Dagur - 31.01.1995, Blaðsíða 11

Dagur - 31.01.1995, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 31. janúar 1995 - DAGUR -11 MINNINO A Júdit Jónbjörnsdóttir U Fædd 10. desember 1906 - Dáin 21. janúar 1995 Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð til frænku minnar, Júd- itar Jónbjörnsdóttur, og þakka henni samfylgdina í gegnum árin. Ég var aðeins smábarn þegar hún flutti til Akureyrar. Hún og móðir hennar, Ingibjörg Lárus- dóttir, fluttu í næsta hús og þar með hófst vinátta og sterk fjöl- skyldutengsl á milli þeirra og for- eldra minna sem hefur ætíð hald- ist síðan. Þær bjuggu fyrst í Fjólu- götunni en síðan keyptu þær Laxagötu 2 en þar var alltaf gott að koma. Júdít var sterkur persónuleiki sem hún sýndi bæði í orði og verki. Ég minnist margs sem okkur fór á milli, til dæmis þegar hún leiddi mig 7 ára á ljósálfafundi, þá var handtakið þétt og ég fínn enn- þá fyrir því þó árin síðan séu orö- in mörg. Móðir hennar lést þegar ég var 13-14 ára. Eftir lát hennar fór Júd- it til Kanada og kom heim með föður sinn, Jónbjörn Gíslason, sem þá var kominn á áttræðisaldur en hann hafði farið vestur um haf þegar hún var barn en alltaf var samband á milli þeirra. Jónbjörn var afabróðir minn og bar ég mikla virðingu fyrir honum. Ég átti margar góðar stundir með þeim báðum sem unglingur og þakka fyrir þær. Það var aðdá- unarvert hversu umhyggjusöm hún var við föður sinn, afa minn og bróóurson þeirra. Hún gaf þeim margar gleðistundir og studdi þá alla tíð en þeir létust all- ir í hárri elli. Ég óx upp og varð fullorðin, giftist og eignaðist börn og alltaf héldust böndin, Júdit var alltaf til taks ef eitthvað bjátaði á. Þau Jón- björn og Júdit fluttu í Oddeyrar- götu 10 og bjuggu þar saman þar til Jónbjörn lést og hún þar til hún flutti á Dvalarheimilið Hlíð. Þar var hún til heimilis til loka en hún lést síðastliðinn laugardagsmorg- un, 88 ára gömul. Elsku frænka, þetta eru fátæk- leg orð sem hér eru skrifuð en ég og foreldrar mínir og systkini þökkum þér samfylgdina í gegn- um árin, alla þína góóvild og kær- leika. Megi góður Guð leiða þig í nýjum heimi, þínu ævistarfi er lokið í þessum heimi en nýr heim- ur tekur nú við þar sem þér mun nú fagnað af góóum vinum og ættingjum. Þín einlæg frænka, Marselía. Birting afmælis- og minningargreina Athygli lesenda er vakin á því aó Dagur birtir afmælis- og minningargreinar án endurgjalds. Æskilegast er að greinarnar berist blaöinu minnst tveimur virkum dögum fyrir birtingardag eða að látió sé vita af væntanlegum greinum í tíma. Þannig þarf grein sem birt- ast á í þriðjudagsblaói að berast blaðinu fyrir hádegi föstudag, grein í miðvikudagsblaó fyrir hádegi mánudag, o.s.frv. Helst þurfa greinarnar aö vera á tölvutæku formi og skilyrði er að handrit séu vélrituð. Dagur birtir einnig frumort afmælis- og minningarljóð og gilda sömu reglur um þau og greinarnar. Ritstj. Hann er 7 ára og með nýja tösku hangandi á bakinu. Gengur upp kirkjutröppurnar 99 eða 109, rugl- aðist í talningunni. Röltir áfram með norðurvegg kirkjunnar og upp stíginn aó gamla góða skóla- húsinu. A skólalóðinni er barna- skarinn og við bjölluhringingu safnast allir saman og mynda raðir fyrir framan tröppurnar. Þar standa kennararnir og tekur hver þeirra á móti sínum hópi og leiðir hann um ganga og til stofu. Drengurinn er leiddur af konu sem honum finnst ofurlítið ströng en samt blíðleg. Stofan er númer 5 og þar átti hann eftir að dvelja næstu þrjá vetur og njóta handleiðslu þessa frábæra kennara. Síðan eru liðin 40 ár, en þrátt fyrir það stendur mér þetta ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum. Mín fyrstu kynni af sómakonunni Júdit Jónbjörnsdóttur setja enn mark sitt á mig. Hún var kona sem tók litla ólátabelgi föstum, en þó réttlátum tökum. Oþreytandi var hún við uppfræðsluna og ekkert mannlegt var henni óviðkomandi. Þar sem ég var uppátækjasamur komst ég ekki hjá því að lenda í miður æskilegum aðstæðum. Þegar svo bar til var hún skilningsrík og gaf sér stund til þess að ræða við mig og reyndi að gera mér grein fyrir því sem er rétt og rangt. Fyrir það er ég henni þakklátur. Vegna kynna minna af Júdit gafst mér tækifæri til að ferðast 9 ára gamall vestur á Vatnsnes og dvelja á sveitaheimili í tvö sumur hjá miklu ágætis fólki. Að vissu leyti má segja aó Júdit hafi verið örlagavaldur í lífi mínu þar sem hún kom mér í kynni við fólk sem reyndist mér einstaklega vel og milli okkar allra ófust þræðir sem aldrei munu rofna. Með tímanum gerði ég mér grein fyrir að Júdit átti í mér hverja taug og enda þótt ég hafi ekki notið kennslu af örð Fædd 15. mars 1955 - Dáin 16. janúar 1995 t[j> Petrea Vestfjörð Valsdóttir Fædd 21. mars 1982 - Dáin 16. janúar 1995 Þau eru dýpst sárin þegar höggvið er skarð í vina- eða ættingjahóp, og ekki síst þegar tveir eða fleiri úr sömu fjölskyldu eru hrifnir brott úr þessu jarðlífi. Þótt tíminn og Guð lækni öll sár að lokum, eru sár sem þessi lengi að gróa. Með þessum orðum viljum við kveðja þær mæðgur, Petreu og Bellu. Það var fyrir tæpum þrettán ár- um að Valur, bróðir okkar og son- ur, og Bella, eignuðust saman stúlkuna Petreu eða Pettý eins og hún var gjarnan kölluð, sem ætíð var augasteinn móður sinnar. Þótt ekkert yrði af sambandi foreldranna, héldum við alltaf góðu sambandi við mæðgurnar og það samband styrktist með árun- um. Nokkrum sinnum kom Pettý litla í heimsókn til ömmu á Dalvík og dvaldi um tíma. Fyrst sem lítill fjörkálfur sem lét sér ekki allt fyr- ir brjósti brenna, síðar sem falleg og yfirveguð stúlka sem framtíðin virtist blasa við. Pettý var afskap- lega greind stúlka, enda var hún hreykin þegar hún sagði ömmu síðast frá einkunnum sínum, sem ekki voru af verri endanum. Hún var hnyttin í tilsvörum og sjaldn- ast var ládeyða þar sem hún var. Lífsgleði og fjör einkenndi allt hennar fas. Þær mæðgur voru búnar að finna sér samastað um ókomna framtíð á Súðavík og framundan virtist öryggi og ánægjulegt líf, en ekki er við öllu séð. Þær hafa nú verið kallaðar á fund hins almátt- uga og fara þá leið éftir ljóssins vegi. Við vottum Rögnu móður Bellu, svo og Garðari Smára bróð- ur hennar og fjölskyldu hans og öðrum ættingjum, okkar dýpstu samúð og megi Guð vera með ykkur. Vertu sœl, vor litla, hvíta lilja, ló'gð íjörð með himnaföður vilja, leystfrá lífi nauða, Ijúfog björt í dauða léstþú eftir litla rúmið auða. Vertu sœl, vor litla Ijúfan blíða, lofsé Guði, búin ertu' að stríða, upp til sœlu sala saklaust barn án dvala, lœrðu ung við engla Guðs að tala. (Matthías Jochumsson) Guðrún Jakobsdóttir, Agga Hrönn Hauksdóttir, Elín Hauksdóttir. hennar hálfu nema í þrjú ár hélt ég áfram að leita til hennar. Það var mér ljúft að koma við á heimili hennar svona rétt til að spjalla um heima og geima. Og stundum lof- aói hún mér að skoða frábært úr- klippusafn sem Jónbjörn faðir hennar átti. Síöar þegar ég hafði stofhað fjölskyldu kom ég með börnin í heimsókn til hennar, vildi leyfa þeim að kynnast þessari góðu konu. Af þessu má sjá að fyrstu kynni okkar voru mjög náin og vissu- lega hafði hún mikil áhrif á mig þessi ljúfa kona. Eg minnist þess í hvert skipti sem ég heimsótti hana, fyrst í Laxagötu, síðar í Oddeyrargötu og undir það síðasta í Dvalarheimilinu Hlíð, áttum við langar samræður um lífið og til- veruna, ekki síst þann hluta tilver- unnar sem mönnum er hulinn. Trú hennar á almáttugan Guð var ein- læg og rökræður okkar um dýpstu rök tilverunnar voru mér fræðandi og skemmtilegar. Fyrir það vil ég þakka þér kæra vinkona. Já, víst gæti ég haldið áfram að tína til minningabrot frá liónum árum en einhversstaðar verður að láta staðar numið. Megi líkami þinn hvíla í friði meðal blómanna og sál þín njóta náðar Drottins um eilífð alla. Guði er ég þakklátur fyrir að láta leiðir okkar Júditar Jónbjörnsdóttur liggja saman ör- stutta stund í eilífum heimi. Garðar Karlsson. Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107,600 Akureyri, sími 96-26900. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107,3. hæð, Akureyri, föstudaginn 3. febrú- ar 1995 kl. 10.00, á eftirfarandi eign- um: Arnarsíða 10c, Akureyri, þingl. eig. Óskar Jóhannsson og Jórunn Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Akur- eyrarbær og Byggingarsjóður ríkis- ins. Dalsbraut 1, hl. A1, B1, C1 og D1, Akureyri, þingl. eig. Sveinn Guð- mundsson, gerðarbeiðendur Akur- eyrarbær og Iðnlánasjóður. Gránufélagsgata 47, A-hl., Akur- eyri, ásamt öllum véium ofl., þingl. eig. þrb. Vólsmiðjan Akureyri h.f., gerðarbeiðendur Bifreiðaverkst. Jó- hannesar Kristjánssonar h.f., og Iðnlánasjóður. Gránufélagsgata 47, B-hl., Akur- eyri, ásamt öllum vélum ofl., þingl. eig. þrb. Vélsmiðjan Akureyri h.f., gerðarbeiðandi Iðnlánasjóður. Kaupvangsstræti/Sjafnar-hús aust- urendi, Akureyri, þingl. eig. Guð- mundur Sigurjónsson, gerðarbeið- andi Akureyrarbær. Sigurberg EA-322 (1463), þingl. eig. Rækjuver hf., gerðarbeiðendur Fiskveiðasjóður (slands, Landsbréf h.f., Lífeyrissjóður sjómanna og Tryggingamiðstöðin h.f. Sveinbjarnargerði 2c, Svalbarðs- strönd, þingl. eig. Mjólkurfélag Reykjavíkur, gerðarbeiðandi Stofn- lánadeild landbúnaðarins. Sýslumaðurinn á Akureyri, 30. janúar 1995. IUMFERÐMNI ERU ALLIR í SAMA LIÐI U UMFERÐAR RÁÐ Fræbsludagar Tolvumibstöbvar fatlabra Starfsmenn Tölvumibstöbvar fatlabra (TMF) verba á Hóteld KEA 2. og 3. febrúar og kynna starfsemi stöbvarinnar og möguleika til ab þjóna fötlubum meb tölvu- og tæknibúnabi. Allar nánari upplýsingar á Svæbisskrifstofu málefna fatl- abra (s. 26960) og á skrifstofu Foreldrafélags barna meb sérþarfir og Styrktarfélags vangefinna (s. 12279). Átt þú Mercedes Benz? Láttu fagmenn með áratuga revnslu sjá um viðhaldið varahlutir - verkstaeði Rétting ' Snrautun Laufásgötu, Akureyri, sími 96-26300.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.