Dagur - 28.02.1995, Qupperneq 1
78. árg.
Akureyri, þriðjudagur 28. febrúar 1995
41. töiublað
Siglufjöröur:
Fyrstaloðnan áþessuári
kom meö sanddæluskipi
- snjófarg sligaöi tvö þök á
verksmiðju SR-mjöi hf.
Fyrsta loðnan sem berst til
verksmiðju SR-mjöI á Siglu-
fírði á þessu ári kom þangað um
sl. helgi með sanddæluskipinu
Sóley, en um er að ræða 1.252
tonn af Ioðnu sem ekki fór í
frystingu en löndunarhöfn er
Reykjavík því loðnan kemur frá
Granda hf.
Þóróur Andersen verksmiðju-
Tilboð í mjólkurtanka:
Samstaðan
skilaði 25%
lægra verði
Um áramótin tóku gildi
reglur sem banna inn-
flutning á kæliefninu Freon
R-12, sem verið hefur nær
allsráðandi á kælikerfum
mjólkurtanka. Á vegum Fé-
lags eyfirskra nautgripa-
bænda var farið í að kanna
áhuga fyrir því að menn
tækju sig saman og létu gera
tiiboð í endumýjun á búnað-
inum í einu lagi.
Niðurstaðan var sú að 40
bændur vildu skipta um tank
en 76 gátu látið kælibúnaðinn
nægja. Nokkur lyrirtæki gerðu
tilboð og voru tilboðin í mjólk-
urtankana kynnt i gær. Ákveö-
ið var aó taka tilboói frá Áræði
sem er upp á um 17,2 milljón-
ir. Telja menn að með því að
láta bjóóa í alla tankana í einu
hafi náðst fram um 25% lægra
verð. í dag vcrða tilboðin í
kælivélamar kynnt. HA
Samningar
samþykkfir
XTýju kjarasamningarnir
hafa verið samþykkdr
hjá þeim verkalýsfélögum á
Norðurlandi sem tekið hafa
þá til afgreiðslu. Þegar hefur
verið greint firá úrslitum hjá
Félagi verslunar- og skrif-
stofufólks á Akureyri og um
hclgina bættust nokkur stór
félög við.
A félagsfund hjá Verka-
mannafélaginu Fram á Sauðár-
króki mættu aðeins 27 manns
og var munurinn milli fylgj-
enda og andstæöinga lítill, en
samningamir voru samþykktir
með 15 atkvæðum (55,5%)
gegn 12. Hjá Vöku á Siglufirði
mættu 59 manns, 44 sögðu já
(74,6%), 12 nei og 3 vom auð-
ir. Hjá Iðju á Akureyri mættu
62 til að greiða atkvæði, 45
sögóu já (72,6%) en 15 voru á
móti samningunum og sögðu
nei. Um 14% félagsmanna
mættu á aðalfund hjá Félagi
málmiðnaðarmanna á Akureyri
eða 33. Þar sátu 15 manns hjá
þegar greidd voru atkvæði, en
16 sögðu já og 2 nci og samn-
ingamir vom því samþykktir.
stjóri segir gera megi ráð fyrir
meira magni með sanddæluskip-
inu Sóley á næstunni en í gær var
ekki von á neinum loðnubáti til
löndunar á Siglufirði, ekki síst
með tilliti til þess að í nótt var
bræla á miðunum og sáralítil
veiði.
Miklum snjó hefur kyngt niður
á Siglufirói að undanfömu og hef-
ur snjófarg sligað tvö húsþök hjá
SR-mjöl hf. Annað húsió er gam-
alt beinahús en hitt húsið er notað
sem geymsla undir ýmsislegt
„drasl.“ Ekkert tjón varð á því
sem innandyra var en ekki svarar
kostnaði að gera við þökin og
veróa húsin rifrn strax og veður
leyfir og snjóa leysir. GG
Bollurnar brogðuðust vel
Gera má ráð fyrir að mikill meirihluti íslendinga hafi gætt sér á rjómaboli-
um í gær, á sjálfum Boliudeginum. Víst er að unga kynslóðin dró hvergi af
sér VÍð bolluátið. Mynd: Robyn.
Skandia
Lifandi samkeppni
W - lœgri iSgjöld
Geislagötu 12,- Sími 12222
Skinnaiönaöur hf.:
Hagnaður síð-
asta árs hátt í
100 milljónir
- veltan tæpar 700 millj.
Velta Skinnaiðnaðar hf. á Ak-
ureyri á síðasta ári var um
697 milljónir króna og hagnaður
fyrirtækisins eftir skatta var um
97,3 milljónir króna.
Skuldir og eigið fé voru rúmar
649 milljónir króna og eigið fé í
árslok var 150,5 milljónir. Fyrir-
tækið var aðeins rekið í tvo og
hálfan mánuð á árinu 1993 og því
er ekki hægt að bera saman rekst-
urinn á milli áranna. Hins vegar
var fyrirtækið gert upp meó 250
þúsund króna hagnaði eftir það
tímabil árið 1993.
Aðalfundur Skinnaiðnaðar hf.
verður haldinn mánudaginn 6.
mars nk. og þar verða reikningar
félagsins lagðir fram og skýrðir
frekar. Hjá fyrirtækinu vinna nú
uml30manns. KK
Rækjuvinnsla hefst hjá Söltunarfélagi Dalvíkur nk. fimmtudag eftir nær þriggja vikna uppihald:
Eyfirskar rækjuverksmiðjur búa
við tímabundinn hráefnisskort
Það magn sem borist hefur að
li
landi til vinnslu hjá Söltun-
arfélagi Dalvíkur hf. og Strýtu
hf. á Akureyri hefur allt farið til
vinnslu hjá Strýtu hf. að undan-
förnu. Þetta er m.a. vegna þess
að allmikið af rækju hefur verið
selt burt úr Eyjafirði að undan-
förnu til vinnslu í öðrum lands-
hlutum, t.d. á Snæfellsnes og
vesturhluta Norðurlands. Hafa
bátar hætt viðskiptum vegna
yfirboða frá þessum svæðum.
Aðalsteinn Helgason, fram-
kvæmdastjóri Strýtu hf„ segir
engan fót fyrir því að verið sé að
flytja rækju af Eyjafjarðarsvæðinu
til vinnslu á Grænlandi á vegum
Royal Greenland, því Grænlend-
ingar borgi örugglega ekki það
verð fyrif rækjuna sem rækjuverk-
smiðjur hér greiði fyrir hráefnió af
veiðiskipunum, það verð sé miklu
lægra. Rækja hefur farið til Nor-
egs, þó ekki síðan um sl. áramót.
„Eg lít svo á að um tímabundið
vandamál sé að ræða og þetta
ástand muni fara batnandi. Það er
svona á mörkunum næstu fjórar
vikur að við höfum nægjanlegt
hráefni en þá koma m.a. aftur bát-
ar í viðskipti sem hafa verió á öðr-
um veiðum. Einnig má telja
kvótastöðuna þokkalega góða.
Við förum að pakka rækju í
neytendapakkningar í samræmi
við samninginn við Royal Green-
land strax og við höfum fjárfest í
þeim vélum og tækjum sem nauð-
synleg eru, en það tekur sinn tíma
því afgreiðslufrestur á mörgum
vélum er allt upp í þrír mánuðir.
Ætli það hefjist ekki á vordögum,
svona í maí eöa júnímánuði," seg-
ir Aðalsteinn Helgason.
Engin rækjuvinnsla hefur verið
hjá Söltunarfélagi Dalvíkur hf.
síóan 13. febrúar sl. en vonir
standa til að hún hefjist aftur
fimmtudaginn 2. mars nk. Ástæð-
an er fyrst og fremst sú að tölu-
veró ótíð hefur verið aö undan-
fömu og einnig hafa bátar verið
aó fara í slipp eða hreinlega fara
úr viðskiptum eins og nefnt er hér
að framan. Nú eru hins var að
bætast bátar við í viðskipti, m.a.
Sjöfn frá Grenivík og togarinn
Súlnafell frá Hrísey sem verið
hefur í eigu KEA en 1. mars nk.
kemst hann í eigu nýrra eigenda í
Hrísey, Rifs hf„ og verður strax
sendur á rækjuveiðar og landar
hann aflanum hjá Söltunarfélagi
Dalvíkur hf. eða Strýtu hf. GG
Hrognafylling loðnunnar orðin 21% og hrognataka að hefjast:
Togarar Skagstrendings hf.
hafa fryst 300 tonn af loönu
Togarar Skagstrendings hf„
/
Arnar HU-1 og Örvar HU-
21, hafa legið að undanförnu í
Seyðisfjarðarhöfn við loðnu-
verksmiðju Vestdalsmjöls hf. og
fryst um 300 tonn af loðnu sem
flokkuð er hjá Vestdalsmjöli hf.
og var henni síðan landað í
gáma þar fyrir austan. Frysti-
geta togara Skagstendings er um
50 tonn á sólarhring. Um 10
frystitogarar hafa undanfarna
daga tekið við flokkaðri loðnu til
frystingar.
Vonast var til að um meira
magn yrði á ræða á vertíðinni, en
loðnan hefur bæði verið mjög
dyntótt og eins smá, auk þess sem
mikil áta í henni hefur dregið úr
því magni sem hefur verió hæft til
frystingar.
Hrognafylling loðnunnar er
orðin um 21 % og því má búast við
að hrognataka hefjast í vikunni
þegar hrognafyllingin er orðin
23% og þá dettur frystingin upp
fyrir. Fremsti hluti loðnugöngunn-
ar var í fyrrinótt komin vestur að
ósum Þjórsár og á hraðri vestur-
leið svo í dag er hún væntanlega
komin á móts við Þorlákshöfn.
Vart hefur orðið loðnu allt austur
á að Hrollaugseyjum.
Loðnuaflinn á vetrarvertíðinni
var í gær orðinn 153 þúsund tonn
og eftirstöðvar loðnukvóta því
328 þúsund tonn, en endanlegur
loðnukvóti hefur ekki enn verið
tilkynntur, en hann er nú 692 þús-
und tonn. Aflahæsta löndunar-
höfnin er Seyðisfjörður með
30.526 tonn, síðan Eskifjörður
með 27.444 tonn en Vestmanna-
eyjar draga á með 23.370 tonn,
enda loðnugangan þar nánast við
bæjardymar.
Örvar HU landaði í gær á
Skagaströnd en hann var búinn að
vera á bolfiskveiðum um tíma áð-
ur en loðnufrystingin tók við og
fer væntanlega á ýsuveiðar vestur
fyrir land. Amar HU fór á veiðar
suður fyrir land, og er aflinn mjög
blandaður, þó aðallega karfi. GG
Húsavík:
Eg er bjart>
sýnn í
- segir Iþróttamaður
Húsavíkur sem lentl
i vinnuslysi
Þegar ég kom heim af spít-
alanum var það fyrsta
sem mér datt í hug hvort ég
gæti sveifiað kylfunni. Það
voru eiginlcga einu áhyggj-
urnar sem ég hafði,“ sagði
Sigurður Hreinsson kylfingur
og Iþróttamaður Húsavíkur
1994. En það var Sigurður
sem var svo óheppinn að
missa vísifingur vinstri hand-
ar í vinnuslysi, sem Dagur
greindi frá í síðustu viku.
Sigurði var nýlcga afhentur
farandbikar með hciðursnafn-
bótinni Iþróttamaður Húsavík-
ur 1994.1 síöustu viku var Sig-
uröur við vinnu á trésmíða-
verkstæði og sagaói nær tvc
kögla framan af ftngrinum. „
dag er ég bjartsýnn á að þetti
gangi. Eg hcld þctta verði allt
lagi og það lítur betur út en á
horfðist í fyrstu,'- sagði Sigurð-
ur, sem meiddist á fieiri lingr-
um. ,JÉg ætla að vona að þettaj
hafi ekki mikil áhrif á núg,“
sagói Sigurður og bar sig karl-
mannlega þrátt fyrir áfallið. IM