Dagur - 31.01.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 31.01.1995, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 31. janúar 1995 - DAGUR - 5 Sósíalismi Steingríms J. í Degi þann 24. janúar s.l. er grein eftir Steingrím J. Sigfússon, vara- formann Alþýðubandalagsins og nefndarmanns í efnahags- og við- skiptanefnd. Þar talar hann gleiðgosalega um klúður á húsa- leigubótakerfinu. Steingrímur á nú sem endranær ás í hverri ermi til að bjarga því. Það er stefna Al- þýðubandalagsins að „bœta stöðu leigjenda á húsnœðismarkaðnum og stórauka framboð á leiguhús- nœði á viðráðanlegum kjörum. Það verði sem sagt fleiri ntögu- leikar í stöðunni en sá einn að hella sér út í illviðráðanlegt eða óviðráðanlegt [NBj kapphlaup við að koma upp eigin þaki yfir höfuðið. Hann segir ennfremur að sú stefna að gera fólki kleift að eignast húsnæði sé að hruni kom- in. Ólafur Rúnar Ólafsson. „Nú skulum við gefa upp á nýtt eins og Steingrímur vill og byrja að spila. Það kemur fljótt í ljós að þetta er sambland af „löngu-vitleysu“ og „félags-hyggju-vist“. Þegar upp er staðið er hinn almenni borgari orðinn leiguliði ríkisvalds- ins og eign stóra bróður.“ vinningslíkum fyrir alla. Eins og Steingrímur bendir á er núverandi kerfi til íbúðakaupa ekki nógu gott. Það er erfitt að standa í skil- um með afborganir. Hann vill því spila „félags-hyggju-vist“. Hann um það. Ég segi að það sé skyn- samara að ráöa bót á núverandi kerfi fyrir kaupendur húsnæðis frekar en að smíða annað álíka gallað við hliöina. Lausnin felst í því að gera fólki kleift að byggja upp örugga framtíð meó því að gera það fjárhagslega sjálfstætt. Leigukerfi Steingríms J. yrói stofufangelsi fyrir leiguliöa ríkis- valdsins. Ólafur Rúnar Ólafsson. Höfundur er nemandi í Menntaskólanum á Ak- ureyri. Bílaverkstæði Bjarnhéðins á Akureyri: Félagshyggjuvist Nú er best að telja aftur og vita hvort það er auka ás í stokknum. Steingrímur varar ekki við aö þetta er fjárhættuspil. Ef við skoð- um hinn almenna markað þá er ekki nokkur von til þess að leigu- salar leigi út íbúóir sínar á lægra verði en svo að þær skili réttlátum arði. Það skilja allir að fólk legg- ur frekar peningana sína inn í banka og fær vexti af sparifénu í stað þess aó festa þá í vaxtalausri fjárfestingu í formi íbúðarhús- næðis. Ríkissjóður þyrfti því að hlaupa undir bagga og borga hluta af leigunni eða byggja íbúð- ir. Þar með bæri ríkið kostnað af því að „stórauka framboð á leiguhúsnœði á viðráðanlegum kjörum Þetta er góð viðleitni hjá Al- þýöubandalaginu til að bæta kjör láglaunafólks. Nú skulum við gefa upp á nýtt eins og Steingrímur vill og byrja að spila. Þaö kemur fljótt í ljós að þetta er sambland af „löngu-vitleysu“ og „félags- hyggju-vist“. Þegar upp er staðió er hinn almenni borgari oróinn leiguliði ríkisvaldsins og eign stóra bróður. Hann á engar eignir og ekkert sparifé. „Hjálp“ ríkisins hefur með tíð og tíma svipt ein- staklinginn fjárhagslegu sjálf- stæði. Gefíð upp á nýtt. Ég vil spila annað spil með meiri Umboðsaðili fyrir Du Pont bílalökk Bifreiðaverkstæði Bjarnhéðins hefur gerst umboðsaðili fyrir Du Pont bflalökk og fylgiefni á Ak- ureyri. sem uppfylla alla staðla EBE um takmörkun lífrænna leysiefna. Du Pont er nú að þróa efni með enn meira þurrefnisinnihaldi (allt að 80%) og munu þannig enn leggja sitt af mörkum til að draga úr mengun í heiminum í framtíó- inni. Du Pont de Nemours Int er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á bílalökkum í heiminum. I viö- geróa- og endurlökkun á bílum er Du Pont meó yfir 50% af heims- markaðinum en allir aðrir lakk- framleiðendur skipta með sér af- ganginum. Blöndun á réttum litum í Du Pont litakerfinu er ákaflega ein- föld og þægileg fyrir bílamálara því að litarefnum er blandað sam- an við bindiefni. Þannig er sami litablöndunarbarinn notaður fyrir olíuakrýllökk, undirlökk (baseco- at), akrýllökk og políúrethan lökk (trukkalakk). Litunum er einungis blandað saman við mismunandi bindiefni. Þetta dregur mjög úr lagerhaldi bílamálara. Du Pont hefur verið leiðandi í þróun lakks með tilliti til mengun- arvarna og tók snemma þá stefnu að leggja mikla áherslu á lökk með miklu magni þurrefnis og draga þannig úr lífrænum leysi- efnum. A sama tíma hafa þeir ver- ið aó þróa vatnsuppleysanleg lökk sem annan valkost. Nú er svo komið að Du Pont býður upp á þurrefnismiklar málningarlínur Morgunverðarfundur á morgun um HA í fyrramálið, miðvikudaginn 1. febrúar, kl. 8.15, verður haldinn opinn morgunverðarfundur á Hótel KEA um Háskólann á Ak- ureyri. Þar mun rektor Háskól- ans, dr. Þorsteinn Gunnarsson, fjalla um hvernig til hefur tekist og þróun skólans í framtíðinni. Einnig mun hann fjalla um tengingu Háskólans við fyrir- tæki og atvinnulíf á svæðinu. Það má segja að málefni Há- skólans hafi tengst líflegri um- ræóu undanfama daga og því áhugavert að heyra hvaða hug- myndir stjómendur Háskólans hafa á hvemig vegsemd og virð- ing skólans er best varið í framtíð- inni. Fundurinn hefst kl. 8.15 og stendur í u.þ.b. 1 klst. Að honum standa Félag viðskipta- og hag- fræðinga og Löggiltir endurskoð- endur á Noróurlandi. Aðgangseyr- ir er kr. 350 og eru innifaldar kaffiveitingar í því. Þorsteinn Gunnarsson rektor. Skólamál Er gólfíð í smíðastofunni skúrað? Það er umhugsunarefni fyrir for- eldra hvemig umgengnisreglum um smíðastofur er háttað. I mörg- um skólum eru smíðastofur ekki teknar með í dæmið þegar verið er að skipta nióur ræstingu. Það er því undir hælinn lagt hvort smíðastofur eru skúraöar. Þrif í smíðastofum eru heldur ekki í verkahring kennara þó þeir í sam- vinnu við nemendur sópi senni- lega gólfin og þrífi boróin eftir kennslustundir. Smíðastofan er greinilega hálfgert einskismanns- land hvað varðar ræstingar. Hvernig er staðan í skólanum hjá þínu barni? Þegar ég fór að athuga hvemig reglum um þessar stofur er háttað þá kom í ljós athyglis- verð staða. Það er hlutverk heil- brigðiseftirlits að kanna hvernig aðstæður eru varðandi bömin, en vinnueftirlitsins að fylgjast með aóstæðum kennarans. Tveir eftir- litsaðilar á sitt hvorum forsendum. Samstarf vinnueftirlits og heil- brigðiseftirlits ráða úrslitum um það hvort vel er að þessum mál- um staðið. Sem betur fer kom nú í ljós hér á Akureyri að samvinna þessara aðila er með ágætum. Fyr- ir nokkru síðan geröi Vinnueftir- litið athugun í öllum skólum og leikskólum í fræðsluumdæminu. A flestum stöðum var brugðist vel við þeim athugasemdum sem gcróar voru og aðstæður lagfærð- ar þar sem þörf var á. En enn vantar upp á að allir hafi hlýtt kalli. Það er athugandi fyrir for- eldrafélög að kanna hvernig mál- um er háttað í sínum skóla og þrýsta á ef ekki hafa verið gerðar vióeigandi öryggisráðstafanir. Snjóskaflar Allt er nú að kafi í snjó í kringum okkur og ruðningar viö götur og gangbrautir víða meira en mann- hæðarháir. Það er aldrei of oft var- að við þeirri hættu sem þessar að- stæður skapa bömum okkar á leiö í skólann og því skulum viö sýna varkámi í akstri og hvetja bömin til að nota endurskinsmerki og borða. Bömunum finnst ruðning- arnir alveg meiriháttar leiksvæði og gleyma sér alveg í hita leiks- ins. Sértaklega er hættulegt að grafa snjóhús inn í ruðninga þar sem snjóruðningstæki geta komið á fleygiferð án þess að stjómend- ur viti hvað leynist í ruóningun- um. Sýnum því sérstaka varúð við þessar aðstæður. Foreldrastarf ■ félagsstarf Á þessum tíma er víða í skólum að hefjast undirbúningur fyrir árs- hátíðir nemenda eða þorrablót. Ég vil hvetja bæði böm og full- orðna aó hringja nú til mín eóa senda mér pistil og segja frá því sem þau eru meó á döflnni eóa hefur verið gert. Nestismál Fyrirspumir hafa komið frá for- eldrum um það hvemig standi á því að þaó er svo mismunandi hvað bömunum er boðið aö kaupa sér í nesti í skólunum á Akureyri. I sumum skólum er hægt að fá mjólk, safa og jógúrt en í öðmm bara mjólk. Um þessi mál gilda engar reglur. Þaö er í höndum skólastjómanda hvers skóla fyrir sig að ákveða hvaó skal bjóða upp á. Ef foreldrar vilja einhverjar breytingar þar á er bara að ræða málið við skólastjóra. Skrifstofa Heimils og Skóla er að Glerárgötu 20 og er opin alla virka daga frá 8-12. Starfsmaður skrifstofunnar er Hildigunnur Ol- afsdóttir. Síminn er 96-12522 og hægt er að skilja eftir skilaboð á símsvara utan opnunartíma. LANDSSAMTÖKIN HEIMILI OG SKÓLI 441KAUPÞING NORÐURLANDS HF FÉSÝSLA Vikuna 22.-28. jan. voru viðskipti með hluta- bréf 223,4 milljónir króna. Mest voru viðskipti með hlutabréf í eftirtöldum félögum: Lyfja- verslun hf., fyrir 201 milljón króna á genginu 1,34, Hlutabréfasjóði VÍB hf., fyrir 5,6 milljónir króna á genginu 1,17, íslandsbanka hf., fyrir 4,3 milljónir króna á genginu 1,22 og Tölvu- samskiptum hf., fyrir 4,0 milljónir króna á genginu 3,25-3,65. Viðskipti með Húsbréf voru 1,8 milljónir króna, Spariskírteini rikissjóðs 25,8 milljónir, Ríkis- yíxla 316,6 milljónir og Ríkisbréf 83,2 milljónir. Ávöxtunarkrafa Húsbréfa var í vikunni 5,86- 5,90%. SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS Tegund K gengi K áv.kr. 91AD5 1,4659 4,75% 92/1D5 1,2966 4,89% 93/1D5 1,2044 5,01% 93/2D5 1,1362 5,04% 94/1D5 1,0398 5,05% HÚSBRÉF Flokkur Kgengi Káv.kr. 94/2 0,9415 5,83% 94/3 0,9218 5,88% 94/4 0,9166 5,88% 95/1 0,8978 5,88% VERÐBRÉFASJÓÐIR Áv&xtun 1. jan. umfr. verðbólgu siðusht: (%) Kaupg. Sölug. 6mán. 12mán. Fjártestingarlélagið Skandia hf. Kjarabréf 5,502 5,537 73 8,0 Tekjubréf 1,563 1,580 7,3 11,1 Markbrél 2,975 3,005 5,9 8,6 Skyndibréf 2,170 2,170 3,9 4,5 Fjölþjóðasjóður 1,197 1,235 Kaupþing hf. Einingabrét 1 7,339 7,474 3,8 3,3 Einingabréf 2 4,193 4,214 0,3 0,3 Einingabrét 3 4,697 4,784 -1,3 0,7 Skammtimabrét 2,591 2,591 2,4 3,7 Einingabréfö 1,130 1,165 2,0 •7,3 Verðbréfam. Islandsbanka hf. Sj. 1 Vaxlarsj. 3,673 3,691 4,4 5,3 Sj. 2 Tekjusj. 2,031 2,031 62 8,1 Sj. 3 Skammt. 2,530 4,4 5,3 Sj. 4 Langtsj. 1,740 4,4 5,3 Sj. 5 Eignask.frj. 1,650 1,658 -1,7 9,3 Sj. 6 island 1,037 1,068 46,1 21,6 Sj. 7 Þýsk hlbr. Sj. 10 Evr.hlbr. Vaxtarbr. 2,5881 4,4 5,3 Vatbr. 2,4260 4,4 5,3 Landsbréf hf. íslandsbréf 1,624 1,654 3,0 5,7 Fjórðungsbréf 1,189 1,206 4,3 8,6 Þingbréf 1,893 1,917 32 8,1 Öndvegisbréf 1,725 1,747 1,7 5,6 Sýslubréf 1,623 1,644 7,7 20,4 Reiðubréf 1,556 1,556 1,7 3,5 Launabréf 1,057 1,073 1,6 5,8 Heimsbréf 1,409 1,451 2,5 -9,8 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi á Verdbréfaþingi islands: Hagsltilboð Lokaverð Kaup Sala Auðlindarbréf 120 1,16 120 Eimskip 4,68 4,70 4,80 Flugleiðír 1,58 1,66 1,58 Grandi hf. 1,91 1,95 2,08 Hampiójan 1,88 1,85 1,88 Haraldur Böóv. 1,65 1,60 1,66 Hlutabréfasjóðurinn 1,31 1,31 1,39 Hlutabréfasj. Npróurl. 1,26 1,22 126 Hlutabréfasj. VÍB 1,17 1,17 123 jslandsbanki hf. 1,22 1,22 127 isl. hlutabréfasj. 1,30 Jarðboranirhf. 1,79 1,70 1,75 Kaupfélag Eyf. 2,20 2,20 2,40 Marel hf. 2,66 2,72 2,81 Olís 2,50 2,48 2,60 Olíufélagið hf. 5,85 5,85 5,90 Síldarvinnslan hf. 2,70 2,55 2,70 Skagstrendingur hf. 2,50 2,15 2,70 Skeljungur hf. 4,40 4,21 4,48 Sæplast 2,80 2,81 2,95 Útgerðarfélag Ak. 2,80 2,81 2,96 Vinnslustöóin 1,00 1,00 1,05 Þormóóur rammi hf. 2,05 2,05 2,15 Sölu- og kaupgengi á Opna tilboðsmarkaðinum: Alm. hlutabr.sj. hl. 1,00 0,95 1,00 Ármannsfell hf. 0,97 0,75 1,00 Ámes hl. 1,85 Bifreiðaskoóun ísl. 2,15 1,00 Eignfél. Alþýóub. 1,11 1,05 Hraðfrystihús Eskifjarðar 1,70 225 isl. sjávarafuróir 1,25 1,08 125 isl. útvarpsfél. 3,00 2,80 Pharmaco 8,20 4,00 8,90 Samein. verktakar hf. 6,98 7,00 Samskiphf. 0,60 0,60 Sjóvá-Almennar hf. 6,50 5,60 11,90 Softís hf. 6,00 0,50 5,00 Sölusamb. Isl. fiskframl. 1,20 1,19 1,40 Tangi Tollvörug. hf. 1,00 1,07 Tryggingarmióst. hf. 4,80 'Taeknival hf. 1,19 1,00 1,30 Tölvusamskipti hf. 3,25 3,25 3,65 Þróunarfélag islands hf. 1,10 DRÁTTARVEXTIR Janúar 14,00% Febrúar 14,00% MEÐALVEXTIR Alm. skuldabr. lán janúar 10,90% Alm. skuldabr. lán lebrúar 10,90% Verótryggð lán janúar ■ 8,30% Verðtryggð lán febrúar 8,30% LÁNSKJARAVÍSITALA Janúar 3385 Febrúar 3396

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.