorlof bænda á Norðurlandi: Boðið upp á langar helgar í Hrútafirðí - gist á Hótel Staðarflöt við Staðarskála Á undanfömum 12 árum hafa ver- ið haldnar orlofsvikur fyrir bænd- ur og þeirra fólk á Hótel Sögu. Samtals hafa tekið þátt í þessum orlofsvikum 710 manns. Nú hefur verið ákveðió að breyta til og lífga upp á þessa starfsemi með því að bjóða upp á langa helgi á Hótel Staðarflöt við Hrútafjörð. Stefnt er að því að vera með dagskrá tvær helgar. Gist verður í 4 nætur í glæsilegu hóteli við Staðarskála en þar eru 18 tveggja manna herbergi með sér snyrt- ingu. Gert er ráó fyrir því að þátt- takendur mæti síðdegis á föstu- degi og yfirgefi hótelið á þriðju- degi. Fyrri orlofsdagarnir verða dag- ana 10.-14. mars nk. og eru sér- staklega fyrir áhugamenn í sauð- fjárrækt. Á þessu svæði eru marg- ir rnjög snjallir fjárbændur og verða nokkrir þeirra heimsóttir. Þá eru ennfremur heimsóknir á söfn og merka staði í Austur- og Vest- ur-Húnavatnssýslum. Seinni orlofsdagamir verða 31. mars til 4. apríl og eru fyrir hresst fólk meó fjölbreytt áhugasvið. Efnt verður til heimsókna m.a. á Blönduós, Hvammstanga, um Vatnsnes og Vatnsdal. Byggða- söfnin verða skoðuð og kvöldvök- ur verða flest kvöld og tekið í spil. Þessi orlofsdagar eru ekki ætl- Mikið safn mynda af starfsfólki Sambandsverksmiójanna í leik og starfi í 60 ár er á sýningu sem opnuð verður í Félagsborg, gamla samkomusal verksmiðjanna á Gleráreyrum, nk. laugardag, 4. febrúar, kl. 14. Starfsmannafélag Foldu og Skinnaiðnaðar standa að sýning- unni. Vonast er til að sem flestir komi sem þekkja til, svo hægt verði að nafngreina fólkió á aóir sérstökum aldursflokkum, þeir ættu aó geta hentað öllum, ungum sem öldnum. Nánari upp- lýsingar veita Agnar eða Halldóra hjá Stéttarsambandi bænda, í síma myndunum og fræðast um vélarn- ar og framleiðsluna. Þetta er líka þáttur í starfi Jóns Amþórssonar að undanfömu, við að halda til haga ýmsum tækjum úr verk- smiójunni frá eldri tíð, sem gætu orðið vísir aö verksmiðjuminja- safni. Þetta er einnig að finna á sýningunni og allar upplýsingar eldri starfsmanna þar um eru vel þegnar. Þess má geta að nánar veróur fjallað um sýninguna í næsta helg- arblaói Dags. óþh 91-630300. Úr fréttatilkynningu. Sa£n mynda af starfsfólki Sambandsverksmiðjanna: Sýníng opnuð nk. laugardag

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.