Dagur - 31.01.1995, Blaðsíða 14

Dagur - 31.01.1995, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 31. janúar 1995 MINNIN Cm Aðalsteinn Halldórsson Hann var alltaf kallaður Alli af vinum sínum, ég og fjölskyldan mín vorum svo heppinn að vera vinir fjölskyldunnar. Við þessar tvær fjölskyldur áttum heima sam- an í Hamarstíg 4 í 27 ár og það má segja að við höfum deilt með okkur gleði og sorg, allt frá fyrstu kynnum. Við Guðmundur vorum búin að eignast okkar fimm böm þegar þau komu í Hamarstíginn með sín tvö, en það liðu nú ekki mörg ár þar til þau voru orðin sex, svo þaó varð oft fjörugt þegar fram liðu stundir. Það sem mér er minnisstætt er hvað Alli var alltaf eins og klettur hvað sem á gekk, eins og hægt er að hugsa sér hjá svo stórri fjölskyldu. Þeim varð vel til vina, manninum mínum Guðmundi og Alla, við áttum saman margar skemmtilegar stundir eins og öll 27 áramótin, þau eru ógleymanleg, allir voru saman og ekkert kynslóðabil. Eg minnist líka hvað hann Alli hafði gaman af fótbolta, því ef það var fóltbolti í sjónvarpinu þá þurftum við ekkert annað en að hlusta á Alla og syni í næstu íbúð, því þar var rökrætt af mikilli inn- lifun að leik loknum, það var óborganlegt, og svona voru marg- ar ánægjustundir. En Alli og þau hjónin voru líka góðir vinir, þegar á móti blés. Þegar ég missti mann- inn minn fyrir 12 árum var gott að leita til þeirra og á meðan ég átti heima í Hamarstíg, leitaði ég oft og mörgu sinnum trausts og ráða til Alla. Þaö er svo undarlegt, aó þegar einhver er fallinn frá, þá minnist maður einhvers sérstaks í fari hans. Núna þcgar ég hugsa um Alla þá man ég best eftir brosinu hans, mér finnst hann oftast hafa verið brosandi þegar við hittumst, og töluðum um alla heima og geima. Bömin mín sem nú eru orðin fullorðið fólk, minnast hans sem góðs vinar, allt frá æsku og fram til þessa dags. Kæri Alli minn, ég og börnin mín biðjum góðan Guð að geyma Þ>g- Elsku Þóra mín, böm og aó- standendur, Guð blessi ykkur öll og styrki í sorg ykkar. Hekla Geirdal. Aðalsteinn Halldórsson frá Hvammi, var til grafar borinn frá Akureyrarkirkju í gær. Kynni okkar Aðalsteins hófust strax við komu mína til Akureyrar, fyrir rúmum tuttugu árum. Þá var hann starfsmaður Fataverksmiðjunnar Heklu, og unnum við þar saman í talsvert á annan tug ára, jregar sá er talinn með þegar Hekla var rek- in sem hluti af Ullariðnaði Sam- bandsins. Aðalsteinn var einn af þessu einlægu hugsjónamönnum um framgang samvinnustefnunnar og verksmiðjanna á Gleráreyrum. Hann gaf sig allan í starfið og mér er til efs að aðrir starfsmenn hafi getað státað af betri mætingum, slíkur var áhuginn. Hvað kom til aó svo gott orö fór af Akureyri sem iðnaðarbæ, þar sem afköst og áræði þótti mun meira en gerðist annarsstaóar á Iandinu? Jú, það voru menn eins og Aðalsteinn sem m.a. gáfu Akureyri verð- skuldað viðumefni sem iðnaðar- bær og skópu það orðspor sem af bænum fór. Undirstaða velfarnað- arins var brennandi og ódrepandi áhugi og memaður þeirra sem í framleiðslunni sjálfri stóðu. Vinskapur okkar Aðalsteins þróaðist frá okkar fyrsta sam- starfsdegi, og aldrei bar skugga þar á, enda maðurinn með ein- dæmum viðmótsþýður og alúðleg- ur. Ávallt var stutt í brosið og Fæddur 16. nóvember 1931 - Dáinn 22. janúar 1995 hvellan hláturinn og áhuginn á því að leysa vandamál sem upp komu var slíkur að ég, þá ungur að árum og reynslulaus beint úr skóla, undraðist og hreifst með. Þessi af- staóa Aðalsteins og viðhorf hans til lífsins almennt, hefur oft reynst mér afar vel síöar á lífsleiðinni. Aðalsteinn hóf störf við Fata- verksmiðjuna Heklu, eftir aö hafa unnið þar vió byggingarfram- kvæmdir og skil ég vel vilja þá- verandi verksmiðjustjóra Ásgríms Stefánssonar til að fá hann til starfa. Ásgrímur hafði yfir að ráða mjög næmu hugboði þegar dug- andi fólk var annars vegar og sýndi það sig oft, eins og í þessu tilfelli. Aóalsteinn varð verkstjóri í Prjónasal og stjómaði þar af ljúf- mennsku en þó viðeigandi einurð í áraraðir og átti einstaklega gott með aó lynda við sína samstarfs- menn. Eg minnist atviks þegar eldur var laus í verksmiðjuhúsi Heklu og ég þurfti að hlaupa inn í kófið til að athuga með aðstæður á skrifstofum fyrirtækisins. Þegar ég hljóp inn vissi ég ekki fyrr til en ég sá grilla í Aðalstein, því ekki vildi hann láta mig fara ein- an. Um síðir komumst við aftur út hóstandi og stynjandi og mátti ekki tæpara standa, en ekki leið á löngu þar til ég sá hann handlanga kassa af fullunnum peysum um borð í flutningabíla til að bjarga verðmætum. Elja og trúnaður hans til fyrirtækisins var takmarkalaus. Hann var einnig valinn til trún- aðarstarfa fyrir hönd samstarfs- manna sinna og var verðugur full- trúi okkar á meðal stjórnarmanna Sambandsins, auk annarra slíkra starfa sem hann gegndi. Þegar honum þótti vió hæfi að gera sér dagamun, var hann hrók- ur alls fagnaðar og mér mun seint úr minni líða kerfisbundinn og ár- legur undirbúningur okkar „strák- anna“ á Heklu kvöldið sem skyldi fara í sumarfrí. Undirbúningurinn hófst á sníðastofu Vinnufatadeild- arinnar og stóð oft nokkuð fram á kvöldið. Aldrei varð á því undan- tekning að Aðalsteinn færi þar á kostum, því frásagnargleðin var slík. Það er unun að rifja upp þessar stundir samanþjappaðs vinahóps. Kona Aðalsteins, Þóra Björns- dóttir, og börn þeirra nokkur unnu vió framleiðslustörf á Heklu og bar þar allt að sama brunni. Dugn- aður og samstarfsvilji var þeirra aðalsmerki. Þessum hópi nánustu ættingja og fjölskyldu Aóalsteins Halldórssonar færi ég mínar hug- heilustu samúðarkveðjur með þá von í brjósti að minningin um góðan dreng megi lina þær sorgir og trega sem nú býr í hjörtum þeirra. Alli minn, nú aó leióarlokum þegar ég set þessar minningar á blað gerist það sjálfkrafa að þær brjótast fram á þann frjálslega og óþvingaða hátt eins og okkar sam- skipti öll. Eg þakka af einlægni fyrir að hafa fengið aó fylgja þér um skeið á lífsleiðinni og fmn að það hefur auðgað mitt lífshlaup á margan veg, reyndar veit ég að hér tala ég fyrir munn mikils fjölda manna. Hvíl í friði kæri vin. Sigurður E. Arnórsson. 29. nóvember 1889, d. 4. október 1969, bóndi og oddviti í Hrafna- gilshreppi. Þau bjuggu í Hvammi, en síðustu árin á Akureyri. Syst- kini Aóalsteins: Baldur f. 1916, d. 1982, tvíburi á móti honum lést við fæðingu, Snorri f. 1919, Páll f. 1921, d. 1927, Guðlaugur f. 1923, Páll f. 1927, Kristbjörg f. 1930, Guðný f. 1933. Aðalsteinn kvæntist 20. júní 1956 Þóru Bjömsdóttur frá Hrís- um í Eyjafirði, f. 10. mars 1936. Böm Aðalsteins og Þóru: Jón Ágúst f. 1956, maki Halla Sveins- dóttir, eiga þau þrjú börn, Guðný f. 1958, maki Sigurður Þór Áka- son, eiga þau fimm böm, Sigrún f. 1960, maki Stefán Geir Pálsson, eiga þau þrjú böm, Stefán f. 1961, maki Þuríður Þorláksdóttir, eiga þau þrjú börn, Halldór f. 1962, maki Helga Sigríður Steingríms- dóttir, eiga þau tvö böm, Hlynur f. 1964, hann á tvö böm. Aðalsteinn vann fyrstu árin hjá KEA og Haga. Hann hóf störf hjá Fataverksmiðjunni Heklu 1962, starfaði síðar hjá Álafossi og var síðast vaktstjóri hjá Foldu. Svo viðkvœmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum, að beygja sig undir þann allsherjardóm sem œvina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indcela stund sem aldrei mér hverfur úr ntinni. Og nú ertu genginn á guðanna fúnd það geislar afminningu þinni. (Friðrik Steingrímsson frá Grímsstöðum.) I fáum orðum langar mig að minnast tengdapabba míns, Aðal- steins Halldórssonar, frá Hvammi. Alli, eins og hann var kallaður, var mjög ákveðinn maður, fylgdist vel með öllu, sérstaklega þó íþróttum, en það var eitt af hans áhugamálum. Hann hafði mjög gaman af að ferðast og gerðum við mikið af því að fara meö tengdaforeldrum mínum í sumarbústaði vítt og breitt um landið. Eg var svo hepp- in að fá sumarbústað í Lóninu við Homafjörð sl. sumar og þar áttum við saman alveg einstaklega góða viku í dásamlegu veðri og eigum vió þaðan góðar minningar sem seint munu gleymast. Þá keyrðum við um, fórum í gönguferðir, söfn- uðum steinum með krökkunum, skoðuðum blómin og gróðurinn og spiluðum á kvöldin. Fyrir tæpum 2 árum var haldið ættarmót hjá systkinunum frá Hvammi, þá gekk Alli um æsku- slóðimar með bræðrum sínum og rifjuðu þeir upp bemskuminning- amar sem gaman var að hlýða á. En nú er komió aó leiðarlok- um. Kveð ég þig með virðingu og þakklæti fyrir aó hafa fengið að kynnast þér, AIli minn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku Þóra mín, megi góöur Guð gefa þér styrk í sorginni. Ykkar tengdadóttir, Halla. Aföllum þeint gœðum sem okkur veitir viturleg forsjá til ánœgjuauka er vináttan dýrmœtust. (Epikuros) Mánudagurinn 16. janúar mun aldrei líða mér úr minni, en snemma morguns hringdi tengda- móðir mín og flutti mér þau vá- legu tíðindi aó AIli hefói fengið alvarlegt hjartaáfall. Eg hélt að mig væri að dreyma, eða vonaði það, en eftir tæpa viku var hann allur. Okkar fyrstu kynni voru þegar ég kom heim til Þóru og Alla á gamlárskvöld fyrir 15 árum. Eg var frekar feiminn gutti, en áður en varði var ég orðinn einn af fjöl- skyldunni og við tengdapabbi farnir að rífast um íþróttir og stjómmál af hjartans lyst og báðir sannfærðir um sannleiksgildi eigin skoðana. Þessi skoóanaskipti, þó hávær yrðu, þroskuðu mig mikið. Ég á eftir aö sakna þess þegar ég kem heim í Eiósvallagötuna að geta ekki tekió góða rimmu við Alla. Alli var tengdafaðir minn og líka besti vinur minn sem maður gat alltaf leitað til. Elsku Þóra, ég vona að Guð gefi þér styrk í þinni miklu sorg, en stóri hópurinn þinn, bömin og barnabömin sem syrgja meö þér, munu styrkja þig og hvort annað. Stefán Geir Pálsson (Gági). Fædd 21. mars 1927 - Dáin 22. janúar 1995 Aðalsteinn Halldórsson fæddist í Hvammi, Hrafnagilshreppi, 16. nóvember 1931. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri, 22. janúar síóastliðinn. For- eldrar hans voru Guðný Pálsdóttir f. 7. maí 1882, d. 23. september 1965 og Halldór Guðlaugsson f. ísafoldu Jónatansdóttur kynntist ég þegar ég var 15 ára gömul. Hún giftist föður æskuvinkonu minnar. Sonur ísafoldar og eigin- maöur minn urðu góðir vinir. Þennan ástkæra son missti hún að- eins 19 ára gamlan, 2 árum eftir okkar kynni. Hann fórst í bílslysi. Vinátta okkar óx og dafnaði. Það var einkar gott aó koma á heimili hennar. Við sátum gjaman í eldhúskróknum og ræddum þá allt milli himins og jarðar. Oft tókum við bakföll af hlátri þegar við slógum á létta strengi. Hún var gædd svo góðum frásagnar- og leikhæfileikum. Hennar aðals- merki fannst mér vera hjartahlýja og hjálpsemi. Við vinir hennar og ættfólk fórum ekki varhluta af því né öðrum mannkostum hennar. Bæði unga og aldna laðaði hún að sér með gestrisni og hlýju. Börnin hennar, tengdabömin, bamabömin og litla bamabarnið áttu miklu ást- ríki að fagna þar sem hún var og vom engin takmörk fyrir elsku- semi hennar til þcirra allra. Ég þekkti sérstakan hljóm í röddinni þegar hún svaraði í sím- ann ef litlu bömin hennar voru stödd hjá ömmu sinni. Þau gistu oft um helgar, stundum tvö og tvö saman. Þau teiknuðu myndir, dönsuðu og sungu inn á segulband fyrir hana. Hún kunni á þeim lagið og naut þess að ræða um hæfileika þeirra og þann þokka sem þau buðu svo ríkulega af sér. Elsku ísafold, ég og fjölskylda mín sendum þér saknaðar- og þakkarkveðjur. Megi góóur Guó umvefja þig og fjölskyldu þína ástarörmum sínum. Vináttan: Af öllum þeim gœðum sem okkur veitir viturleg forsjá til ánœgju- auka er vináttan dýrmœtust. Steingerður Axelsdóttir. Ég lít í anda liðna tíð, er leynt í hjarta geymi. Sú Ijúfa minning - létt og hljótt hún læðist til mín dag og nótt, svo aldrei, aldrei gleymi. (Halla frá Laugabóli) Elskuleg kona, Isafold Jónatans- dóttir, er látin langt um aldur fram. Þó að vitað hafi verið að hverju stefndi síðustu vikur, þá kemur dauóinn alltaf jafnmikið á óvart. ísafold var ein sú allra besta manneskja sem ég hef kynnst. Hún giftist ung móðurbróður mín- um, Þór Péturssyni frá Hjalteyri, en hann lést af slysförum 1953. Þau eignuðust tvö böm, Valrósu Petru og Pétur Jónatan, en hann lést af slysförum 1965. Síðar eign- aðist Isafold soninn Þórö Pálma- son, veitingamann. Samband mæögnanna Valrósar og Isafoldar var einstakt. Ekki leið sá dagur að þær ekki hittust eða töluðust við í síma og má segja að þær hafi verið hvor annarri allt. Held ég að slíkt samband eins og þeirra sé vandfundið og er missir Valrósar því mikill svo og allrar fjölskyldunnar. Mér var Isafold alltaf góó og þegar vió maðurinn minn heitinn fluttumst tímabundið til Akureyrar, umvafði hún mig hlýju og ég fann að þar átti ég góðan vin. Þær eru ófáar stundimar er við þrjár sátum í eldhúsinu hjá Val- rósu og drukkum kaffi og var þá glatt á hjalla, mikió hlegió og sagði Isafold okkur ýmsar sögur af okkur þegar við vorum litlar. Einnig minnist ég berjaferða okkar, þegar ísafold sat á sömu þúfunni og tíndi jafnmikió og við Valrós sem hentumst um alla móa löðursveittar. Já, það er margs að minnast. Elsku Valrós mín, Doddi og fjölskyldur. Þaó er sárt að missa ástvin en við vitum að nú líður mömmu ykkar vel og að vel hefur verið tekið á móti henni. Megi góóur guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu stundum. Guð blessi minningu Isafoldar Jónatansdóttur. Hanna Brynhildur Jónsdóttir og fjölskylda.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.