Dagur - 31.01.1995, Blaðsíða 16

Dagur - 31.01.1995, Blaðsíða 16
Akureyri, þriðjudagur 31. janúar 1995 Kodak Express Sæðaframköllun m Kodak m GÆDAFRAMKÖLLUIV ...munið afsláttarkortin ^PedtGmyndir? Skipagata 16 Sími 23520 Akureyri og nágrenni: Fimm hross drápust í umferðar- óhöppum - mikiö um umferöarslys AAkureyri og í næsta ná- grenni urðu fjórtán um- ferðaróhöpp frá því á föstudag og þangað til síðdegis í gær. Á föstudaginn urðu þrír árekstrar á Akureyri og ein bifreið fór út af veginum og valt í Vaðla- reit handan Akureyrar. Á níunda tímanum á laugar- dagsmorgun ók bíll inn í hrossa- hóp skammt norðan við bæinn Hvamm í Amameshreppi. Bif- reiðin skemmdist að sögn lögregl- unnar mikið og var hún fjarlægð með kranabifreið. Ökumaður og farþegi meiddust lítilsháttar og fóru á slysadeild. Fjögur hross drápust og þrjú slösuðust. Á laugardaginn urðu tveir árekstrar á Akureyri en í þeim uröu ekki slys á fólki. Hins vegar varó slys á Norðurlandsvegi við Hlíðarbæ klukkan rúmlega fimm á laugardaginn. Þar skullu tveir bíl- ar saman og voru ökumaður og farþegi annarar bifreióarinnar fluttir meó sjúkrabíl á slysadeild. Báðir bílamir voru óökufærir. Á sunnudag var einn árekstur á Akureyri og annar við Höfn á Svalbarðsströnd síðdegis þann saman dag. Annar ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Síðdegis í gær höfðu orðið fjór- ir árekstar á Akureyri en enginn hafði þurft að fara á slysadeild vegna þeirra. Lögreglan á Akureyri bcnti á að um óvenjulega mörg umferðar- óhöpp væri aö ræða enda væri lúmsk hálka á götum bæjarins og í næsta nágrenni. Þess má geta að um helgina var ekki aðeins ekið á hross í Amar- neshreppi heldur var ekið á hest í Miðfirði. Hann drapst en ekki uðu slys á fólki. Ekið var utan í hross í Eyjafjarðarsveit en þaó tók á rás út í náttmyrkrió og virtist hafa sloppió með skrekkinn. Lögreglumenn á Noróurlandi höfðu orð á því að vegna snjóa væru girðingar nú víða á kafi og því erfitt að halda hrossum í hólf- um og þegar vió bættist að mikil hálka væri á vegum og hemlunar- skilyrði því slæm væri full ástæða til að hvetja til sérstakrar varkámi vegna hættu á hrossum á vegum. KLJ O VEÐRIÐ Á Norðurlandi eystra er spáð norðan og norðaustan stinningskalda og éljum eóa slyddu, hitastigið verður frá tvegga stiga frosti og upp í fjögurra stiga hita. A Norð- urlandi vestra er spáð svip- uðu veðri en þar verður þó heldur hvassara. Á mióviku- dag er spáð éljum, norð- austanátt og allt að átta stiga frosti norðanlands. Mikið fjör á Ruslaskrímslinu Krakkarnir í Síðuskóla á Akureyri skemmtu sér alveg konunglega á sýningu á Rusla- skrímslinu sl. föstudag. Ruslaskrímslið er Ieikþáttur þar sem fjallað er um umgcngni, flokkun sorps og samvinnu á heimilinu auk þess að vera skcmmtun og fræðsla um um- hverfismál. Höfundur Ruslaskrímslisins er Dagný Emma Magnúsdóttir. óþh/Myndir: Robyn. Snjóflóð féllu á Ólafsfjarðar- og Siglu- fjarðarveg Asunnudag féll snjóflóð á veginn til Siglufjarðar og annað flóð féll á sömu slóðum í gær. í gær féll einnig snjóflóð á veginn milli Dalvíkur og Ólafs- íjarðar. Lögreglunni á Siglufirði var tilkynnt um að snjóflóð hefði fall- ið á veginn milli austari munna Strákaganga og Selgils um klukk- an eitt á sunnudaginn. Þegar veg- argerðarmenn voru að ryðja veg- inn í gærmorgun féll aftur snjó- flóð á veginn, vegagerðarmenn- imir sluppu meó skrekkinn og var frekari snjómokstri hætt. Snjóflóðið sem féll á Ólafs- fjarðarveg féll um klukkan níu í gærmorgun við Sauðanes. Vegur- inn var mokaður eftir hádegið til að hleypa í gegn umferð en slæmt veður var á þessu svæði síðdegis í gær og því líklegt að sögn lög- reglu í Ólafsfirói að vegurinn lok- aðist á ný. KLJ Hátíðarfundur vegna 50 ára afmælis Ólafsfjarðarbæjar: Stuðningur við stækkun Ólafsfjarðarkirkju - bæjarstarfsmenn á gæðastjórnunarnámskeið og fjölbreytt dagskrá í sumar Hátíðarfundur var haldinn í bæjarstjórn Ólafsfjarðar sl. sunnudag í félagsheimilinu Tjarnarborg í tilefni 50 ára af- mælis Ólafsfjarðarbæjar og var á flmmta tug bæjarbúa við- staddur fundinn. Að fundinum loknum bauð bæjarstjórn öllum bæjarbúum til kaffídrykkju, þar sem borðin svignuðu undan ljúf- fengum kökum og kræsingum sem Kvenfélagið Æskan og Slysavarnadeild kvenna höfðu veg og vanda af. Á hátíöarfundinum samþykkti bæjarstjóm Ólafsfjarðar samning Húsavík: Bílvelta á Kísilvegi - erill hjá lögreglu Miklar skemmdir urðu á fólksbíl sem valt á Kís- ilveginum um hádegi á sunnudag. Engin slys urðu á fólki en ökumaður er grun- aður um ölvun. Erill var hjá Iögreglu á Húsavík á föstudagskvöld vegna ölvunar í bænum. Tveir minniháttar árekstrar urðu um helgina, annar á föstudag en hinn á laugardag. Mörg þorra- blót voru haldin í sýslunni um he'.gina og fóru þau vel fram. IM við Sóknamefnd Ólafsfjarðar- kirkju sem felst m.a. í því að tryggja að byggingaráform vegna stækkunar Ólafsfjarðarkirkju nái endum saman, en áætlaður kostn- aður er um 50 milljónir króna. Framkvæmdir hefjast á vori kom- anda. Felld veróa niður öll gatna- gerðargjöld, tengigjöld hita- og vatnsveitu, keypt verður húseign til niðurrifs til þess að koma kirkj- unni betur fyrir, lagðar veróa til byggingarinnar 4 milljónir króna og síóan verður safnaðarheimilið keypt af sóknamefndinni á 6 milljónir króna. Skrifað var undir samning við Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri, en verkefnið innifelur sérfræðilega aðstoð við Ólafs- fjarðarbæ við uppbyggingu gæða- stjómunar og veróur keypt af stofnuninni námskeiðahald og kennsluefni í gæðastjómun og vinna við kynningarfundi. Fulltrúi frá Rannsóknarstofnuninni mun síðan eiga sæti í gæðaráói sem hefur yfirumsjón með fram- kvæmdinni á þeim þremur nám- skeiðum sem þegar eru áformuð og vinnunni í framhaldi þeirra. Fyrirhugað er að allir starfsmenn Ólafsfjarðarbæjar muni sækja námskeiðið og með því er gert ráð fyrir að þjónusta bæjarins muni batna gagnvart bæjarbúum og við- skiptavinum bæjarins. Einnig var samþykkt dagskrá í tilefni afmælisins, og hefst form- leg vinna vió hana 20. febrúar nk., en fyrsti dagskrárliðurinn verður 12. mars nk. og sá síðasti 21. október nk., þó ekki samfellt! Dagskráin birtist hér að neðan. Á henni er meðal annars sögulegur annáll sem Guómundur Ólafsson leikari er að taka saman og haldin verður ráðstefna jaðarbyggða á Is- landi og munu flestir fyrirlesarar koma frá Reykjavík, þ.e. frá at- vinnulífinu, Háskóla Islands auk fulltrúa frá þeim sveitarfélögum sem hafa átt við vanda jaðar- byggða að glíma. 12. mars kl. 13.00. 10. klst. upplestur í Tjamarborg í tilefni af 100 ára afmæli Lestrarfélags Ól- afsfjarðar, síóar Bókasafns Ólafs- fjarðar, ásamt sýningum og ýms- um uppákomum. 18. og 19. mars. Dorgveiðimót. 24. mars. Ferðamálakynning. 17. júní. Myndlistarsýningar opnaðar. 8. júlí kl. 15.00. Forseti ís- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir, setur afmælisviku Ólafsfjarðar með vígslu húss félags eldri borg- ara. Að því loknu verður opnuð þemasýning grunnskólanema og kl. 20.00 er sögulegur annáll Ól- afsfjarðar með söng-tónlistarlegu ívafi. Hann verður einnig á sama tíma 14. og 15. júlí. 9. júlí kl. 14.00. Skákmót á úti- tafli sunnan félagsheimilisins Tjamarborgar með þátttöku stór- meistara. 14. júlí kl. 14.00. Dagur dýr- anna í Hringveri í tilefni 90 ára af- mælis Búnaöarfélags Ólafsfjarðar. 15. júlí kl. 14.00. Fjölbreytt skemmtidagskrá sem lýkur með dansleik í Tjarnarborg kl. 23.00 16. júlí kl. 14.00 Guðsþjónusta í Ólafsfjarðarkirkju. 16. september kl. 10.00. Ráðstefna. Staða jarðarbyggða á Islandi. 21. öktóber kl. 19.00. Afmælis- hátíð Ólafsfirðinga. Auk þessa munu íþróttir skipa veglegan sess í bæjarlífmu í sum- ar, en eftir er að fella þcirra þátt inn í dagskrána auk annarra at- burða sem síðar kunna að koma upp á borðið. GG C-634 XT þvottavél 18 þvottakerfi 5 kg þvottur Hitabreytirofi 600 snúninga Rústfrír pottur I Frábært verð 42.595,- Irj\2 KAUPLAND Kaupangi • Slmi 23565 J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.